Fréttablaðið - 16.10.2002, Síða 8

Fréttablaðið - 16.10.2002, Síða 8
8 16. október 2002 MIÐVIKUDAGUR ERLENT ÞINGVELLIR Hálffimmtugur fyrir- tækjaeigandi í Reykjavík hefur keypt ónýtt sumarhús í þjóðgarð- inum á Þingvöllum fyrir 14 millj- ónir króna. Lóðinni, sem stendur inn af Valhöll og er við vatnsbakk- ann, fylgir ekki leigusamningur við ríkið þar sem samningurinn við fyrri eiganda hússins var út- runninn án endurnýjunar. Húsið hefur verið rifið. Þingvallanefnd hefur sam- þykkt kaupin fyrir sitt leyti en segist ekki munu falla frá neinum þeim rétti sem hún hefur vegna þess að lóðaleigusamningurinn sé útrunninn. „Sala húss þessa sam- kvæmt framangreindum skjölum er án nokkurrar ábyrgðar Þing- vallanefndar,“ segir í yfirlýsingu nefndarinnar. Sigurður Oddsson, fram- kvæmdastjóri Þingvallanefndar, segir að með þessu sé ekki verið að segja að leigusamningurinn verði hugsanlega ekki endurnýj- aður. „Það er einfaldlega verið að vekja athygli á því að það þurfi að endurnýja samninginn,“ segir Sig- urður. Gengið var endanlega frá kaup- unum á sumarhúsinu nú í október. Ekki mun hafa komið til greina að Þingvallanefnd neytti forkaups- réttar síns. „Nefndin hefur þannig möguleika að ganga inn í hæsta til- boð en þetta eru gríðarmiklir pen- ingar,“ bendir Sigurður á. Bústaðinn sjálfan hafði bygg- ingarfulltrúi uppsveita Árnes- sýslu lýst nánast ónýtan og hættu- legan vegna fokhættu og er verið að rífa hann. Hyggst nýi eigandinn reisa nýtt hús á lóðinni. Verið er að teikna það og verða uppdrættir lagðir fyrir byggingarfulltrúann til samþykktar. Nýi eigandinn hefur þegar lagt akveg frá göngustíg við lóðamörk og að húsinu. Eins hefur hann gert göngustíginn sjálfan ökufæran að lóðinni. Um stíginn hefur hann síð- an bæði ekið fólksbílum og vinnu- vélum. Undir venjulegum kring- umstæðum er slíkt óheimilt enda er um að ræða óvenju viðkvæman stað milli gjárinnar og vatnsins. Sigurður segir að öllu verði breytt í fyrra horf þegar framkvæmdum er lokið. gar@frettabladid.is Ónýtt Þingvallahús keypt á 14 milljónir Greiddar voru 14 milljónir króna fyrir ónýtan sumarbústað í þjóðgarðinum á Þingvöllum. Lóðaleigusamningur útrunninn. Þingvallanefnd hefur ekki bolmagn til að neyta forkaupsréttar og samþykkir söluna. SUMARBÚSTAÐURINN KEYPTI OG RIFNI Sumarbústaðurinn í þjóðgarðinum við Þingvallavatn sem var rifinn nú á haustdögum. Myndin er tekin í sumar. SAMKEPPNISMÁL Smíði leið- beininga Samkeppnis- stofnunar um góða við- skiptahætti á matvöru- markaði er á lokastigi. Leiðbeiningarnar eru gerðar í kjölfar skýrslu stofnunarinnar um mat- vörumarkaðinn sem gef- inn var út í fyrra. Þess er að vænta að stofnunin kynni leiðbein- ingarnar á næstu vikum. Unnið hefur verið að þeim frá því í vor, meðal annars með því að senda drög þeirra til umsagnar hagsmunaaðila á borð við sam- tök matvörukaupmanna og heildsala, Neytendasamtökin, Samtök iðnaðarins og Bænda- samtökin. Einnig hefur verið rætt við lykilstarfsmenn ein- stakra fyrirtækja. Steingrímur Ægisson við- skiptafræðingur hjá Samkeppn- isstofnun segir að við upphaf vinnunnar hafi gætt viss mis- skilnings hagsmunaðilanna. „Þeir héldu sumir að við værum með í bígerð nýjar og íþyngjandi reglur. En við erum einfaldlega að ramma inn í reglur viss atriði þannig að menn átti sig á betur því hversu langt má ganga með hliðsjón af ákvæðum samkeppn- islaga,“ segir hann.  Samkeppnisstofnun: Leiðbeiningar á lokastigi SAMKEPPNISSTOFNUN Erum að ramma inn í reglur viss atriði þannig að menn átti sig betur á því hversu langt má ganga með hliðsjón af ákvæðum samkeppnislaga, segir Steingrímur Ægis- son hjá Samkeppnisstofnun. Utanríkisþjónustan: Eiður til Kína SENDIHERRAR Utanríkisráðherra hefur ákveðið að gera umfangs- miklar breytingar á skipan sendi- herra í utanríkisþjónustunni. Sverrir Haukur Gunnlaugsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðu- neytisins, tekur við starfi sendi- herra í London af Þorsteini Páls- syni, sem flyst til Kaupmanna- hafnar. Gunnar Snorri Gunnars- son, sendiherra Íslands hjá ESB í Brussel tekur við starfi ráðuneyt- isstjóra. Kjartan Jóhannsson, sem starfað hefur á viðskiptaskrif- stofu ráðuneytisins tekur við starfi Gunnars í Brussel. Helgi Ágústsson, sendiherra í Kaupmannahöfn tekur við sendi- herrastöðunni í Washington af Jóni Baldvin Hannibalssyni, sem fer til Helsinki og tekur við af Kornelíusi Sigmundssyni. Kornelíus verður aðalræðismaður Íslands í Winnipeg. Þar hefur Eið- ur Guðnason verið síðan í fyrra en hann flyst nú til í Kína. Ólafur Egilsson, sem verið hef- ur í Kína flyst heim til starfa. Gunnar Pálsson, fráfarandi fasta- fulltrúi Íslands hjá NATO, hefur tekið við starfi skrifstofustjóra hjá ráðuneytinu. Fastafulltrúi Ís- lands hjá NATO verður Gunnar Gunnarsson, skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu.  Skýrsla Matvæla- stofnunar SÞ: Viðvarandi hung- ursneyð WASHINGTON, AP Árangurinn í barátt- unni við hungursneyð hefur staðið í stað undanfarin átta ár og í sumum löndum hefur hungursneyð aukist. Þetta kemur fram í skýrslu Mat- vælastofnunar Sameinuðu þjóðanna sem birt var í gær. Sjö löndum; Kína, Indónesíu, Víetnam, Thaílandi, Nígeríu, Ghana og Perú, tókst að draga úr hungri hjá samtals um 100 milljónum manna á árunum 1992 til 2000. Í 47 öðrum löndum þjáðust 96 milljónir manna af hung- ursneyð, sem stafaði m.a. af þurrk- um og auknum mannsfjölda.  Nýtt blað á Akureyri: Ekki blásið af FJÖLMIÐLAR „Við tökum ákvörðun fljótt um hvort af útgáfunni verður og þá hvernig að henni verður stað- ið,“ segir Benedikt Sigurðarson, stjórnarformaður KEA, um nýjan fjölmiðil sem fyrirhugað er að setja á laggirnar á Akureyri. „Þetta hef- ur ekki verið blásið af,“ segir hann. Um er að ræða dagblað sem kæmi út þrisvar í viku auk ein- hverra fylgiblaða. Birgir Guð- mundsson, fyrrum fréttastjóri DV, vann að undirbúningi blaðsins, en hann hefur nú skipt um starfsvett- vang og kennir við Háskólann á Ak- ureyri. Kemur hann því ekki frekar að blaðinu.  GJÖF Mæðrastyrksnefnd Reykjavík- ur barst væn sending af matvörum frá fyrirtækinu Ásbirni Ólafssyni, eða fjögur bretti með vörum af ýmsu tagi. Má þar nefna Maizena vöffludeig og pönnukökudeig, Knorr hrísgrjónarétti, súpur og sós- ur og Maryland súkkulaðibitakex. Sverrir Ögmundsson, sölustjóri Knorr, segir hugmyndina af þessari gjöf hafa komið upp á sölufundi þegar í ljós kom að umbúðir nokk- urra vörutegunda höfðu laskast í flutningum. Hafi hugmyndinni ver- ið vel tekið af forráðamönnum fyr- irtækisins að færa Mæðrastyrks- nefndinni vörurnar til dreifingar til skjólstæðinga sinna.  Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur: Komu færandi hendi VÖRURNAR AFHENTAR Sverrir Ögmundsson sölustjóri Knorr afhenti Ásgerði Jónu Flosadóttur, formanni Mæðra- styrksnefndar Reykjavíkur vörurnar. Með á myndinni eru starfskonur nefndarinnar þær Unnur Jónasdóttir, Guðrún Magnúsdóttir og Anna Auðunsdóttir. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T ORÐRÉTT TIL AÐ GETA LESIÐ JONAS.IS „Það er því afar mikilvægt að öll- um bændum bjóðist öflugri teng- ing við Internetið í síðasta lagi í byrjun næsta árs.“ Áskell Þórisson ritstjóri Bændablaðsins fjallar í leiðara um mismundandi aðgengi dreifbýlis og þéttbýlis að Internetinu. HVAÐ KOSTAR COMBI CAMP? „Enn standa viðræður yfir varð- andi prestsetrin þar með talinn Þingvöll.“ Karl Sigurbjörnsson biskup ávarpaði Kirkjuþing. AF HVERJU EKKI BÍÓMYND? „Enn eru eflaust til vettlingar sem ég hef ekki heyrt af og gam- an væri að mynda.“ Elísabet St. Jóhannsdóttir gerir Bænda- blaðinu grein fyrir áhuga sínum á skag- firskum vettlingum sem hún hefur ljós- myndað með bókarútgáfu í huga. HERMENN PYNTAÐIR Að sögn mannréttindasamtaka í Mexíkó hefur rúmlega 600 hermönnum verið haldið föngum í bækistöðv- um sínum undanfarna ellefu daga og þeir pyntaðir. Ástæðan er rann- sókn yfirvalda á eiturlyfjasölu sem þeir eru grunaðir um að hafa stundað.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.