Fréttablaðið - 16.10.2002, Síða 23

Fréttablaðið - 16.10.2002, Síða 23
23MIÐVIKUDAGUR 16. október 2002 FÓLK Í FRÉTTUM HEIMILDAMYND Í dag frumsýnir Bíófélagið 101 í Regnboganum heimildamyndina „Hljóðlát sprenging“ eftir Þór Elís Pálsson. Í myndinni er fylgst með síðustu tíu árum í listaferli Magnúsar Pálsson. Gunnar J. Árnason list- heimsspekingur vann handritið með Þór. „Hann er í rauninni eitt af stærstu nöfnum okkar í nýlist- inni,“ segir Þór um Magnús. „Hann kemur fyrst fram á sjónar- sviðið árið 1967 þegar hann hélst fyrstu sýningu sína í Ásmundar- sal. Hann hefur síðan verið mikið hreyfiafl í myndlistinni. Hann hefur síendurtekið komið mönn- um á óvart, en jafnframt slegið í gegn, þrátt fyrir að verk hans hafi oft og tíðum verið afar umdeild. Hann fer aldrei troðnar slóðir og leitar sífellt nýrra leiða til að tjá hugsun sína. Efniviðurinn í verk- um hans þjónar fyrst og fremst hugmyndinni.“ Þegar spurt er um frekari ástæður þess að Þór ákvað að gera heimildamynd um fyrrum lærimeistara sinn slær hann á léttari strengi. „Ég hef gert heim- ildarmyndir um Magnús Tómas- son og Magnús Kjartansson. Þetta er þríleikur Magnúsa og Magnús Pálsson verður síðasti Magnúsinn sem ég tek fyrir.“ Þór byrjaði að skjóta efni fyrir myndina fyrir 10 árum. „Það stóð til í upphafi að fylgja honum eftir í minnsta kosti 5 ár. Af reynslu minni af fyrri myndum veit ég að það gerir efnið mun áhugaverðara og skemmtilegra að fylgjast með mönnum í lengri tíma. Svo teygð- ist á þessu meðal annars vegna þess að ég bjó erlendis um tíma. Þetta urðu því óvart 10 ár. Ég er mjög feginn í dag vegna þess að hann hefur aldrei verið betri en síðast liðin ár.“ Endanleg útgáfa heimildar- myndarinnar er um klukkustund að lengd. Þór segir að mikið magn hafi verið af góðu efni til að velja úr og því afar erfitt verk að klip- pa myndina. „Það var mjög erfitt. Ég var á tímabili kominn með mjög góða 90 mínútna mynd.“ Myndin var framleidd af Hvíta fjallinu - Niflungum ehf. í sam- vinnu við Sjónvarpið. Myndin verður sýnd í Regn- boganum í eina viku. biggi@frettabladid.is Bíófélagið 101 frumsýnir í dag „Hljóðláta sprengingu“, nýja íslenska heimildarmynd um myndlistarmanninn Magnús Pálsson eftir Þór Elís Pálsson. Myndin hefur verið 10 ár í framleiðslu. 10 ár í lífi Magnúsar Pálssonar MAGNÚS PÁLSSON Fylgst er með síðustu tíu árum af myndlist- arferli Magnúsar í myndinni. NEF Eitt af verkum Magnúsar. Jakob Frímann Magnússonvirðist ætla að fara af miklum krafti í prófkjörsbaráttuna hjá Samfylkingunni í Reykjavík. Hann hefur nú ráðið Gunnar Stein Páls- son almanna- tengslagúru sér til aðstoðar og nýtur þar að auki hjálpar Ingvars Sverris- sonar. Báðir hafa þeir komið að kosningabaráttu Reykjavíkur- listans með góðum árangri. Jak- ob hefur enn ekki gefið upp á hvaða sæti hann stefnir. Það hef- ur þó verið sterklega orðað að hann íhugi að stefna á annað sætið. Láti hann verða af því leggur hann til atlögu við þær Bryndísi Hlöðversdóttur og Jó- hönnu Sigurðardóttur. Orrusta sem fæstir myndu leggja í. Stuð- maðurinn Jakob hefur þó áður komið á óvart. Það hefur vakið athygli sumrahvað andstæðingar stóriðju- framkvæmda endast lengi við mótmæli sín á Austurstræti. Þau hafa nú staðið í sex vikur. Hóp- urinn er þó ekki stór. Einar K. Guðfinnsson leggur út af því á heimasíðu sinni. Segir það til marks um að andstaðan fari minnkandi þótt hópurinn hafi notið velvilja fjölmiðla sem hafi veitt honum mikla athygli. OTTAWA, AP Elísabet Englands- drottning lauk í gær 12 daga heimsókn sinni til Kanada. Skömmu fyrir brottför fékk hún blóm frá hópi barna áður en hún veifaði til almennings. Heim- sókn Elísabetar til Kanada var hluti af hátíðarhöldum hennar í tilefni af 50 ára veru hennar í embætti. Elísabet fór víða í heimsókninni. Skoðaði hún með- al annars minnisvarða í landinu og sleppti pökknum lausum við upphaf sýningarleiks í íshokkíi, sem haldinn var í borginni Vancouver. Drottningin er táknrænn yfir- boðari í Kanada, en landið var áður hluti af breska heimsveld- inu. Þrátt fyrir að flestir Kana- dabúar kæri sig kollóttan um breska konungsveldið fagnaði drottningunni múgur og marg- menni hvert sem hún fór. Þetta var 20. heimsókn Elísabetar til Kanada.  Elísabet Englandsdrottning: Heimsókn til Kanada lokið ELÍSABET Elísabet Englandsdrottning heilsar aðdáendum eftir að hún gróðursetti tré við Rideau Hall í Ottawa. AP /M YN D JOAN COLLINS GEFUR ÚT BÓK Þessi ljósmynd var tekin af leikkonunni Joan Collins í London á dögunum. Hún var að gefa út bókina, „Joan’s Way“, sem hún heldur á. Bókin gefur konum ráð um hvernig þær geti viðhaldið fegurð sinni og betrumbætt lífsstílinn.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.