Fréttablaðið - 16.10.2002, Síða 21
ELTON JOHN
Tónlistarmaðurinn Elton John gaf sér tíma til þess að brosa fyrir ljósmyndara á tónleikum
sínum í Nassau Coliseum í New York á sunnudag. Þar kom hann fram með Billy Joel.
Ekkert nema
Í Brallaraborgarann fer einungis
100% hreint nautakjöt. Engin aukaefni,
engin rotvarnarefni. Með fersku
Brallarahamborgarabrauði og meðlæti
að eigin vali: Ómótstæðilegt.
Innihald: 4 Brallarahamborgarabrauð,
4 Brallarahamborgarar.
A
B
X
/
S
ÍA
9
0
2
1
3
5
9
Barnamyndatökur.
Tilboð Kr. 6000
Innifalið 1 stækkun 30x40 cm í ramma, aðrar stækk-
anir að eigin vali, með allt að 50% aflætti
Ljósmyndastofan Mynd
sími 565 4207 • www.ljosmynd.is
Ljósmyndastofa Kópavogs
sími : 554 3020 • www.ljosmynd.is
Passamyndatökur alla virka daga
21MIÐVIKUDAGUR 16. október 2002
BEVERLY HILLS, KALIFORNÍU, AP Leik-
konan Winona Ryder lét ekki sjá
sig fyrir dómstólum í gær á fyrs-
ta degi réttarhalda yfir henni
vegna ákæru um búðarhnupl. Fyr-
ir vikið þurfti dómarinn í málinu
að fresta réttarhöldunum um einn
dag. Að sögn dómarans var Ryder
fjarverandi vegna „óvenjulegra
aðstæðna.“
Ryder, sem er þrítug, var hand-
tekin 12. desember á síðasta ári
fyrir utan fatabúð í Beverly Hills.
Sökuðu öryggisverðir hana um að
reynt að stela fötum að andvirði
um 520 þúsund króna. Hún hefur
ávallt neitað harðlega þeim ásök-
unum.
Ryder er meðal annars þekkt
fyrir leik sinn í myndunum „Girl
Interrupted“ og „Reality Bites.“
FÓLK „Aðeins nokkrum dögum eft-
ir að Díana prinsessa lést í hörmu-
legu bílslysi, rændi þjónn hennar
tveimur kjólum og öðrum per-
sónulegum munum frá heimili
hennar í Lundúnum,“ sagði sak-
sóknari sem sækir mál gegn Paul
Burrell, fyrrverandi þjóni bresku
konungsfjölskyldunnar, fyrir rétti
í gær.
Burrell þessi, sem Díana lýsti
sem „klettinum í lífi sínu“, hefur
verið sakaður um að ræna 300
hlutum frá bresku konungsfjöl-
skyldunni. Hann neitar þó öllum
sakargiftum. Meintur þjófnaður á
að hafa átt sér stað frá janúar
1997 til júní 1998. Saksóknarinn
segir að Burrell hafi komið seint
um kvöld til vistaveru Díönu í
Kensington höll stuttu eftir að
hún lést í bílslysi þann 31. ágúst
1997.
Lögreglumaður sem stöðvaði
Burrell þegar hann var að yfir-
gefa höllina segir að þjónninn hafi
verið að fara yfir húsnæðið.
„Hvers konar skyldur hafði mað-
urinn?“ spurði saksóknari. „Að
fara yfir vistaverur hennar klukk-
an hálf fjögur um nótt?“
Lafði Sarah McCorquodale,
systir Díönu, staðfesti seinna að
ekki hefði verið hreyft við neinu í
íbúðinni.
Lögreglan leitaði á heimili
Burrells í byrjun janúar árið 2001
og fundu þar hluti sem taldir eru
vera úr fórum Díönu og fjöl-
skyldu hennar. Í kjölfarið var
hann handtekinn. Meðal hluta sem
fundust var bréf frá drottning-
unni til tengdadóttur sinnar og til
Játvarðar prins.
U2:
Fer á frímerki
FRÍMERKI Írska rokksveitin U2 er
stærsta hljómsveit heims og nú á
að gefa út frímerki með henni.
Salan á frímerkjunum hefst á
föstudag en meðal annarra sem
írska póstþjónustan ætlar að
dreifa á frímerkjum eru Van
Morrisson, Phil Lynott og Rory
Gallagher.
„Þetta tengir sveitirnar enn
betur við aðdáendur,“ sagði Vivi-
an Havey, yfirmaður írskra frí-
merkja. „Aðdáendur vilja áreið-
anlega koma höndum yfir merk-
in.“
KLETTURINN Í LÍFI HENNAR
Díana prinsessa sést hér með Paul Burrell sem hún lýsti sem „Klettinum í lífi hennar.“
Fyrrverandi þjónn Díönu prinsessu:
Neitar öllum sakargiftum
RYDER
Winona Ryder var handtekinn þann 12. desember í fyrra fyrir búðarhnupl.
Winona Ryder:
Mætti ekki
fyrir rétt
TÓNLIST Tónlistarmaðurinn Nick
Cave hefur tilkynnt að hann muni
gefa út nýja breiðskífu ásamt
hljómsveit sinni The Bad Seeds
snemma á næsta ári. Hún kemur
til með að bera hið undarlega nafn
„Nocturama“ og er formlegur út-
gáfudagur hennar 3. febrúar.
Þetta verður tólfta breiðskífa
kappans frá því að hann hóf sóló-
feril sinn árið 1984.
Breiðskífan verður tíu laga og
heitir fyrsta smáskífulag hennar
„Bring it On“. Platan var hljóðrit-
uð í Melbourne í Ástralíu, heima-
landi Cave, á þessu ári. Allir fyrr-
um samstarfsfélagar Cave, Mick
Harvey, Blixa Bargeld, Thomas
Wydler, Martyn Casey, Conway
Savage, Jim Sclavunos og Warren
Ellis leika á plötunni.
Nick Cave gaf síðast út breið-
skífuna „No More Shall We Part“ í
fyrra.
Nick Cave:
Ný breiðskífa
í febrúar
NICK CAVE
Gaf út plötu í
fyrra eftir að
hafa gengið í
gegnum þriggja
ára ritstíflu. Virð-
ist endurnærður
á nýjan leik því
von er á nýrri
plötu í febrúar.