Fréttablaðið - 11.10.2002, Qupperneq 6
6 11. október 2002 FÖSTUDAGUR
Heilbrigðisráðherra um
stefnu flokkanna:
Tala út
og suður
STJÓRNMÁL Jón Kristjánsson segist
ekki geta séð annað en stjórnar-
andstaðan sé út og suður í skoðun-
um sínum um heilbrigðismál og
vísar þá til umræðu um heilbrigð-
ismál utan dagskrár á þingi í
fyrradag. „Ég botnaði ekkert í því
hvaða stefnu
fulltrúar Sam-
fylkingarinn-
ar hafa í heil-
brigðismálum
því það komu
tvær útgáfur
af því. Í hrein-
skilni sagt
fannst mér
þeir tala út og
suður.
Jón segist
ekki taka und-
ir það að
Framsóknar-
flokkurinn sé
að einangrast í skoðunum sínum á
heilbrigðismálum en bendir á að
fulltrúar Sjálfstæðisflokksins
hafi talað fyrir einkarekstri. „Ég
hef ekki orðið var við að ráðherr-
ar flokksins hafi flutt þá stefnu til
mín og það er ekki ágreiningur
um stefnuna í ríkisstjórn.“
MUMMI
Útvarpsstjóri frá næstu mánaðamótum.
Mummi í
Mótorsmiðjunni:
Útvarp
Reykjavík á
leið í loftið
FJÖLMIÐLAR „Þetta verður grasrót-
arstöð með stórt hjarta,“ segir
Mummi í Mótorsmiðjunni sem
ætlar að söðla um og stofna út-
varpsstöð á Laugaveginum. Stöð-
in hefur fengið nafnið Útvarp
Reykjavík og verður til húsa að
Laugavegi 28: „Við ætlum að
rokka beint á móti Biskupsstofu,“
segir Mummi sem þekktastur er
fyrir starf sitt með unglingum í
vímuefnavanda. Útsendingar
hefjast um næstu mánaðamót:
„Þetta verður dægurmálaút-
varp með klassísku rokkívafi.
Þarna á fólk að þekkja öll lögin
sem leikin eru,“ segir Mummi í
Mótorsmiðjunni sem reyndar
heitir Guðmundur Týr Þórarins-
son. Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100
D
ub
lin
Ekki
missa
af
37.995kr.
42.120kr.
25. október - 3 nætur
Sta›grei›sluver› frá
á mann í tvíb‡li
á hótel Ormond Quay
6. desember - 2 nætur
Sta›grei›sluver› frá
á mann í tvíb‡li
á hótel Paramount
Innifalilð: Flug, flugvallarskattar,
gisting með morgunverði
og íslensk fararstjórn.
Nýtt áætlunarflug:
Flugvélin fundin
SAMGÖNGUR Hagkvæmnisathug-
anir, sem áhugahópar um nýtt
áætlunarflug til og frá landinu
hafa látið gera, sýna svo ekki
verður um villst að Boeing 737-
þotan er besti kosturinn í stöð-
unni. Verður sú þota því fyrir
valinu ef og þegar af stofnun nýs
flugfélags verður. Boeing 737
tekur 148 farþega og var sú gerð
flugvéla sem Flugleiðir notuðu
áður en þeir endurnýjuðu flug-
flota sinn og skiptu yfir í Boeing
757 sem er verulega stærri vél og
hentar betur til Ameríkuflugs.
Valið á Boeing 737 bendir því til
þess að nýir flugrekstaraðilar
stefni að áætlunarflugi til Evr-
ópu.
Mjög hefur verið þrýst á Atl-
anta - flugfélagið að taka þátt í
nýju áætlunarflugi til og frá
landinu en félagið er með 23 flug-
vélar í rekstri víða um heim. For-
stjóri félagsins telur ekki grund-
völl fyrir slíku áætlunarflugi allt
árið, helst vegna þess að vélar fé-
lagsins eru of stórar. Nýir aðilar
hafa fundið lausnarorðið í Boeing
737. Forstjóri Atlanta hefur lýst
áhuga aðila í ferðaskrifstofugeir-
anum á áætlunarflugi til og frá
landinu. Koma þar einnig til tíðar
og miklar uppsagnir flugmanna
hjá Flugleiðum sem leita að nýj-
um verkefnum og sjá möguleika í
nýrri samkeppni í áætlunarflugi
við Flugleiðir.
BOEING 737
Vopnið í nýrri samkeppni við Flugleiðir.
GIGT Í tilefni af alþjóðlegum gigtar-
degi hefur Gigtarfélag Íslands
skipulagt dagskrá laugardaginn 12.
október í húsakynnum sínum að
Ármúla 5, í Reykjavík. Markmið
samtakanna Arthritis and
Rheumatism International, sem
eru alþjóðleg samtök gigtarfélaga í
heiminum, er að vekja athygli á
málefnum gigtsjúkra og þeim
vanda sem fylgir gigtarsjúkdóm-
um á þessum degi.
Að sögn Stefáns Más Gunn-
laugssonar forsvarsmanns ungra
giktarsjúklina gleymist gjarnan að
gigt er ekki aðeins öldrunarsjúk-
dómur. „Einn af hverjum fimm Ís-
lendingum er með gigt. Ríflega
fjórðungur heimsókna á heilsu-
gæslustöðvar er vegna gigtar og
stoðkerfisvanda og 21% öryrkja í
landinu hafa gigtarsjúkdóm sem
fyrstu sjúkdómsgreiningu,“ segir
Stefán.
Hann bendir á að áætla megi að
kostnaður samfélagsins á ári nemi
14 til 20 milljörðum króna. „Það er
mjög mikilvægt fyrir gigtarsjúk-
linga að hittast og tala saman því
sjúkdómurinn er ólæknandi og
fylgir sjúklingnum í gegnum lífið.
Ekki síst fyrir þær sakir að verkir
eru sárir og þeir hafa mikil áhrif á
sálartetrið,“ segir Stefán Már.
JÓN KRISTJÁNSSON
„Framsóknarflokkurinn
er ekki að einangrast í
skoðunum sínum á
heilbrigðismálum.“
GIGT ER EKKI BARA
ÖLDRUNARJÚKDÓMUR
Ungt fólk fær líka gigt sem veldur sárum
vekjum í liðum og stoðkerfi.
Alþjóðlegur gigtardagur:
Ungt fólk fær líka gigt
Þróun milli mánaða:
Verðlag
hækkaði
VERÐÞRÓUN Vísitala neysluverðs
hækkaði um 0,54% frá því í byrj-
un september þar til í byrjun
október. Sé húsnæði undanskilið
hækkaði vísitalan hins vegar um
0,59%.
Hagstofan nefnir í skýringum
með nýju vísitölunni að sumarút-
sölum sé lokið. Verð á fötum og
skóm hafi hækkað um 4,9%. Áhrif
þess á neysluverðsvísitöluna séu
0,27%.
Undanfarna þrjá mánuði hefur
vísitala neysluverðs hækkað um
0,5% sem jafngildir 2% verðbólgu
á ári.
UMGANGSPEST Bráðsmitandi um-
gangspest hefur stungið sér niður á
Hrafnistu í Hafnarfirði og í
Reykjavík og þeir sem hafa sýkst
eru einangraðir frá öðrum heimil-
ismönnum að sögn Haraldar Briem
sóttvarnalæknis
hjá Landlæknis-
embættinu. Har-
aldur segir sýking-
arinnar fyrst hafa
verið vart í síðustu
viku og náði hún
töluverðri út-
breiðslu næstu
daga á eftir. Hann
segir ekki með
fullu vitað hvort
sýkingin hafi náð
hámarki en grunur
leikur á að um 50
til 60 manns, bæði
heimilisfólk og
starfsmenn, hafi
veikst af völdum veirunnar. „ Sýk-
ingin er af völdum veiru sem nefn-
ist NLV og algengustu einkenni eru
uppköst eða niðurgangur sem fylgt
geta bæði kviðverkir og beinverkir
en stundum vægur hiti. Sjúkdóm-
urinn gengur í langflestum tilfell-
um yfir á 1-3 sólarhringum án
nokkurrar meðferðar. Aðeins í ein-
staka tilfellum leiðir sýkingin til
innlagnar á sjúkrahús og vökva-
gjafar í æð.“
Haraldur segir að staðfesting á
því hvaða veira væri að verki hefði
legið fyrir í fyrradag og hefði þá
þegar verið hafist handa við að
stemma stigu við útbreiðslu veik-
innar. „Svona fjöldasýking getur
valdið miklum usla á sjúkrahúsum
og fjölmennum stofnunum og smit
berst auðveldlega manna á milli
því er mikilvægt að loka á smitleið-
ir. Aldraðir hafa ekki eins mikla
mótstöðu og þeir sem yngri eru og
geta verið lengur að jafna sig,“
segir Haraldur
Ragnheiður Stephensen hjúkr-
unarforstjóri á Hrafnistu sagði í
gær að heimilisfólk væri við
þokkalega heilsu. Hún vildi ekki
gera mikið úr veikindum og taldi
sýkinguna ekki verri en aðrar um-
gangspestir. „Svo virðist sem pest-
ir gangi í bænum allt árið og ég sé
ekki að þessi hagi sér öðruvísi. Mér
finnst þetta vera hálfgerður storm-
ur í vatnsglasi en vissulega er gam-
alt fólk lengur að ná sér.“ Hún
sagði engan hafa orðið alvarlega
veikan og þurft sérstakrar með-
ferðar við.
bergljot@frettabladid.is
Smitandi veira
á Hrafnistu
Haraldur Briem smitsjúkdómalæknir segir mikilvægt að loka á smit-
leiðir og því hafa sýktir verið einangraðir frá öðrum heimilismönnum.
HRAFNISTA
Enginn hefur orðið alvarlega veikur og
þarfnast sérstakrar meðferðar við.
Sýkingin er af
völdum veiru
sem nefnist
NLV og al-
gengustu ein-
kenni eru
uppköst eða
niðurgangur
sem fylgt geta
bæði kvið-
verkir og bein-
verkir en
stundum væg-
ur hiti.