Fréttablaðið - 03.10.2002, Page 19

Fréttablaðið - 03.10.2002, Page 19
FIMMTUDAGUR 3. október 2002 FÓLK Poppgoðið Adam Ant var í gær dæmdur til að sinna samfélags- þjónustu í eitt ár eftir að hafa hótað gestum á veitingastað með gervi- byssu. Í dómnum kom fram að Ant hefði þjáðst af tímabundinni geð- veilu. Ant þarf einnig að greiða manni 500 pund í miskabætur eftir að hann fleygði rafal úr bifreið í gegnum glugga á veitingastaðnum sem endaði í hausnum á manninum. „Það hefði getað farið verr,“ sagði dómarinn Jeremy Robertson þegar hann kvað upp dóminn. „Geð- læknar eru sammála um að þú haf- ir þjáðst af tímabundinni geðveilu sem varð til þess að þú hagaðir þér svona.“ Ant, sem er nú 48 ára, var lagð- ur inn á spítala í kjölfarið á atburð- inum og gengst nú til sálfræðings. Hann var mjög vinsæll fyrir ára- tugum síðan þegar hann sló í gegn með lög á borð við Ant Music, Stand and Deliver og Goody Two Shoes.  Adam Ant: Dæmdur í eins árs samfélagsþjónustu ADAM ANT Vildi ekki tjá sig við fjölmiðla eftir að dómurinn hafði verið kveðinn upp. TÍSKA Þeir hönnuðir og tískuhús sem sýnt hafa vor- og sumarlínur sínar á tískuvikunni í Mílanó þykja leggja mun meiri áherslu á kynþokka en gert var á sýning- arpöllunum í New York í síðustu viku. Pilsin frá Gucci huldu rétt svo það allra persónulegasta á meðan aðrir hönnuðir, eins og Alberta Ferretti gekk skrefinu lengra og lét blygðunarlaust glitta í líkams- hluta sem vanalega sjást ekki á götum úti. Hönnuðirnir Pucci, Christian Lacroix og Donnatella Versace þóttu leita til fortíðar. Föt þeirra þóttu minna um margt á það sem var í tísku seint á sjöunda ára- tugnum. Litirnir voru oft sterkir. Eldrauður og himin- blár hafa ekki verið óalgengir á sýningarpöllunum í Mílanó. Sýning Donatellu Versace, sem hannar fyrir Gianni Ver- sace tískuhúsið, vakti sér- staklega mikla fjölmiðlaat- hygli. Hvort það var vegna fatanna eða þeirrar stað- reyndar að poppdúkkan Brit- ney Spears var á meðal sýn- ingastúlkna verður hver að meta fyrir sig.  Tískuvikan í Mílanó: Kynþokki og litadýrð HÆTTULEG HEYRNARTÓLÞað er ekkert hættulaust að andmæla tón-listinni sem þessi stúlka er að hlusta á. Þessi föt og heyrnartól eru hugarsmíðar John Richmond. TVÆR OPINSKÁAR Hönnuðurinn Alberta Ferretti lagði mikla áherslu á að sýna líkamshluta sem eru venjuleg huldir. Þessar stúlkur gætu líklegast ekki gengið óáreittar niður götu í Mílanó klæddar þessum kjólum. BRITNEY Leynivopnið hennar Donatellu Versace var poppstjarnan Britney Spears sem sýndi meðal annars þennan litríka og þrönga kjól á sýningu á þriðjudag. Vor- og sumar- lína Gianni Versace þótti leita aftur til sjö- unda áratugarins. FIÐRILDASTÚLKAN Hér sést fyrirsætan Eva Herzigova frá Tékk- landi í afar smekklegum svörtum kjól frá Blumarine tískuhúsinu. Af hverju fiðrildin eltu hana um allt veit enginn. AFTUR TIL FORTÍÐAR Þessi bleiki barnalegi náttkjóll var hluti af sýningu Gianni Versace en Donatella Versace er höfuð þess tísku- húss í dag. FÉLAG EINSTÆÐRA FORELDRA Elías Jón Sveinsson heldur fyrirlestra fyrir félagsmenn, 3. október 2002, í Skeljahelli, Skeljanesi 6, (Skerjafirði) kl. 20.00, húsið opnar 19:30. Vinsamlegast mætið tímanlega fundurinn byrjar kl. 20.00. Heilsteypt sjálfsmynd og sjálfsvirðing. Fjallað verður um heilsteypta sjálfsmynd og sjálfsvirðingu. Skilgreind eru hugtökin sjálfsmynd, sjálfsvirðing og sjálfsímynd. Farið er yfir þau atriði sem móta sjálfsmynd einstaklinga og hvað það er sem brýtur hana niður. Kenndar eru leiðir til að byggja upp heilbrigða sjálfsmynd. Sjálfsvirðing er einnig skoðuð sérstaklega. Hvað hefur áhrif á hana og hvernig er hægt að byggja upp góða sjálfsvirðingu. Kynnt eru undirstöðuatriði hugrænnar með- ferðar og hvernig er hægt að nota hennar hugmyndar- fræði til að byggja upp sjálfsvirðingu. Hver fyrirlestur tekur um 2 klst. boðið verður uppá kaffi. Það er frítt fyrir félagsmenn sem hafa greitt félagsgjald. Þeir sem eru utan félagsins greiði 500 kr. Hver félagsmaður má taka einn aðila með sér og þarf að greiða fyrir hann 300 kr. Ungir framsóknarmenn - athugið! Aðalfundum Félags ungra framsóknarmanna í Reykjavíkurkjördæmi norður og Félags ungra framsóknarmanna í Reykjavíkurkjördæmi suður sem halda átti í kvöld er af óviðráðanlegum ástæðum frestað um óákveðinn tíma. Boðað verður til nýs fundar með bréfi til félagsmanna. Stjórn FUF-Reykjavík norður Stjórn FUF-Reykjavík suður 20% Afsláttur til laugardags. Glæsilegar haustvörur á tilboði. Stærðir 38 - 56

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.