Fréttablaðið - 23.10.2002, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 23.10.2002, Blaðsíða 2
2 23. október 2002 MIÐVIKUDAGUR STÓRBRUNINN Lögregla telur víst að íkveikja hafi valdið brunanum að Laugavegi á laugardagskvöld. Heimildir Fréttablaðsins herma að eldur hafi verið laus á fleiri en einum stað þegar fyrstu menn komu á brunastað. Einn maður sit- ur í gæsluvarðhaldi vegna máls- ins, Lalli Johns, og er hann grun- aður um að vera valdur að brun- anum. Lögregla getur ekki útilok- að að fleiri tengist málinu. Hörður Jóhannesson yfirlögregluþjónn vill ekki staðfesta þetta og segir of snemmt að segja til um hvort fleiri hafi verið að verki. Rannsókn er ekki lokið á brunastað og því ekki hægt að segja um hvort upptök eldsins hafi verið á tveimur stöðum eða fleiri. Eldurinn varð laus við bak- hús. Snemma varð hann það mikill að ógerningur var fyrir slökkvi- liðið að komast að eldinum þeim megin frá. Byggingar í garðinum voru í ljósum logum og féllu brennandi að hluta á þá einu leið sem venjulega er fær í bakgarð- inn. „Mannslíf eru mikilvægust. Að því einbeittum við okkur í starfi okkar,“ sagði Jón Viðar Matthíasson aðstoðarslökkviliðs- stjóri. Hann segir eldinn hafa magnast hratt. Jón Viðar segir skil milli húsanna ekki skýr. Í framhaldi verði bakhús og við- byggingar í eldri hverfum borgar- innar skoðuð. Hann segir mörg húsa ekki samrýmast reglugerð- um.  Stórbruninn á Laugaveginum: Allt bendir til íkveikju BRUNARÚSTIR Tjón af völdum eldsvoðans er mikið. Nú verður kannað hvort fleiri eldgildrur eru í eldri hverfum borgarinnar. ÖRORKA „Það er ekki alveg einfalt að skýra hverjar ástæðurnar eru en á síðasta ári gerðum við rann- sókn á þessu. Við gerðum saman- burð á árunum 1976 og 1996. Ef miðað er við fjölgun fólks á aldr- inum 16-66 ára þá var ekki um fjölgun á öryrkjum að ræða á þessu tímabili,“ segir Sigurður Thorlacius tryggingayfirlæknir. Hann segir öryrkjum hafa fjölg- að eftir breytingu á örorkumati 1999. „Ástæðuna teljum við vera að nú er hætt að líta til tekna öryrkja við örorkumat. Eftir breytinguna var einungis litið til færni við- komandi en ekki lengur til tekna við mat á örorku.“ Sigurður telur að fjölgun ör- yrkja sé væntanlega vegna þeirra breytinga sem gerðar voru. „Það þýðir ekki endilega að allir sem metnir eru öryrkjar séu á bótum frá TR.“ Í skýrslu sem nefnd um sveigj- anleg starfslok vann fyrir forsæt- isráðuneytið er komið inn á fjölgun öryrkja síðustu ár. Þar eru til- greindar nokkrar ástæður fyrir þeirri aukningu. Meðal annars er þess getið að aldurssamsetning þjóðarinnar breytist nú hratt og tíðni örorku sé mun meiri því eldri sem þjóðin sé. Í skýrslunni kemur fram að öryrkjar eru færri hér en á hinum Norðurlöndunum. Í Finn- landi eru 3.5 sinnum fleiri öryrkjar á aldrinum 60-64 ára og 2.5 sinnum fleiri í Noregi og Svíþjóð.  Sigurður Thorlacius tryggingayfirlæknir: Fleiri öryrkjar á öðrum Norðurlöndum ÖRYRKJAR Á NORÐURLÖNDUM Svo virðist sem þessar þjóðir noti örorku- bætur í ríkum mæli til að hverfa fyrr af vinnumarkaði enda eru bætur í þessum löndum mun ríflegri en hér. Veitingahúsið Kaupfélagið: Leyfi afturkallað SKIPULAGSMÁL Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála hefur fellt úr gildi ákvörðun byggingar- fulltrúans í Reykjavík sem í nóv- ember síðastliðnum veitti bygg- ingaleyfi fyrir breyttri starfsemi og breyttu fyrirkomulagi á 1. hæð og í kjallara að Laugavegi 3. Áður var bankastarfsemi í húsinu en í nóvember síðastliðnum voru breyt- ingar heimilaðar á húsnæðinu og hefur síðan verið rekinn þar veit- ingastaðurinn Kaupfélagið. Kröfu nágranna um afturköllun leyfisins var hafnað af skipulags- og bygginganefnd Reykjavíkur og var málinu vísað til úrskurðar- nefndarinnar. Kvartað var undan hávaða frá veitingastaðnum og enn- fremur því að formreglur skipu- lags- og byggingarlaga hefðu verið brotnar, þar sem ekki fór fram grenndarkynning. Félagsíbúðir iðn- nema, sem eiga 3 íbúðir í áföstu húsi, töldu hávaðamengun svo mikla að ekki væri búandi í íbúðun- um. Þær hafa ekki verið í útleigu undanfarið ár. Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála telur að meðferð borgaryfirvalda hafi verið áfátt í málinu. Ákvörðun um að heimila breytingar hafi í upphafi ekki verið reist á lögmætum grundvelli og málsrannsókn verið áfátt. Þá hafi ákvörðunin ekki getað átt sér stoð í deiliskipulagi svæðisins að óbreyttu. Eigendur Kaupfélagsins sögðust í gær vera að fara yfir úr- skurðinn með lögfræðingum en vildu að öðru leyti ekki tjá sig.  BANDARÍKIN Lögreglan í Bandaríkj- unum hefur að minnsta kosti tvis- var sinnum fengið upphringingu frá leyniskyttunni sem myrt hefur tíu manns og sært þrjá í Was- hington og nágrenni. Lögreglan vill endilega heyra meira frá hon- um, enda er vonast til þess að hann veiti henni með því upplýsingar sem leitt geta til handtöku hans. Snemma í gærmorgun varð strætisvagnastjóri um fertugt fyrir skoti í maga og lést nokkru síðar á sjúkrahúsi. Þetta gerðist í bænum Silver Spring í Maryland, skammt norður af Washington. Strætisvagnastjórinn stóð í vagndyrunum á endastöð leiðar- innar þegar skotið reið af skömmu fyrir klukkan sex að staðartíma. Þetta var ekki langt frá þeim stað þar sem leyniskyttan hleypti fyrsta skotinu af í byrjun október. Enginn varð fyrir því skoti, en næstu tvo daga myrti hann fimm manns á svipuðum slóðum. Vangaveltur hafa verið í bandarískum fjölmiðlum um það hvað morðingjanum gangi til með því að tala við lögregluna. Haft er eftir sérfræðingum að yfirleitt sé tilgangur slíkra samskipta annað hvort að gera lítið úr lögreglunni eða að koma því til skila hve morðinginn telur sig kláran og yfir aðra hafinn. Í dagblaðinu Washington Post er því haldið fram að bréfið sem fannst á laugardaginn sé að minnsta kosti þriggja blaðsíðna langt. Þar segir einnig að karl- mannsrödd í símanum hafi að minnsta kosti einu sinni sagt: „Ég er guð.“ Heimildarmenn CNN-sjón- varpsstöðvarinnar segja að í bréfinu sem fannst á laugardag- inn hafi morðinginn krafist þess að fá afhenta peninga. Hann hafi einnig sett lögreglunni tímamörk og hótað fleiri morðum ef ekki yrði farið eftir þeim. Lögreglan hefur ekkert sagt opinberlega um samtöl sín við morðingjann. Charles Moose, lögreglustjóri í Montgomery- sýslu, hefur þó þrisvar komið fram í sjónvarpi með orðsend- ingar til morðingjans frá því á laugardaginn, en ekki viljað út- skýra nánar hvað um væri að ræða. Hann hefur ekki viljað segja annað en að sá sem orð- sendingarnar séu ætlaðar eigi að skilja þær. gudsteinn@frettabladid.is Strætisvagnastjóri myrtur í Maryland Þrettánda fórnarlambið varð fyrir skoti leyniskyttunnar í gærmorgun. Lögreglan hefur verið í sambandi við morðingjann og bíður eftir fleiri símhringingum. Hann biður um peninga og hótar fleiri morðum. AP /E VA N V U C C I Á VETTVANGI MORÐSINS Lögreglurannsókn í fullum gangi skammt norður af Washington þar sem strætisvagna- stjóri var myrtur á endastöð. Faðir fórnarlambs: Óskar svara hjá ráðherra SKERJAFJARÐARSLYSIÐ Jón Ólafur Skarphéðinsson vill að samgöngu- ráðherra svari því hvaða erindi Ís- leifur Ottesen, eigandi flugvélar- innar sem fórst, hafi átt á skrif- stofu Rannsóknarnefndar flugslysa í fyrradag, rétt eftir að í hámæli hafi komist að tekist hefði að finna kaupanda mótorsins sem var í vél- inni við brotlendinguna. Jón Ólafur sendi ráðherra bréf með fyrir- spurninni í gær. Upplýsingar kaup- anda mótorsins stangast í veiga- miklum atriðum á við það sem RNF sagði um hann. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra svaraði ekki skilaboðum Fréttablaðsins í gær.  Í hvaða kjördæmi býður þú þig fram? Ég er Reykjavíkurþingmaður. Ég hef sagt að ég gefi kost á mér í Reykjavíkurkjördæmi suður. Í næstu viku verður kjördæmisþing hjá framsóknarmönnum og þá verður tekin ákvörðun um hvernig staðið verður að framboðsmálum. Sjálf er ég kjósandi í því kjördæmi. Jónína Bjartmarz er 16. þingmaður Reykvíkinga. Kjördæmavika er á Alþingi. Þingmenn Reykjavíkur eru margir hverjir ekki vissir um í hvaða kjördæmi þeir verða í framboði. SPURNING DAGSINS Aðgerðir gegn Atlants- skipum: Uppskipun hindruð KJARMÁL „Krafan okkar er sem fyrr íslenska kjarasamninga um borð. Nú er áhöfn skipsins samn- ingslaus. Það var þýskur samning- ur í gildi á skipinu en honum var sagt upp í sumar og okkur afhent samningsumboðið,“ sagði Birgir Björgvinsson á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Hann var þá mættur á kajann í Njarðvík ásamt fjölda fé- laga úr Sjómannafélagi Reykjavík- ur og Verkalýðs- og sjómannafé- lagi Keflavíkur til að hindra upp- skipun úr Bremer Uranusi, einu þriggja leiguskipa Atlantsskipa, sem var að leggjast að. Um borð er hollenskur skipstjóri en aðrir í áhöfn eru Rússar. Birgir sagði ekki loku fyrir það skotið að Atlantsskip leituðu ásjár sýslumannsins í Keflavík og færu fram á lögbann vegna aðgerðanna, það hefði verið gert áður. Forsætisráðherra mis- líkaði blaðagrein: Hallgrímur á teppið FUNDUR Davíð Oddsson forsætis- ráðherra kallaði Hallgrím Helga- son rithöfund á sinn fund eftir að grein eftir hinn síðarnefnda birtist í Morgunblaðinu undir heitinu Baugur og bláa höndin. Mislíkaði forsætisráðherra grein- in og sendi Hallgrími þegar í stað tölvupóst með skilaboðum um að mæta í Stjórnarráðið: „Fundurinn stóð í um það bil klukkustund og við Davíð skipt- umst á skoðunum,“ segir Hall- grímur. „Nei, ég lofaði honum ekki að hætta að skrifa greinar sem þessar enda þarf ég þess ekki. Ég veit ekki hvort við skild- um sáttir,“ segir Hallgrímur Helgason, sem vill að öðru leyti ekki tjá sig um viðræðurnar.  KAUPFÉLAGIÐ Nágrannar veitingastaðarins sættu sig ekki við að banka væri breytt í bar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.