Fréttablaðið - 16.10.2002, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 16.10.2002, Blaðsíða 4
4 16. október 2002 MIÐVIKUDAGUR STJÓRNVÖLD HEILBRIGÐISMÁL Heilbrigðis - og trygginganefnd Alþingis hefur rætt þann möguleika og þrýst á um að Tryggingastofnun ríkisins semji við sálfræðinga líkt og við geðlækna. Er það ein af fjölmög- um hugmyndum sem fram hafa komið í nefndinni til að sporna við auknum lyfjakostnaði heilbrigðis- kerfisins sem er kominn úr bönd- um. Eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær þá mun öll landsframleiðslan, hver einasta króna, fara í lyf árið 2041 að því gefnu að landsframleiðslan aukist um þrjú prósent á ári og lyfja- notkunin um 14 prósent eins og verið hefur. Samninganefnd Trygginga- stofnunarinnar hefur ekki talið sig hafa heimild í lögum til að semja við sálfræðingana en for- maður Heilbrigðis - og trygginga- nefndar er á öðru máli og vísar til lagabreyting sem gerðar voru gagngert í þessum tilgangi. Að auki eru uppi hugmyndir í nefnd- inni um að ráða sálfræðinga á heilsugæslustöðvar þar sem þeir kæmu til liðs við lækna sem stundum eiga ekki önnur ráð en að gefa lyf. Er það mat nefndar- manna í Heilbrigðis - og trygg- inganefnd að oft mætti mæta van- líðan sjúklinga með sálfræðivið- tali frekar en lyfjum.  Heilbrigðis - og trygginganefnd Alþingis: Sálfræðingar í stað lyfja TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS Þrýst á um að gerðir séu samningar við sálfræðinga eins og geðlækna til lækka lyfjakostnað. ERNA HAUKSDÓTTIR Óttast áhrif fyrirhugaðra hvalveiða Íslend- inga á ferðaþjónustu og hvetur menn til þess að fórna ekki ferðaþjónustunni fyrir smáútgerð Erna Hauksdóttir: Höfum ekki efni á þjóð- rembu HVALVEIÐAR Aðild Íslands að Al- þjóðahvalveiðiráðinu er fagnað í ályktun Samtaka ferðaþjónust- unnar. Samtökin beina því jafn- framt til stjórnvalda að hvalveið- ar verði ekki hafnar, hvorki í at- vinnu- eða svokölluðu vísinda- skyni, án samráðs við hagsmuna- aðila þar með talið ferðaþjónust- una. „Þetta mun hafa umtalsverð áhrif og við getum ekki leyft okk- ur neina þjóðrembu í þessum efn- um. Þetta snýst ekki eingöngu um að við megum gera það sem okkur sýnist heldur að við að við séum ekki að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Verði hvalveiðarnar ekki í þolanlegri sátt við alþjóð- legt umhverfi þá höfum við varað við því að fólk kunni að sniðganga Ísland og íslenskra vörur,“ segir Erna Hauksdóttir, framkvæmda- stjóri Samtakanna. Hún leggur áherslu á að málið verði skoðað í heild. „Við höfum ítrekað sagt að markaðir fyrir hvali hafi ekki ver- ið til staðar og það verður auðvit- að að vera morgunljóst að við séum ekki að skaða markaði okk- ar fyrir ferðaþjónustu eða ís- lenskan fisk með einhverri smáút- gerð. Reynslan frá Noregi sýnir okkur að það er ekki hægt að sýna hval og skjóta hann á sömu slóð. Það er nú sjálfgefið, þeir fara ekki að sýna sig á miðjum orrustu- velli,“ segir Erna.  Þingvallanefnd: Göngubrú rifin ÞINGVELLIR Útgerðarmaður af Suð- urnesjum sem reisti sumarhús í þjóðgarðinum á Þingvöllum í sum- ar hefur nú látið fjarlægja mikla göngubrú sem hann byggði í óleyfi. Göngubrúin var á milli hússins og bílastæðisins þar sem húsið stend- ur við vatnið inn af Hótel Valhöll. „Við kröfðumst þess að hún yrði fjarlægð enda var hún ekki á sam- þykktum teikningum,“ segir Sig- urður Oddsson, framkvæmdastjóri Þingvallanefndar. Að sögn Sigurðar á Þingvalla- nefndin eftir að taka afstöðu til beiðni eiganda hússins um að fá reisa girðingu sem hann hefur reyndar þegar gert undirstöður fyrir.  DÓMSMÁL Fyrrverandi lögreglumaður á Akureyri hefur verið dæmdur í Hæstarétti fyrir lífláts- hótanir gegn fyrrum sam- býliskonu sinni. Hann var hins vegar sýknaður af ákæru um nauðgunartil- raun og líkamsárás. Hæstiréttur lækkaði refsingu mannsins úr tólf mánaða fangelsi í fjögurra mánaða fangelsi. Þrír mánuðir af fangelsisvist- inni falla niður brjóti mað- urinn ekki af sér á næstu þremur árum. Tveir dómarar Hæstarétt- ar skiluðu sératkvæði. Þeir töldu að staðfesta bæri dóm Héraðs- dóms Norðurlands- Eystra um tólf mánaða fangelsisvist fyrir mann- inum. Þar af áttu níu að vera skilorðsbundnir til þriggja ára. Fólkið sem um ræðir hóf sambúð 1991 og á saman dreng sem fædd- ur er 1994. Sambúð þeir- ra var afar stormasöm og var henni oft slitið. Maðurinn hótaði konunni ítrekað lífláti með gróf- yrtum sms-skilaboðum í farsíma. Í skilaboðunum sagði hann allt mundu falla í ljúfa löð léti hún að vilja hans og sýndi honum „ástúð“.  Hæstiréttur mildar refsingu ofstopamanns á Akureyri: Refsilækkun lögreglumanns TÓKÍÓ, AP Sumarið 1978 var ung japönsk kona, Hitomi Soga að nafni, úti að versla ásamt móður sinni þegar útsendarar frá Norð- ur-Kóreu réðust að þeim, settu í poka og fluttu úr landi. Norður- Kóreumenn notuðu þær síðan til þess að fræða njósnara sína um japanska tungu og menn- ingu. T i l f i n n i n g a - þrungnir fagnaðar- fundir urðu í Japan í gær þegar Soga og fjórir aðrir Japanar, sem einnig var rænt fyrir aldarfjórð- ungi í sama tilgangi, komu loks aftur heim til sín og hittu þar ætt- ingja og gamla vini. Sýnt var frá heimkomu þeirra í beinni útsend- ingu í Japan í gær. Auk Soga komu til Japans þau Fukie Hamamoto og Yasushi Chi- mura, sem voru ástfangið par þegar þeim var rænt árið 1978. Þau gengu síðar í hjónaband í út- legðinni og eiga nú þrjú börn. Loks komu í gær þau Kaoru Hasuike og Yukiko Okudo, sem einnig gengu í hjónaband í Norð- ur-Kóreu. Þau eiga einn son. Hitomi Soga giftist hins vegar í Norður-Kóreu Bandaríkjamanni, Charles Robert Jenkins, og á með honum tvær dætur. Jenkins er einn fjögurra Bandaríkjamanna sem flúðu til Norður-Kóreu á sjö- unda áratug síðustu aldar. Þeir voru þá með bandaríska herliðinu í Suður-Kóreu. Það var ekki fyrr en 1996 sem bandarísk stjórnvöld viðurkenndu að liðhlauparnir fjórir væru enn á lífi í Norður- Kóreu. Jenkins segist ekki hafa neinn áhuga á að fara frá Norður-Kóreu. Það sé ekki auðvelt fyrir hann „eins og á stendur“. Einungis fáeinar vikur eru frá því Kim Jong Il, leiðtogi Norður- Kóreu, viðurkenndi að þrettán Japönum hefði verið rænt á svip- uðum tíma. Einungis fimm þeirra væru enn á lífi. Ekkert er vitað um örlög hinna átta, þar á meðal móður Soga. Kim Jong Il sagði að „öfl innan hersins“ hefðu rænt fólkinu. Hann tók jafnframt fram að þetta myndi aldrei gerast aftur. Tveim- ur yfirmönnum í hernum hafi þegar verið „harðlega refsað“ fyr- ir athæfið. Þótt Japönunum hafi núna ver- ið leyft að ferðast til Japans fengu börn þeirra ekki að koma með. Auk þess ber þeim að snúa aftur til Norður-Kóreu eftir eina eða tvær vikur. Junichiro Koizumi, forsætis- ráðherra Japans, segist þó stað- ráðinn í að fá því framgengt að Japanirnir fimm fái síðar meir að koma aftur til Japans ásamt börn- um sínum, og þá til frambúðar.  Tilfinningaþrungn- ir endurfundir Fimm Japanar komu aftur heim í gær eftir aldarfjórðungsdvöl í Norð- ur-Kóreu. Þeim var rænt á sínum tíma og notaðir til að fræða njósnara í Norður-Kóreu um japanska tungu og menningu. Börn þeirra fengu þó ekki að koma með í þetta skiptið. KOMIN AFTUR HEIM Fukie Hamamoto, fyrir miðju, og Yashushi Chimura, eiginmaður hennar til hægri, koma aftur til Japans eftir aldarfjórðungs fjarveru. Með þeim á myndinni er fulltrúi japönsku stjórnarinnar sem var þeim samferða á leiðinni. Tveimur yfir- mönnum í hernum hafi þegar verið „harðlega refs- að“ fyrir at- hæfið. AP /K O JI S AS AH AR A HÉRAÐSDÓMUR NORÐURLANDS-EYSTRA Hæstiréttur hefur verulega lækkað refsingu sem héraðsdómur ákvað lögreglumanni sem hótaði fyrrum sambýliskonu lífláti. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /J AN U S ÁHYGGJUR AF BÖRNUM Í PALESTÍNU Þorsteinn Ingólfsson, fastafulltrúi hjá Sameinuðu þjóð- unum, lýsti áhyggjum íslenskra stjórnvalda af aðstæðum barna á herteknu svæðunum í Palestínu. Verið var að ræða félags- og mannréttindamál í nefnd á veg- um Sameinuðu þjóðanna. GÆÐAVEFUR HEILBRIGÐISRÁÐU- NEYTIS Jón Kristjánsson, heil- brigðisráðherra, hefur opnað gæðavef heilbrigðis- og trygg- ingaráðuneytisins. Þar er að finna upplýsingar um gæðastarf, umbótaverkefni og leiðbeiningar auk fleira efnis. NÝTT VERKEFNI Rudolph Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri New York, ætlar að uppræta glæpastarf- semi í Mexíkóborg. Fær 370 milljónir fyrir að lækka glæpatíðni: Giuliani ráð- inn til Mexík- óborgar MEXÍKÓBORG, AP Borgaryfirvöld í Mexíkóborg hafa ráðið Rudolph Giuliani, fyrrverandi borgar- stjóra New York, til starfa sem sérstakan ráðgjafa. Giuliani, sem er hvað frægastur fyrir að hafa lækkað glæpatíðni New York borgar um 65% á valda- tíma sínum, á að reyna að gera slíkt hið sama í Mexíkóborg. Hann hefur verið ráðinn í eitt ár og fær um 370 milljónir króna í laun á þeim tíma. Þrátt fyrir góðan árangur Giuliani í New York eru margir Mexíkóar sem efast um að hann ráði við þetta verkefni. Um 18 milljónir manna búa í Mexíkó- borg, sem er talin ein hættuleg- asta borg í heimi. Leigubílstjór- ar hafa m.a. stundað það að ræna farþegum sínum, aka þeim að peningasjálfsölum og neyða þá til að tæma reikninga sína.  KJÖRKASSINN Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is 8,1% Hefjum við hvalveiðar í vísindaskyni á næsta ári? Spurning dagsins í dag: Eru Íslendingar fordómafullir í garð útlendinga? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is Veit ekki 27,3% 64,6%Já HVALVEIÐAR Í BÍGERÐ Mikill meirihluti lesenda telur að hvalveiðar í vísindaskyni hefjist á næsta ári Nei

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.