Fréttablaðið - 16.10.2002, Page 6

Fréttablaðið - 16.10.2002, Page 6
6 16. október 2002 MIÐVIKUDAGURSPURNING DAGSINS Saknarðu Keikós? „Já, að sjálfsögðu sakna ég Keikós. En þetta heldur ekki fyrir mér vöku. Ég get vel unnt honum þess að vera í Noregi. Ég veit að hann er þar í góðum höndum.“ Hallur Hallsson hefur ekki lengur með háhyrning- inn Keikó að gera. Keikó er farinn til Noregs og fátt sem bendir til að hann snúi aftur. INNLENT MIÐVIKUD. 2. OKT. KL. 17.20 Skotið á glugga á byggingavöruverslun í Montgomery í Maryland. Enginn særðist. MIÐVIKUD. 2. OKT. KL. 18.04 Á bílastæði við matvöruverslun í Wheaton í Maryland. 55 ára karlmaður lét lífið. FIMMTUD. 3. OKT. KL. 07.41 Við bifreiðaverslun í White Flint í Maryland. 39 ára karlmaður lét lífið. FIMMTUD. 3. OKT. KL. 08.12 Á bensínstöð í Rockville í Maryland. 54 ára karlmaður lét lífið. FIMMTUD. 3. OKT. KL. 08.37 Fyrir utan pósthús í Silver Spring í Maryland. 34 ára kona lét lífið. FIMMTUD. 3. OKT. KL. 09.58 Á bensínstöð í Kensington í Maryland. 25 ára kona lét lífið. FIMMTUD. 3. OKT. KL. 21.20 Á götu í Washington. 72 ára karlmaður lét lífið. FÖSTUD. 4. OKT. KL. 14.30 Bílastæði við byggingavöruverslun í Fredericksburg í Virginíu. 43 ára kona særðist. MÁNUD. 7. OKT. KL. 08.08 Fyrir utan skóla í Bowie í Maryland. 13 ára piltur særðist MIÐVIKUD. 9. OKT. KL. 20.18 Á bensínstöð í Manassas í Virginíu. 53 ára karlmaður lét lífið. FÖSTUD. 11. OKT. KL. 09.30 Á bensínstöð í Spotsylvaníu skammt frá Fredericksburg í Virginíu. 53 ára karlmaður lét lífið. MÁNUD. 14. OKT. KL. 21.15 Á bílastæði við verslanamiðstöð í Falls Church í Virginíu. Kona lét lífið. STJÓRNMÁL Þorgeir Pálsson flug- málastjóri og fulltrúar Rannsókn- arnefndar flugslysa gengu á fund samgöngunefndar Alþingis í gær. Meðlimir samgöngunefndar vildu fá svör við ýmsum spurningum tengdum Skerjafjarðarslysinu í ágúst 2000. Að sögn Lúðvíks Bergvinssonar samgöngunefndarmanns fóru flugmálastjóri og rannsóknar- nefndin fyrir sjónarmið sín varð- andi skýrslu bresku flugslysasér- fræðinganna og svöruðu spurning- um. „Bæði Rannsóknarnefnd flug- slysa og Bretarnir hafa sett fram talsverða gagnrýni. Nefndirnar gagnrýna báðar að hreyfillinn hafi fengið lofthæfisskírteini á sínum tíma. Einnig kemur fram að eftir- lit með smærri flugrekendum hafi ekki verið sem skyldi. Til dæmis er á það bent að engin formleg at- hugun hafi verið gerð á Leiguflugi Ísleifs Ottesen í tvö og hálft ár fyr- ir slysið,“ segir Lúðvík. Lúðvík segir nauðsynlegt að skipa nýja nefnd sem fari yfir allt málið. „En ég geld mikinn varhug við því að samgönguráðherra skipi nefndina. Stór hluti gagnrýninnar hefur beinst að starfsemi sem und- ir hann heyrir og hann er ábyrgur fyrir. Því væri skynsamlegt til þess að eyða og draga úr tor- tryggni að fá annan aðila til þess að skipa nefndina,“ segir Lúðvík.  LEYNISKYTTAN Í bandaríska hernum er boðið upp á sérstök námskeið fyrir verðandi leyniskyttur. Yfir- stjórn hersins er þessa dagana að fara í gegnum nemendaskrár slíkra námskeiða. Þetta er gert að beiðni alríkislögreglunnar FBI. Grunur leikur nefnilega á því að leyniskyttan, sem undanfarinn hálfan mánuð hefur myrt níu manns og sært tvo í Washington og nágrenni, hafi hlotið þjálfun í hernum. Þar er nemendum meðal annars kennt að vinna tveir sam- an: annar leitar uppi fórnarlömb, hinn miðar og tekur í gikkinn. Líkur eru einmitt taldar á því að morðinginn sé ekki einn að verki. Vitni hafa oftar en einu sinni séð tvo menn í hvítum sendi- bíl aka á brott frá vettvangi morð- anna. Einnig er vitað að skotmaður- inn er góð skytta, því hann skýtur aldrei nema einu skoti úr tölu- verðri fjarlægð. Þetta er einmitt haft til marks um að hann hafi að öllum líkindum hlotið þjálfun í hernum eða í lögreglunni. Vangaveltur hafa einnig verið í bandarískum fjölmiðlum um að morðinginn hljóti að vera mikill áhugamaður um tölvuleiki. Á tarotspili sem fannst við einn morðstaðinn voru skrifuð þessi skilaboð: „Kæri lögreglumaður, ég er Guð“. Í hópi leikjaáhuga- manna í Bandaríkjunum kvað vera algengt að menn segist „vera Guð“ þegar þeim gengur óvenju vel í leikjatölvunum. Aðrir segja ávarpið, „kæri lög- reglumaður“, benda til þess að skyttan beri mikla virðingu fyrir lögreglunni. Vitnað er í sálfræð- inga sem segja að morðinginn vilji sjálfur njóta þeirrar virðing- ar og þeirra valda sem lögreglan hefur. Allt eru þetta þó vangavelt- ur, sem ekki er vitað hve mikið er hægt að byggja á. Eftir morðið á mánudagskvöld sögðu stjórnvöld þó að loks hafi lögreglan fengið „almennilegar upplýsingar frá vitnum“, sem ekki hafi fengist eftir fyrri tilræði leyniskyttunnar. Lögreglan hefur samt ekki lát- ið mikið uppi um þá vitneskju sem hún segist hafa í fórum sínum. Á mánudaginn sagði hún ástæðuna vera þá, að menn vilji ekki að morðinginn geti komist að því í gegnum fjölmiðla að hann liggi undir grun. Ýmsir telja þessa upplýsinga- fátækt hins vegar til marks um að lögreglan viti í raun sáralítið um morðingjann. Enda hefur hún ekki enn haft hendur í hári hans. Einu áþreifanlegu upplýsing- arnar sem hingað til hafa verið gerðar opinberar eru tölvugerðar myndir af hvítum sendibíl, sem vitni hafa séð í nágrenni morð- staðanna. gudsteinn@frettabladid.is KJARAMÁL Laun heilsugæslulækna hækka um 20% að meðaltali í kjölfar úrskurðar kjaranefndar um laun þeirra. Þetta er mat heil- brigðisráðuneytisins. Laun heilsugæslulækna verða nú þau sömu og laun lækna á sjúkrahús- um. Heilsugæslulæknum verður gert kleift að velja á milli tveggja aðferða við ákvörðun launa sinna. Annars vegar er um að ræða að þeir þiggi föst mánaðarlaun. Hins vegar að þeir vinni allt að fimmt- ung vinnu sinnar á afkastatengd- um launum. Velji læknar seinni kostinn eiga þeir að geta bætt laun sín umtalsvert. Hugmyndin er sú að afköst í heilsugæslukerf- inu aukist um leið. Þeir sem velja fyrri kostinn geta fengið allt að 15% yfirborgun starfi þeir ekki utan heilsugæslustofnana. Nær allir heilsugæslulæknar eru með sérfræðileyfi. Byrjunar- laun þeirra eru 378.000 krónur á mánuði. En við bætast greiðslur eftir því hvaða kerfi menn velja og hvaða skyldum þeir gegna. Emil Sigurðsson hefur verið í forsvari fyrir heilsugæslulækna í Hafnarfirði sem hafa stefnt að því að opna sjálfstæða lækna- stofu. Hann segir að ekki hafi enn verið tekið á réttindamálum lækna. Hins vegar þurfi að fara betur yfir úrskurðinn áður en hægt sé að meta hann að fullu.  SUMARHÚS Á FLATEYRI SELD All- mörg tilboð bárust í þrjú sumar- hús við Oddatún á Flateyri, en til- boðsfrestur rann út í síðustu viku. Hæsta tilboðið hljóðaði upp á rúmar 2,5 milljónir króna í hvert hús. bb.is NÝTT ÍÞRÓTTAHÚS Á HÓLMAVÍK Steypuvinnu við íþróttahús er lokið, en um þessar mundir er unnið að því að steypa þjónustu- miðstöð fyrir væntanlega sund- laug Hólmvíkinga. Enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort byggt verði yfir laugina. bb.is HAFNARSTARFSMENN Í SKÓLA Ákveðið var á ársfundi Hafna- sambands sveitarfélaga að stjórn sambandsins gangi til samninga við Slysavarnarskóla sjómanna um sérsniðin námskeið fyrir starfsmenn hafna. LÚÐVÍK BERGVINSSON Þorgeir Pálsson flugmálastjóri og fulltrúar Rannsóknarnefndar flugslysa gengu á fund samgöngunefndar Alþingis í gær. Lúðvík Bergvinsson segir samhljóm í gagnrýni rannsóknarnefndarinnar og breskra sérfræð- inga á Flugmálastjórn. „Nefndirnar gagnrýna báðar að hreyfillinn hafi fengið lofthæfis- skírteini á sínum tíma,“ segir Lúðvík. Alþingismaður vill eyða tortryggni vegna Skerjafjarðarslyssins: Aðrir en ráðherra skipi nýja nefnd TÓLF SKOTÁRÁSIR Á TÓLF DÖGUM Morðið á mánudagskvöld var framið um það bil tíu kílómetra austur af Washington. Eftir nærri tveggja vikna morðæði: Níu fallnir, tveir særðir Heimild: Associated Press; ESRI; GDT AP VIRGINÍA MARYLAND Kona myrt á mánudagskvöld 95 49566 95 Manassas Washington D.C. 0 10 km P ot om ac Fredericksburg Látin Særð Hitti ekki Morðtilræði leyniskyttunnar STÖÐVUÐ Á HRAÐBRAUTINNI Lögreglan stöðvaði þetta par á hraðbraut 495 í Virginíuríki í gær. Þau óku hvítum sendi- ferðabíl sömu gerðar og talið er að leyniskyttan noti. Morðin eru óráðin gáta Ekkert lát er á morðum leyniskyttunnar í Bandaríkjunum. Ýmsar kenningar á kreiki um morðingjann. Lögreglan sögð hafa loks fengið góðar upplýsingar frá vitnum eftir síðasta morð. HEILSUGÆSLUSTÖÐIN SÓLVANGUR Í HAFNARFIRÐI Breytingar verða á launakerfi heilsugæslulækna þegar úrskurður kjaranefndar tekur gildi um næstu mánaðamót. Enn er þó ýmsum kröfum heilsugæslulækna ósvarað. Laun heilsugæslulækna hækka um 20%: Fá sömu laun og sjúkrahúslæknar AP /T H E W AS H IN G TO N T IM ES , C LI FF O W EN GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 87.7 0.54% Sterlingspund 136.21 -0.04% Dönsk króna 11.61 0.05% Evra 86.25 0.06% Gengisvístala krónu 130,26 0,49% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 239 Velta 8.717 m ICEX-15 1.310 -0,38% Mestu viðskipti Kaupþing banki hf. 381.945.025 Pharmaco hf. 96.279.035 Össur hf. 56.542.994 Mesta hækkun Íslandssími hf. 7,50% Kaupþing banki hf. 0,80% Búnaðarbanki Íslands hf. 0,63% Mesta lækkun Þróunarfélag Íslands hf. -2,33% Sjóvá-Almennar tryggingar hf. -2,31% Pharmaco hf. -1,97% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ*: 8163,4 3,60% Nsdaq*: 1273,1 4,30% FTSE: 4130,3 5,00% DAX: 3000,4 5,30% Nikkei: 8836,7 3,60% S&P*: 872,4 3,70% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 Sprengjuhótun við Alþingi: Húsið rýmt SPRENGJULEIT Um gabb var að ræða þegar tilkynning barst að spreng- ja myndi springa í Alþingishúsinu í gærmorgun. Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn segir hótunina hafa borist með SMS-sendingu niður á Alþingi um hálfellefuleyt- ið. Í kjölfarið hafi húsakynni þingsins verið rýmd og ítarleg sprengjuleit farið fram. Lögreglan fékk til aðstoðar þrjá sprengjusérfræðinga frá Landhelgisgæslunni. Leituðu þeir í rúman klukkutíma. Geir Jón seg- ir fastmótað verklag fara í gang við hótun sem þessa. Málið er í rannsókn.  Lækkunarferlið heldur áfram: Seðlabankinn lækkar vexti VIÐSKIPTI Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans í endurhverfum viðskiptum við lánastofnanir um 0,3 prósentur í 6,8% í næsta uppboði sem haldið verður 22. október. Aðrir vextir Seðla- bankans verða lækkaðir um sömu prósentur. Helstu ástæður lækkunarinnar nú er að hjöðnun verðbólgu sé í samræmi við spá bankans. Þá bendi tölur um atvinnuleysi til þess að vaxandi slaki sé í hagkerf- inu. Í bankanum er nú unnið að nýrri verðbólguspá sem lögð verður til grundvallar vaxtaá- kvörðun bankans á komandi mán- uðum. 

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.