Fréttablaðið - 30.10.2002, Blaðsíða 14
14 30. október 2002 MIÐVIKUDAGUR
TÓNLIST Þegar Í svörtum fötum
ákvað fyrst að gera sig sýnilega
íslenskum plötubúða-rápurum
gerðu þeir það með stæl. Þeir
plöntuðu sér í glerbúrið sem var
í búðarglugga Skífunnar á Laug-
arvegi og hljóðrituðu fyrstu
plötu sína þar, fyrir augum allra
sem gengu framhjá, á 12 dögum.
Þetta var fyrir tveimur árum og í
dag vill Jón Jósep Snæbjörnsson,
eða Jónsi, lítið kannast við grip-
inn.
„Þú varst kannski það óhepp-
inn að heyra þann ólánsgrip?,“
spyr hann blaðamann með afsök-
unartón. „Við vorum beðnir á
balli í Þingborg 30. nóvember
2000 að gefa út plötu. Þar voru
150 manns og allir sögðust ætla
að kaupa plötuna ef hún kæmi út.
Við drifum okkur því út í búð,
keyptum upptökugræjur, tókum
upp plötuna á 12 dögum og kom-
um henni út í búð fyrir jól.“ Í dag
efast Jónsi um að þessir 150
manns á ballinu í Þingborg hafi
staðið við loforð sitt, sem hlýtur
að segja allt sem segja þarf um
sölutölur.
Það er nánast ótrúlegt hversu
vel Í svörtum fötum hefur tekist
að breiða út poppboðskap sinn á
þeim stutta tíma sem liðin er.
Hljóðið í Jónsa er allt annað þeg-
ar kemur að því að tala um nýju
plötuna sem ber nafn sveitarinn-
ar. „Eða ( - Í svörtum fötum - ).“
„Nýja platan er mun
þroskaðra stykki og miklu meiri
tíma varið í hana. Við bjuggumst
við hefðbundinni poppafurð með
einum til tveimur hápunktum en
svo fór allt í einu að kræla í
„sköpunargáfulegum púka“. Við
ákváðum að skella ekki loku fyr-
ir hann og gerðum bara það sem
okkur langaði. Þetta er því dýpri
plata og kannski með aðeins
meiri meiningu en hefðbundin
gítarströmm plata sem svo er
trommað yfir. Við erum með allt
frá stórum ballöðum til laga sem
hljóma eins og Creed.“
Á föstudag verða haldnir út-
gáfutónleikar í Austurbæjarbíó.
Sveitin er búin að ráða til sín
leikstjóra til þess að gefa tónleik-
unum „stórsýningalegri“ blæ.
„Hefðbundnir útgáfutónleik-
ar eru þannig að sveitin kemur
fram í sínum eigin fötum, spilar
lögin af væntanlegri plötu og
svo fara allir á fyllirí. Við ætl-
um að taka hugmyndina lengra
og setja þetta upp sem sýningu.
Þetta verður ekki eins og Stuð-
menn í fiskabúningum en við
ætlum að fara hálfa leið í þeim
efnum,“ segir Jónsi og brosir út
í annað.
biggi@frettabladid.is
JÓNSI
„Við vorum búnir að spila sem sveitaballaband í 2 ár og vorum komnir eins langt og
við gátum,“ segir Jónsi, söngvari Í svörtum fötum. „Við fundum það líka þegar við spil-
uðum fyrir grunnskólana að krakkarnir spurðu sífellt hvort við værum ekki með plötu.
Plöturnar eru það sem stendur eftir og okkur langar til þess að vera hluti af þessari ís-
lensku arfleifð.“
Önnur breiðskífa popphljómsveitarinnar Í Svörtum Fötum kemur í
búðir í dag. Jónsi söngvari segir hana vera „fyrstu alvöru“ plötu sveit-
arinnar. Á föstudag verða haldnir útgáfutónleikar í Austurbæjarbíó.
Thom Yorke, söngvari hljóm-sveitarinnar Radiohead, spilaði
tvö ný lög með sveitinni á góðgerð-
artónleikum sem
Neil Young stóð
fyrir í Kaliforníu.
Yorke, sem kom
fram einn á tón-
leikunum, spilaði
lögin „Sail to the
Moon“ og „There
There,“ sem hafa
margoft verið spiluð á tónleika-
ferðalagi Radiohead um Evrópu.
Verða lögin að öllum líkindum á
næstu breiðskífu sveitarinnar sem
kemur út snemma á næsta ári. Síð-
asta lagið sem Yorke lék á tónleik-
unum var lagið „After the Gold
Rush,“ eftir Neil Young sjálfan.
Kvikmyndin „Jackass“ sem gerðer af sömu mönnum og standa
að baki samnefndum sjónvarps-
þáttum á MTV fór rakleiðis í efsta
sæti bíóaðsóknar-
listans í Banda-
ríkjunum. Í mynd-
inni má sjá þá
Johnny Knoxville
og félaga hans
gera hluti sem alls
ekki á að gera
heima hjá sér.
...og meira af Johnny Knoxville,
því hann hefur tekið að aðalhlut-
verkið í kvikmyndinni „Grand
Theft Parsons“ þar sem hann leik-
ur á móti Christine Applegate.
Myndin er byggð á sönnum atburð-
um og fjallar um Phil Kaufman,
leikinn af Knoxville, umboðsmann
tónlistarmannsins Gram Parsons.
Applegate leikur fyrrverandi eig-
inkonu Parsons.
Hægt er að sjá sýnishorn úrframhaldsmynd Charlie’s Ang-
els á netinu. Það er að finna á slóð-
inni www.sonypictures.com-
movies/-charliesangels2. Þar má
m.a. sjá þær stöllur Cameron Diaz,
Drew Barrymore og Lucy Liu sýna
góða takta, aftur.
FRÉTTIR AF FÓLKI
Sköpunargáfulegir
púkar í svörtum fötum
STÚART LITLI 2 m/ísl. tali kl. 4
MR. DEEDS kl. 5.50, 8 og 10.10
BEND IT LIKE BECKHAM kl. 5.45
Sýnd kl. 4, 5.30, 6.30, 8, 9 og 10.30
Sýnd kl. 7.30 og 10
Sýnd kl. 8 og 10.30
kl. 8FÁLKAR
kl. 10THE GURU
MAÐUR EINS OG ÉG kl. 6
THE BOURNE IDENTITY kl. 10.20
Sýnd kl. 6, 8 og 10 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30
LILO OG STITCH m/ísl. tali kl. 4 VIT429
YA YA SISTERHOOD 5.45, 8 og 10.15 VIT455 HAFIÐ kl. 4 og 6
VIT
433
SIGNS kl. 8 VIT427
MAX KLEEBLE´S.. kl. 4 og 6 VIT441
BOURNE IDENTITY kl. 8 og 10.15 VIT427
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.15 VIT 448
Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15 VIT 451
Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15 VIT 445
kl. 7MÖHÖGULEIKAR
kl. 4.50, 8 og 10.15HAFIÐ
Frumsýnd kl. 8.30Í SKÓM DREKANS
kl. 5.45 YA YA SISTERHOOD
TÓNLIST
Þegar ég segi að nýjasta breið-skífa Barry Adamsson sé
skrýtin ætti það ekki að koma
neinum á óvart. Maðurinn, sem
upphaflega var liðsmaður The Bad
Seeds undirleikssveit Nick Cave,
hefur á sólóferli sínum verið
þekktur fyrir tilraunastarfssemi
og drungalega tóna. Hann átti til
dæmis nokkur lög í David Lynch
myndinni frábæru „Lost Hig-
hway“.
En nýja platan, „The King of
Nothing Hill“, er ekki skrýtin að
því leyti að hún líkist engu öðru.
Það segir sig í raun sjálft þegar
þessi tónlistarmaður á í hlut. Held-
ur er hún skrýtin að því leyti að
Adamsson hljómar eins og hann
hafi ekki vitað í hvorn fótinn hann
hafi átt að stíga í þetta skipti.
Hann reynir hér að blanda sam-
an drungalegum hljómheim við
fönkaðar rætur sínar. Nokkuð sem
honum tókst stórkostlega vel að
gera á hinni fjölbreyttu „Oedipus
Schmoedipus“ (1996) og hinni
poppuðu „As Above so below“
(1998). Útkoman hér verður eins
konar „goth-fönk“ sem á köflum
minnir mann á lélega stefnulausa
og tilgerðalega sirkússýningu.
Nei, þessi plata er ekki skrýtin
vegna tónanna. Hún er skrýtin
vegna þess að hún er leiðinleg,
sem fram að þessu er einstakt fyr-
ir plötur kappans.
Birgir Örn Steinarsson
BARRY ADAMSON:
The King of Nothing Hill
Barry
misstígur sig
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/B
IL
LI
Síðumúla 3-5
U
n
d
i
r
f
ö
t