Fréttablaðið - 11.10.2002, Side 8
STJÓRNMÁL Þorlákur Björnsson, for-
maður kjördæmissambands Fram-
sóknarflokksins í
norðurkjördæmi
Reykjavíkur, segir
ekki rétt að lýsa
skoðun á því hvern-
ig velja eigi á fram-
boðslista flokksins
fyrir alþingiskosn-
ingarnar í vor.
A ð a l f u n d i r
framsóknarfélag-
anna í Reykjavík
eru á sunnudag.
Þar verða valdir fulltrúar í kjör-
dæmissamböndin tvö í borginni.
Þing þeirra 26. október ákveða
hvernig valinu verður háttað.
„Það væri fullkomlega óábyrgt
af mér að gefa eitthvað í skyn um
mína afstöðu. Það er ekki mitt að
reyna að stýra fólki. Það er kjör-
dæmisfundarins að ákveða. Vilji
félagsmanna kemur í ljós á lýð-
ræðislegan hátt,“ segir Þorlákur.
Þorlákur segir ekkert nýtt að
ekki sé sátt innan flokksins um
hvort valin sé leið prófkjörs eða
uppstillingar. „Það var ekki sátt
fyrir borgarstjórnarkosningarnar í
vor eða 1998 eða fyrir alþingis-
kosningar 1995. Sjálfstæðismenn
hafa þegar kosið uppstillingar-
nefnd í tveimur kjördæmum.“
Hópur flokksmanna reynir að fá
sem flesta flokksmenn á aðalfund-
ina á sunnudagskvöld. Óskar
Bergsson, fyrrum varaborgarfull-
trúi, hefur sagt að markmiðið sé að
tryggja prófkjörsleiðina.
„Ef Óskar smalar vel trúi ég að
það verði góð mæting. Það er hið
besta mál. En ef hann er að smala
til að hafa áhrif á hvaða aðferð við
veljum til framboðsmála er hann
auðvitað að smala vitlausum hóp
því aðalfundirnir taka ekki þessa
ákvörðun. Ég held að hann sé ein-
faldlega að vekja athygli á sjálfum
sér,“ segir Þorlákur.
Eins og kunnugt er hyggst for-
maður Framsóknarflokksins, Hall-
dór Ásgrímsson, bjóða sig fram í
norðurkjördæminu í alþingiskosn-
ingunum. Fréttablaðið hefur ekki
náð tali af Halldóri undanfarna
daga. gar@frettabladid.is
8 11. október 2002 FÖSTUDAGUR
Smáralind - Glæsibæ
Simi 545 1550 og 545 1500
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
U
TI
1
90
45
10
/2
00
2
Opi›: Smáralind mán. - föst. kl. 11-19 • lau. kl. 11-18 • sun. 13-18
Glæsibæ mán. - föst. kl. 10-18 • lau. kl. 10-16
25%afsláttur
Gildir í bá›um verslunum
frá fimmtudegi til sunnudags.
af öllum NIKE vörum í tilefni ársafmælis Smáralindar
Allt n‡jar vörur
Skór, buxur, peysur, bolir, gallar, toppar
og margt fleira.
Miki› úrval af barnavörum.
Formaður segir Óskar
smala vitlausum hópi
Formaður kjördæmissambands Framsóknarflokksins í norðurkjördæmi
Reykjavíkur segir flokksmanninn Óskar Bergsson vera að smala röng-
um hópi vilji hann hafa áhrif á val á framboðsleiðum.
Þingmenn á alþjóða geðheilbrigðisdeginum:
Samstaða um eflingu
geðheilbrigðisþjónustu
HEILBRIGÐISMÁL Þörf er á stórauk-
inni geðheilbrigðis- og sálfræði-
þjónustu við börn og gera þarf
átak í geðheilbrigðismálum al-
mennt sagði Ásta Ragnheiður Jó-
hannesdóttir, Samfylkingu, í um-
ræðu um geðheilbrigðismál við
upphaf þingfundar á alþjóða geð-
heilbrigðisdeginum. Hún sagði
stöðuna slæma. Löng bið væri
eftir meðferð og endurhæfingu,
nokkurra mánuða bið eftir tíma
hjá geðlæknum og heimilislausa
alvarlega geðveika einstaklinga
vantaði tilfinnanlega þjónustu.
„Það bíða milli 60 og 70 börn eft-
ir þjónustu á Barna- og unglinga-
geðdeildinni,“ sagði Ásta.
Jón Kristjánsson, heilbrigðis-
ráðherra, sagði nokkurn árangur
hafa náðst í að bæta geðheilbrigð-
isþjónustuna. Fleiri fengju þjón-
ustu en áður. „Þessi árangur hef-
ur náðst með endurskipulagningu
starfseminnar.“ Hann sagði að þó
væri enn næg verkefni til að
takast á við. Að þeim væri unnið í
ráðuneytinu. Efla þyrfti barna-
og unglingageðdeildina. Einnig
auka þjónustu í fangelsum.
Endurskipulagning hjá Land-
spítalanum hefur leitt til betri að-
stöðu fyrir fatlaða sagði Ásta
Möller, Sjálfstæðisflokki. Þórunn
Sveinbjarnardóttir, Samfylkingu,
minnti þingmenn á að fjórði hver
einstaklingur ætti einhvern tíma
við geðræn vandamál að stríða.
Samkvæmt því gætu 15 þing-
menn lent í sömu sporum.
Stjórnarráð Íslands:
Bandaríski fáninn
við hún
LÖGREGLUMÁL Bandaríski fáninn
var dreginn að húni við íslenska
stjórnarráðið í fyrrinótt. Lög-
reglan þurfti aðstoð Slökkviliðs-
ins á höfuðborgarsvæðinu til að
ná fánanum niður. Engin vit-
neskja er um hver var að verki
né um tilganginn. Til að koma
fánanum á stöngina hefur þurft
að klifra upp á þak stjórnarhúss-
ins. Svo virðist sem það hafi tek-
ist án nokkurrar vitundar.
Neðan við fánann hékk borði
með áletruninni „Pereat“, sam-
kvæmt útvarpsfréttum RÚV.
Orðið sé latnesk formæling og
þýði „niður með hann“. Þá hafi
einnig fundist teikning sem
tákna átti íslenska skjaldar-
merkið.
Þorlákur segir
ekkert nýtt að
ekki sé sátt
innan flokks-
ins um eina
aðferð um-
fram aðra;
hvort menn
séu hlynntir
prófkjöri eða
uppstillingu.
ÞORLÁKUR BJÖRNSSON
„ Mér finnst því að hann (Óskar) sé að
gera þetta einfaldlega til að vekja athygli á
sjálfum sér,“ segir Þorlákur.
ÁSTA R. JÓHANNESDÓTTIR
Spurði eftir efndum á loforði forsætisráð-
herra um stórátak í geðheilbrigðismálum.
Þótti ekki við það staðið.
Útgáfufélag: Frétt ehf.
Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson
Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson
Ritstjórnarfulltrúi: Steinunn Stefánsdóttir
Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing:
Þverholti 9, 105 Reykjavík
Aðalsími: 515 75 00
Símbréf á fréttadeild: 515 75 06
Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is
Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16
Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is
Setning og umbrot: Frétt ehf.
Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf.
Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð-
borgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá
blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni.
Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu
sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni
blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds.
Sala ríkisins á hlut þess í við-skiptabönkunum er eitt það já-
kvæðasta sem hent getur íslenskt
samfélag. Það er því sorglegt að
ríkisstjórnin virðist ekki geta af-
greitt þetta mál í
þolanlegri sátt og
án þess að vekja
upp efasemdir um
framkvæmd söl-
unnar. Ríkisstjórn-
inni virðist vera að
takast að gera gott
mál að illu.
Svo framarlega
sem heiðarlega er
haldið á spöðunum
skiptir í raun
minnstu máli hversu hátt verð
ríkið fær fyrir hlut sinn í bönkun-
um. Helsti ávinningurinn af söl-
unni er að koma bönkunum úr
eigu ríkisins, frá pólitískri stjórn,
og losa þá úr hagsmunaflækju
valdablokka.
Sá skaði, sem það hefur valdið
íslensku samfélagi, að viðskipta-
bankar voru lengst af reknir eftir
pólitískum en ekki peningalegum
hagsmunum, er gríðarlegur.
Bankarnir beindu fjármagni til
þeirra sem voru verðugir að mati
valdamanna en héldu þeim frá
öðrum. Þetta gerði fyrirtæki vel-
viljuð valdinu feit, löt og væru-
kær en hélt niðri eðlilegri athaf-
nagleði þeirra sem stóðu utan
valdablokka – samanlögð áhrif
þessa var að íslenskt viðskiptalíf
varð ekki eins kröftugt og það
annars hefði orðið.
Afleiðingar ríkisbankakerfis-
ins voru alvarlegastar þegar
skortur var á fjármagni; þá gat
það skipt sköpum fyrir fyrirtæki
að vera réttu megin markalínunn-
ar. Síðasta áratug síðustu aldar
var ekki skortur á fjármagni á Ís-
landi. Þá gætti síður þessarar
skekkju í bankakerfinu. Þegar
hagkerfið dróst saman fyrir
tveimur árum gusu hins vegar
upp vankantar þessa kerfis. Ríkis-
bankarnir fóru að leika aðalhlut-
verk í viðskiptalífinu; höfðu vald-
ið yfir hverjir héldu fyrirtækjum
sínum, hverjir misstu þau og
hverjir hrepptu. Þá kom í ljós að
kerfið hafði ekki skipt um eðli.
Góðæri hafði aðeins haldið niðri
sjúkdómseinkennunum.
Það er því mjög áríðandi fyrir
íslenskt samfélag að Samson, fé-
lag þeirra Björgólfsfeðga, kaupi
ráðandi hlut í Landsbankanum og
að mennirnir að baki Gildingu fái
að ljúka kaupum á ráðandi hlut í
Búnaðarbankanum. Báðum hóp-
um er treystandi til að láta við-
skiptaleg sjónarmið stjórna bönk-
unum; taka rækilega til í rekstri
þeirra og skuldasafni. Þótt þessi
eigendaskipti hefðu ekki umtals-
verð áhrif strax yrði áhrif þeirra
á íslenskt samfélag langvarandi
og góð.
„Þetta gerði
fyrirtæki velvilj-
uð valdinu feit,
löt og værukær
en hélt niðri
eðlilegri athaf-
nagleði þeirra
sem stóðu
utan valda-
blokka.“
Aðalatriðið er að koma bönkunum úr eign ríkisins
skrifar um hvernig ríkisstjórninni er að
takast að gera sölu ríkisbankanna að
slæmu máli.
Mín skoðun
GUNNAR SMÁRI EGILSSON
BRÉF TIL BLAÐSINS
Misheppnaðir
foreldrar
Garðar skrifar:
Ég velti því stundum fyrir mérhvað sé að foreldrum barna í
Vesturbænum, já ekki börnunum
sjálfum heldur foreldrunum sem
ólu þau upp eða þóttust gera, rétt-
ara sagt. Ég bý í Vesturbænum,
geng gjarnan um hverfið mitt og
alls staðar má sjá vitnisburð um
mistök foreldranna. Það er hend-
ing ef hvítmálaður veggur fær að
vera í friði fyrir krotinu og leik-
vellirnir í Vesturbænum eru sér
kapítuli. Þar er engu líkara en
fram fari svaðalegar svallveislur
um helgar. Glerbrot, öldósir, sí-
garettustubbar og þaðan af geðs-
legri hluti má finna á leikvöllum
litlu barnanna. Hvað gengur þeim
til sem gera slíkt? Og hvað er að
heima hjá börnum sem slíkt gera?
Svari hver fyrir sig.