Fréttablaðið - 21.11.2002, Blaðsíða 2
2 21. nóvember 2002 FIMMTUDAGUR
DÓMSMÁL Maður fæddur árið
1976 hefur verið dæmdur í 18
mánaða fangelsi fyrir kynferðis-
brot gegn þremur stúlkum.
Fimmtán mánuðir eru skilorðs-
bundnir í þrjú ár og því mun
maðurinn þurfa að sitja inni í
þrjá mánuði.
Maðurinn misnotaði hálfsyst-
ur sína, sem er fædd 1982,
nokkrum sinnum kynferðislega
á tímabilinu frá 1992 til 1996. Þá
misnotaði hann fimm ára gamla
stúlku á árunum 1994 til 1995 og
átta ára stúlku árið 1995. Hann
mun hafa afklætt stúlkurnar í
einhverjum tilfellum, káfað á
kynfærum þeirra og haft sam-
farir við eina þeirra.
Auk fangelsisrefsingar var
maðurinn dæmdur til að greiða
hálfsystur sinni 700 þúsund
krónur í miskabætur, en hún fór
fram á 1,8 milljón. Stúlkunni
fæddri 1989 ber honum að
greiða 200 þúsund, en hún fór
fram á 800 þúsund, og stúlkunni
fæddri 1987 skal hann greiða
500 þúsund, en hún fór fram á
1,5 milljónir króna.
Við ákvörðun refsingar var
litið til þess hversu ungur mað-
urinn var þegar brotin voru
framin. Enn fremur að hann er
nú tæplega 26 ára gamall og hef-
ur verið í sambúð með konu um
nokkurra ára skeið og á með
henni nokkurra mánaða gamalt
barn. ■
Misnotaði þrjár stúlkur kynferðislega:
Situr inni í þrjá mánuði
HÉRAÐSDÓMUR REYKJANESS
Maðurinn misnotaði hálfsystur sína, sem
er fædd 1982, nokkrum sinnum kynferðis-
lega á tímabilinu frá 1992 til 1996.
Landsleikur:
Ísland lá í
snjónum
FÓTBOLTI Íslenska landsliðið í
knattspyrnu tapaði 2-0 fyrir
Eistum í Tallinn í gær. Leikurinn
fór fram við mjög erfiðar að-
stæður, en mikil snjókoma var í
Eistlandi og völlurinn snævi
þakinn.
Eistar náðu forystunni á 75.
mínútu og innsigluðu sigurinn á
þeirri 84. Íslendingar áttu skalla
í stöng í fyrri hálfleik og hefðu
átt að fá vítaspyrnu þegar
Tryggvi Guðmundsson var felld-
ur rétt innan vítateigs. Dómar-
inn taldi brotið hafa verið utan
teigs. ■
BAGDAD, AP Írösk stjórnvöld hafa
samþykkt möglunarlaust að
vopnaeftirlit Sameinuðu þjóð-
anna fái að skoða svonefndar
forsetalóðir, sem vopnaeftirlitið
hafði ekki nema takmarkaðan
aðgang að á síðasta áratug.
Yfirmenn vopnaeftirlits Sam-
einuðu þjóðanna leggja mikla
áherslu á að fá Íraka til sam-
starfs við sig með góðu í stað
þess að hóta stríði um leið og
hnökra verður vart.
Hans Blix kom í gær til Kýp-
ur ásamt Mohamed El Baradei,
yfirmanni Alþjóðlegu kjarn-
orkustofnunarinnar. Þeir dvöldu
þrjá daga í Írak til þess að undir-
búa vopnaeftirlitið, sem á að
hefjast 27. nóvember.
El Baradei segir að á það
verði að reyna hvort Írakar
standi við loforð sín um að veita
vopnaeftirlitinu allar upplýsing-
ar. Það komi hins vegar ekki í
ljós fyrr en vopnaeftirlitið hefst
fyrir alvöru.
Þeir Blix og El Baradei gáfu
Írökum vonir um að ef þeir
sýndu vopnaeftirlitinu fulla
samvinnu gæti vopnaeftirlitið
hugsanlega gefið Öryggisráðinu
skýrslu eftir um það bil eitt ár
um að Írakar hafi fullnægt þeim
skilyrðum sem sett hafa verið
fyrir því að refsiaðgerðum Sam-
einuðu þjóðanna verði aflétt. ■
Í LANDI SADDAMS
Þessi maður hefur þann starfa að
mála myndir af Saddam Hussein og
hefur nóg að gera.
Vopnaeftirlitið í Írak:
Fær óheftan aðgang
að forsetalóðunum
EFNAHAGSMÁL „Þetta er skref í átt-
ina,“ segir Garðar Sverrisson,
formaður Öryrkjabandalags Ís-
lands, um ákvörðun ríkisstjórnar-
innar að hækka almannatrygg-
ingar á næsta ári. Mikilvægust
fannst honum ákvörðunin að
hverfa frá 67% skerðingu tekju-
tryggingaraukans. Garðar segist
hafa átt von á að ríkisstjórnin
hefði séð sér fært að færa megin
bótaflokkana til jafns við þróun
launa, í ljósi þess að næsta ár sé
ár fatlaðra.
„Hvað varðar þá aðferð sem
farin er við að setja mestu hækk-
unina á tekjutryggingaraukann þá
er þetta sá bótaflokkur sem fæst-
ir fá og mest skerðist. Þessar
krónur sem verið er að tala um
skila sér ekki vegna raunlækkun-
ar skattleysimarka,“ segir Garðar
og bætir við að öryrkjar sem ekk-
ert hafi nema almannatryggingar
þurfi að borga u.þ.b. 130.000 krón-
ur í skatta á ársgrundvelli eða
hátt á annan milljarð til viðbótar
því sem var árið 1995.
„Það hleypur á milljörðum
sem farið er að taka af lífeyris-
þegum í landinu vegna óeðlilegr-
ar þróunar skattleysismarka. Sú
þróun skiptir miklu fyrir laun
þeirra allra lægst settu og bilið
milli okkar fólks og láglaunafólks
hefur vaxið gríðarlega. Það mun-
ar um minna þegar byrjað er að
taka tæplega 40% skatt um leið
og menn eru komnir fram yfir
67.000 krónur á mánuði eins og
ráðgert er á næsta ári. Þetta hef-
ur gríðarleg áhrif á kaupmátt ör-
yrkja. Það gildir einu fyrir okkur
hvort skattleysismörk eru hækk-
uð eða fólki er bætt þetta þannig
að það hafi efni á því að borga
skattinn. Þetta er mjög nýstárleg-
ur tekjustofn sem ríkisstjórnin
hefur fundið í öryrkjum,“ segir
Garðar. Hann segir þessa 1,6
milljarða sem fara eigi í almann-
atryggingar tölur á blaði. Einung-
is um tveir þriðju upphæðarinnar
komi til greiðslu úr ríkissjóði.
Garðar segir að þrátt fyrir að
teflt sé á tæpasta vað gagnvart
núgildandi lögum, sem kveða á
um að þróun bóta taki mið af
launaþróun í landinu, skipti máli
að með ákvörðun ríkisstjórnar-
innar um hækkun almannatrygg-
inga sé komið til móts við ör-
yrkja. Gjáin milli sjónarmiða fari
minnkandi.
kolbrun@frettabladid.is
Garðar Sverrisson, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segir ákvörðun
ríkisstjórnar um hækkun almannatrygginga skref í áttina. Hann segir stór-
an hluta hækkunarinnar ekki skila sér vegna lækkunar skattleysismarka.
Framlag ríkisins
tölur á blaði
GARÐAR SVERRISSON
Formaður Öryrkjabandalags Íslands segir að það hlaupi á milljörðum sem tekið sé af
lífeyrisþegum vegna óeðlilegrar þróunar skattleysismarka.
BÓNUS
Við lambalærastuldinn var maðurinn í
slagtogi við rúmlega þrítugan mann. Sá
hefur ekki fundist þrátt fyrir
handtökuheimild og ítrekaða leit lögreglu.
Dæmdur í árs fangelsi:
Stal 5 lærum
úr Bónusi
DÓMSMÁL Tuttugu og þriggja ára
karlmaður var dæmdur í eins árs
fangelsi í Héraðsdómi Reykja-
ness í gær. Maðurinn var m.a.
dæmdur fyrir að stela 5 lamba-
lærum úr verslunin Bónuss við
Smáratorg. Verðmæti læranna
var um 10 þúsund krónur.
Við lambalærastuldinn var
maðurinn í slagtogi við rúmlega
þrítugan mann, en sá hefur ekki
fundist þrátt fyrir handtökuheim-
ild og ítrekaða leit lögreglu.
Ungi maðurinn var einnig
dæmdur fyrir að hafa brotist inn í
bifreið á bifreiðaverkstæði við
Hlíðahvamm í Kópavogi og stolið
þaðan geislaspilara af gerðinni
Blaupunkt, tösku og 15 geisladisk-
um, samtals að verðmæti 50 til 60
þúsund krónur. Þá var hann
einnig dæmdur fyrir að stela
tveimur bílum á tveimur dögum í
október. Í öðru tilfellinu lenti
hann í umferðaróhappi.
Maðurinn hefur þrisvar áður
hlotið dóm, fyrst árið 1997. Í júlí
var honum veitt reynslulausn eft-
ir að hafa afplánað 12 mánuði af
26 mánaða refsingu. Með brotun-
um sem ákærði er nú sakfelldur
fyrir hefur hann rofið skilorð. ■
Fjórir menn um tvítugt
dæmdir:
Kefluðu
búðarkonu
DÓMSMÁL Fjórir menn um tvítugt
hafa verið dæmdir í 4 til 9 mánaða
skilorðsbundið fangelsi fyrir
fjölda afbrota á 10 mánaða tím-
bili. Tveir höfðu áður hlotið dóm.
Þann 24. febrúar rændu tveir
þeirra verslunina Sparkaup við
Stigahlíð. Þeir þóttust vera
starfsmenn gosdrykkjaverk-
smiðju og fengu þannig starfs-
mann verslunarinnar niður í
kjallara. Þar veittust þeir að
henni, bundu hana og settu lím-
band fyrir munn hennar. Höfðu
þeir rúmar 70 þúsund krónur upp
úr krafsinu.
Í janúar stálu þeir fartölvu úr
íbúð í Hafnarfirði. Nokkrum dög-
um síðar brutust þeir inn í skrif-
stofu meðferðarheimilis við Ár-
velli á Kjalarnesi. Stálu þeir
tveimur tölvum, myndbandstöku-
vél og lyfjum, alls að verðmæti
um 300 þúsund krónur.
Í mars rændu þeir 5 þúsund
krónum í versluninni 10-11 við
Sporhamra og í júní reyndi einn
fjórmenninganna að nota falsað-
ann 5 þúsund króna seðil á
skemmtistaðnum Vegas. ■
Íslensk erfðagreining:
Nýr
samningur
VIÐSKIPTI Íslensk erfðagreining og
bandaríska lyfjafyrirtækið Wyeth
hafa skrifað undir samning um
rannsóknir í lyfjaerfðafræði.
Erfðagreining mun sjá um rann-
sóknir á virkni erfðavísa í tengsl-
um við þróun Wyeth á nýju lyfi
gegn ákveðnum öndunarfæra-
sjúkdómi. Vonast er til að niður-
stöðurnar megi nota til að velja
sjúklinga í klínískar prófanir á
lyfinu. Ekki var greint frá fjár-
hagshlið samningsins. ■
Eggert Magnússon, formaður KSÍ, vegna 2-0 taps
íslenska landsliðsins í knattspyrnu fyrir Eistum í
Tallinn í gær. Völlurinn var snævi þaktur og snjó-
koma nánast allan leikinn.
Við lögum okkar keppnistímabil hér á Ís-
landi að þeim tíma þegar enginn snjór er.
Ætli við séum nokkuð vanir því að spila í
snjó.
SPURNING DAGSINS
Eru Íslendingar svona
lélegir í snjó?
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T