Fréttablaðið - 11.10.2002, Qupperneq 10
10 11. október 2002 FÖSTUDAGURFÓTBOLTI
BECKHAM
David Beckham, leikmaður Manchester
United og fyrirliði enska landsliðsins, tók
þátt í æfingu landsliðsins í gær eftir að
hafa misst af æfingu á miðvikudag vegna
kálfameiðsla. Á laugardag leikur enska
landsliðið við Slóvakíu í undankeppni EM.
Uppselt er á viðureign Íslandsog Skotlands í undankeppni
EM, sem fram fer á Laugardals-
vellinum á morgun. Gífurleg eftir-
spurn hefur verið eftir miðum í
forsölu og kláruðust miðarnir í
gær.
Íslandsmeistarinn í borðtennis,Guðmundur E. Stephensen lék
nýverið sinn fyrsta leik í norsku
úrvalsdeildinni í borðtennis með
liði sínu B-72 frá Osló. B- 72 sigr-
aði þá glæsilega lið Modum 9 -1.
Guðmundur lék til sigurs í
tveimur einliðaleikjum. Hann
vann einnig tvíliðaleik, 3-0.
MOLAR
ÍÞRÓTTIR Í DAG
15.30 Kaplakrikavöllur - Fótbolti
Undankeppni EM 21.árs og yngri (Ís-
land-Skotland)
18.30 Sýn
Íþróttir um allan heim
19.15 Hveragerði - Körfubolti
Intersportdeildin (Hamar - KR)
19.15 Njarðvík - Körfubolti
Intersportdeildin (UMFN - Keflavík)
19.15 Seljaskóli - Körfubolti
Intersportdeildin (ÍR - Skallagrímur)
19.30 Sýn
Gillette-sportpakkinn
20.00 Valsheimili - Handbolti
Essó-deild karla (Valur-Víkingur)
20.00 Selfoss - Handbolti
Essó-deild karla (Selfoss-Fram)
20.00 Austurberg - Handbolti
Essó-deild karla (ÍR-Þór Akureyri)
20.00 Vestmannaeyjar - Handbolti
Essó-deild karla (ÍBV-HK)
FORMÚLA Max Mosley, yfirmaður
hjá Formúlu 1 sambandinu, segir
að rætt hafi verið um að ökumenn
verði látnir skipta um lið á miðju
Formúlu 1 tímabilinu. Þannig
vilja menn koma í veg fyrir að
eitthvert eitt lið geti skarað langt
fram úr hinum eins og gerðist
með Ferrari-liðið á þessu ári. Þá
vann Michael Schumacher hjá
Ferrari fimmta heimsmeistaratit-
il sinn þegar sex umferðir voru
eftir í keppninni. Rubens
Barrichello, liðsfélagi hans, hefur
þegar tryggt sér annað sætið þeg-
ar eitt mót er eftir.
SALO OG BARRICHELLO
Finninn Mika Salo (til vinstri) ræðir við Rubens Barichello úr Ferrari-liðinu, á blaðamanna-
fundi sem haldin var í Japan í tilefni af síðasta mótinu í Formúlu 1 sem haldið verður í
landinu á sunnudaginn.
Max Mosley, yfirmaður
hjá Formúlu 1:
Ökumenn
skipti um
lið á miðju
tímabili
RÓBERT GUNNARSSON
Róbert er að gera það gott í Danmörku.
Róbert Gunnarsson:
Þriðji marka-
hæstur í
Danmörku
HANDBOLTI Róbert Gunnarsson,
leikmaður danska liðsins Århus
GF og fyrrverandi leikmaður
Fram, er þriðji markahæsti leik-
maður dönsku úrvalsdeildarinnar
í handbolta með 36 mörk eftir sex
leiki. Róbert skoraði 10 mörk í
sigri liðsins á Otterup, 31-28 í
dönsku deildinni í fyrrakvöld.
Þorvarður Tjörvi Ólafsson, hinn
Íslendingurinn í liði Århus , skor-
aði 2 mörk. Århus GF hefur nú
unnið þrjá leiki í röð og á sunnu-
dag mæta þeir meisturunum frá
Kolding sem eru í öðru sæti deild-
arinnar á eftir GOG.
AP
/M
YN
D
AP
/M
YN
D
Howard Wilkinson nýr knattspyrnustjóri hjá Sunderland:
Cotterill verður aðstoðarmaður
FÓTBOLTI Howard Wilkinson, fyrr-
verandi knattspyrnustjóri Leeds
og Sheffield Wednesday, hefur
tekið við knattspyrnustjórastarf-
inu hjá Sunderland, sem losnaði
eftir að Peter Reid var rekinn frá
félaginu. Wilkinson hefur undan-
farið starfað sem tæknilegur ráð-
gjafi hjá enska landsliðinu. Hann
varð Englandsmeistari með
Leeds árið 1992. Steve Cotterill,
sem verið hefur stjóri hjá Íslend-
ingaliðinu Stoke, er hættur hjá
félaginu og verður í staðinn að-
stoðarþjálfari hjá Sunderland.
„Ég tekst glaður á við þá
áskorun sem framundan er hér
hjá Sunderland. Með minni
reynslu og hæfni Steve sé ég
bjarta og spennandi tíma
framundan hjá Sunderland og
stuðningsmönnum þess,“ sagði
Wilkinson í gær.
Uppsögn Cotterill hjá Stoke
kom forráðamönnum félagsins í
opna skjöldu. „Leitin að eftir-
manni hans hefst undir eins,“
sagði í yfirlýsingu frá félaginu.
Cotterill skrifaði undir þriggja
ára samning við Stoke í maí á
þessu ári og tók þar við af Guð-
jóni Þórðarsyni sem knatt-
spyrnustjóri félagsins.
Stoke er sem stendur í 15. sæti
ensku 1. deildarinnar með 14 stig
eftir 12 umferðir. Sunderland er í
fjórða neðsta sæti ensku úrvals-
deildarinnar með átta stig eftir
níu umferðir.
WILKINSON OG COTTERILL
Howard Wilkinson, til vinstri, og
Steve Cotterill halda á trefli merkt-
um Sunderland eftir að tilkynnt var
að þeir yrðu við stjórnvölinn hjá
liðinu. Ljósaleikvangurinn í Sunder-
land er í baksýn.
Ætlum okkur
að vinna leikinn
Brynjar Björn Gunnarsson, leikmaður Stoke og íslenska landsliðsins, er
bjartsýnn fyrir leikinn gegn Skotum á morgun. Segir mjög slæmt fyrir
Stoke að hafa misst Steve Cotterill, knattspyrnustjóra, til Sunderland.
FÓTBOLTI „Mér líst vel á leikinn. Við
erum að reyna að undirbúa okkur
sem best og við ætlum okkur að
vinna leikinn,“ sagði Brynjar
Björn Gunnarsson, leikmaður
Stoke og íslenska landsliðsins í
knattspyrnu, er Fréttablaðið
spurði hann út í leikinn við Skota
á morgun. „Þó að
Skotarnir hafa
ekki verið upp á
sitt besta upp á
síðkastið þá eru
þeir með leikmenn
í sínu liði sem geta
verið hættulegir.
Þeir eru að spila í
áþekkum liðum og
við í íslenska
landsliðinu, fyrir
utan kannski Eið.
Þetta verður
hörkuleikur og
ekkert gefið.“
Brynjar segir
að stjóraskiptin hjá Stoke í gær
hafi komið honum mjög á óvart,
eins og öllum öðrum. „Það bjóst
enginn við því þegar Peter Reid
var rekinn á sunnudaginn að Cott-
erill yrði boðið starfið hjá Sunder-
land sem aðstoðarknattspyrnu-
stjóri. Skiljanlega stekkur hann á
það, enda er þetta mikið tækifæri
fyrir hann. Hann var að koma upp
úr 3. deildinni fyrir ári og maður
skilur ákvörðunina. Þetta er hins
vegar mjög slæmt fyrir okkur.
Við vorum að komast sæmilega í
gang og vorum búnir að fá ágætis
stöðugleika í liðið,“ sagði Brynjar.
„Maður sá fram á betri tíma og
betri leik hjá okkur, enda hefur
verið stígandi í liðinu.“
Hvernig stjóri var Cotterill?
„Hann var nokkuð seigur. Hann
náði vel til leikmanna og yfir höf-
uð voru leikmenn mjög ánægðir
með hann. Það verður erfitt að
finna góðan þjálfara sem getur
dottið inn í þetta núna á miðju
tímabili og haldið áfram því starfi
sem Cotteril var búinn að byggja
upp.“
Aðspurður um tímabilið sem
nú stendur yfir á Englandi sagði
Brynjar að Stoke-liðið væri með
nokkuð sterkan hóp.“Þau lið sem
komu upp, þá sérstaklega við og
Reading, ættum að geta staðið
okkur ágætlega. Við ætlum að
reyna að skríða aðeins hærra upp
töfluna og vonandi gerum við það.
Það myndi teljast nokkuð ásætt-
anlegt ef við myndum enda um
miðja deild.“
Samningur Brynjars við Stoke
rennur út eftir þetta tímabil.
Hann segist ekkert vera farinn að
hugsa sér til hreyfings. „Ég ætla
að tala við Stoke og sjá hvað þeir
hafa í huga. Það væri fínt að vera
áfram hjá þeim svo lengi sem
gengið er ásættanlegt. Okkur lík-
ar mjög vel þarna og það er engin
ástæða til að fara að hreyfa sig
mikið.“
freyr@frettabladid.is
BRYNJAR BJÖRN
Brynjar á æfingu með landsliðinu. Helgi Sigurðsson, félagi hans í liðinu, fylgist með í bak-
grunni. Brynjar segir að andinn í íslenska hópnum sé fínn en að veðrið hefði hins vegar
getað verið betra. Landsliðið æfði í Smárahöllinni í Kópavogi í gær vegna slæms veðurs.
„Það verður
erfitt að finna
góðan þjálfara
sem getur
dottið inn í
þetta núna á
miðju tímabili
og haldið
áfram því
starfi sem
Cotteril var
búinn að
byggja upp“.
AP
/M
YN
D
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/B
IL
LI