Fréttablaðið - 16.10.2002, Page 10

Fréttablaðið - 16.10.2002, Page 10
10 16. október 2002 MIÐVIKUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúi: Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. BRÉF TIL BLAÐSINS Ólafur Ragnar Grímsson, forsetiÍslands, og heitkona hans, Dor- rit Moussaieff, komu í opinbera heimsókn til Kán- tríbæjar í gær. For- setinn þáði kúreka- hatt að gjöf frá Hallbirni Hjartar- syni, veitinga- og tónl is tarmanni . Hattur þessi verð- ur af embættis- mönnum skráður sem gjöf til for- setaembættisins og varðveittur á B e s s a s t ö ð u m ásamt kristalvösum, plöttum og öðru glingri sem forsetar okkar hafa þegið á ferðum sínum um heiminn; útlönd og heimahaga. Vigdís Finnbogadóttir tók upp þennan sið í forsetatíð sinni; að fly- tja opinberar heimsóknir forset- ans heim. Eldri forsetar höfðu þeg- ið heimboð frá þjóðhöfðingjum annarra landa; haldið tölur í kvöld- verðarboðum og skipst á gjöfum við starfsbræður sína, sem tákn um vilja til friðsamlegra sam- skipta í framtíðinni. Opinberar heimsóknir Vigdísar innanlands drógu ekki úr heimsóknum hennar til annarra landa; þvert á móti. Í forsetatíð hennar fjölgað þessum heimsóknum enda Vigdís vinsæl meðal þjóðhöfðingja; viðkunnaleg og góður fulltrúi skrítinnar þjóðar. En ekki síður góður fulltrúi kven- na; ein fyrst kvenna til að verða kosin þjóðhöfðingi. Þessi sérstaða Vigdísar sem tákn um aukna hlutdeild kvenna í opinberu lífi – ásamt hlýlegum persónuleika – gaf forsetaembætt- inu inntak sem því sárlega skorti. Embætti forsetans hefur hvorki stjórnsýslulegan né sögulegan til- gang. Forsetinn er staðgengill kóngsins sem landsmenn höfnuðu. Sökum þessa tilgangsleysis er hverjum forseta frjálst að skapa embættinu inntak eftir sínu höfði – og hjarta. Fyrsti dagur nýs forseta í starfi er núllpunktur. Honum ber ekki að varðveita samfellu sögunn- ar – sem engin er. Hann þarf ekki að vera valdsmannslegur eins og Sveinn, hreppstjóralegur eins og Ásgeir, hæverskur eins og Krist- ján eða alþýðuhetja eins og Vigdís. Þegar Vigdís mætti í sýslur lands- ins stóð fólk ekki við vegkantinn og veifaði forsetaembættinu. Það veifaði alþýðuhetju sem sigrað hafði hjarta þjóðarinnar með hlýj- um og björtum persónuleika; ekki ósvipað og Jón Páll, Hófí og Reyn- ir Pétur. Heimsókn Ólafs Ragnars til Kántríbæjar er skopstæling. Hug- myndin er idjótísk, leikaravalið írónískt, leiksviðið gróteskt og inn- takið absúrd. Þegar raunveruleik- inn nær þessum hæðum verða listamenn atvinnulausir.  „Heimsókn Ólafs Ragnars til Kántríbæjar er skopstæling. Hugmyndin er idjótísk, leik- aravalið írónískt, leik- sviðið gróteskt og inntakið absúrd.“ skrifar um opinbera heimsókn forseta Íslands til Kántríbæjar. Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON HORMÓNARMEÐFERÐ Landlæknis- embættið hefur sent frá sér til- kynningu þar sem læknar eru beðnir að endurskoða afstöðu sína til hormónameð- ferðar kvenna á breytingaskeiði. Tilefnið er banda- rísk rannsókn sem gefur til kynna að hormónar geti ver- ið skaðlegir. Í bréfi landlæknis til læknanna segir meðal annars: „ Í ljósi ofangreindra niðurstaðna vill landlæknir ítreka þau tilmæli að ástæða sé til að endurskoða hormónameðferð hvort sem hún er samsett, stöðug eða kafla- skipt.“ Sigurður Ragnarsson, hjá emb- ætti landlæknis, segir ástæðu þess að landlæknir bregðist við með þessum hætti nú en ekki í sumar þegar niðurstöður lágu fyr- ir að alltaf taki tíma að skoða nýj- ar upplýsingar. „Við ætlumst að- eins til að læknar skoði og íhugi áður en þeir ávísa hormónalyfjum en það er fjarri lagi að við beinum því til þeirra að hætta að með- höndla með hormónum.“ Jens A. Guðmundsson formaður félags kvenn- sjúkdómalækna segist ekki líta svo á að hormón- ar séu eins hættulegir eins og ætla mætti. „Það er alls ekki hægt að alhæfa út frá þessari rannsókn og ég lít svo á að þessi tilmæli eigi eingöngu við ef notaðar eru ákveðnar tegundir hormóna í fyrirbyggjandi skyni til langs tíma,“ segir Jens. Hann segist ekki vera sam- mála því að hormónar þurfi að vera varhugaverðir í öllum tilfell- um. „Það er óvíst hvort þær niður- stöður sem þarna koma fram eigi við konur á Norðurlöndum. Hér á Íslandi er ekki algengt að konur taki hormóna til langframa eins og í þessari bandarísku rannsókn. Það er heldur ekkert sem gefur til kynna að hormónar sem innihalda aðeins estrogen séu skaðlegir.“ Jens segir að hann muni eftir sem áður ávísa hormónum til þeirra kvenna sem hann telur að þarfnist þeirra. „Ég mun ráð- leggja minni áherslu á hormóna- gjöf í fyrirbyggjandi skyni en sömu áherslu við óþægindum til skamms tíma.“ Ólafur Håkanson kvennsjúk- dómalæknir er sama sinnis.“ Á Norðurlöndum og í Evrópu hafa læknar ekki lagt sömu áherslu og kollegar þeirra í Bandaríkjunum á að gefa konum hormóna til að fyrirbyggja sjúkdóma. Við ávís- um hins vegar hormónum við óþægindum á breytingarskeiði einkum ef þau eru farin að hafa áhrif á daglegt líf konunnar. Það hefur ekki verið talað um að í þessari rannsókn voru þriðjungur kvennanna yfir kjörþyngd, fimmtungur yfir sjötugt og skammtarnir í engu samræmi við það sem við erum vön að nota hér- lendis.“ bergljot@frettabladid.is Ávísa hormónum áfram Landlæknir beinir því til lækna að íhuga og skoða vel hvort ástæða sé til að gefa hormóna. Lækn- ar taka ekki eins djúpt í árinni og segja að hormónar eigi rétt á sér í meðhöndlun á óþægindum á breytingarskeiði. Ekki sama hvort um er að ræða estrogen eða aðra samsetta hormóna. LÆKNAR ÍHUGI HVORT GEFA EIGI HORMÓNA Landlæknir beinir þeim tilmælum til lækna að íhuga vel hvort hormóna- gjöf eigi rétt á sér áður en þeir ávísa þeim til kvenna á breytingaskeiði. „Ég mun leggja minni áherslu á hormónagjöf í fyrirbyggjandi skyni en sömu áherslu við óþægindum til skamms tíma.“. SJÁVARÚTVEGUR „Það er bara rangt sem haldið er fram að það séu ekki stundaðar rannsóknir á áhrifum veiða á vistkerfið,“ segir Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrann- sóknastofnunarinnar vegna önd- verðra fullyrðinga Guðmundar Halldórssonar, formanns smábáta- félagsins Eldingar. „Þetta eru hlutir sem við hjá Hafrannsóknastofnun höfum á undanförnum árum sinnt í sam- starfi við aðra og erum enn að sinna. Það var meðal annars í gangi sérstakt tilraunaverkefni þar sem rannsökuð eru áhrif togveiðarfæra á botn í Stakksfirði, það er verið að rannsaka áhrif hörpudiskplógs á lífríkið á botninum í Breiðafirði og sömuleiðis áhrif rækjuvörpu á líf- ríkið. Ég nefni þetta sem dæmi en við erum að skoða fjölmargt fleira, svo sem skiljur og áhrif veiðar- færa á aflasamsetningu og hvernig hægt er að draga úr skaðlegum áhrifum veiðarfæra á seiði og smá- fiska,“ segir Jóhann Sigurjónsson. Þá segir hann umfangsmikið verkefni nýhafið en það miðar að því að kortleggja allt Íslenska land- grunnið. „Við ætlum að ljúka því á næstu fimm til tíu árum. Með því fáum við yfirsýn yfir botngerðina kring- um landið og ættum að vera betur í stakk búin til að vernda og friða svæði þar sem þess gerist þörf,“ segir Jóhann og bætir við að alltaf megi gera betur. „Við erum með öðrum orðum á fullu í rannsóknarverkefnum sem ættu að vera öllum ljós. Við höfum oft kynnt þetta. Við vildum að sjálfsögðu að rannsóknir okkar væru öflugri, enda teljum við þær mikilvægar bæði í nútíð og fram- tíð og höfum óskað eftir auknu fjármagni til rannsókna,“ segir Jó- hann Sigurjónsson. Hann vill ekki tjá sig um full- yrðingar þess efnis að óeðlilega sterk tengsl séu milli Hafrann- sóknastofnunar og útgerðar- manna. „Til þess að ná árangri í okkar rannsóknum teljum við mjög mik- ilvægt að vera í nánum tengslum við alla hagsmunaaðila, jafnt út- vegsmenn sem sjómenn.“ the@frettabladid.is Forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar: Áhrif veiða á vist- kerfið rannsökuð Herdís skrifar: Þrír þættir þeirra Sigmars ogKristjáns á síðustu dögum, þ.e. um stjórnmál, fólk í fjölmiðlum og hormónanotkun kvenna hafa orðið að aðhlátursefni. Á sjónvarpsskjánum blöstu við okkur í tveim þeim fyrri fimm ung- ir karlmenn, þeir einir hafa vit á stjórnmálum og engar konur fyrir- finnast í fjölmiðlum. Þátturinn um hormónanotkun kvenna var þó hlægilegastur. Hvernig brygðust karlmenn við því ef fimm konur mættu í sjónvarps- sal til að ræða um blöðruhálskirtils- vandamál þeirra? Þá yrðu nú aldeil- is rekin upp harmakvein. Þessir ungu stjórnendur eru haldnir ótrúlegri kvenfælni, fela skal konur, þær eiga ekki að vera til, og afsökunin sem heyrist þegar rætt er um kvenmannsleysið í fjöl- miðlum er alltaf sama gamla lumm- an: konur hvorki þora né vilja láta í sér heyra í útvarpi eða koma fram í sjónvarpi. Mig grunar að þeir hafi aðeins samband við eina eða tvær konur sem þeir vita að eru í miklum önn- um og hafa ekki tíma til að mæta.  Kastljósið hlægilega RANNSÓKNASKIP HAFRANNSÓKNASTOFNUNARINNAR Forstjórinn segir rangt að stofnunin stundi ekki rannsóknir á áhrifum veiða á vistkerfið. Opinber heimsókn til Kántríbæjar Nám í Danmörku • Byggingafræði • Byggingaiðnfræði • Rafmagnsiðnfræði • Véliðnfræði • Grafísk hönnun Odense Tekniske Skole heldur kynningu á námi við skólann fimmtudaginn 17. okt. nk. kl. 20.30 að Suðurlandsbraut 30, 4. hæð Allir velkommnir ODENSE TEKNISKE SKOLE

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.