Fréttablaðið - 03.10.2002, Side 11

Fréttablaðið - 03.10.2002, Side 11
Berglind Kristinsdóttir ogErna Jónmundsdóttir hafa verið settar í embætti lögreglu- fulltrúa/aðalvarðstjóra við efna- hagsbrotadeild ríkislögreglu- stjórans. Þetta eru fyrstu kon- urnar sem gegna störfum lög- reglumanna í efnahagsbrota- deild embættisins. Þær voru valdar hæfastar úr hópi ellefu umsækjenda. Steinunn Þorsteinsdóttir hef-ur verið ráðin í starf upplýs- inga- og kynningarfulltrúa Hafnarfjarðabæjar. Steinunn er sagnfræðingur og hefur undan- farin ár starfað sem sérfræð- ingur við Byggðasafn Hafnar- fjarðar og sem blaðamaður. 11FIMMTUDAGUR 3. október 2002 1. – 13. nóvember Florida - Haiti - Jamaica - Grand Cayman og Mexíkó í fylgd Önnu Birgis, fararstjóra, sem er löngu flekkt fyrir gó›a fararstjórn - jafnt í Kína sem á Karíbahafi. Siglt er me› Voyager of the Seas, n‡legu og stórglæsilegu 142.000 lesta skemmtifer›askipi. fia› er í eigu Royal Caribbean Cruises, eins besta skipafélags heims, flar sem fljónusta og a›búna›ur er fyrsta flokks. *Innifali›: Flug, akstur, flugvallarskattar, gisting án morgunver›ar í 5 nætur, vikusigling me› fullu fæ›i, afflreyingu og fljórfé um bor›, hafnargjöld og íslensk fararstjórn. Ekki innifali›: Sko›unarfer›ir. kr. *198.945 m.v. tvo saman í innri klefa Ver› frá: Lágmúla 4: 585 4000 • Hlí›asmára: 585 4100 • Keflavík: 420 6000 Akureyri: 460 0600 • Selfossi: 482 1666 • og hjá umbo›smönnum um land allt www.urvalutsyn.is Úrval-Úts‡n Betri fer›ir – betra frí ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U R V 1 89 41 09 /2 00 2 Sko›a›u Royal Caribbean á www.royalcaribbean.com e›a komdu í Lágmúla 4 og fá›u bækling. Karíbahaf Skemmtisigling um Anna Birgis 4 sæti laus vegna forfalla FJÖLMIÐLAR Elín Hirst hefur ákveðið að sækja um starf frétta- stjóra Ríkissjónvarpsins en stað- an verður auglýst laust til um- sóknar á næstunni: „Ég hef áhuga og ætla að sækja um,“ segir Elín sem búast má við samkeppni um stöðuna. Logi Bergmann Eiðsson hefur þegar lýst því yfir að hann sækist eftir starfinu. Óljóst er með aðra umsækjendur. Elín Hirst var fréttastjóri Stöðvar 2 í hálft þrið- ja ár frá 1994 - 96. Hún hefur reyndar þegar tekið við sem fréttastjóri Ríkissjónvarpsins því hún er og hefur verið stað- gengill Boga Ágústssonar sem nú hverfur til nýrra starfa sem yfir- fréttastjóri Ríkisútvarpsins.  Staða fréttastjóra Sjónvarps Elín og Logi Bergmann bítast um stöðuna ELÍN HIRST Vill fréttastjórastól ríkisins. STUTT Ökumaður missti stjórn á bifreiðsinni við Garðveg í fyrrinótt með þeim afleiðingum að hann ók upp á stálgrindverk og hafnaði síð- an utan vegar. Lögreglan og sjúkra- bifreið voru kölluð á vettvang og fluttu ökumanninn á Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja. Reyndist hann ekki mikið slasaður en bílinn þurfti að flytja í burtu með kranabifreið. Einkennilegt aksturslag öku-manns á Reykjanesbraut vakti athygli vegfarenda síðdegis í fyrra- dag. Var lögreglan í Keflavík köll- uð til og við nánari athugun kom í ljós að ökumaðurinn var ölvaður. Þá þurfti að hafa afskipti af öðrum ökumanni sem ók Hafnargötuna en sá reyndist einnig hafa fengið sér neðan í því. LÖGREGLUFRÉTTIR LONDON, AP George W. Bush Bandaríkjaforseti og þingmenn á Bandaríkjaþingi náðu í gær sam- komulagi um að þingið veiti for- setanum heimild til þess að grípa til vopnavalds gegn Saddam Hussein „ef hann telur það nauð- synlegt og við hæfi.“ Í staðinn féllst Bush á að sýna þinginu fram á, áður en árás er gerð, að aðrar leiðir hafi verið reyndar til fullnustu. Leiðtogar Demókrata segjast þó enn hafa áhyggjur af því, að hugsanlega verði farið í stríð við Írak. Írakar samþykktu á þriðjudag- inn að hleypa vopnaeftirliti á ný inn í landið. Hans Blix, yfirmaður vopnaeftirlitsins, segir að eftir- litsmenn geti verið komnir inn í Írak innan tveggja vikna ef Ör- yggisráð Sameinuðu þjóðanna felst á það. Í samkomulaginu var þó ekkert minnst á kröfur Bandaríkjanna um að vopnaeftirlitið fái aðgang að forsetalóð Saddams Husseins og öðrum umdeildum svæðum í Írak. Bandaríkjastjórn lýsti strax andstöðu sinni við að vopnaeftir- litið fari til Íraks á forsendum eldri ályktana Öryggisráðs Sam- einuðu þjóðanna. Bandaríkin hafa lagt fram drög að ályktun þar sem Írökum eru settir strangir úrslita- kostir og hótað hörðum viðbrögð- um verði þeir ekki við þeim. Bretar taka eindregið undir þetta. Jack Straw, utanríkisráð- herra Breta, segir að Öryggisráð- ið verði að gera Saddam Hussein skýra grein fyrir því „hverjar af- leiðingarnar verði af því ef hann heldur áfram að leika sama leik og hann hefur gert undanfarin fjögur ár.“ Rússar og Frakkar fagna hins vegar samningum um að vopna- eftirlit Sameinuðu þjóðanna snúi aftur til Íraks. Hvorki Frakkar, Rússar né Kínverjar hafa viljað fallast á kröfur um að Öryggisráðið sam- þykki harðorða ályktun gegn Írak, þar sem stríði verði hótað. Ekki virðist sem breyting sé að verða á þeirri afstöðu, en samþykki þeir- ra allra er nauðsynlegt til þess að ályktunin nái fram að ganga í Ör- yggisráðinu. Stjórnvöld í Írak saka Banda- ríkin og Breta um að vera að tefja fyrir því að vopnaeftirlitið geti tekið til starfa á ný.  Bush fær heimild frá þinginu til að ráðast á Írak Bandarískir þingmenn samþykktu í gær að veita George W. Bush heimild til að ráðast á Írak. Rússar, Frakkar og Kínverjar enn andvígir því að Öryggisráðið hóti stríði. Vopnaeftirlitið gæti tekið til starfa innan tveggja vikna. LEIÐTOGAR ÞINGSINS Dennis Hastert, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, Tom Daschle, leiðtogi meirihluta demókrata í öldungadeild, Trent Lott, leiðtog minnihluta repúplikana í öldungadeildinni og Dick Gephart, leiðtogi minnihluta demókrata í fulltrúadeildinni. Þeir féllust í gærmorg- un á að Bandaríkjaforseti mætti ráðast á Írak ef hann teldi þörf krefja. AP /D O U G M IL LS UMFERÐARMÁL Umferðastofa hef- ur tekið formlega til starfa. Starf hennar er nýmæli á sviði um- ferðarmála. Stofnun hennar var samþykkt á Alþingi síðasta vor. Henni er ætlað að fara með stjórnsýslu á sviði umferðar- mála einkum varðandi umferðar- reglur, ökutæki, ökupróf og öku- nám, umferðafræðslu, slysa- rannsóknir, slysaskráningar og fleira. Þá sameinast undir einn hatt Skráningarstofan ehf. og Umferðarráð. Þá flytjast til stofnunarinnar nokkur verkefni dómsmálaráðuneytisins. Allir starfsmenn Skráningar- stofu og allir nema tveir starfs- menn Umferðarráðs verða starfsmenn Umferðastofu. Karl Ragnars sem verið hefur for- stjóri Skráningarstofunnar ehf. verður forstjóri Umferðastofu og Óli H. Þórðarson fram- kvæmdarstjóri Umferðarráðs verður jafnframt formaður Um- ferðarráðs.  Umferðastofa tekur til starfa: Sér um stjórnsýslu á sviði umferðarmála UMFERÐASTOFA TEKIN TIL STARFA Óli H. Þórðarson framkvæmdastjóri Um- ferðarráðs, Karl Ragnars, forstjóri Umferð- arstofu, og Sólveig Pétursdóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra, kynntu starfsemi Um- ferðastofu á blaðamannafundi.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.