Fréttablaðið - 30.10.2002, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 30.10.2002, Blaðsíða 12
12 30. október 2002 MIÐVIKUDAGURÍSHOKKÝ MARK Dainus Zubrus, leikmaður Washington Capitals, á hér í höggi við Johan Hedberg, markvörð Pittsburgh Penguins, í leik í NHL deildinni. ÍÞRÓTTIR Í DAG 18.30 Ásvellir 1. deild kvenna karfa (Haukar - UMFG) 19.00 Sýn Heimsfótbolti með West Union 19.15 KR-hús 1. deild kvenna karfa (KR - Keflavík) 19.30 Sýn Meistaradeild Evrópu (Dortmund - Arsenal) 19.30 Skjár 1 Mótor Skjár 1 20.00 Njarðvík 1. deild kvenna karfa (UMFN - ÍS) 21.40 Sýn Meistaradeild Evrópu (Liverpool - Valencia) 22.15 RÚV Íþróttakvöld FÓTBOLTI Guðni Bergsson, fyrirliði enska úrvalsdeildarliðsins Bolton Wanderes, er meiddur á kálfa og spilar væntanlega ekki með liðinu næstu fimm vikurnar eða svo. Guðni gat ekki leikið gegn Sund- erland á mánudaginn. Leikurinn endaði með jafntefli, 1-1. Sam Allardyce, stjóri Bolton, þurfti að breyta leikskipulagi liðsins þar sem Guðni er meiddur. Hann stillti upp þremur varnar- mönnum, þeim Bruno N’Gotty, Ivan Campo og Mike Whitlow, í stað fjögurra eins og venjulega. Allardyce á í miklum vand- ræðum með leikmenn sína. Auk Guðna er Paul Warhurst meiddur. Hann átti að koma inn í liðið á mánudag en í ljós kom að nára- meiðsli sem hafa verið að hrjá hann eru enn til staðar. Hann verður væntanlega frá í mánuð í það minnsta. Bolton er sem stendur á botni deildarinnar með átta stig eftir tíu leik, hefur aðeins unnið tvo leiki.  Guðni Bergsson meiddur: Leikur ekki næstu fimm vikurnar GUÐNI BERGSSON Er lykilmaður í liði Bolton Wanderes. Hann leikur ekki með liðinu næstu fimm vikurnar. BALTIC WOOD parket í miklu úrvali Verðdæmi: Eik Unique 14mm 3ja stafa Tilboð kr. 2.790,- m2 FÓTBOLTI Danska knattspyrnu- tröllið Stig Tøfting, leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Bolton og danska landsliðsins, hefur áfrýjað fjögurra mánaða fangelsisdómi sem hann hlaut fyrir að ráðast á tvo starfsmenn á veitingahúsi. Fresturinn til að áfrýja rann út í gær. Atvikið átti sér stað 23. júní síðast liðinn á veitingastaðnum Café Ketchup í Kaupmannahöfn. Tøfting var þar staddur ásamt nokkrum félögum sínum úr landsliðinu, sem var nýkomið af heimsmeistaramótinu í Suður- Kóreu og Japan. Í brýnu sló á milli Tøftings og starfsmanns veitingastaðarins sem endaði með því að knattspyrnumaðurinn skallaði þann síðarnefnda í höf- uðið svo stórsá á honum. Kokkur veitingastaðarins ákvað þá að ganga á milli en Tøfting kýldi hann í gólfið. Óvíst er hver framtíð Tøftings verður hjá Bolton en búast má við að liðið segi upp samningnum við hann, verði hann dæmdur til fangelsisvistar.  Stig Tøfting: Áfrýjar fangelsisdómi STIG TØFTING Var dæmdur í 20 daga fangelsi árið 1999 fyrir að kýla eiganda kaffihúss í Árósum. Hann lék áður með Hamburg SV í þýsku deildinni. FÓTBOLTI Arsenal, Valencia og Real Madrid nægir jafntefli í leikjum sínum til að tryggja sér sæti í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinn- ar í kvöld. Englandsmeistarar Arsenal sækja þýska liðið Dortmund heim í A-riðli, en fyrri leik liðanna lauk með 2:0 sigri Arsenal. Dennis Bergkamp verður ekki með Arsenal í leiknum. Eftir mikla sig- urgöngu hefur allt gengið á aftur- fótunum hjá Arsenal upp á síðkastið. Liðið hefur tapað þrem- ur síðustu leikjum sínum, þar á meðal síðasta leik sínum í Meist- aradeildinni gegn franska liðinu Auxerre á heimavelli sínum Highbury. Spænska liðið Valencia, sem er í efsta sæti B-riðils, mætir Liver- pool á Anfield Road. Fyrri leik lið- anna lauk með 2:0 sigri Valencia. Liverpool hefur gengið vel upp á síðkastið og er komið í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Varnar- menn Liverpool þurfa að hafa gætur á Pablo Aimar, sem skoraði þrennu í stórsigri Valencia gegn Bilbao um síðustu helgi. Leik Spartak Moskvu og sviss- neska liðsins Basel í B-riðli hefur verið frestað til 6. nóvember vegna gíslamálsins sem kom upp í Moskvu fyrir skömmu. Í C-riðli taka Evrópumeistarar Real Madrid á móti ítalska liðinu Roma. Vicente Del Bosque, knatt- spyrnustjóri Real, getur í fyrsta sinn teflt fram gullmolunum sín- um, fimm í sama leiknum, þeim Ronaldo, Luis Figo, Zinedine Zida- ne, Roberto Carlos og Raul. Þeir eru allir lausir við meiðsli og til í slaginn. Real hefur hikstað í síð- ustu tveimur leikjum sínum í Meistaradeildinni, í jafnteflis- leikjum gegn gríska liðinu AEK. Í D-riðli taka frönsku meistar- arnir Lyon á móti hollenska liðinu Ajax, sem vann Meistaradeildina árið 1995. Lyon getur tryggt sér sæti í 16 liða úrslitum sigri þeir leikinn. Rosenborg, lið Árna Gauts Arasonar, mætir Inter Mil- an á Ítalíu í hinum leik riðilsins. Norðmennirnir mega ekki tapa leiknum ætli þeir sér að eiga möguleika á að komast áfram.  Nær Arsenal sér á strik í Þýskalandi? Næstsíðasta umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu heldur áfram í kvöld. Arsenal, Valencia og Real Madrid nægir jafntefli til að komast áfram í keppninni. Í ELDLÍNUNNI Robert Pires, til vinstri, Thierry Henry, í miðjunni, og Fredrik Ljungberg verða í eldlínunni í kvöld gegn þýska liðinu Borussia Dortmund. Arsenal tapaði síðasta leik sínum á Highbury gegn Blackburn með tveimur mörkum gegn einu. ZIDANE Frakkinn Zinedine Zidane, leikmaður Real Madrid, fagnar frábæru marki sínu gegn Villareal í spænsku deildinni um síðustu helgi. Real á erfiðan leik fyrir höndum gegn Roma. LEIKIR KVÖLDSINS: A-riðill: Dortmund-Arsenal PSV-Auxerre B-riðill: Liverpool-Valencia C-riðill: AEK-Genk Real Madrid-Roma D-riðill: Inter Milan-Rosenborg Lyon- Ajax STAÐAN Í RIÐLUNUM: A-riðill: L S Arsenal 4 9 Dortmund 4 7 Auxerre 4 4 PSV 4 2 B-riðill: L S Valencia 4 10 Liverpool 4 7 Basel 4 5 Spartak 4 0 C-riðill: L S R.Madrid 4 8 Roma 4 5 AEK 4 4 Genk 4 2 D-riðill: L S Lyon 4 7 Inter 4 5 Ajax 4 5 Rosenb. 4 3 REIÐNÁMSKEIÐ Nýtt námskeið hefst 31. okt. Barnahópar og fullorðins, byrjendur og lengra komnir. Uppl. og skráning 575 1566 Reiðskólinn Þyrill – Reiðhöllinni Víðidal.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.