Fréttablaðið - 16.10.2002, Síða 14

Fréttablaðið - 16.10.2002, Síða 14
Leikarahjónin Michael Dou-glas og Catherine Zeta-Jones eiga von á sínu öðru barni. Þetta tilkynntu þau á heimasíðu leikar- ans og kemur þar einnig fram að von er á barninu í heiminn næsta vor. Fyrir eiga þau soninn Dylan sem nú er tvegg- ja ára. Graham Coxon, fyrrum gítar-leikari Blur, sagði í viðtali við NME á dögunum að hann liti ekki lengur á hina þrjá liðs- menn Blur sem vini. Hann segist hafa verið ósátt- ur við þá stefnu sem sveitin markaði sér við upptökur nýju plötunnar. Hinir þrír liðsmenn Blur hafi bara verið í vinnunni og því viljað að platan hljómaði „söluvæn og fag- mannaleg“. Það sé hins vegar eitthvað sem hann hafi óbeit á. Coxon greindi einnig frá því í viðtalinu að uppsögn hans hafi komið í gegnum umboðsmann þeirra. Það hafi sýnt betur en allt hversu lítið sé eftir af vina- tengslum liðsmanna. Spænski tenórsöngvarinnPlacido Domingo var aðlaður í breska sendiráðinu í Was- hington á mánudag. Þetta er heiðursnafnbót en breska krún- an vill þakka honum fyrir fram- lag sitt til tónlistar og góðgerða- mála í gegnum árin. Domingo hefur sungið fleiri Óperuhlut- verk en nokkur annar tenór í sögunni. Framleiðsla á þriðju ScoobieDoo myndinni er hafin þrátt fyrir að vinnsla á annarri myndinni sé fjarri því að vera lokið. Leik- arahópurinn, Sarah Michelle Geller, Freddie Prinze Jr, Matt- hew Lillard og Linda Cardellini fara með aðalhlutverkin í öllum myndunum þremur. 14 16. október 2002 MIÐVIKUDAGUR STÚART LITLI 2 m/ísl. tali kl. 4 og 6 PÉTUR OG KÖTTURINN 2 kl. 2 MR. DEEDS kl. 5.50, 8 og 10.10 XXX kl. 5.15, 8 og 10.40 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 Sýnd kl. 8 og 10.50 kl. 6MAÐUR EINS OG ÉG THE BOURNE IDENTITY kl. 8 og 10.30 HAFIÐ kl. 5.45, 8 og 10.15 Sýnd kl. 6, 8 og 10.05 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 LILO OG STITCH m/ísl. tali 4 VIT429 SIGNS kl. 8 og 10.20 VIT427 HAFIÐ kl. 3.40, 5.45, 8 og 10.20 VIT433 MAX KLEEBLE´S... kl. 4 og 6 VIT441 BOURNE IDENTITY 5.45, 8 og 10.20 VIT427 Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.20 VIT 444Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.20 VIT 444 Sýnd kl. 5.45 og 10.20 VIT 445 FRÉTTIR AF FÓLKI TÓNLIST Í kvöld bjóða Hljómalind og færeyska plötuútgáfan Tutl landsmönnum upp á þjóð- lagatónleika í nýjum tónleikasal í gamla Austurbæjarbíó. Þetta verður fyrsti dagskráliðurinn í tónleikaröð færeyskra tónlistar- manna hér á höfuðborgarsvæð- inu sem stendur yfir til 26. októ- ber. Í kvöld koma fram, Hanus G. Jóhansen trúbador sem jafn- framt er sagður einn sérkenni- legasti söngvari eyjanna, Kári Sverrisson ásamt Mikael Blak og hin 19 ára gamla Eivör Páls- dóttir. „Ég eyði öllum mínum tíma í lagasmíðar eða flutning,“ segir Eivör en auk þess að rækta sinn eigin garð syngur hún með hljómsveitinni Clickhaze sem leikur á þrem tónleikum hér á landi á næstu dögum. „Ég ræð ekkert við þetta, ég verð að vinna við tónlist allan daginn. Ég hef lifað af tónlist frá því að ég var 16 ára. Ef maður vill það, þá getur maður það alveg. Það er margir atvinnutónlistarmenn í Færeyjum, en það er mjög erfitt lífi. Helsta ástæðan fyrir því að mér hefur tekist þetta er sú að ég bý hjá foreldrum mín- um.“ Fyrir tveimur árum gaf Eivör út fyrstu geislaplötu sína í Færeyjum. Hún varð óvænt vin- sælari en heitt poppkorn í bíó. Nú er hún flutt til Íslands til þess að stunda söngnám og kynnast íslensku tónlistarlífi al- mennilega. „Ég flutti líka hingað af því að mig langaði til þess að skipta um pláss. Ég er búin að vera í Færeyjum svo lengi. Mig lang- aði í breytingu. Færeyjar eru litlar. Mig langar til þess að búa til tónlist hér og kynnast sen- unni. Ég get ekki verið í Dan- mörku af því að þar myndi mér aldrei líða eins og heima hjá mér. Ísland er keimlíkara Fær- eyjum einhvern veginn.“ Tónlistarleg tengsl milli landanna Í dag hefst tónlistarhátíðin Fairwaves, færeyska bylgjan 2002, þar sem margir af þekktari tónlistarmönnum Færeyja koma fram. Þar á meðal Eivör Pálsdóttir, Clickhaze og Hanus G. Jóhansen. kl. 10 FILMUNDUR BATTLE ROYALE kl. 6, 8 og 10FÁLKAR TÓNLIST Á mánudagskvöldið næsta verða tónlistarverðlaunin tíma- ritsins Q afhent í þrettánda skipt- ið. Blaðið hefur náð, á stuttum lífstíma sínum, að verða eitt vir- tasta tónlistarmánaðarrit Bret- lands og eru verðlaunin því eftir- sótt. Tilnefningarnar eru valdar eftir atkvæðaseðli sem lesendur blaðsins senda inn eða fylla út á netinu. Tilnefningarnar í ár sýna það glögglega að gagnrýnendur og hinir almennu plötukaupendur eru ekki alltaf sammála því Oasis fær flestar tilnefningar í ár. Þar á meðal er tilnefning í flokknum „besta tónlistaratriði heimsins í dag“. Þar keppa þeir við Coldplay, Radiohead, Stereophonics og U2. Coldplay platan „A Rush of blood to the head“ keppir svo í flokknum „plötu ársins“ við frum- raun The Vines „Highly Evolved“, Red Hot Chili Peppers plötuna „By the Way“, Beth Orton plötuna „Daybreaker“ og aðra plötu Doves „The Last Broadcast“. Bráðum Íslandsvinirnir í The Hives eru tilnefndir fyrir smá- skífu sína „Hate to Say I told you so“ auk þess sem myndband lags- ins var tilnefnt. Aðrar tilnefning- ar til smáskífu ársins eru Nickel- back - „How you remind me“, Oas- is - „Hindu Times“, Red Hot Chili Peppers - „By the way“ og The Sugarbabes - „Freak like me“. Hljómsveitirnar The Bees, Cooper Temple Cause, The Coral, Electric Soft Parade og The Vines keppa um nýliðaverðlaunin.  Q verðlaunin 2002: Oasis með flestar tilnefningar OASIS Þrátt fyrir að nýjasta breiðskífa þeirra „He- athen Chemistry“ hafi fengið afleita dóma virðast aðdáendur sáttir. EIVÖR PÁLSDÓTTIR Ætlar að vera hér á Íslandi í einhvern tíma og mun örugglega lífga upp á tónlistarlífið hér.FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI YFIRMAÐURINN Bandaríska rokkstjarnan Bruce Springsteen sést hér ásamt Steven Van Zandt í góðri sveiflu á tónleikum kappans í París á mánu- dag. Hann ferðast nú um heiminn til þess að kynna nýjustu breiðskífu sína „The Ris- ing“. Hér sést glögglega af hverju Springsteen gengur undir nafninu „yfirmað- urinn“ (The Boss) hjá aðdáendum sínum.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.