Fréttablaðið - 30.10.2002, Blaðsíða 6
6 30. október 2002 MIÐVIKUDAGUR
SLEGIST UM SÆTIN
HEILBRIGÐISMÁL Félagsþjónustan í
Reykjavík býður ungum mæðrum
undir nítján ára aldri að sækja
námskeið um móðurhlutverkið
sér að kostnaðarlausu. Það er
Hrefna Einarsdóttir ljósmóðir
sem hefur stofnað nýja fræðslu-
miðstöð undir heitinu Magna Mat-
er sem heldur slík námskeið. Að
sögn Hrefnu hefur hún komið á
fót fræðslumiðstöð þar sem hægt
er að fá alla þá fræðslu sem verð-
andi foreldrar þurfa á að halda.
„Það hefur lengi verið áhugamál
mitt að ná til ungra verðandi
mæðra og námskeiðið held ég því
á föstudagkvöldum fyrir þær.
Þegar helgin nálgast er oft erfitt
fyrir þær að sætta sig við ástand
sitt. Vinirnir eru frjálsir á leið út á
lífið og mér finnst mikilvægt að
þær geti kynnst. Í framhaldi af
því gætu þær farið á kaffihús eða
gert eitthvað saman. Hluti af
námskeiðinu er að halda dálitið
utan um þær.
Magna Mater er fræðslumið-
stöð þar sem hægt er að sækja hin
ýmsu námskeið í foreldrahlutverk-
inu. Meðal annars eru sérstakir
feðratímar og hvernig best er að
njóta þess að vera foreldri.
Félagsþjónustan í Reykjavík:
Námskeið fyrir
ungar mæður
UNGAR MÆÐUR
Námskeiðið er haldið á föstudags-
kvöldum þegar vinirnir eru á leið út að
skemmta sér.
92 ára Ástrali:
Lauk dokt-
orsnámi
SYDNEY, ÁSTRALÍU, AP 92 ára gamall
Ástralíubúi, Ron Fitch, útskrifað-
ist á dögunum með doktorsgráðu í
verkfræði við háskólann í New
South Wales í Sydney. Hann öðlað-
ist BA gráðu í faginu árið 1932 og
lauk mastersgráðunni árið 1949.
„Aldur er svo sannarlega engin
hindrun í námi,“ sagði Fitch. „Mér
líður eins og unglambi. Ég geng
þrjá kílómetra á dag og syndi á
sumrin.“
Fitch, sem fór á ellilaun á 8.
áratugnum starfaði lengi vel við
ríkisjárnbrautirnar í Ástralíu og
hefur skrifað tvær bækur um líf
sitt þar.
Björn Bjarnason og Sólveig Pétursdóttir takast á um þriðja sætið í prófkjöri Sjálfstæðismanna í
Reykjavík. Fyrir síðustu þingkosningar skipaði Björn annað sætið en Sólveig það fjórða.
Barist um þriðja sætið
Ég hef verið þingmaðurReykvíkinga í tæp 12
ár og hef því öðlast mikla
reynslu af störfum þings-
ins. Ég gegndi m.a. for-
mennsku í allsherjar-
nefnd Alþingis um 8 ára
skeið en hef síðastliðin ár
verið dóms- og kirkju-
málaráðherra og er því
ein af þremur ráðherrum
Sjálfstæðisflokksins úr
Reykjavíkurkjördæmi. Í
ljósi þess finnst mér eðli-
legt að setja markið á
þriðja sæti.
Ég hef á undanförnum
árum beitt mér fyrir ýms-
um umbótamálum í starfi
ráðherra. Ég vil sérstak-
lega nefna átak í fíkni-
efnalöggæslu og aukið
samstarf við erlend lög-
reglulið sem skilað hefur
bættri löggæslu hér á
landi, nýja útlendingalög-
gjöf, margvíslegar að-
gerðir til þess að sporna
við umferðarslysum,
bætta réttarstöðu brota-
þola, svo sem með nýrri
löggjöf um nálgunarbann
og vitnavernd.
Það er hins vegar í
höndum Sjálfstæðis-
manna í Reykjavík að
ákveða uppröðun á fram-
boðslistanum. Í prófkjör-
inu legg ég mína reynslu
og störf í þeirra dóm og
vona auðvitað hið besta.
Ég hef jafnan óskaðeftir stuðningi í
þriðja sætið á framboðs-
lista Sjálfstæðisflokks-
ins frá því að ég gaf
fyrst kost á mér í próf-
kjöri haustið 1990. Með
góðum stuðningi fjölda
kjósenda hefur mér ver-
ið sýnt það traust að
skipa sætið og vona, að
ég njóti þess stuðnings
áfram.
Ég heyji ekki prófs-
kjörsbaráttu gegn nein-
um heldur til að styrkja
og efla Sjálfstæðis-
flokkinn vegna hug-
sjóna hans og stefnu.
Nú er ég í betri að-
stöðu en áður til að
vinna að hagsmunamál-
um Reykvíkinga, þar
sem ég sit bæði í borg-
arstjórn og á alþingi.
Þar þarf að huga að
brýnum málum varð-
andi velferð og öryggi
borgaranna auk sam-
göngumála, auk þess
beini ég kröftum mínum
að menntamálum, rann-
sóknum og vísindum og
utanríkismálum.
Sólveig Pétursdóttir:
Umbótamál
í löggæslu
Björn Bjarnason:
Stefnir á sama
sæti og áður
JERÚSALEM, AP Atkvæðagreiðsla um
fjárlagafrumvarp Ariels Sharons,
forsætisráðherra Ísraels, fer fram
í dag. Verkamannaflokkurinn hef-
ur hótað því að
greiða frumvarpinu
ekki atkvæði. Fari
svo, segist Sharon
sjá sig tilneyddan
að slíta stjórnar-
samstarfinu. Að öll-
um líkindum myndi
hann þá boða til
kosninga innan þriggja mánaða.
Að samsteypustjórninni í Ísrael
standa stóru flokkarnir tveir, það
er Likudflokkur Ariels Sharons og
Verkamannaflokkur Simons Per-
esar, ásamt fjölda smærri flokka.
Þingmaðurinn Zeev Boim, sem
er í forsvari samsteypustjórnar-
innar, segir litlar líkur á því að
Sharon geti myndað langlífa stjórn
með smærri flokkunum ef Verka-
mannaflokkurinn fer úr stjórninni.
Raunhæfast sé að Sharon þurfi að
boða til kosninga innan þriggja
mánaða.
Á sunnudaginn samþykktu
þingmenn Verkamannaflokksins
að greiða atkvæði gegn fjárlaga-
frumvarpinu, nema Sharon dragi
verulega úr fjárframlagi til byg-
gða ísraelskra landtökumanna á
Vesturbakkanum og Gazaströnd.
Sharon segist hins vegar ekki taka
það í mál.
Undanfarnar þrjár vikur hefur
Binyamin Ben-Eliezer varnar-
málaráðherra tekið harðari af-
stöðu gegn landnemabyggðunum.
Hann hefur átt í vök að verjast inn-
an Verkamannaflokksins vegna
þess hve fylgispakur hann hefur
reynst Sharon í stjórnarsamstarf-
inu. Nú virðist hann ætla að snúa
við blaðinu og hefur gagnrýnt
Sharon meir en áður, ekki síst í
tengslum við landnemabyggðirn-
ar, sem hafa alla tíð verið forsætis-
ráðherranum mikið hjartans mál.
Samkvæmt skoðanakönnun,
sem birt var í dagblaðinu Yediot
Ahronot, myndi Verkamannaflokk-
urinn tapa að minnsta kosti fimm
þingsætum ef kosið væri í dag.
Likud fengi að minnsta kosti átta
þingsætum meira en Verkamanna-
flokkurinn á 120 manna þingi Ísra-
els.
Ríkisstjórnir í Ísrael hafa sjald-
an verið langlífar. Undanfarin sjö
ár hafa fimm forsætisráðherrar
setið þar við völd.
Fari svo, að Sharon boði til
kosninga, þá verða þær að öllum
líkindum haldnar seinnipartinn í
janúar. Um svipað leyti hefur Jass-
er Arafat boðað til kosninga meðal
Palestínumanna.
Líkur aukast á
stjórnarslitum í Ísrael
Til úrslita dregur á þingi í dag, þegar greitt verða atkvæði um fjárlagafrumvarp Ariels
Sharons. Verkamannaflokkurinn neitar að styðja landnemabyggðirnar. Sharon hótar að
reka flokkinn úr stjórninni.
Raunhæfast
sé að Sharon
þurfi að boða
til kosninga
innan þriggja
mánaða.
RÍKISSTJÓRNARFUNDUR Í ÍSRAEL
Stjórnarflokkarnir eru ósammála um framlög til landnemabyggða í fjárlagafrumvarpinu. Í
dag kemur í ljós hvort stjórninni verður bjargað á elleftu stundu.
VEISTU SVARIÐ?
Árni M. Mathiesen hefur ver-
ið dæmdur fyrir meiðyrði.
Málið snýr að frétt um brott-
kast. Um borð í hvaða bát
voru hinar umdeildu frétta-
myndir teknar?
Brasilíumenn hafa kosið sér
nýjan forseta. Hvað er hann
kallaður?
Þing Norðurlandaráðs stend-
ur yfir um þessar mundir.
Hvar er það haldið?
Svörin eru á bls. 22.
1.
2.
3.
FJÁRMÁL
GENGI GJALDMIÐLA
Bandaríkjadalur 88.23 -0.35%
Sterlingspund 137.53 0.47%
Dönsk króna 11.69 0.65%
Evra 86.86 0.68%
Gengisvístala krónu 130,19 -0,01%
KAUPHÖLL ÍSLANDS
Fjöldi viðskipta 164
Velta 7.895 milljónir
ICEX-15 1.293 0,16%
Mestu viðskipti
Þormóður rammi-Sæberg 3.826.546.714
Þorbjörn Fiskanes hf. 630.753.386
Sæplast hf. 42.502.080
Mesta hækkun
Líf hf. 4,88%
Íslandssími hf. 4,76%
Þróunarfélag Íslands hf. 3,75%
Mesta lækkun
Líftæknisjóðurinn MP BIO hf. -16,67%
Hampiðjan hf. -4,44%
Þormóður rammi-Sæberg hf. -1,18%
ERLENDAR VÍSITÖLUR
DJ*: 8249,3 -1,40%
Nsdaq*: 1285,5 -2,30%
FTSE: 3943,5 -3,60%
DAX: 3025,6 -5,40%
Nikkei: 8708,8 -0,60%
S&P*: 869,7 -2,30%
KRÓNAN STÖÐUG Gengi íslensku
krónunnar breyttist nánast ekkert
í viðskiptum gærdagsins. Krónan
styrktist um 0,01%. Mest viðskipti
með hlutabréf voru í Þormóði
ramma. Helgast það af einum við-
skiptum upp á 3,2 milljarða.
Helstu vísitölur í Evrópu lækkuðu
töluvert og smitaði sú lækkun til
Bandaríkjanna þegar markaðir
opnuðu þar. Þýska vísitalan DAX
lækkaði um 5,4%, en vísitalan í
London fór niður um 3,6%.
AP
/E
D
G
AR
A
SH
ER