Fréttablaðið - 23.10.2002, Blaðsíða 16
16 23. október 2002 MIÐVIKUDAGUR
STÚART LITLI 2 m/ísl. tali kl. 4 og 6
PÉTUR OG KÖTTURINN 2 kl. 4
MR. DEEDS kl. 5.50, 8 og 10.10
WINDTALKERS kl. 8 og 10.50
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30
kl. 5,40, 8 og 10.20SECRETS OF YAYA...
kl. 8.30PAM OG NÓI...
kl. 10 THE GURU
kl. 6 MAÐUR EINS OG ÉG
THE BOURNE IDENTITY kl. 6
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30
Sýnd kl. 10
LILO OG STITCH m/ísl. tali kl. 3.50 VIT429
INSOMNIA kl. 5.45, 8 og 10.20 VIT444 HAFIÐ kl. 4 og 6
VIT
433
SIGNS kl. 8 og 10.10 VIT427
MAX KLEEBLE´S... kl. 4 og 6 VIT441
BOURNE IDENTITY kl. 8 og 10.10 VIT427
Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.20 VIT 455
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 VIT 457
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 VIT 458
KVIKMYND
Stundum fer maður í bíó meðhálfum huga og ég verð að við-
urkenna að ég var þannig
stemmdur þegar ég fór að sjá Val
Kilmer í Saltonsjó. Ég vissi fyrir
að myndin fjallaði um mann sem
dvelst meðal fíkniefnaneytenda
til að finna morðingja konu sinn-
ar. Fannst þetta einhvern veginn
dáldið þreytt. En fordómar eru
heimskulegir. Saltonsjór er prýði-
leg mynd, frábærlega vel leikin
(Val Kilmer, Vincent D´Onofrio
o.fl.), leikstýrt af mikilli vinnu-
gleði (D.J. Caruso) og byggð á
flottu handriti (Tony Gayton).
Söguþráðurinn er kannski svolít-
ið lúinn, en í myndinni er sagan
sögð af mikilli hugkvæmni svo að
maður getur aldrei getið sér til
hvaða atriði kemur næst. Það má
mikið vera ef Vincent D´Onofrio
fær ekki Óskarinn fyrir besta
leik í aukahlutverki, en hann
kemur þarna fram sem hinn geð-
veiki eiturlyfjasali Bangsímon,
sem er talsvert erfiðari persónu-
leiki heldur en nafni hans í barna-
bókinni.
Þetta er pottþétt glæpa-
spennuhasarmynd, á köflum
bæði ofbeldisfull og viðbjóðsleg,
en inn á milli er að finna mann-
eskjuleg atriði, einsemd, hlýju,
angurværð og jafnvel soldinn
húmor.
Þráinn Bertelsson
SALTON SEA (SALTONSJÓR):
Aðalhlutverk: Val Kilmer, Vincent
D´Onofrio, Adam Goldberg, Doug Hutchi-
son, Anthony LaPaglia
Handrit: Tony Gayton
Leikstjórn: D.J. Caruso
Bangsímon
fær sér í nefið
TÓNLIST
Kúbakóla heitir fyrsta breið-skífa hljómsveitarinnar
Búdrýginda sem sigraði í Mús-
íktilraunum fyrr á árinu. Þetta
er greinilega efnileg hljómsveit
því Kúbakóla er bráðskemmti-
leg skífa. Þarna eru fjölmörg
fersk rokklög með skondnum
textum, sem stundum eru þó
ekki sérlega inninhaldsríkir.
Lögin eru samanbræðingur úr
mörgum rokk- og pönksveitum
og minnir „Gangsta Man“ til að
mynda mikið á Rage Against the
Machine. Hljómurinn á skífunn-
ni er hrár og þó svo að rödd
söngvarans sé enn ómótuð kem-
ur hún samt ágætlega út.
Lagaheitin bera vott um mik-
ið hugmyndaflug hljómsveitar-
innar, samanber lögin „Buffuð
bein í bernesósu“, „Krabbadjús
á Kanarí“ og „Krókódíla kúrbít-
ur“, sem jafnframt er eitt besta
lag skífunnar. Þar skiptast á létt
laglína og öskur að hætti Sy-
stem of a Down, stórskemmtileg
blanda.
Þegar strákarnir í Búdrýg-
indum verða búnir að fínpússa
hljóminn og prufa sig betur
áfram eiga þeir tvímælalaust
eftir að gera enn betri hluti í
framtíðinni.
Freyr Bjarnason
BÚDRÝGINDI: Kúbakóla
Ferskir
íslenskir
rokkarar
kl. 5.45, 8 og 10.15HAFIÐ
kl. 8FÁLKAR
LEIKHÚS Mig hefur dreymt um að
fá að setja þetta verk upp á Ís-
landi í tíu ár,“ segir Felix Bergs-
son leikari, sem í kvöld stígur á
svið í Vesturporti á frumsýningu
leikritsins Kvetch eftir Steven
Berkoff. „Þetta er einfaldlega
alveg brjálaður farsi fyrir nú-
tímafólk. Kvetch er jiddíska
sem þýðir í rauninni það sem
kremur mann eða kreistir, ang-
istin sem við búum öll yfir. Verk-
ið fjallar um venjulegt fólk sem
er orðið gjörsamlega klemmt af
þessum kvetsum og það í raun-
inni stígur út úr sjálfu sér í
venjulegum aðstæðum og talar
hinar raunverulegu hugsanir. Úr
þessu verður alveg drepfyndin
blanda.“ Felix segir að leikritið
snerti við fólki þannig að það
nánast skammist sín fyrir að
hlæja, en geti samt ekki annað.
„Það er auðvitað af því maður
þekkir sjálfan sig í þessu.“
Felix fékk styrk úr leiklistar-
ráði til að setja sýninguna upp og
segist hafa náð að safna saman
einvalaliði til að taka þátt í grín-
inu. „Steinn Ármann Magnússon
og Edda Heiðrún Backman eru til
dæmis í aðalhlutverkum og Stef-
án Jónsson leikstýrir.“
Felix las leikritið fyrst þegar
hann var í leiklistarnámi í
Skotlandi árið 1989, en sá það
ekki á sviði fyrr en í Frakklandi
í fyrra. „Þegar Vesturport kom
svo upp var ég akkúrat kominn
með stað fyrir þessa sýningu.“
Þetta er í fyrsta skipti sem verk
eftir Steven Berkoff er sýnt hér
á landi, en Berkoff, sem er
Breti, er mjög þekktur leikhús-
maður. „Hann lék vonda kallinn í
Rambo,“ segir Felix, „og í leik-
húsinu er hann uppreisnarsegg-
ur sem hefur vakið athygli fyrir
að fara algjörlega eigin leiðir.
Hann er af mörgum talinn einn
besti og frumlegasti leikhús-
listamaður í heiminum.“
edda@frettabladid.is
ABSÚRD VERULEIKI Í VESTURPORTI
Edda Heiðrún Backman í hlutverki Donnu. Leikritið Kvetch er fyndið á sama tíma og
það er skerandi sorglegt.
Leikritið Kvetch eftir Steven Berkoff verður frumsýnt í Vesturporti í
kvöld. Það fjallar meðal annars um hjónin Frank og Donnu, sem eiga
fátt sameiginlegt nema endalausa angist og hræðslu við hvort annað
og umhverfið.
Áttunda breiðskífa söngkon-unnar Mariah Carey, „Charm-
bracelet,“ kemur út þann 10. des-
ember næstkom-
andi. Skífan verð-
ur sú fyrsta sem
kemur út undir
merkjum Mon-
arC, sem Carey
stofnaði ásamt Is-
land útgáfufyrir-
tækinu eftir að
hafa verið sagt
upp hjá Virgin.
Tveir unglingar voru stungnir íGlasgow fyrir skömmu er þeir
biðu eftir að komast á tónleika
með rokkurunum í Queens of the
Stone Age. Sautján ára gamall
piltur hefur verið handtekinn í
tengslum við málið. Unglingarnir
tveir hlutu minniháttar meiðsl.
Moby ætlar að gefa aðdáend-um sínum kost á að leikstýra
nýjasta tónlistarmyndbandinu
sínu. Allir þeir sem hafa áhuga á
verkefninu geta sent sína mynd-
bandsútgáfu af einhverju laganna
af breiðskífunni „18,“ sem Moby
gaf út fyrir skömmu. Sigurvegar-
inn fær um 700 þúsund krónur til
að búa til tónlistarmyndband í
fullri lengd fyrir Moby.
Plötusnúðurinn Fatboy Slim seg-ir að nýjasta breiðskífa Blur
hljómi meira eins og The Clash
heldur en dans-
plata. Slim, sem
heitir réttu nafni
Norman Cook,
dvaldi nýverið í
Marokkó við upp-
tökur á skífunni,
sem kemur út
snemma á næsta
ári. „Ég er ekki
búinn að breyta þeim í danshljóm-
sveit. Við höfum skemmt okkur
konunglega. Það eina sem ég get
sagt er að skífan hljómar meira
eins og The Clash á góðum degi,“
sagði Íslandsvinurinn.
FRÉTTIR AF FÓLKI
Drepfyndin angist
í firrtum heimi
M
YN
D
/Á
R
N
I T
O
R
FA
SO
N