Fréttablaðið - 01.10.2002, Side 23

Fréttablaðið - 01.10.2002, Side 23
23ÞRIÐJUDAGUR 1. október 2002 FÓLK Í FRÉTTUM Gömlu bankarnir* nb.is Hvort vilt þú borga 52.950 kr. eða 26.460 kr. í yfirdráttarvexti næstu sex mánuðina? (m.v. 600.000 kr. yfirdrátt) *Búnaðarbanki, Íslandsbanki, Landsbanki og sparisjóðirnir. (m.v. vexti 21. ágúst) Farðu inn á www.nb.is eða hringdu í síma 550 1800 og léttu þér vaxtabyrðina strax. Lestu smáa letrið Við hvetjum þig til að kynna þér skilmála nb.is vegna tilboðsins á www.nb.is Banki með betri vexti Láttu ekki vaxtabyr∂ina sliga þig 1) Léttu byrðina strax... Nb.is býður nýjum viðskiptavinum sem fá sér debetkort helmingi lægri vexti á yfirdráttarheimild fyrstu sex mánuðina eftir að reikningur er stofnaður. Þú færð 8,82% hjá nb.is í stað 17,65% hjá gömlu bönkunum. 2) ...og hafðu hana létta áfram. Eftir fyrstu sex mánuðina heldur þú áfram að njóta betri yfirdráttarvaxta sem eru allt að fjórðungi lægri en hjá gömlu bönkunum. Helmingi lægri yfirdráttarvextir í sex mánu∂i hjá nb.is    52.950 kr. 26.460 kr. 17,65% 8,82% A B X / S ÍA 9 0 2 12 4 7 TÍSKA Í MÍLANÓ Hinni frægi hönnuður Giorgio Armani lagði áherslu á þrönga og fislétta kjóla í jarðarlitunum á sýningu sinni í Mílanó í gær. Ef hann fær einhverju að ráða eiga kvenmenn eftir að klæða sig svona næsta sumar og haust. KÓNGAFÓLK Anna Bretaprinsessa og eiginmaður hennar, Tim Laurence, hafa verið kærð eftir að bull terrier-hundur þeirra réðst á fólk í hallargarðinum við Windsor-höll. Samkvæmt breska blaðinu The Mail þurfa prinsess- an og eiginmaðurinn að mæta fyr- ir rétt innan tíu daga. Verði þau fundin sek eiga þau yfir höfði sér sekt upp á 5 þúsund pund og allt að sex mánaða fangelsisvist. Svo gæti farið að hundur þeirra verði einnig aflífaður og þeim meinað að eiga dýr. Lögreglan í Thames dalnum hefur ekki tjáð sig um atvikið og segist ekki nefna nöfn meintra glæpamanna fyrr en búið sé að dæma þá. Samkvæmt frétt The Mail var prinsessan með hundinn við æf- ingar í garðinum þegar hann réðst á karl og konu og glefsaði í þau. Parið slapp þó með skrekkinn. Þetta er í fyrsta skipti sem kónga- fólk í Englandi þarf að mæta fyrir rétt ef hraðasektir eru undan- skildar.  ÍSLANDSVINURINN Anna prinsessa kom til Ís- lands á hestamannamót. Hér sést hún með hundana sína. Hundur Önnu prinsessu: Réðst á fólk í hallargarðinum við Windsor-höll Áþingi Neytendasamtakannaum helgina vakti athygli að þungavigtarmenn úr Samfylking- unni gerðu bandalög í allar áttir til að ná fram stuðningi við sjón- armið Evrópusinna. Jón Magnús- son, hæstaréttarlögmaður og fyrrum formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, og fé- lagar í Samfylkingunni, eins og ritstjórarnir Ingólfur Margeirs- son og Mörður Árnason, sneru þar bökum saman og náðu sínu fram þrátt fyrir andstöðu öflugra sjálfstæðismanna eins og Guð- laugs Þórs Þórðarsonar. Guðlaug- ur Þór var kjörinn í stjórn af lista uppstillingarnefndar, eins og Samfylkingarmennirnir Mörður Árnason og þingmannsefni Sam- fylkingarinnar á Suðurlandi, Björgvin G. Sigurðsson. Ingólfur Margeirsson komstekki á lista uppstillingarnefnd- ar til stjórnar Neytendasamtak- anna þar sem þá voru fulltrúar Samfylkingarinnar orðnir of margir sam- kvæmt réttum prótókolli. Ingólfur bauð sig þá fram sjálfur, og náði kjöri. Ingólfur og Björgvin G. Sig- urðsson eru harðir Evrópusinnar, auk þess sem Mörður er talinn fylgja flokkslínunni í þeim efnum. Það er því viðbúið að heitt verði í kol- unum þegar Evrópumál ber á góma á fundum stjórnarinnar. Stjórn knattspyrnudeildar ÍAkemur saman í dag ásamt leik- mönnum og aðstoðarmönnum til nokkurs konar krísufundar. Kurr mun vera meðal leikmanna og ku nokkrir vera farnir að hugsa sér til hreyfings. Það sem helst er nefnt eru nún- ingsfletir í sam- skiptum þjálfar- ans við leikmenn en Ólafur Þórð- arson skrifaði á dögunum undir nýjan tveggja ára samning við stjórn ÍA. Óli þjálfi hefur aldrei þótt mjúkmáll en sjaldan veldur einn þá tveir deila. Mikill fjöldi fólks hefur heim-sótt Kjarvalsstaði til að sjá sýningu danska hönnuðarins Arne Jacobsen. Jacobsen var bæði merkur og afkastamikill arkitekt og hönnuður þannig að eftir hann liggur mikið verk. Ekki er að búast við að hægt sé að gera honum ítarleg skil á sýn- ingu hér uppi á Íslandi en einum sýningargesti varð að orði að allt eins hefði mátt hengja upplýs- ingaskiltin upp í versuninni Epal. Sýningin væri ekki yfirgrips- meiri en svo að á henni væru húsgögn sem að stærstum hluta fengjust þar, fyrir utan rúsínuna í pylsuendanum, leðurklædda Eggið hans Halldórs Laxness.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.