Fréttablaðið - 03.10.2002, Page 24
Framundan er landsleikur viðSkota, sem munu vera í sárum.
Þeir segja, það er Skotarnir, að hjá
þeim sé allt í kalda koli og að Íslend-
ingar eigi ekki að vera í minnsta
vanda með að vinna þá. Berti Vogts,
sem enn er landsliðsþjálfari Skota, er
sagður hafa unnið meiri skemmdar-
verk á skoskri knattspyrnu en nasist-
ar unnu á Lundúnaborg í seinni
heimsstyrjöldinni. Það er eflaust
vandasamt að vera landsliðsþjálfari.
Þeir þurfa að líta í mörg horn og
mörgu að sinna. Skotar eru ósáttir
með sinn þjálfara og þær raddir
heyrast að ef illa fer gegn okkar
mönnum geti hann komið sér aftur til
Þýskalands, en þaðan er hann bless-
aður kallinn.
HÉR HEIMA er undirbúningur ef-
laust í góðu lagi. Við verðum að
vinna Skotana. Færeyingar gerðu jú
jafntefli við þá og ekki getum við
verið minni menn en frændur okkar
Færeyingar. Mér létti stórum þegar
ég sá að Atli Eðvaldsson, sem er í
sömu stöðu hjá okkur og Berti Vogts
er hjá Skotum, það er landsliðsþjálf-
ari, sagðist ætla að láta einhvern
spila í stöðu Ríkharðs Daðasonar. Í
mínum hópi var nefnilega búið að
tala um að sennilega myndu bara tíu
leikmenn hefja leikinn í okkar liði
þar sem Rikki er meiddur.
EN ATLI er klókari en svo. Hann
velur annan í hans stað. Ég, eins og
svo margir aðrir, er undrandi á að
Guðni Bergsson sé ekki í landsliðinu.
Hann er toppmaður sem glímir við
alla helstu fótboltamenn jarðar í
hverri viku. Beckham, Owen, Shear-
er og hvað þeir heita allir. Svo vel
spilar Guðni að Englendingar benda
börnum sínum á Bergsson og segja
þeim að taka hann sér til fyrirmynd-
ar. Frábær á velli og ekki síðri utan
hans. Stólpamenni sem hefur lokið
embættisprófi í lögfræði á sama tíma
og hann hefur verið atvinnumaður í
fótbolta. Það er sérstakt og þykir til
fyrirmyndar.
ÞEGAR ATLI er spurður hvers
vegna hann noti ekki Guðna segir
þjálfarinn að ef Guðni komi í liðið
verði annar að fara út. Það þarf ekki
lögfræðing til að skilja það. Ég skil
það en ekki rökin. Síðar talar þjálfar-
inn skýrar: „Ég held líka að aukið
álag á hans feril, á þessum tíma, geti
haft alvarlegar afleiðingar fyrir
hann.“ Þegar atvinnumaðurinn og
lögfræðingurinn Guðni var spurður
um orð þjálfarans, sagðist hann ekk-
ert vilja um þau segja. Hvað geta
menn líka sagt.
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is
Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is
VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500
„Það kom ekkert annað til greina.“
Ég keypti minn fyrsta bíl frá Toyota 1979 og hef
því langa reynslu af þjónustu þeirra, hvort sem um
hefur verið að ræða hina árlegu skoðun eða þegar
ég hef verið að skipta upp í nýjan bíl. Í þau örfáu
skipti sem ég hef þurft með bíl inn á verkstæði er
það sama upp á teningnum; hreint út sagt frábær
þjónusta í hvívetna.
Þess vegna kom ekkert annað til greina en að eiga
áfram viðskipti við Toyota. Nýr Corolla er mjög
skemmtilegur í akstri og ótrúlega sparneytinn,
maður situr hátt og finnur sig öruggan í umferðinni.
Rúnar Björnsson
Skrifstofumaður
…og þú finnur af hverju!
Bíll ársins 2002
REYNSLU
AKSTUR ÍSL
EN
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
T
O
Y
18
80
9
1
0/
20
02
COROLLA - TILFINNINGIN ER GÓÐ Það hefur
aldrei verið hagkvæmara en nú að eignast nýjan Corolla, bíl ársins 2002.
Komdu strax og reynsluaktu vinsælasta bíl á Íslandi, fyrr og síðar, og þú finnur
hver ástæðan er. Verð frá 1.599.000. www.toyota.is.
Aldurhniginn
fyrirmynd
Bakþankar
Sigurjóns M. Egilssonar