Fréttablaðið - 30.10.2002, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 30.10.2002, Blaðsíða 24
Vinkona mín sagði mér nýlegasögu af vinkonu vinkonu sinnar. Sú vinkona býr í Ameríku og er í bissniss, alveg forrík. Hún kemur frá fyrrum sovétlýðveldi sem nú er komið undir ógnarstjórn einræðis- herra nokkurs sem fær 99% at- kvæða í öllum kosningum og stund- um miklu meira. Nema hvað þessi vinkona í Ameríkunni flytur inn varning frá þessu fyrrum sovétlýð- veldi til Bandaríkjanna og græðir á tá og fingri. SVO gerðist það um daginn að ein- ræðisherrann ákvað að gera sér dagamun og hafði boð inni og bauð til þess öllu betra fólki og þar á með- al þessari vinkonu vinkonu vinkonu minnar. Hún tók þegar í stað að ferð- búast og brá sér í lagningu. En svo var henni vandi á höndum þegar að því kom að finna einhverja skemmti- lega gjöf að færa gestgjafanum, því að það er ekki hrist fram úr erminni að finna hentuga gjöf handa sterk- efnuðum einræðisherra á besta aldri sem á allt til alls. EN það er ekki ofsögum sagt af vöruúrvalinu í Ameríku. Eftir langa leit fann vinkonan gjöf sem kostaði ekki nema 400 dollara. Þessa gjöf fann hún hjá fyrirtæki sem hefur einkaumboð fyrir óskírðar stjörnur úti í himingeimnum. Þar getur mað- ur keypt stjörnur í stykkjatali og jafnvel heilu sólkerfin og gefið þeim nöfn eftir smekk. Vinkonan lét sig hafa það að kaupa sæmilega stóra stjörnu og skírði hana auðvitað í höf- uðið á einræðisherranum (sem ég man reyndar ekki hvað heitir). ÞAÐ er ekki að orðlengja það, þessi gjöf gerði stormandi lukku: Einræð- isherrann varð klökkur þegar hann tók við stjörnukortinu og sá að úti í himingeimnum skein stjarna sem hét í höfuðið á honum og mundi varðveita nafn hans um alla eilífð. Og öll blöðin í landinu skrifuðu for- síðufréttir og leiðara um að lands- faðirinn væri í svo miklum metum í Bandaríkjunum að þarlendir hefðu gefið honum einkaóðal til eignar og ábúðar úti í miðjum óendanleikan- um. Og konan sem keypt hafði stjörnukortið var stjarnan í þessu viðhafnarsamkvæmi og treysti við- skiptasambönd sín um mikinn mæli. Þegar grátklökkur einræðisherrann þakkaði henni fyrir að hafa gert sig ódauðlegan sagði hún brosandi: Litlu verður Vöggur feginn.  SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Örsaga um ódauðleikann Bakþankar Þráins Bertelssonar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.