Fréttablaðið - 03.10.2002, Síða 13

Fréttablaðið - 03.10.2002, Síða 13
13FIMMTUDAGUR 3. október 2002 MOLAR MARKVERÐIR Neil Alexander - Cardiff City Robert Douglas - Celtic Paul Gallacher - Dundee United VARNARMENN Graham Alexander - Preston North End Russell Anderson - Aberdeen Christian Dailly -West Ham Callum Davidson - Leicester Steven Pressley - Heart Maurice Ross - Rangers Robbie Stockdale - Middlesbrough Lee Wilkie - Dundee MIÐJUMENN Paul Devlin - Birmingham City Barry Ferguson - Rangers Scot Gemmill - Everton Paul Lambert - Celtic James McFadden - Motherwell Jackie McNamara - Celtic Dominic Matteo - Leeds Gary Naysmith - Everton Scott Severin - Heart Gareth Williams - Nottingham Forest SÓKNARMENN Stephen Crawford - Dunfermline Scott Dobie - W.B.A Allan Johnston - Middlesbrough Kevin Kyle - Sunderland Steven Thompson - Dundee United HITZFIELD Ottmar Hitzfield, þjálfari Bayern Munchen, var ekki sérlega ánægður með frammi- stöðu sinna manna á móti ítalska liðinu AC Milan í Meistaradeild Evrópu í fyrra- kvöld. Lærisveinar Hitzfield töpuðu með tveimur mörkum gegn einu. Hafa þeir að- eins fengið eitt stig úr fyrstu þremur leikj- um sínum í G-riðli og eiga á hættu að komast ekki áfram í milliriðla keppninnar. FÓTBOLTI Alþjóða knattspyrnusam- bandið, FIFA, ætlar að banna dómurum að breyta ákvörðunum sínum eftir að hafa skoðað mynd- bandsupptökur úr leikjum. Þessi ákvörðun sambandsins hefur komið talsvert á óvart. Þróunin í knattspyrnuheiminum hefur ver- ið í þá átt að myndbandsupptökur úr leikjum hafa verið notaðar sem varaskeifa ef dómarinn hefur tek- ið ranga ákvörðun í vafaatriðum. Eina undanþágan frá nýju regl- unum verður sú að sé vitlausum leikmanni gefið gult eða rautt spjald er hægt að fá dómnum hnekkt með aðstoð myndbands- upptöku. Ekki er langt síðan dómarinn David Pugh breytti ákvörðun sem hann tók í leik Bolton og Arsenal er hann gaf Ivan Campo sitt annað gula spjald í leiknum. Slapp Campo við leikbann eftir að atvik- ið hafði verið skoðað á mynd- bandi. Framvegis verður bannað að breyta dómum sem þessum. Á meðal fleiri reglna sem FIFA íhugar að setja er að notaðir verði tveir aðstoðardómarar bak við hvort mark, sem myndu aðstoða línuverðina að sjá vafaatriði. Einnig er til umræðu að leyfa fé- lögum að kaupa eða selja einn leikmann utan þess félagaskipt- aramma sem nú er til staðar.  Berti Vogts velur skoska landsliðshópinn: Tíu leikmenn úr ensku úr- valsdeildinni FÓTBOLTI Berti Vogts, landsliðs- þjálfari Skota, kynnti í gær leik- mannahópinn fyrir leikinn gegn Íslendingum þann 12. október næstkomandi. Vogts hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir gengi liðsins en það gerði meðal annars 2-2 jafntefli við Færeyinga. David Weir, leikmaður Everton, gefur ekki kost á sér í liðið. Tíu leik- menn koma úr liðum í ensku úr- valsdeildinni.  REKINN ÚT AF Pólski dómarinn Grzegorz Gilewski sýnir Andreas „Zecke“ Nollendorf, leikmanni Herthu Berl- in, rauða spjaldið í leik gegn Aberdeen í fyrrakvöld. Ákvörðun dómara mun standa í framtíð- inni jafnvel þótt hann sjái á myndbandsupptöku eftir leik að ákvörðunin hafi verið röng. Alþjóða knattspyrnusambandið: Ekki hægt að fá dómum hnekkt AP /M YN D AP /M YN D Nokkur bið verður á því að Ro-bert Pires mæti til leiks í búningi Arsenal þrátt fyrir að hann sé búinn að ná sér af meiðslum. Pires hefur æft með Arsenal undanfarnar vikur. Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segist þó ekki ætla að tefla hon- um fram í leikjum liðsins næstu vikurnar. Hann sagði í viðtali við franska blaðið L’Equipe að Pires myndi hugsanlega spila eftir þrjár vikur. Japanski sundmaðurinn KosukeKitajima setti heimsmet í 200 metra bringusundi á Asíuleikjun- um í Busan. Kitajima synti 200 metrana á 2 mínútum 9,97 sek- úndum. Fyrra heimsmet hafði staðið óhaggað í áratug. Það setti Bandaríkjamaðurinn Mike Bar- rowman á ólympíuleikunum í Barselóna. Chris Coleman, sem var fyrir-liði Fulham þar til hann lenti í alvarlegu umferðarslysi fyrir einu og hálfu ári síðan, hefur ákveðið að hætta knattspyrnuiðk- un. Coleman reyndi að snúa aftur eftir meiðslin síðasta vor en án árangurs. Hann mun nú snúa sér að þjálfun hjá Fulham.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.