Fréttablaðið - 01.10.2002, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 01.10.2002, Blaðsíða 13
13ÞRIÐJUDAGUR 1. október 2002 NÝJAR SENDINGAR Í HVERRI VIKU SONET • BRAUTAHOLT 2 • REYKJAVÍK • OPIÐ ALLA DAGA KL 12-19 „Komnir til að vera“ Geisladiskar TILBOÐ Taktu 6 á 2000 100 titlar 999,- 999,- 999,- 1.39 9,- 1.39 9,- 1.39 9,- 1.39 9,- Geisladiskar frá 99 kr. Tölvuleikir frá kr. 499 GOLF Skotinn Colin Montgomerie, sem keppti fyrir hönd Evrópu í Ryder-keppninni í golfi sem hald- in var á Englandi um helgina, vakti athygli fyrir skemmtilega framkomu á mót- inu. Monty, eins og hann er kallaður, hefur oft á tíðum verið gagnrýndur fyrir að vera þung- ur í skapi bæði inn- an vallar sem utan. Hefur hann m.a. átt það til að láta bæði áhorfendur og fjölmiðlafólk fá það óþvegið. Hann var hins vegar léttleikinn uppmálaður á Belfry- vellinum og virtist vera í afskap- lega góðu skapi. Árangur hans í keppninni var eftir því og bar hann sigurorð af Bandaríkja- manninum Scott Hoch. Lagði hann grunninn að sigri evrópska liðsins með frábærri spila- mennsku. Sam Torrance, fyrirliði evr- ópska liðsins, var ánægður með frammistöðu Montgomerie og sagðist aldrei hafa séð hann eins afslappaðan. „Ég hef spilað með honum í Dunhill- og Ryder- keppnum og hann hefur ávallt verið frábær liðsmaður,“ sagði hann. „Í þessari viku var hann aftur á móti afslappaður allan tímann og lét ekkert trufla sig. Hann var ótrúlegur. Ég held að hann hafi bara verið feginn að geta spilað,“ sagði Torrance og vísaði þar í þrálát bakmeiðsli sem Montgomerie hefur átt við að stríða undanfarið. „Ég held að það hafi verið lykillinn að ár- angri hans, auk þess sem hann vildi virkilega sigra.“ Curtis Strange, fyrirliði banda- ríska liðsins, lofaði Montgomerie einnig í hástert eftir mótið. „Hann er leiðtogi þeirra. Seve [Ballester- os] var það lengi vel en nú hefur Colin tekið við af honum. Öll lið þurfa leiðtoga, ekki bara vegna spilamennskunnar heldur einnig vegna þess hvernig þau eiga að hegða sér,“ sagði Strange um Monty. „Hann er það svo sannar- lega. Hann lék frábærlega og leiddi liðið áfram bæði innan vall- ar sem utan.“  „Hann er leiðtoginn“ Colin Montgomerie vakti athygli fyrir skemmtilega framkomu og góða frammistöðu í Ryder- keppninni í golfi. Hefur lengi verið þungur á brún innan vallar sem utan. Sam Torrance, fyrir- liði evrópska liðsins, var ánægður með frammistöðu kappans. „Í þessari viku var hann aftur á móti af- slappaður all- an tímann og lét ekkert tru- fla sig“ MONTGOMERIE Colin Montgomerie fagnar eftir að hafa sett niður pútt á 17. braut á Belfry-vellinum í Sutton Coldfield á Englandi. MONTY OG TORRANCE Colin Montgomerie og Sam Torrance, fyrir- liði evrópska liðsins, fagna sigrinum í Ryder- keppninni í golfi með bikarinn á lofti. SIGRI FAGNAÐ Sam Torrance heldur á bikarnum fyrir sigur evrópska liðsins í Ryder-keppninni. Torrance hefur verið fyrirliði evrópska liðs- ins í 3 ár og segir að tími sé kominn á breytingar. Sam Torrance, fyrirliði Evrópu: Röðin kom- in að öðrum GOLF Sam Torrance, fyrirliði evr- ópska liðsins í Ryder-keppninni í golfi, verður að öllum líkindum ekki áfram fyrirliði þrátt fyrir góðan árangur um helgina. Hann hefur þó ekki útilokað fyrirliða- stöðuna alveg. „Þetta er ekki tím- inn til að taka ákvörðun. Ég vil þó ekki segja nei strax. Ég held samt að röðin sé komin að einhverjum öðrum,“ sagði Torrance í sigur- vímu eftir sætan sigur evrópska liðsins á því bandaríska. Þrír menn eru taldir líklegir til að hljóta fyrirliðastöðuna; þeir Nick Faldo, Ian Woosnam og Bernhard Langer. Torrance virð- ist hafa mikið álit á Þjóðverjanum Langer. „Hann spilaði ótrúlega. Ég er viss um að hann verði fyrir- liði, en hvenær það verður veit ég ekki,“ sagði Torrance. Alex Ferguson, knattspyrnu- stjóri Manchester United, sendi Torrance fagnaðarkveðjur í gær og sagði sigur evrópska liðsins hafa verið stórkostlegan. „Ég er virkilega ánægður fyrir hönd Sam. Ég hef þekkt hann síðan hann var lítill strákur. Hann sýndi ró sína allan tímann og hafði góða stjórn á hlutunum,“ sagði Ferguson.  FÓTBOLTI Enska úrvalsdeildarliðið Manchester United skilaði 32,3 milljónum punda í hagnað á fyrstu sjö mánuðum ársins, sem samsvarar um 47 milljörðum ís- lenskra króna, Það er 48% aukn- ing frá sama tíma og í fyrra. Manchester United er fyrir vikið lang ríkasta félagslið heims. Tekjuaukningu liðsins má helst rekja til samninga um sjónvarps- útsendingar og árangurs á Evr- ópumótum. Launakostnaður Manchester United jókst um 20 milljónir punda á milli ára og nemur nú um 48% af heildartekjum liðsins. Að sögn forráðamanna liðsins er það viðunandi niðurstaða en stefnan var sett á að halda launakostnaði í 50%. Launagreiðslur leikmanna í ensku úrvalsdeildinni eru sagð- ir vera á leið upp úr öllu valdi. Sem dæmi má nefna að Leeds borgar um 66% af tekjum liðsins í laun.  Sjö mánaða uppgjör Manchester United: 47 milljarða króna hagnaður Á GÓÐUM LAUNUM Leikmenn Manchester United eru á góðum launum hjá félaginu. Launakostnaður var þó lægri en forráðamenn liðsins gerðu ráð fyrir. Íslensk félagslið í Evrópukeppni: KR í for- keppni Meist- aradeildar FÓTBOLTI Íslandsmeistarar KR taka þátt í forkeppni Meistara- deildar Evrópu á næsta tímabili. Bikarmeistarar Fylkis taka þátt í Evrópukeppni félagsliða líkt og Grindavík. Fylkir hafnaði í öðru sæti deildarinnar en þar sem Grindavík varð í þriðja sæti fær liðið einnig sæti í forkeppni Evr- ópukeppninnar. Nýliðar KA lentu í fjórða sæti deildarinnar og taka þeir þátt í Intertoto- keppninni.  AP /M YN D AP /M YN D AP /M YN D

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.