Fréttablaðið - 30.10.2002, Page 13
13MIÐVIKUDAGUR 30. október 2002
BOLTINN
FORMÚLA Mörg stærstu nöfnin í
Formúlu 1 kappakstrinum eru
ánægð með breytingarnar á
íþróttinni sem samþykktar voru á
mánudag. Niki Lauda, yfirmaður
Jagúar liðsins, segist ánægðastur
með þá breytingu að lið geti ekki
lengur gefið liðsfyrirmæli til að
hagræða úrslitum. Það fór fyrir
brjóstið á mörgum á síðasta
keppnistímabili hvernig Ferrari
hagræddi úrslitum til að tryggja
sér sigur í keppni bílasmiða.
Gerhard Berger, yfirmaður
BMW, segist ánægður með að
ekki hafi verið tekin upp þyngd-
arforgjöf líkt og hugmyndir voru
uppi um. Ef sú forgjöf hefði verið
samþykkt hefðu bílar verið
þyngdir í samræmi við unnin stig.
„Mér líst ágætlega á breyting-
arnar en við þurfum að sjá hvern-
ig þær virka,“ sagði Berger.
„Nýja stigagjöfin virðist góð,
fleiri lið eiga möguleika á að
krækja sér í stig.“
Samkvæmt breytingunum
verður ný stigagjöf tekin upp og
verða gefin stig fyrir fyrstu átta
sætin. Fyrsta sætið gefur tíu stig,
í stað átta áður, annað sætið gefur
átta í stað sex og sex stig fást fyr-
ir þriðja sætið, í stað fjögurra
áður. Fjórða sætið gefur fimm
stig, það fimmta fjögur, sjötta
gefur þrjú og svo koll af kolli.
Tímatökunum hefur verið
breytt þannig að þær fara fram á
föstudögum og laugardögum.
Besti samanlagður tími ákvarðar
röð keppenda á rásmarki. Þá fær
hver bílstjóri að spreyta sig al-
einn í brautinni.
Dekkjaframleiðendur þurfa
ekki lengur að láta lið hafa eins
dekk. Fyrir vikið geta lið valið
þau dekk sem þau telja henta sér
best.
Formúla 1:
Ánægðir
með breyt-
ingarnar
YFIRMAÐURINN
Bernie Ecclestone, yfirmaður Formúlu 1, hlustaði með athygli á nýja reglugerð í íþróttinni
sem samþykkt var á mánudag.
FÓTBOLTI Bryan Robson, fyrrver-
andi knattspyrnustjóri enska
liðsins Middlesbrough, hefur
áhuga á að taka við stjórastarfinu
hjá Íslendingaliðinu Stoke verði
þess farið á leit við hann. „Ég er
tilbúinn til að snúa aftur í fótbolt-
ann og ég væri svo sannarlega
tilbúinn til að heyra hvað hin ís-
lenska stjórn Stoke hefði upp á að
bjóða,“ sagði Robson. „Ég bý
skammt frá Stoke og það myndi
vissulega hafa áhrif á val mitt ef
mér yrði boðin staða einhvers
staðar.“
Stoke, sem er í 20. sæti ensku
1. deildarinnar, missti stjóra sinn
Steve Cotterill til Sunderland þar
sem hann mun gegna starfi að-
stoðarknattspyrnustjóra.
Auk Robson hefur landsliðs-
maðurinn fyrrverandi, Stuart Pe-
arce, meðal annars verið orðaður
við Stoke.
Bryan Robson:
Hefur áhuga
á Stoke City
ROBSON
Robson gerði garðinn frægan sem leikmaður Manchester United.
BROSMILD BRÚÐHJÓN
Kólumbíski ökuþórinn í Formúlu-1
kappakstrinum, Juan Pablo Montoya, var
brosmildur í meira lagi um síðustu helgi
þegar hann gekk að eiga unnustu sína
Connie Freydell. Athöfnin var haldin í
bænum Cartagena undan ströndum Kar-
abíahafsins.
AP
/M
YN
D
Henrik Larsson, leikmaðurCeltic í skosku úrvalsdeild-
inni, hefur lýst því yfir að hann
ætli ekki að skrifa undir nýjan
samning við liðið. Samningur
Larsson rennur út í lok næstu
leiktíðar en hann hefur leikið
með liðinu sjö keppnistímabil.
Larsson hefur verið einn besti
framherji Evrópu á undanförnum
árum og hefur farið mikinn með
sænska landsliðinu.
Rick Fox, leikmaður L.A.Lakers í NBA-deildinni í
körfubolta, hefur verið dæmdur
í sex leikja bann fyrir að ráðast
á Doug Christie, leikmann
Sacramento Kings, í æfingaleik
liðanna fyrir skömmu. Christie
var dæmdur í tveggja leikja
bann fyrir þátttöku sína í
slagsmálunum. Fox hefur
beðist afsökunar á hegðun
sinni.