Fréttablaðið - 16.10.2002, Síða 9
9MIÐVIKUDAGUR 16. október 2002
INNLENT
VIÐSKIPTI Áhugi almennings á
hlutabréfakaupum hefur farið
hraðminnkandi að undanförnu.
Hlutabréf á Bandaríkjamarkaði
hafa lækkað verulega og almenn
svartsýni ríkir á mörkuðum víða
um heim. Við þessar aðstæður
getur verið fýsilegt fyrir lang-
tímafjárfesta að kaupa hlutabréf.
Í fjárfestingarkjarna SPH verð-
bréfa bendir Már Wolfgang Mixa
á að við núverandi aðstæður hafi
lítið borið á umræðu um hvort nú
sé rétti tíminn til að kaupa hluta-
bréf. Umræðan hafi fremur snú-
ist um hvort meiri lækkanir verði
á mörkuðum.
Ýmsa mælikvarða er hægt að
nota við að meta verð hlutabréfa í
sögulegu samhengi. Samkvæmt
samanburði SPH verðbréfa eru
bandarísk hlutabréf vanmetin um
40% gagnvart skuldabréfum. Á
sama tíma og hagnaður fyrir-
tækja hefur dregist saman tíma-
bundið um 10 - 20% hefur verð
margra stöndugra hlutafélaga
lækkað um meira en helming.
Þetta ásamt ýmsu öðru styður það
að markaðurinn sé mjög svart-
sýnn og hlutabréf vanmetin sem
fjárfestingarkostur.
BYGGÐAMÁL Ný byggðastefna Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga
mótast af hugmyndum síðustu
aldar. Þetta er mat Kjartans
Magnússonar, borgarfulltrúa
Sjálfstæðisflokks-
ins, sem gagnrýnir
harðlega nýsam-
þykktar tillögur
Sambandsins í
byggðamálum.
„Tillögurnar eru
ekkert annað en
stórfelld kröfugerð
á hendur ríkisvald-
inu um aðgerðir í gamaldags
kommissara-stíl til að hefta
byggðaþróun,“ segir Kjartan.
„Svona aðgerðir skila engu og eru
bara fjáraustur úr vösum skatt-
greiðenda.“
Kjartan segir tillögurnar fela í
sér milljarða ef ekki tugmilljarða
króna kostnað fyrir ríkið. Þetta
séu aðgerðir sem reyndar hafi
verið alla síðustu öld en ekki
gengið. Hann segist ennfremur
telja að ein tillagan brjóti gegn
jafnræðisreglu í skattheimtu.
Samkvæmt henni eigi að lækka
skatta á landsbyggðinni á kostnað
íbúa á Faxaflóasvæðinu og í því
sambandi hafi tekjuskattur,
eignaskattur og þungaskattur
verið nefndir, sem og endur-
greiðsla námslána. „Mér fannst
það með ólíkindum að flestir
sveitarstjórnarmenn af suðvest-
urhorninu greiddu þessari stefnu
atkvæði sitt þrátt fyrir að í henni
sé bein tillaga um að skattalegum
aðgerðum sé beitt til þess að hafa
áhrif á byggðaþróun. Það hlýtur
að vera óvenjulegt að stjórnmála-
menn standi beinlínis að tillögum
þess efnis að gripið sé til slíkrar
skattamismununar sem koma nið-
ur á umbjóðendum þeirra,“
Kjartan segir að margt annað í
byggðastefnunni orki tvímælis.
Til dæmis sé lagt til að stækka
enn frekar hið opinbera með nýju
ráðuneyti byggða- og sveitar-
stjórnarmála, sem og að allir
landsmenn eigi greiðan aðgang að
rafrænum samskiptum. Þá segist
hann ekki sjá betur en að tillögur
um skipan raforkumála gangi
gegn nýjum orkulögum.
„Ég tel mig bera miklar taugar
til landsbyggðarinnar en þessar
aðgerðir eru ekki í tengslum við
raunveruleikann. Það besta sem
hægt er að gera fyrir landsbyggð-
ina eru almennar aðgerðir, eins og
það að lækka skattinn á fyrirtæki
í 18%.“
trausti@frettabladid.is
HELSINKI, AP Finnska lögreglan
handtók í gær sautján ára pilt sem
grunaður er um að hafa hjálpað
félaga sínum, Petri Gerdt, að „afla
sér upplýsinga um hvernig
sprengjur eru gerðar.“
Lögreglan tók þó fram að hinn
nítján ára Petri Gerdt hafi upp á
eigin spýtur smíðað sprengjuna,
sem varð honum og sex öðrum að
bana í verslunarmiðstöðinni í
Vantaa á föstudaginn.
„Hann gerði þetta einn. Það
voru engir aðrir með honum í
verslunarmiðstöðinni,“ sagði Tero
Haapala lögregluforingi í leyni-
þjónustu Finnlands. „Við erum
ennþá engu nær um tilefnið.“
Gerdt bjó heima hjá foreldrum
sínum og stundaði nám í efna-
verkfræði. Hann þótti hlédrægur
og átti fáa vini.
Auk piltsins, sem handtekinn
var í gær, eru þrír aðrir menn í
haldi lögreglunnar grunaðir um
að hafa verið í sambandi við
Gerdt á spjallrás á Internetinu,
þar sem sprengjugerð var til um-
ræðu.
Gerdt tók síðast þátt í samræð-
um á þessari spjallrás miðviku-
daginn 8. október. Hann sagði þar
að sig hefði dreymt að lögreglu-
bifreið kæmi „á sprengjustaðinn.“
„Sem betur fer var ég þegar
farinn ‘að fljóta’ í hina áttina,“
sagði Gerdt þremur dögum fyrir
ódæðisverk sitt.
VILJA SKÝRA SAMGÖNGUÁÆTLUN
Á ársfundi Hafnasambands sveit-
arfélaga var skorað á samgöngu-
ráðherra og stjórnvöld að marka
skýra stefnu um samræmda sam-
gönguáætlun og hver verði hlut-
ur sjóflutninga í þeirri áætlun.
Ennfremur að taka til skoðunar
möguleika á að auka mikilvægi
sjóflutninga í hlutverki flutnings-
jöfnunarsjóða til dæmis með
þungavörur eins og fiskafurðir,
olíu, sement og áburð.
ENGIDALSVEGUR LAGAÐUR Fram-
kvæmdum við Engidalsveg í
Skutulsfirði verður að líkindum
haldið áfram í dag, en hlé var
gert fyrir um mánuði síðan vegna
erfiðs tíðarfars. bb.is
ERFIÐIR DAGAR
Það hefur ekki verið tekið út með sældinni að miðla verðbréfum upp á síðkastið. Lækk-
anir í Bandaríkjunum geta opnað ýmsar dyr fyrir langtímafjárfesta.
Miklar lækkanir hlutabréfa:
Kauptækifæri
í hlutabréfum
VENJULEGUR PILTUR
Lögreglan í Finnlandi dreifði þessari samsettu mynd af efnaverkfræðinemanum Petri
Gerdt til fjölmiðla í þeirri von að fá frekari upplýsingar frá fólki sem gæti hafa séð til ferða
hans á föstudaginn.
Finnska lögreglan enn engu nær um tilefni
sprengjuárásarinnar:
Fjórir netverjar
handteknir
AP
/
LE
H
TI
KU
VA
/
P
O
LI
C
E
H
O
KJARTAN MAGNÚSSON
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að
það hljóti að vera óvenjulegt að stjórn-
málamenn standi beinlínis að tillögum
þess efnis að gripið sé til skattamismunun-
ar, sem komi niður á umbjóðendum þeirra.
Nýsamþykkt byggðastefna
brýtur gegn jafnræðisreglu
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir byggðastefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga brjóta gegn
jafnræðisreglu í skattheimtu. Með ólíkindum að flestir sveitarstjórnarmenn af suðvesturhorninu
greiddu þessari stefnu atkvæði sitt. Ekkert annað en stórfelld kröfugerð á hendur ríkisvaldinu.
„Svona að-
gerðir skila
engu og eru
bara fjáraustur
úr vösum
skattgreið-
enda.“
Bæjarstjóri Seyðisfjarðar:
Ekki brot
BYGGÐAMÁL Tryggvi Harðarson,
bæjarstjóri á Seyðisfirði, segist
ekki telja að nýsamþykkt byggða-
stefna Sambands íslenskra sveit-
arfélaga feli í sér brot á jafnræðis-
reglu í skattheimtu líkt og Kjartan
Magnússon, borgarfulltrúi Sjálf-
stæðisflokksins, heldur fram.
„Þarna er Kjartan kominn í
ákveðna mótsögn við sjálfan sig
því sjálfstæðismenn í borgarstjórn
hafa viljað lækka fasteignaskatta á
eldri borgara,“ segir Tryggvi.
„Með því má segja að þeir séu að
mismuna fólki eftir aldurshópum
og þar með að brjóta gegn jafn-
ræðisreglu í skattheimtu.“
Tryggvi segir ýmis frávik frá
jafnræðisreglu þekkjast í skatt-
heimtu. Ef nýsamþykkt stefna feli
í sér brot á jafnræðisreglunni
hljóti allir byggðastyrkir í eðli sínu
að brjóta gegn henni. Hann segir
að það þekkist úti um allan heim að
héruð og sveitir séu styrkt með
einhverjum hætti. Ýmsum aðferð-
um sé beitt, stundum skattaíviln-
unum og stundum styrkjum.
„Annars hefur mér í gegnum
tíðina litist best á að jafna aðstöðu
landsbyggðar og höfuðborgar-
svæðis með því að bjóða ákveðna
grunnþjónustu á sambærilegu
verði. Það hef ég talið heillavæn-
legustu landsbyggðarstefnuna.“