Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.10.2002, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 11.10.2002, Qupperneq 1
bls. 22 ÍÞRÓTTIR Ætlum að vinna leikinn bls. 10 FÖSTUDAGUR bls. 22 198. tölublað – 2. árgangur Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Föstudagurinn 11. október 2002 Tónlist 16 Leikhús 16 Myndlist 16 Bíó 14 Íþróttir 10 Sjónvarp 20 KVÖLDIÐ Í KVÖLD Nágrannaslagur í körfunni KÖRFUBOLTI Þrír leikir fara fram í Intersport-deildinni í körfubolta klukkan 19.15. Njarðvík mætir Keflavík á heimavelli, Hamar tekur á móti KR og ÍR-ingar mæta Skallagrími í Breiðholtinu. Sex handboltaleikir HANDBOLTI Fjórir leikir verða í Essó- deild karla í kvöld. ÍR mætir Þór, Fram sækir Selfoss heim, Valur og Víkingur keppa í Víkinni og ÍBV og HK úti í Eyjum. Tveir leikir verða í Essó-deild kvenna. Fram mætir KA/Þór og FH keppir við Stjörn- una. Allir leikirnir hefjast klukkan 20. Tuttugu ára afmæli SÖGUÞING Í tilefni af 20 ára afmæli Félagsráðgjafar við Háskóla Ís- lands verður haldið söguþing í Nor- ræna húsinu. Þingið hefst klukkan 13 og verður m.a. flutt erindi um það hvernig það er að vera karl- maður í félagsráðgjafanámi árið 2002. Auk þessa verður rætt um adraganda og upphaf náms í félags- ráðgjöf. AFMÆLI Ætlar að halda veislu PERSÓNAN Það skánar ekki úr þessu STÓRIÐJA „Það eru viðræður í gangi. Þær eru ekki komnar til enda en vonandi verður hægt að ljúka þeim á næstu tíu dögum,“ sagði Finnur Ingólfsson, formað- ur álviðræðunefndar stjórnvalda. Samningamenn Alcoa og eig- endur Reyðaráls, Hæfi og Norsk Hydro, hafa undanfarið rætt um kaup Alcoa á umhverfismati og framkvæmdaleyfi fyrir álver á Austurlandi. Stefnt hefur verið að því að ná niðurstöðu fyrir miðjan mánuðinn og bendir flest til þess að það takist. Drög að samningi milli aðila mun vera í farvatninu en verðhugmyndir hafa ekki verið ræddar formlega. Kapp er lagt á að ná samningum við eigendur Reyðaráls þar sem bæði dýrt og tímafrekt er að ráðast í gerð nýs umhverfismats. Áætlað er að kostnaður við umhverfismat sé að minnsta kosti 300 milljónir króna, auk rannsóknakostnaðar og ann- ars sem matinu tengist. Þá tekur matsferlið allt marga mánuði. Ekki er búið að meta hvers virði tímasparnaðurinn er sem hlýst af því að kaupa álverspakkann af Reyðaráli. Michael Baltzell, aðalsamn- ingamaður Alcoa heldur af landi brott í dag en óvíst er hvenær við- ræðum verður fram haldið.  Viðræður um kaup Alcoa á umhverfismati Reyðaráls: Kostar hundruði milljóna króna REYKJAVÍK Suðaustlæg 5-10 m/s í fyrstu og skúrir síðdegis. Hiti 7 til 12 stig. VINDUR ÚRKOMA HITI Ísafjörður 8-13 Skúrir 10 Akureyri 10-15 Rigning 12 Egilsstaðir 13-18 Súld 12 Vestmannaeyjar 5-13 Skúrir 10 + + + + VEÐRIÐ Í DAG ➜ ➜ ➜ ➜ SAMGÖNGUR Meirihluti þeirra sem eiga sæti í Flugráði hafa verið umboðslausir frá 9. júní síðast liðnum. Þá rann kjörtímabil þeirra út án þess að umboð þeirra væri endurnýjað eða aðrir kosnir í þeirra stað. Samkvæmt lögum um Loftferðir ber Alþingi að kjósa þrjá af fimm mönnum sem sæti eiga í Flugráði. Kjósa hefði átt í Flugráð síðasta vor. Það gleymd- ist. Niðurstaðan er því sú að ein- ungis tveir fulltrúar af fimm í Flugráði hafa umboð til að gegna störfum sínum. „Flugráð var látið vinna áfram en þess gætt að láta það ekki taka neinar ákvarðanir,“ segir Jóhann Guðmundsson, sem situr fundi Flugráðs fyrir hönd samgöngu- ráðuneytisins. Stór hluti verkefna Flugráðs sé að veita umsagnir um mál sem samgönguráðherra beini til þess. Þess hafi því verið gætt að beina slíkum umsögnum til for- manns Flugráðs. Skipunartími hans og annars ráðherraskipaðs Flugráðsmanns markist af setu ráðherra. Lögum um loftferðir var breytt undir lok síðasta þings. Sam- kvæmt því eru allir Flugráðs- menn skipaðir af ráðherra, þar af þrír að fenginni tilnefningu Sam- taka atvinnulífsins og Samtaka ferðaþjónustunnar. Þau lög taka hins vegar ekki gildi fyrr en um áramót. Jóhann segir að menn hafi þurft að gera upp við sig hvort Alþingi kysi menn til ára- móta eða flýttu gildistöku lag- anna. Ákveðið hafi verið að flýta gildistökunni. Samgönguráðherra flytur frumvarp þess efnis á næstu dögum. Guðmundur Hallvarðsson, for- maður samgöngunefndar og vara- maður í Flugráði, segir að það hafi verið mistök að endurnýja ekki umboðið síðasta vor eða láta lögin taka strax gildi. Menn hefðu ekki áttað sig á því að gildistíminn rynni út á þessum tíma. Hann seg- ir þó erfitt að benda á sökudólg. „Það hefði verið eðlilegt að fá nótu frá Flugmálastjórn.“ Það sé þó alltaf spurning hver eigi að fylgjast með þessu. „Algengi mát- inn er sá að þegar líður á seinni hluta kjörtímabilsins eða skipun- artíma nefndarmanna veki þeir sjálfir athygli á því.“ Það hafi ekki gerst nú og kosningin því gleymst. brynjolfur@frettabladid.is Flugráð án umboðs Síðasta vor gleymdist að kjósa fulltrúa Alþingis í Flugráð. Kjörtímabil þeirra rann út í júlí. Meirihluti Flugráðsmanna hefur því verið um- boðslaus í fjóra mánuði. Lagafrumvarp lagt fram á næstu dögum til að bjarga stöðunni. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI Gólfefna dagar 25-40% afsláttur FINNUR INGÓLFSSON Vonast til að viðræðum um hugsanleg kaup á umhverfismati ljúki á næstu dögum. NOKKRAR STAÐREYNDIR UM MEÐALLESTUR FÓLKS Á ALDRINUM 12 TIL 80 ÁRA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER 71,1% SAMKVÆMT FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP Í SEPTEMBER 2002. Fr é tt a b la ð ið M o rg u n b la ð ið Meðallestur 25 til 49 ára samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup frá september 2002 24% D V 80.000 eintök 70% fólks les blaðið Hvaða blöð lesa 25 til 49 ára íbúar á höfuðborgar- svæðinu á föstudögum? 62% 69% BLÁSIÐ Í SEKKJAPÍPUR Á INGÓLFSTORGI Áhangendur skoska landsliðsins í knatt- spyrnu setja nú svip á miðborgina. Fjölmargir Skotar fylgja landsliðinu til Íslands, en lönd- in mætast í undankeppni Evrópukeppninnar á morgun klukkan 14. Uppselt varð á leikinn síðdegis í gær. Bílveltan í Skutulsfirði: Stúlkurnar tvær látnar ANDLÁT Stúlkurnar tvær er lentu í bílveltunni í Skutulsfirði í Ísa- fjarðardjúpi síðastliðinn sunnu- dag létust í gærdag. Þeim hafði verið haldið sofandi í öndunarvél frá því slysið varð og komust þær aldrei til meðvitundar. Báðar hlutu þær alvarlega höfuðáverka. Stúlkurnar voru átta og níu ára gamlar, fæddar árið 1993 og 1994. Móðir stúlknanna liggur enn þungt haldið á gjörgæsludeild. Henni er haldið sofandi í öndun- arvél og að sögn vakthafandi læknis fer heilsu hennar hrak- andi. 

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.