Fréttablaðið - 16.10.2002, Page 22

Fréttablaðið - 16.10.2002, Page 22
22 16. október 2002 MIÐVIKUDAGUR HÚSIÐ Heilsuverndarstöðin við Bar-ónsstíg var umdeild þegar hún reis snemma á sjötta áratug síðustu aldar. Teiknuð af Einari Sveinssyni af miklum myndar- brag og á köflum með glæsileg- um tilþrifum. Hreinstefnumenn í sjónmenntum töldu Einar vera á villigötum og bygginguna alls ekki í takt við módernisma þess tíma. Einar mun hafa tekið þessa gagnrýni mjög nærri sér enda stoltur af eigin verki. Einar teiknaði Heilsuverndarstöðina til að gegna því hlutverki sem í nafninu felst en hún var snemma nýtt að hluta sem sjúkrahús og hefur reyndar aldrei hýst að fullu þá starfsemi sem til var ætlast. Síðar teiknaði Einar Borgarspít- alann í Fossvogi en áður hafði hann teiknað fjölmarga skóla í Reykjavík enda Húsameistari borgarinnar; sá fyrsti og eini. Einar teiknaði Vogaskóla, Mela- skóla og Laugarnesskóla og er einnig höfundur að Laugardals- sundlauginni.  Köllun sem ekki var hægt að flýja Þegar ég varð sjálfur edrú upp-lifði ég snertingu almættisins og fann þá strax köllun í mínu lífi. Það sem við mig hafði verið gert skyldi ég hjálpa öðrum að eignast. Þetta var ákveðin köllun sem ég get ekki flúið frá heldur í mínu hjarta að gera. Ég legg mig í líma við að hlýða því,“ segir Guðmundur Jónsson, stofnandi Byrgisins. Guðmundur opnaði Byrgið í desember árið 1996, þá fyrir tólf manns. Guðmundur lenti í hrakning- um með aðstöðuna og kom meðal annars við í Hlíðadalsskóla, þar sem hann var með aðstöðu fyrir hundrað manns. Hann flutti í Rockville árið 1999. „Þá þurfti ég að úthýsa fjörtíu manns því staðurinn var ekki til- búinn á þeim tíma sem til var ætlast. Það tafðist í rúmt ár að gera hann kláran og á meðan þurfti ég að koma fólkinu fyrir í húsum hér og þar í Hafnarfirði. Sumir vildu vinna við að koma Rockville í gang og á tímabili var ég með tuttugu manna vinnu- hóp.“ Nú eru um áttatíu manns búsettir í Byrginu og að sögn Guðmundar er möguleiki á að opna fyrir fleiri en til þess þarf pening. „Við höfum fengið um 40 milljónir frá ríkinu frá því við opnuðum Rockville, sem hafa farið í endurbætur. Byrgið sjálft hefur ekki fengið nema 2,5 millj- ónir í styrk frá ríkinu frá 1996. Við höfum lifað á velvild ein- staklinga og fyrirtækja og á því sem íbúar greiða fyrir sig. Þeir greiða 47 þúsund krónur á mán- uði.“ Fjölbrautaskóli Suðurnesja hóf kennslu í Byrginu fyrir ári síðan og þá voru þrír sem tóku hluta námsins. Nú eru tuttugu manns í námi sem geta valið úr fjórum námsgreinum. Guðmundur segir að það erf- iðasta við starfið sé að afeitra fólkið. „Það þarf gífurlega um- önnun og það þarf stöðugt að vera á vakt. En það mannlega erfiðasta er að keyra þau af göt- unni í þvott og heitt rúm. Því maður þarf sjálfur að skipta um föt þegar maður er búinn að vera með þeim í tvo til þrjá tíma. Það er það erfiðasta, að sjá hrylling- inn á götunni og hvernig menn í íslensku þjóðfélagi geta búið.“ kristjan@frettabladid.is SAGA DAGSINS 16. OKTÓBER FÓLK Í FRÉTTUM PERSÓNAN Ég helli venjulega upp á kaffi áafmælinu mínu og kalla kannski á frændfólk sem er til í að koma. Það verður eitthvað lítið, bara opið hús hjá mér eins og gengur,“ segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, þingmaður Sam- fylkingarinnar, aðspurð hvort hún ætli að halda upp á afmælið. „Það er náttúrulega mikið að gera núna. Þingið er á fullu og svo er ég í prófkjörsundirbúningi þannig að í nógu er að snúast. En það er alltaf tími fyrir vini og fjöl- skyldu, maður verður að gefa sér tíma í það.“ Ásta segir ekki líklegt að hún baki afmælistertu á af- mælinu. „Það gæti verið að tengdadóttir mín tilvonandi skelli í köku fyrir mig. Hún er svo flink að baka.“ Þegar Ásta er spurð um minnisstæðan afmælisdag er hún ekki lengi að nefna fimmtugsaf- mælið sitt. „Stórafmælið mitt þegar ég var fimmtug er mér ákaflega eftirminnilegt. Ég hélt það á Kjarvalsstöðum og það kom ofboðslega margt fólk. Yfir 500 manns mættu. Það var mikið fjör og dansað fram eftir nóttu. Skóla- bræður mínir úr menntaskóla voru með bítlahljómsveit og spil- uðu fyrir mig. Það var alveg geggjað og æðislegt fjör. En það er náttúrlega ekki hægt að halda svoleiðis á hverju ári, þó maður vildi gjarnan hafa þannig fjör sem oftast.“  Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, alþingis- maður, er 53 ára í dag. Hún ætlar að hella upp á kaffi á afmælinu. Afmæli Tengdadóttirin skellir í afmælisköku JARÐARFARIR 13.30 Eiríkur J. B. Eiríksson, fyrrverandi prentari, verður jarðsunginn frá Digraneskirkju. 13.30 Vigfús Helgason, verður jarð- sunginn frá Fossvogskirkju AFMÆLI Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, al- þingismaður, er 53 ára gömul. ANDLÁT Gunnlaugur Magnússon, Rauðalæk 4, lést 13. október. Jóhanna Vilhjálmsdóttir, frá Sólbakka, Grindavík, lést 13. október. Lárus Sumarliðason, Garðvangi, Garði, áður Aðalgötu 5, Keflavík, lést 13. októ- ber. Ingibjörg Pétursdóttir, Efstalandi 6, Reykjavík, lést 12. október. Anna Hjálmarsdóttir, Rofabæ 47, lést 11. október. Sigríður Guðjónsdóttir, Egilsbraut 9, Þorlákshöfn, lést 11. október. Landshöfðingi tók formlega ínotkun síma árið 1890. Hann hafði verið lagður milli Reykja- víkur og Hafnarfjarðar. Þetta var fyrsta „málþráðarlagning“ hér á landi. Landakotsspítali í Reykjavíkvar formlega tekinn í notkun árið 1902. St. Jósefssystur létu reisa hann. Í Þjóð- ólfi var sagt: „Er það gleði- legt að hér er komið á fót sjúkra- hús er getur veitt sjúklingum öll þægindi sem veitt verða.“ Marie Antoinette, áður Frakk-landsdrottning, var háls- höggvin árið 1793, níu mánuðum eftir að eiginmaður hennar, Loð- vík sextándi var leiddur í fallöx- ina. Þeim var steypt af stóli í frönsku byltingunni sem hófst árið 1789. TÍMAMÓT GUÐMUNDUR JÓNSSON Ólst upp í Hafnarfirði. Hann er giftur og á fjögur börn með konu sinni. Fyrir átti hann þrjú börn. Aukinn hiti í átökum um sæti áframboðslistum Sjálfstæðis- flokksins og Samfylkingarinnar speglast í að daglega spretta upp nýir pólitískir vefir. Þingskör- ungar í hópi kvenna sem nýlega hafa opnað síður eru m.a. Sjálf- stæðiskonurnar Ásta Möller og Katrín Fjeldsted auk Samfylking- arkvennanna Bryndísar Hlöðversdóttur og Ástu R. Jó- hannesdóttur. Nýrri spámenn eru líka aðopna síður einsog Ágúst Ó. Ágústsson, formaður Ungra Jafn- aðarmanna og Björgvin G. Sig- urðsson, þingmannsefni krata í Suðurkjördæmi og fyrrum fram- kvæmdastjóri Samfylkingarinn- ar, sem opnaði harðpólitískan vef á slóðinni bjorgvin.is. Þá er ótal- inn hressilegur vefur Einars K. Guðfinnssonar, þingmanns Vest- firðinga, sem skefur ekki utan af skoðunum sínum á ekg.is og glöggir lesendur segja að hann stefni greinilega að því að losa Sturlu Böðvarsson flokksbróðir sinn við áþján ráðherraembættis. Sturla heldur uppi sínu vefsvæði og reynir að verja stöðu sína, en hann er að finna á sturla.is. Ákvörðun Lárusar Orra Sig-urðssonar að segja sig frá landsliðinu kom á óvart. Það var vegna agabrota sem hann hætti. Lárus Orri mun, ásamt nokkrum félögum sínum í landsliðinu, hafa haldið á vit gleðinnar eftir að hafa tapað fyrir Skotum. Þeir komu við á Thorvaldsen-bar þar sem mikið bar á landsliðsmönn- unum. Lárus Orri hélt einn gest- anna vera þjón og þegar sá vildi ekki taka við pöntun frá varnar- manninum skvetti hann úr bjór- glasi yfir saklausan gestinn. Lárusi Orra var hent út. Sá sem fékk bjórinn yfir sig ætlar ekki að kæra, en sagði í samtali við Fréttablaðið að Lárus hefði sýnt manndóm í samskiptum við sig eftir að vínið var runnið af hon- um. MEÐ SÚRMJÓLKINNI Að gefnu tilefni skal tekið fram að ís- lenska landsliðið í knattspyrnu ætlar að hefja leikinn gegn Litháum í kvöld með látum - þó ekki drykkjulátum. Leiðrétting ÁSTA RAGNHEIÐUR Fimmtugsafmælið er henni ákaflega minnistætt. F RÉ TT AB LA Ð IÐ /B IL LI Guðmundur Jónsson er stofnandi Byrgisins. Hann fékk köllun frá almættinu og segist ekki geta skorast undan því. Verjandinn: Geturðu lýst þeimsem þú sást? Vitnið: Um 1.70 á hæð og með skegg. Verjandinn: Var þetta karlmaður eða kona?  FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.