Fréttablaðið - 30.10.2002, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 30.10.2002, Blaðsíða 10
10 30. október 2002 MIÐVIKUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúi: Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Venjulegur launamaður sem villbæta kjör sín með því að leggja á sig meiri vinnu er í miklum vanda. Ef við tök- um dæmi af taxta Verzlunarmannafé- lags Reykjavíkur fyrir afgreiðslufólk í verslunum með fimm ára starfs- reynslu þá fær það 835 krónur fyrir yf- irvinnuntímann. Til að búa til 10.000 krónur þarf fólkið því að vinna í tæpa 12 tíma til að hækka laun sín um 10 þúsund kallinn. En það er þó ekki svo auðvelt. Ríkið tekur nefnilega rúmar 3.800 krónur af þessum 10.000 krónum og 400 krónur fara í orlof og síðan tekur Verzlunar- mannafélagið sjálft hátt í 250 kall í félagsgjöld og fleira. Afgreiðslu- fólkið fær í sinn hlut 5.550 krónur af tíu þúsund kallinum. Það þarf því að leggja harðar að sér. Til að fá 10.000 krónur í budduna þarf það að vinna í 21 og hálfan klukkutíma. 12 tíma fyrir sig og síðan 9 og hálfan tíma fyrir Geir Haarde og ríkis- sjóð, Gunnar Pál Pálsson og Verzl- unarmannafélagið og aðra alls óskylda aðila. Það er ekki furða þótt mörgu fólki finnist það fast í gildru. Sumir kalla það fátæktargildru. Aðrir velja önnur orð. Í það minnsta er fólki gert fjandi erfitt í lífsbarátt- unni. Tíu þúsund krónur fyrir 21 og hálfan tíma; það er svo vondur kost- ur að segja má að sá sem tekur hann sé ekki með öllum mjalla. Það hlýtur að vera skárra að sætta sig við að vera án hans. Þeir sem þurfa að lifa af lífeyris- greiðslum frá Tryggingastofnun ríkisins sitja enn fastari í svona gildru. Það kerfi refsar þeim harð- lega sem reyna að bjarga sér. Það refsar meira að segja þeim sem gifta sig – svo ákveðið er kerfið í að skerða lífsgæði skjólstæðinga sinna. Lengi vel byggði sjálfsmynd Ís- lendinga á dugnaði þeirra og elju- semi; krafti til að vinna sig út úr erfiðleikum. Í hátíðarræðum hafa menn jafnvel leiðst út í kenningar um að óbilgjörn náttúra og vont veðurfar hafi mótað persónugerð Íslendinga með þessum hætti. Þetta er einskonar ofurmannskenning; að þeir sem ekki gátu lifað í þessu guðsvolaða landi hafi dáið einhvern tímann í pápísku. Það er því undarlegt í meiralagi að Íslendingar hafi smíðað kerfi sem dregur úr þeim þrótt og hvetur þá til uppgjafar í lífsbaráttunni. Og að þeim takist að viðhalda sjálfs- mynd sinni sem kjarkaðra dugnað- arforka á sama tíma. Annað hvort hlýtur að láta undan á endanum. Annað hvort byggjum við kerfi sem rímar við manngildishugmyndir okkar eða við skiptum snarlega um sjálfsmynd; göngum kreppt og hok- in fram á veg.  „Tíu þúsund krónur fyrir 21 og hálfan tíma; það er svo vondur kostur að segja má að sá sem tek- ur hann sé ekki með öll- um mjalla.“ Göngum kreppt og hokin fram á veg skrifar um fátæktargildrur ríkisins. Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON SMYGL Ákæra á hendur níu mönnum vegna stórfellds innflutnings á hassi og tilraun til innflutnings sumarið 2000 hefur verið þingfest í H é r a ð s d ó m i R e y k j a v í k u r . Ákærðu eru karl- menn á fertugs- og f i m m t u g s a l d r i . Þeim er gefið að sök að hafa flutt inn eða reynt inn- flutning á 25 kílóum af hassi. Það var í júní árið 2000 að starf- semi mannanna hófst. Tveir þeirra lögðu á ráðin um að flytja hass inn til landsins frá Amsterdam. Annar þeirra bjó erlendis og útvegaði hann tæplega fimm kíló af hassi. Hinn, sem búsettur er hér á landi, útveg- aði burðardýr til að smygla efninu til Íslands. Hann var gripinn þegar efnið fannst við leit í farangri hans við komuna til Keflavíkurflugvall- ar. Sömu menn komu sér síðan sam- an um að reyna aftur, það var í júlí og þá í samstarfi við háseta á Goða- fossi. Nú reyndu þeir að koma 10 kílóum af hassi til landsins. Sá sem bjó erlendis útvegaði hassið og af- henti hásetanum í Rotterdam. Hann faldi hassið um borð. Við komuna til landsins gaf hásetinn öðrum manni upplýsingar um felustað efnisins svo hann gæti fjarlægt það. Nokkr- ar aðrar tilraunir voru gerðar en án árangurs. Á meðan sigldi skipið nokkrar ferðir erlendis. Mánuði síð- ar ákvað maðurinn að fjarlæga hassið. Skömmu eftir var hann handtekinn í bifreið við Kornagarða við Sundahöfn þar sem fíkniefnin fundust. Sami maður kom svo aftur við sögu í þriðju smygltilrauninni. Starfaði hann þá sem stýrimaður um borð í Mánafossi og í samráði við tvo aðra lagði hann á ráðin að smygla til landsins 10 kílóum af hassi. Aftur var haft samband við manninn ytra sem útvegaði fíkni- efnin. Hann síðan afhenti þau stýri- manninum í Rotterdam. Samkvæmt áætlun varpaði stýrimaðurinn efn- inu fyrir borð þegar skipið var við Engey á leið í Sundahöfn. Ákveðið var að kafa eftir því síðar. Pakkinn með hassinu fannst aldrei þrátt fyr- ir 20-25 leitartilraunir stýrimanns- ins og annarra meðákærðu. Við leit- ina var kafað, hafsbotninn slæddur og neðansjávarmyndavél notuð. kolbrun@fréttabladid.is Reyndu innflutning á 25 kílóum af hassi Tveir skipverjar hjá Eimskip voru viðriðnir hassinnflutning. SMYGLUÐU FÍKNIEFNUM Að sögn Kolbrúnar Sævarsdóttur saksókn- ara hefur málsmeðferð dregist vegna fjar- veru meints höfuðpaurs sem búsettur var í Hollandi. Hafði hann verið úrskurðaður í farbanni þar í landi. Ákveðið var að kafa eftir því síðar. SMYGL Aðild mannanna níu að fíkni- efnasmygltilraununum er mismik- il. Sex eru ákærðir vegna innflutn- ingsins á 10 kílóum af hassi um borð í Goðafossi. Fjórir fyrir að hafa staðið að innflutningi til sölu- dreifingar, sá fimmti fyrir að hafa hassið í vörslu sinni og sá sjötti vegna hlutdeildar við að fjarlægja fíkniefnin úr skipinu með því að lána bæði peninga og bifreið. Sjö manns sæta ákæru vegna innflutnings á 10 kílóum af hassi með Mánafossi ætluðu til söludreif- ingar hér á landi og /eða fyrir að taka þátt í leit að fíkniefnum í sjón- um við Engey í Reykjavík. Þrír eru ákærðir fyrir að hafa lagt á ráðin. Sá fjórði er ákærður fyrir að hafa verið milligöngumaður við þann fimmta sem útvegaði fíkniefnin. Tveir eru síðan ákærðir fyrir að hafa liðsinnt við að leita að fíkniefn- unum í sjónum. Einn maður kemur við sögu í öllum smygltilraununum og er sá talinn meintur höfuðpaur. Hann var búsettur í Hollandi þegar innflutn- ingurinn átti sér stað og sá m.a. um kaupin á hassinu. Við þingfestingu á mánudag viðurkenndi hann að hafa útvegað 15 kíló en neitaði að öðru leyti sök. Fíkniefnalögreglan hleraði sím- töl milli hinna grunuðu meðan á rannsókn stóð og fylgdist með þeim þegar þeir árangurslaust leituðu pakkans sem varpað var fyrir borð. Ákveðið hefur verið að aðalmáls- meðferð fari fram 4. og 5. desem- ber. Er þá gert ráð fyrir að hluti af hlerununum verði spilaður.  Mismikil aðild mannanna níu að fíkniefnasmyglinu: Lögreglan hleraði símtöl og njósnaði Væntingarvísitala síðasta mánaðar: Fellur milli mánaða VÍSITÖLUR Væntingavísitala Gallup lækkaði frá síðasta mánuði um 12,5 stig. Hún stendur nú í 101 stigi. Væntingavísitalan setti met í síð- asta mánuði, en nú er lægsta gildi hennar frá því í apríl. Breytingin er mest í vænting- um til stöðu atvinnumála. Tölu- verðar uppsagnir hafa verið að undanförnu í fyrirtækjum sem kann að skýra breytinguna á vísitölunni. Væntingavísitala Gallup er sett saman með sama hætti og sambærileg vísitala í Bandaríkj- unum. Sú er talin hafa forspárgildi um þróun einkaneyslu.  FRAMKVÆMDIR Bæjaryfirvöld í Austur-Héraði eru með til skoðun- ar tilboð frá Nýsi hf. um að reisa nýtt 1.000 fermetra ráðhús á Eg- ilsstöðum. Soffía Lárusdóttir, for- seti bæjarstjórnar, segir að ekki sé búið að taka neina ákvörðun í málinu en farið verður yfir tilboð- ið á næsta fundi bæjarráðs. Um yrði að ræða einkafram- kvæmd. Nýsir myndi byggja hús- ið, sem yrði á þremur hæðum og leigja það síðan til bæjarins. Soff- ía segir að auk nýs ráðhúss sé gert ráð fyrir frekari uppbyggingu á sama byggingarreit við Lagarás, gegnt Hótel Héraði. Þar sé gert ráð fyrir skrifstofu- og verslunar- húsnæði og einhverjum íbúðum. Að sögn Soffíu eru skrifstofur bæjarstjórnar nú við Lyngás, á annarri hæð í iðnaðarhúsnæði með engri lyftu. Hún segir að hús- ið sé orðið of lítið og því hafi ver- ið tímabært að skoða möguleika á nýju húsnæði.  Nýtt ráðhús á Egilsstöðum: Einkaframkvæmd og bærinn leigir RÁÐHÚS Á EGILSSTÖÐUM Heimild: Teiknistofa Albínu Thordarson

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.