Fréttablaðið - 01.10.2002, Síða 22

Fréttablaðið - 01.10.2002, Síða 22
22 1. október 2002 ÞRIÐJUDAGUR HRÓSIÐ ... fær Júlíus Hafstein fyrir um- mæli sín um að Björn Bjarnason hefði átt að láta það eiga sig að fara í borgina. Júlíus sagði einnig í Silfri Egils að fyrst hann sé kominn í borgina þá eigi hann að einbeita sér að því að vinna til baka tapað fylgi Sjálfstæðisflokksins. Nú geta menn svo sem deilt um þessa skoðun, en það er ekki á hverjum degi sem sjálfstæðismenn ganga þvert á flokkslínuna og þora að hafa sjálf- stæðar skoðanir á ákvörðunum flokksins. Það er mikilvægt fyrir flokkinn að innanbúðarmenn þori að ganga út úr hallelúja-kórnum og ræði opinskátt um aðferðir og vinnubrögð. Vonandi fylgja fleiri í fótspor Júlíusar.  Gott sumar hjá Rauða ljóninu Hilmar Guðjónsson leikur seinheppna brúðgumann í Full- komnu brúðkaupi í Loftkastalan- um en þessi sameiginlega leik- sýning nemendafélaga MR, Verzló, Kvennó, MH og MS hefur gengið fyrir nánast fullu húsi all- an síðasta mánuð. Hilmar, sem er 18 ára í dag, er á öðru ári í Kvennó og hefur verið viðloð- andi leiklistina allt frá því hann lék eitt margbrotnasta hlutverk barnabókmenntanna, sjálfan Trölla í Trölli stal jólunum, árið 1995 í uppsetningu Mýrarhúsa- skóla. „Þetta er eitt það besta sem hefur komið fyrir mig,“ segir Hilmar aðspurður um samstarfið í kringum Fullkomið brúðkaupi. „Þetta er búið að vera gjörsam- lega frábært í allt sumar, fyrst æfingarnar og svo sýningarnar í haust. Þetta er algjörlega okkar verkefni, eða fyrirtæki öllu held- ur, og við sem erum í þessu erum ástfangin af þessu. Við ætluðum í upphafi bara að hafa fimm sýn- ingar en þær eru þegar orðnar sjö og við erum búin að bóka okk- ur út október og höldum svo bara vonandi áfram.“ Hilmar kann afskaplega vel við sig í Kvennó. „Það er rosalega góð stemmning hérna. Ég var svo- lítið efins þegar ég valdi skólann fyrst en sé ekki eftir því.“ Hvað kynjahlutfallið snertir segir Hilmar að strákarnir séu um 30% „þannig að þetta er allt að koma“. Hilmar er maðurinn á bak við, Rauða ljónið, hið glaðlega lukku- dýr KR-inga, og er að vonum ánægður með árangur sinna manna. „Þetta er búið að vera fínt sumar. Mikið stuð á vellinum og ljónið skilar alltaf sínu“. Hilmar á tvö ár eftir í Kvennó og ætlar svo að reyna að komast inn í Leiklistardeild LHÍ. „Það er auðvitað erfitt að komast að þar en ég held ég láti reyna á það. Annars fer maður kannski bara út í eitt ár. Aðalmálið er auðvitað bara að lifa lífinu.“ Hilmar heldur vitaskuld upp á daginn með góðu partíi eins og menntskælinga er siður. „Boggi, félagi minn og bekkjarbróðir, á líka afmæli í dag. Hann er ári eldri en ég en við ætlum að slá upp sameiginlegu bekkjarafmæli af þessu tvöfalda tilefni.“ thorarinn@frettabladid.is SAGA DAGSINS 1. OKTÓBER FÓLK Í FRÉTTUM FÓLK Í FRÉTTUM AFMÆLI Hollvinasamtök Flensborgar-skóla í Hafnarfirði verða stofnuð í kvöld. Forsvarsmaður samtakanna er Árni E. Alberts- son, sem er einn þeirra nemenda sem útskrifuðust úr skólanum árið 1977. „Okkur fannst vanta einhvern flöt þar sem fólk gæti sameinast í þeim tilgangi að reyna gera vel við skólann í tilefni ým- issa áfanga,“ segir Árni aðspurð- ur hvers vegna ákveðið hafi verið að ráðast í stofnun samtakanna. „Afmælishópar hafa verið að gefa ýmislegt til skólanna. Með stofn- un samtakanna myndast kjörinn vettvangur fyrir það auk þess sem samtökin gætu virkað sem tengipunktur gamalla nemenda við skólann.“ Árni, sem starfar sem aðstoð- aryfirlögregluþjónn hjá ríkissak- sóknara, er fæddur Vestfirðingur en ólst upp í Hafnarfirði. „Maður nær því ekki alveg að vera Gaflari en er gjaldgengur sem Hafnfirð- ingur,“ segir Árni. Helstu áhuga- mál hans eru fjölskyldan, vinnan og félagsmál. Árni segist eiga mjög góðar minningar frá Flensborgarskóla eins og reyndar allur hópurinn sem útskrifaðist 1977. Hluti þess árgangs hefur einmitt séð um undirbúning hollvinasamtakanna með honum. Stofnfundurinn í kvöld verður haldinn á sal Flens- borgarskólans og vonast Árni til þess að sem flestir láti sjá sig.  Árni er forsvarsmaður hollvinasamtaka Flensborgarskólans í Hafnarfirði sem stofn- uð verða í kvöld. Hann er fæddur Vestfirð- ingur en alinn upp í Hafnarfirði. Persónan Tengipunktur gamalla nemenda við skólann JARÐARFARIR 13.30 Erlendur Jónsson, Kópavogsbraut 1a, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju. 13.30 Tómas Ísfeld verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju. 14.00 Þórður Elísson. Þórustíg 9, Ytri- Njarðvík, verður jarðsunginn frá Ytri-Njarðvíkurkirkju. 15.00 Pétur Friðrik Sigurðsson, listmál- ari, verður jarðsunginn frá Há- teigskirkju. AFMÆLI Hilmar Guðjónsson framhaldsskóla- nemi er átján ára. ANDLÁT Dagbjörg Þórarinsdóttir, Hrafnistu, lést 24. september. Kristján Svavar Jensson, Austurbrún 4, Reykjavík, lést 26. september. Hús Lærða skólans í Reykja-vík, nú Menntaskólans, var vígt árið 1846, en skólinn hafði áður verið á Bessastöðum. Þetta var lengi stærsta hús bæjarins. Ásta Magnúsdóttir var skipuðríkisféhirðir árið 1933. Hún gegndi stöðunni í aldarfjórðung. Ásta var fyrsta konan sem hlaut opinbert embætti. Ökumönnum og farþegum íframsætum bifreiða var gert skylt að nota öryggisbelti við akst- ur á vegum árið 1981. Níu árum síðar náði bílbeltaskyldan einnig til aftursæta. Ríkissjónvarpið hóf útsending-ar á fimmtudagskvöldum árið 1987. Þar með fylgdi það í kjölfar Stöðvar tvö sem árinu áður hafði hafið sjónvarpsútsendingar alla daga vikunnar. TÍMAMÓT HILMAR GUÐJÓNSSON „Þetta er búið að vera fínt sumar. Mikið stuð á vellinum og ljónið skilar alltaf sínu.“ Íbúar Þingholtanna sjá æ oftarnorska listamanninn Odd Nerdrup á gangi í hverfinu. Nerdrup er að kanna nýjar heimaslóðir en hann hefur sem kunnugt er gert tilboð í kaup á gamla Borgarbókasafninu við Þingholtsstræti. Nerdrup kemur gjarnan að kvöldlagi til að skoða eign sína og framtíðar- heimili og er vafalítið með hug- myndir um hvernig nýta megi húsið og lóðina sem er stór. Nerdrup gengur í skósíðum loð- feldi og hlustar á vasadiskó á göngum sínum um Þingholtin. Íbúar í hverfinu bíða spenntir eftir að kynnast nýjum ná- granna því Nerdrup ber það með sér að vera skemmtilegur og fara lítt troðnar slóðir. Bandarískir blaðamenn, semvoru hér á ferð að skrifa um íslenska hestinn, hugðust gera sér dagamun um helgina og skemmta sér í borg hinnar norðlægu gleði. Mennirnir bjuggu á Hótel Sögu og spurð- ust fyrir um það í móttökunni hvar væri hægt að komast í spilavíti. Var þeim tjáð að eina spilavítinu í Reykjavík hefði verið lokað endanlega fyrir stundu. Spurðu þeir þá um nekt- arklúbba í höfuðborginni og var tjáð að þeir væru bannaðir. Höfðu þeir þá á orði að Ísland væri orðin ein risastór kirkja. Eiga þeir líklega eftir að skrifa um þetta í fjölmiðla sína heima. Samfylkingin hefur valið sérkosningastjórn fyrir komandi kosningabaráttu. Lúðvík Geirs- son, bæjarstjóri í Hafnarfirði, sem sumir út- nefndu sigurveg- ara kosninganna síðasta vor, er formaður kosn- ingastjórnarinn- ar. Með honum sitja Svanfríður Jónasdóttir, sem lætur af þingmennsku næsta vor, og Flosi Eiríksson, bæjarfulltrúi í Kópavogi. MEÐ SÚRMJÓLKINNI Vegna lokunar spilavítisins við Suðurgötu 3 skal tekið fram að starfsemi Happdrættis Háskólans verður með óbreyttu sniði eftir sem áður í næsta húsi þar við. Leiðrétting DÚFUR Í LAUGARDAL Dúfum mun fara fækkandi í borginni fari eru líklega ekki jafnmargir strákar með dúfnakofa og áður. Þessar dúfur nutu þó haustblíðunnar í Grasagarðinum í Laugardal á dögunum. FRÉTTAB LAÐ IÐ /RÓ B ERT Hilmar Guðjónsson er átján ára í dag. Hann er að gera það gott í aðalhlutverkinu í farsanum Fullkomið brúðkaup í Loftkastalanum og hefur þar fyrir utan brugðið sér í gervi Rauða ljónsins. Í dómssalnum Dómarinn: Fæðingardagur? Vitni: 15. júlí. Dómarinn: Hvaða ár? Vitnið: Á hverju ári. Sendu brandara á surmjolk@frettabladid.is ÁRNI E. ALBERTSSON Árni segist eiga mjög góðar minningar frá Flensborgar- skóla í Hafnarfirði. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI Að því er raddir að norðanherma er séra Cecil Haralds- son, sóknarprestur og forseti bæjarstjórnar á Seyðisfirði, volg- ur fyrir því að taka þátt í próf- kjöri Samfylkingar í norðaustur- kjördæmi. Það er því fyrirferð í klerkinum þrátt fyrir að ekki séu ýkja mörg ár síðan hann flutti austur. Þannig var hann kosinn í bæjarstjórn Seyðisfjarðar í vor en virðist ekki ætla að láta það standa í vegi fyrir frekara fram- boðsbrölti.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.