Fréttablaðið - 23.10.2002, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 23.10.2002, Blaðsíða 14
23. október 2002 MIÐVIKUDAGUR ÍÞRÓTTIR Í DAG 18.30 Sýn Meistaradeild Evrópu (AC Milan - Bayern M.) 19.30 Skjár 1 Mótor 20.00 Ásgarður ESSO deild kvenna (Stjarnan - Grótta/KR) 20.00 Fylkishöll ESSO deild kvenna (Fylkir/ÍR - Valur) 20.00 Kaplakriki ESSO deild kvenna (FH - Fram) 20.00 Vestmannaeyjar ESSO deild kvenna (ÍBV - Haukar) 20.40 Sýn Meistaradeild Evrópu (Olympiakos - Man. Utd.) 22.15 RÚV Handboltakvöld flugfelag.is flugfelag.is AKUREYRAR 5.200kr. Flug, aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Tryggðu þér sæti - bókaðu strax á 23. - 29. okt 2002 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S - FL U 1 91 28 10 /2 00 2 EGILSSTAÐA 5.900kr. Flug, aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! ÍSAFJARÐAR 5.100kr. Flug, aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! 5.800kr. Flug, aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! HAFNAR VOPNAFJARÐAR 5.500kr. Flug, aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! 5.500kr. Flug, aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! 4.500kr. Flug, aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Akureyrar og Milli Reykjavíkur og Milli Reykjavíkur og Milli Reykjavíkur og Milli Reykjavíkur og ÞÓRSHAFNAR Milli Akureyrar og GRÍMSEYJAR Milli Akureyrar og FÓTBOLTI Brasilíski knattspyrnu- maðurinn Roberto Carlos, sem leikur með Real Madrid, segist eiga skilið að verða valinn besti leikmaður í Evrópu í ár fyrir frammistöðu sína á vellinum. Hann vann Meistaradeild Evrópu og Evrópsku ofurkeppnina með Real Madrid og heimsmeistaratit- ilinn með brasilíska landsliðinu. „Ég er eini leikmaðurinn í heiminum sem vann allt sem hægt var að vinna á 48 dögum. Hvað get ég gert meira? Það hefur enginn afrekað það sem ég hef gert í ár,“ sagði Carlos. Franska knattspyrnutímaritið France Football hefur veitt verð- launin árlega frá árinu 1956. Þau verða veitt í desember.  Roberto Carlos: Segist vera sá besti ROBERTO CARLOS Er tilnefndur besti leikmaður í Evrópu í ár ásamt Zinedine Zidane, Ronaldo, Raul Gonzales og fleirum. KÖRFUBOLTI Michael Jordan hitti úr fyrsta skoti sínu í fyrsta leiknum með Washington Wizards á undir- búningstímabilinu sem nú stend- ur sem hæst. Jordan gat ekki tek- ið þátt í fyrstu fimm leikjum liðs- ins þar sem hann var að jafna sig eftir aðgerð á hægra hné. Hann er þó allur að ná sér og verður vænt- anlega til í slaginn þegar tímabilið í NBA-deildinni hefst þann 30. október. „Tímasetningarnar voru hræðilegar hjá mér,“ sagði Jordan eftir leikinn, sem Wizards unnu 96-73. „Það tekur mig smá tíma að komast í leikæfingu. En ég er ánægður.“ Jordan spilaði aðeins í fimmtán mínútur og segist fara alfarið að læknisráði. „Ég má ekki ofreyna hnéð og verða að fara hægt af stað. Ég tek bara eitt skref í einu.“ Jordan hefur tvisvar lagt skóna á hilluna en tekið þá jafn harðan niður aftur. Hann mun væntanlega spila sem sjötti mað- ur í liði Wizards í vetur.  Michael Jordan: Allur að koma til eftir aðgerð MICHAEL JORDAN Margir telja hann besta körfuboltamann fyrr og síðar. Hann verður fertugur í febrú- ar næstkomandi. FÓTBOLTI Ítalska stórveldið AC Mil- an er komið á fornar slóðir. Liðið er efst í ítölsku deildinni og í F- riðli Meistaradeildar Evrópu og virðist óstöðvandi um þessar mundir. Í framlínu gamla stórveld- isins eru einhverjir bestu fram- línumenn í álfunni. Úkraínski snill- ingurinn Andriy Shevchenko er að stíga aftur upp úr meiðslum. Fyrir eru Filippo Inzaghi, sem hefur skorað sjö mörk í Meistaradeild- inni í ár, og hinn brasilíski Rivaldo. Sá síðarnefndi er þó tæpur vegna meiðsla en vonast þó til að geta tekið þátt í leiknum gegn Bayern München á San Siro-vellinum í kvöld. Þýska stórveldið þarf á kraftaverki að halda ætli það sér að komast áfram í keppninni. Liðið hefur aðeins krækt í eitt stig í þremur leikjum og er fimm stigum á eftir Deportivo La Coruna. La Coruna mætir franska félaginu Lens í hinum leik riðilsins. Fari hinir spænsku með sigur af hólmi er sæti þeirra tryggt. Manchester United hefur fullt hús stiga líkt og Milan og Barcelona. United verður án hol- lenska sóknarmannsins Ruud van Nistelrooy, sem er meiddur, þegar það mætir Olympiakos frá Grikk- landi á útivelli. „Við erum í erfiðri stöðu en ef við komumst í næsta stig keppninnar léttir það álagið á okkur,“ sagði Alex Ferguson, knattspyrnustjóri United. Þótt lið- inu nægi jafntefli vill Ferguson sjá sigur. Barcelona nægir einnig eitt stig í viðureigninni við Lokomotiv Moskvu í kvöld. Katalóníuliðinu hefur þó ekki gengið sem skyldi í spænsku deildinni og er í ellefta sæti. Louis Van Gaal þjálfari hef- ur verið harðlega gagnrýndur fyr- ir frammistöðu liðsins og þá sér- staklega fyrir að halda hinum efnilega Juan Roman Riquelme úti í kuldanum. Newcastle tekur á móti Juvent- us í kvöld. Alan Shearer, sem skoraði sitt 300. deildarmark um helgina, og félagar eru úr leik í keppninni enda ekki hlotið stig úr þremur fyrstu viðureignunum. Baráttan um annað sæti E-riðils stendur á milli Dynamo Kiev og Feyernoord. Liðin mætast í Kænugarði í kvöld í hreinum úr- slitaleik. RIVALDO Rivaldo skorar hér mark fyrir AC Milan í leik gegn Atalanta í ítölsku deildinni. Milan virðist óstöðvandi um þessar mundir og er efst í ítölsku deildinni. Stórveldi á fornum slóðum Átta leikir í Meistaradeildinni í kvöld. AC Milan mætir Bayern München. Þrír af bestu framherjum heims í ítalska liðinu, sem var stór- veldi á árum áður. Manchester United leikur án van Nistelrooy þegar liðið mætir Olympiakos. LEIKIR KVÖLDSINS: Dynamo Kiev - Feyenoord Newcastle - Juventus Bayer Leverkusen - Maccabi Haifa Olympiakos - Manchester United Lens - Deportivo La Coruna AC Milan - Bayern München Barcelona - Lokomotiv Moskva Club Brugge - Galatasaray E-riðill Juventus 7 Feyenoord 5 Dynamo 4 Newcastle 0 F-riðill Milan 9 Deportivo 6 Bayern 1 Lens 1 G-riðill Man. United 9 M. Haifa 3 Olympiakos 3 Leverkusen 3 H-riðill Barcelona 9 Galatasaray 4 Club Brugge 2 Lokomotiv 1

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.