Fréttablaðið - 11.10.2002, Blaðsíða 24
Sú snilldarlega ráðstöfun dóms-málaráðherra að skera niður
framlög til löggæslu í Reykjavík
eykur til muna frelsi og svigrúm of-
beldis- og afbrotamanna til að at-
hafna sig óáreittir í höfuðborginni.
Þessi niðurskurður leiðir einnig til
mikilvægs sparnaðar á öðrum svið-
um svo sem hjá dómstólum og fang-
elsum.
EF DÓMSMÁLARÁÐHERRA
tekst að fækka lögreglumönnum í
Reykjavík verulega mun að sjálf-
sögðu vinnuálag og kostnaður minn-
ka hjá dómsstólum þar sem mun
færri glæpamenn verða handteknir
og leiddir fyrir rétt. Biðlistar munu
hverfa og fyrr en varir munu menn
geta fengið á sig dóm í undirrétti
fyrir hádegi og hæstaréttarúrskurð
fyrir kvöldmat og farið svo út að
skemmta sér á eftir.
EINNIG mun þetta minnka eftir-
spurn eftir fangelsisrými og hægt
verður að breyta Litla-Hrauni í
notalegt Edduhótel yfir sumartím-
ann en brúka það á vetrin sem að-
stöðu handa fáeinum útvöldum sí-
brotamönnum til að framleiða núm-
eraplötur á bíla efnafólks. Það er
einnig ákaflega mannúðlegt að
draga með þessum hætti úr ofsókn-
um lögreglunnar á hendur þeim sem
gera eitthvað af sér, því að á vissan
hátt má segja að lögreglan sé sek
um að hafa lagt ákveðinn minni-
hlutahóp í þjóðfélaginu í einelti.
Einnig þarf að draga úr þeirri órétt-
látu mismunun sem nú viðgengst og
felst í því að afbrotamenn þurfa
helst að vera hættulega geðveikir til
að fá að ganga lausir.
ÞETTA mun hleypa ennþá meira
fjöri í næturlíf höfuðborgarinnar og
hafa hvetjandi áhrif á sjálfstæðan
atvinnurekstur svo sem fylgdar-
þjónustu frá fyrirtækjum sem sér-
hæfa sig í að fylgja borgurum milli
húsa eftir að skyggja tekur. Einnig
væri ráðlegt að heimila almennan
vopnaburð, en með því móti mætti
kveða niður þær óánægjuraddir
sem heyrast frá skotveiðimönnum
yfir því að í ráði er að stytta rjúpna-
veiðitímann. Ef grannt er skoðað
kemur í ljós að lögreglan hefur
fyrst og fremst atvinnu af því að
hefta og skerða frelsi manna til að
gera það sem þeim sýnist og því er
löngu tímabært að taka lögreglu-
málin í Reykjavík föstum tökum.
Húrra fyrir dómsmálaráðherra!
G l i t n i r e r h l u t i a f Í s l a n d s b a n k a
K i r k j u s a n d i • 1 5 5 R e y k j a v í k • w w w . g l i t n i r . i s • S í m i 4 4 0 4 4 0 0
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is
Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is
VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500
Húrra fyrir
Sólveigu!
Bakþankar
Þráins Bertelssonar