Fréttablaðið - 23.10.2002, Blaðsíða 7

Fréttablaðið - 23.10.2002, Blaðsíða 7
7MIÐVIKUDAGUR 23. október 2002 Gömlu bankarnir* nb.is *Búnaðarbanki, Íslandsbanki, Landsbanki og sparisjóðirnir. (m.v. vexti 11. október) Hvort vilt þú borga 50.520 kr. eða 25.260 kr. í yfirdráttarvexti næstu sex mánuðina? (m.v. 600.000 kr. yfirdrátt) Farðu inn á www.nb.is eða hringdu í síma 550 1800 og léttu þér vaxtabyrðina strax. Lestu smáa letrið Við hvetjum þig til að kynna þér skilmála nb.is vegna tilboðsins á www.nb.is Banki með betri vexti Láttu ekki vaxtabyr∂ina sliga þig 1) Léttu byrðina strax... Nb.is býður nýjum viðskiptavinum sem fá sér debetkort helmingi lægri vexti á yfirdráttarheimild fyrstu sex mánuðina eftir að reikningur er stofnaður. Þú færð 8,42% hjá nb.is í stað 16,84% hjá gömlu bönkunum. 2) ...og hafðu hana létta áfram. Eftir fyrstu sex mánuðina heldur þú áfram að njóta betri yfirdráttarvaxta sem eru allt að fjórðungi lægri en hjá gömlu bönkunum. Helmingi lægri yfirdráttarvextir í sex mánu∂i hjá nb.is    50.520 kr. 25.260 kr. 16,84% 8,42% A B X / S ÍA 9 0 2 12 4 7 c ÓK Á 109 KM HRAÐA Þrír öku- menn voru kærðir vegna gruns um ölvun við akstur í umdæmi lög- reglunnar í Hafnarfirði um nýliðna helgi. Tveir þeirra voru stöðvaðir vegna hraðaksturs á Hafnarfjarð- arvegi þar sem þeir óku á 109 km hraða þar sem leyfður er 70 km hámarkshraði. Þá hafði lögreglan afskipti af 45 ökumönnum vegna umferðarlagabrota, þar af 27 vegna hraðaksturs. TUTTUGU AÐ TALA Í SÍMA Sextán ökumenn voru kærðir vegna hraðakstur í Reykjavík um helg- ina og fjórir vegna ölvunar við aksturs. Þá var tilkynnt um þrjá- tíu og sjö umferðaróhöpp og af- skipti höfð af tuttugu ökumönnum vegna notkunar á farsímum án þess að hafa handfrjálsan búnað. LÖGREGLUFRÉTTIR LÖGREGLUFRÉTTIR Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks: Líflegt kosn- ingaþing ALÞINGI „Þetta er kosningaþing í vetur og kosningar í vor. Mér finnst frekar líklegt að þetta verði líflegt þing,“ segir Sigríður Anna Þórðardóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks. Sigríður Anna segir að það séu ekki mörg stór mál fyrirsjáanleg. Nokkur mál stjórnarandstöðunn- ar hafi verið áberandi fyrstu vik- urnar. Búast megi við því að stór- iðju- og orkumál verði í brenni- depli, sömuleiðis einkavæðing og áfram rætt um Evrópumál. „Við í Sjálfstæðisflokknum hlökkum til þessa kosningavetrar og búumst við því að ná góðum ár- angri í kosningunum í vor.“  INNBROTSÞJÓFUR HANDTEKINN Brotist var inn í tannlæknastofu við Núpalind í Kópavogi síðdegis á laugardag. Þjófurinn tók ávís- anahefti og eitthvað af lyfjum. Skömmu eftir innbrotið var mað- ur handtekinn vegna þjófnaðar á gistiheimili í Reykjavík. Hann reyndist vera sá sami og braust inn hjá tannlækninum í Kópa- vogi. Hann játaði á sig glæpinn. STAL BÍL AF BÍLASÖLU Starfsmað- ur bílasölu í austurborg Reykja- víkur tók eftir því að númera- lausri bifreið var ekið út af lóð- inni. Veitti hann bílnum eftirför og tókst að króa hann af skammt frá. Lögreglan handtók ökumann- inn sem tekið hafði bílinn ófrjáls- ri hendi. Hann er grunaður um að hafa verið drukkinn. SIGRÍÐUR ANNA ÞÓRÐAR- DÓTTIR Lánshæfis- hækkun Moody’s sýnir hvað efna- hagsmálin eru í góðu standi hér.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.