Fréttablaðið - 16.10.2002, Side 16

Fréttablaðið - 16.10.2002, Side 16
16 16. október 2002 MIÐVIKUDAGURHVERJU MÆLIR ÞÚ MEÐ? BÆKUR FUNDIR 12.00 Kristín Björnsdóttir, M.A. í upp- eldis- og menntunarfræðum, flyt- ur erindi í fyrirlestraröð um fötlun- arrannsóknir. Erindi hennar nefn- ist Þroskaheftir framhalds- skólanemendur. Fyrirlesturinn fer fram í stofu 101 í Odda og er öll- um opinn. 12.00 Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, heldur hádegisfund um stöðu kvenna í stjórnmálum, í stofu 103 í Lögbergi. Frummæl- endur eru þingkonurnar Þorgerð- ur Katrín Gunnarsdóttir og Svan- fríður I. Jónasdóttir, og Una María Óskarsdóttir verkefnisstjóri ráð- herraskipaðrar nefndar um auk- inn hlut kvenna í stjórnmálum. 12.05 Rúnar Helgi Andrason, Psy.D., yf- irsálfræðingur á Fjórðungssjúkra- húsi Akureyrar, flytur erindið Multimodal Therapy. í málstofu sálfræðiskorar sem er haldin í Odda, stofu 201 og er öllum opin. 13.30 Fræðslu- og umræðufundur um atvinnumissi og áhrif hans á líð- an fólks og hvernig skynsamlegt er að bregðast við verður haldin í Hallgrímskirkju. 16.15 Jónína Sæmundsdóttir lektor við Kennaraháskóla Íslands heldur fyrirlestur um Áhrif ofvirkra barna á vegum Rannsóknarstofn- unar KHÍ Fyrirlesturinn verður haldinn í sal 2 í nýbyggingu Kennaraháskóla Íslands við Stakkahlíð og er öllum opinn. 16.00 Á málstofu viðskipta- og hag- fræðideildar Háskóla Íslands mun Sigurður Jóhannesson sérfræð- ingur flytja erindið Arðsemi virkj- ana fyrir stóriðju. Málstofan er í húsnæði Hagfræðistofnunar að Aragötu 14 og er öllum opin. 20.00 Fyrsti fundur Ungra Vinstri- Grænna um velferðarmál verður haldin á Hótel Loftleiðum. Allir velkomnir, ungir sem aldnir. UPPÁKOMUR 14.00 Liðin eru 100 ár frá því St. Jós- efsspítali á Landakoti hóf rekst- ur. Í tilefni dagsins er starfsmönn- um öldrunarsviðs boðið til kaffi- samsætis. Fyrrverandi starfsmenn Landakots eru einnig boðnir vel- komnir. LEIKSÝNINGAR 20.00 Með fulla vasa af grjóti er sýnt á Stóra sviði Þjóðleikhússins. 20.00 Sellófon eftir Björk Jakobsdóttur er sýnt í Hafnarfjarðarleikhús- inu. TÓNLEIKAR 21.00 Þjóðlagatón- leikar verða haldnir í sal Austurbæjar- bíós. Fram koma Færey- ingarnir Han- us G. Jóhan- sen, trúbador og lagahöf- undur, Eivör Pálsdóttir, og Kári Sverrisson bassaleikaranum Mika- el Blak.Miðaverð 1500 kr. Forsala í Hljómalind Laugavegi 21. SÝNINGAR Sýning á verkum fjögurra eistneskra listamanna stendur í Hafnarborg, menn- ingar- og listastofnun Hafnarfjarðar. Þeir eru Jüri Ojaver, Paul Rodgers, Jaan Toomik og Jaan Paavle. Tróndur Patursson, frá Færeyjum, sýnir málverk í aðalsal Hafnarborgar Sýning á myndskreytingum úr nýútgefnu ritsafni Snorra Sturlusonar stendur yfir í Skála við Alþingishúsið. Sýningin er opin frá klukkan 10 til 12 og 13 til 16 alla virka daga og stendur til 18. október. Flökt- Amublatory- Wandelgang er sam- sýning Magnúsar Pálssonar, Erics And- ersens og Wolfgangs Müllers í Nýlista- safninu. Ágústa Oddsdóttir sýnir í gluggum Vatnsstígs 10. Svava Björnsdóttir sýnir verk á mynd- vegg Maríellu að Skólavörðustíg 12. Sýn- ingin stendur til 9. nóvember. SýninginHandritin stendur yfir í Þjóð- menningarhúsinu. Sýningin er á vegum Stofnunar Árna Magnússonar. Opið er frá klukkan 11 til 17. Félag trérennismiða á Íslandi stendur fyrir sýningunni Skáldað í tré - skógar- spuni í Ráðhúsi Reykjavíkur. Sýndir eru renndir listmunir úr innlendum og inn- fluttum viði. Sýningin stendur til 20. október og er opið alla daga frá 12 til 18. Þorri Hringsson sýnir olíu- og vatnslita- myndir í Listasafni Borganess. Sýningin er opin frá 13 til 18 alla virka daga og til klukkan 20 á þriðjudags- og fimmtu- dagskvöldum. Sýningin stendur til 30. október. Tvær sýningar, Gallerí Hlemmur og Unnar og Egill/Ný verk, standa yfir í Gerðasafni, Kópavogi. Sýningarnar standa til 21. október og er opið frá 11 til 17. Óli G. Jóhansson sýnir í galleríi Sævars Karls. Harpa Karls sýnir á Kaffi Sólon. Sýning- in stendur til 18. október. Annu Wilenius, Karla Dögg Karlsdóttir og Sólrún Trausta Auðunsdóttir sýna í listasafni ASÍ við Freyjugötu 41. Yfirskrift sýningarinnar er, Hugmyndir um Frelsi / Theories of Freedom. Sýningin stendur yfir til 20. október. Listasafn ASÍ er opið alla daga nema mánudaga. Aðgangur er ókeypis. Austurríski ljósmyndarinn, Marielis Seyler sýnir í Listasal Man, Skólavörðu- stíg 14. Myndirnar á sýningunni voru teknar á Íslandi sumarið 2001. MYX Youth Artist Exchange sýnir í Gallerí Tukt, Hinu húsinu. MYX Youth Artist Exchange er hópur ungra mynd- listamanna frá Bandaríkjunum og Ís- landi. Sýningin Rembrandt og samtíðarmenn hans; hollensk myndlist frá 17. öld er í Listasafninu á Akureyri. Sýning Kimmo Schroderus og Charlottu Mickelsson í Gallerí Skugga. Á jarðhæð, í aðalsal og bakatil, sýnir Kimmo skúpltúra sem bera yfirskriftina „Tilfinningar“. Charlotte nefnir verk sitt í kjallara Gallerí Skugga „Kjallari“, en þar umbreytir hún rýminu með gagnsæjum gúmmíþráðum. Sýningin stendur til 20. október. MIÐVIKUDAGURINN 16. OKTÓBER SPARNAÐUR „Takmarkanir velferð- arkerfisins endurspeglast í lág- um lífeyrisbótum og hörðum skerðingarákvæðum sem í gildi eru. Lífeyrisþegum er fyrir- munað að bæta stöðu sína, þótt þeir gætu unnið hlutastarf, þá eru skerðingarmörk tekna svo lág – rúmlega 35.000 krónur í dag – að slíkt skilar fólkinu engu,“ segir Harpa Njáls félags- fræðingur. R a n n s ó k n a r n i ð u r s t ö ð u r Hörpu um hvaða hópar búa við fátækt á Íslandi – og hvers vegna – koma út í bók sem Háskólaút- gáfan og Borgarfræðasetur gefa út í haust. Meðal þess sem Harpa bendir þar á er að fólki sem hef- ur ekki aðrar tekjur en lífeyris- bætur frá Tryggingastofnun eða félagsþjónustu sveitarfélaga, vantar 40 til 50.000 krónur á mánuði til að tekjur dugi fyrir al- gjörum lágmarks-framfærslu- kostnaði, miðað við verðlag í lok ársins 2000. Hún segir engar vís- bendingar um að staða þessara hópa hafi batnað síðan. Harpa segir að lög og reglu- gerðir valdi því að fólk sem aflar tekna umfram lágmarkið haldi svo til engu eftir. „Þarna gætir einnig vaxandi skattbyrði af lægstu tekjum og bótum,“ segir Harpa. Þannig sé fólk hneppt í þá erfiðu stöðu að vera fyrir- munað að geta bætt kjör sín. „Íslensk stjórnvöld settur sér það markmið að um miðja 20. öldina að á Ísland yrði í fremstu röð á því sviði meðal nágranna- þjóða. Þróunin gengur þó þvert á þetta markmið sem endurspegl- ast meðal annars í lágu hlutfalli landsframleiðslu sem varið er til velferðarkerfisins og gjarnan er miðað við,“ segir Harpa. Sam- kvæmt tölum sem Harpa hefur safnað saman hefur Ísland til lengri tíma litið varið lægra hlut- falli landsframleiðslu til velferð- arkerfisins en hinar Norður- landaþjóðirnar. Sé samanburður- inn látinn ná til ESB-ríkja eru Írar þeir einu sem verja lægra hlutfalli til velferðarmála en Ís- lendingar. „Segja má að þannig verði fá- tæktargildrur til í Íslensku vel- ferðarsamfélagi. Ísland er ein af ríkustu þjóðum heims, þar sem lífskjör og lífsgæði eru með því besta sem þekkist en jafnframt er fólk sem á allt sitt undir hinu opinbera hneppt í fátækt,“ segir Harpa Njáls félagsfræðingur á Borgarfræðasetri.  Fátæktargildrur í velferðarkerfinu Talsverðar umræður eru í samfélaginu um fátækt á Íslandi. Ýmsar ástæður liggja að baki fátæktinni og ljóst virðist að lítill eða enginn ávinningur sé fyrir bótaþega að leitast við að auka tekjur sínar, segir Harpa Njáls félagsfræðingur. HARPA NJÁLS Gefur út bók um fátækt hér á landi. Segir engan hvata til sjálfsbjargar hjá bótaþegum þegar allar aukatekjur fari í skerðingu og skatt. Linda Vilhjálmsdóttir skáldkona Ég mæli með heimildarmyndinni um Sigurð Guðmundsson eftir Ara Alexender. Hún var frumsýnd á Listasafninu á sunnudagskvöld en ég held að hún sé á leiðinni í bíó. JPV útgáfa hefur sent frá sérnýja bók um Artemis Fowl. Fyrsta bókin kom út á íslensku í fyrra. Bækurnar eru eftir Írann Eoin Colfer sem hefur hlotið fjölda viðurkenninga og verðlauna fyrir bækur sínar. Verið er að kvikmynda fyrri söguna um Artemis sem hefur farið sigurför um heiminn og not- ið vinsælda jafnt hjá börnum sem fullorðnum. Því hefur verið hald- ið fram að bækurnar séu eins konar sambland af Harry Potter og James Bond. Guðni Kolbeins- son þýddi bókina. JPV útgáfa hefur einnig sentfrá sér í kilju skáldsöguna Hjartað býr enn í helli sínum eft- ir Guðberg Bergsson en höfund- ur er einmitt að lesa hana í Ríkis- útvarpinu um þess- ar mundir. Þetta er mikið endurskoðuð útgáfa skáldsög- unnar sem kom fyrst út árið 1982. Aðalpersóna sög- unnar er fráskilinn sálfræðingur sem stendur í sí- felldum flutningum milli for- stofuherbergja sem leigð eru út af fráskildum eiginkonum ann- arra manna. Sagan lýsir einum sólarhring af eirðarlausu rangli þessa manns um borgina. Flugur, fyrsta íslenska bókinsem einvörðungu hafði að geyma prósaljóð, hefur verið endurútgefin hjá JPV útgáfu. Bókin kom út árið 1922. Í bókinni eru einnig minningar- ljóð Tómasar Guð- mundssonar um Jón og minningar- grein Þórbergs Þórðarsonar um Jón. Þar eru og birtar tvær stutt- ar sögur eftir höfundinn sem lést tuttugu og sex ára gamall. Hrafn Jökulsson bjó bókina til prentun- ar en Guðmundur Andri Thors- son ritar inngang. Ljósmyndir eru fengnar úr Þjóðminjasafni Ís- lands. Borgarleikhúsið: Halldóra í vífið LEIKHÚS Gamanleikurinn Með vífið í lúkunum er nú sýnt þriðja leikár- ið í röð í Borgarleikhúsinu. Á föstudagskvöldið verður aukasýn- ing á leikritinu en þá tekur Hall- dóra Geirharðsdóttir við hlut- verki Ólafíu Hrannar Jónsdóttur í leikritinu. Hún leikur Maríu, aðra tveggja hamingjusamra eigin- kvenna Jóns Jónssonar leigubíls- stjóra, sem Steinn Ármann Magn- ússon leikur. Allt leikur í lyndi hjá Jóni þar til hann drýgir hetjudáð og kemst í blöðin. Með önnur hel- stu hlutverk fara Helga Braga Jónsdóttir og Eggert Þorleifsson. Leikstjóri er Þór Tulinius.  FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI 1 METSÖLULISTI 2 3 4 5 6 7 8 9 10 MEST SELDU BARNABÆKURNAR HJÁ PENNANUM-EYMUNDSSON Harpa Jónsdóttir FERÐIN TIL SAMARIKA Árni Á. og Halldór Baldursson GEITUNGURINN 1 Halldór Jónsson ÍSLENSKU DÝRIN Litlu Disney bækurnar LILO OG STITCH VERÐA ... Disneybók-útskorin LILO FÆR GÆLUDÝR Litlu Disney bækurnar PÉTUR PAN OG JÓNA SNÚÐUR OG SNÆLDA BÓK 1 Árni Á. og Halldór Baldursson GEITUNGURINN 3 Thorbjörn Egner KARÍUS OG BAKTUS Áslaug Jónsdóttir SEX ÆVINTÝRI LIFUM SPART SÝNINGAR Stærsta sýning á munum úr James Bond myndum sem haldin hefur verið stendur nú í Vísindasafninu, Science Museum í London. Sýningin var opnuð í gær. Þar er hægt að sjá muni, sviðsmyndir, fatnað, undratæki og farartæki sem notuð hafa verið í gerð myndanna. Gestir fá til dæmis að skoða skrifstofu M og tækjadeild Q. Meðal muna á sýn- ingunni er þessi glæsilegi gyllti bíll, Aston Martin DB5. Bond sýningin verður opnuð al- menningi í dag og er ekki að efa að margir aðdáendur njósnarans muni leggja leið sína í Vísindasafn- ið og skoða gripina sem sumir hverjir eru huldir ævintýraljóma. Um þessar mundir eru einmitt liðin 40 ár frá því að gestir kvik- myndahúsa fóru að létta lund sína með spæjaranum vinsæla. Vænt- anleg mynd um 007, „Die another day“, verður sú tuttugasta í röð- inni. Hún verður frumsýnd í Bret- landi þann 22. nóvember og viku seinna hér á landi.  HONOR BLACKMAN Bond stúlkan fyrrverandi, Honor Black- man, sem lék Pussy Galore í Goldfinger, rifjar hér upp kynni af glæsibifreið leynilögreglumannsins á opnun stærstu Bond sýningar sem haldin hefur verið. Sýning á Bond leikmunum í London: Minningar rifjaðar upp

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.