Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.11.2002, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 21.11.2002, Qupperneq 6
6 21. nóvember 2002 FIMMTUDAGUR RANNSÓKN „Læknafélagið veit ekk- ert um þennan sjóð. Lífeyrissjóður lækna er algjörlega ótengdur þess- um sjóði og er í vörslu Íslands- banka,“ segir Sigurbjörn Sveins- son, formaður Læknafélags Ís- lands, um þrot Tryggingasjóðs lækna. Fréttablaðið greindi frá því í gær að sjóðurinn, sem er séreigna- sjóður lækna, væri í uppnámi eftir að sjóðstjóri játaði á sig fjárdrátt en sagðist jafnframt hafa endur- greitt 27 milljónir. Nú virðist kom- ið á daginn að þessi lífeyrissparn- aður sé þeim læknum sem greiddu glataður. Um er að ræða milljóna króna tjón hjá þeim læknum sem mestu tapa. Talið er að allt að 100 milljónum króna hafi gufað upp og rannsakar lögregla nú með hvaða hætti slíkt hafi gerst. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins má rekja hluta af rýrnun sjóðsins til þess að úr honum var lánað óvenjuhátt hlutfall af brunabóta- mati húseigna. Sjóðstjórinn fyrr- verandi viðurkenndi í vor að hafa blekkt bæði stjórn sjóðsins og end- urskoðanda með því að leggja fram falsaða pappíra. Hann býr nú í Bandaríkjunum. Fréttablaðið hefur árangurs- laust reynt að ná sambandi við Þorstein Gíslason, stjórnarfor- mann Tryggingasjóðs. ■ Tryggingasjóður lækna í þrot: Læknafélagið segist koma af fjöllum Meint tilraun til að nauðga unglingsstúlku: Sleppt úr haldi LÖGREGLUMÁL Manni sem grunað- ur var um að hafa áreitt tvær unglingsstúlkur í úthverfi Reykjavíkur hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi. Eins og Fréttablaðið greindi frá var mað- urinn hnepptur í gæsluvarðhald í viku eftir að 14 ára stúlka hafði lýst því að hann reyndi að nauðga henni þar sem hún dvaldi nætur- langt á heimili hans, en fóstur- dóttir mannsins er vinkona stúlkunnar. Önnur stúlka bar að maðurinn hefði áreitt sig kyn- ferðislega þótt ekki hefði verið um eins gróft atvik að ræða. Sigurbjörn Víðir Eggertsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni í Reykjavík, vildi ekkert um það segja hvort hinn grunaði hefði játað á sig sakir. „Það var ekki ástæða til að halda manninum lengur,“ sagði Sigurbjörn. Rannsókn málsins stendur enn og er verið að yfirheyra ung- lingsstúlkur í hverfinu. Stúlkan sem lýst hefur nauðgunartilraun mannsins hefur verið stopult í skóla eftir atvikið, sem varð fyr- ir 10 dögum síðan. ■ LÖGREGLUM Rannsóknarlögreglu- menn á Keflavíkurflugvelli hafa yfirheyrt þrjá menn vegna meints misferlis innan Sölu- nefndar varnarliðseigna og eru þeir allir með réttarstöðu grun- aðs manns. „Einn mannanna var starfs- maður Sölunefndarinnar, einn starfaði hjá Varnarliðinu og svo er þarna bandarískur hermaður,“ sagði Jóhann Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflug- velli, en varðist að öðru leyti allra frétta af gangi rannsóknar- innar, sem er á frumstigi. Íslendingarnir hafa báðir ver- ið leystir frá störfum sínum og bandaríska hermannsins bíða ekki blíðar móttökur yfirmanna reynist hann sekur: „Bandaríski herinn er mjög strangur í þessum efnum ef sekt sannast,“ segir sýslumaðurinn og má hermaður- inn eiga von á því að vera rekinn úr hernum með skömm og honum öll sund lokuð þar um alla fram- tíð. Að sögn Alfreðs Þorsteinsson- ar, forstjóra Sölunefndarinnar, er þetta í fyrsta sinn sem mál af þessu tagi kemur upp í 50 ára sögu Sölunefndarinnar. Mennirnir sem við sögu koma eru grunaðir um að hafa selt í það minnsta tvær bifreiðar og einn tjaldvagn fram hjá sölukerfi Sölunefndarinnar. ■ Fisksali dæmdur í Shanghaí: Seldi fisk í formalíni SHANGHAÍ, AP Wang Qiang, fisksali í Shanghaí, hefur verið dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir að nota lífshættulegt eiturefni til þess að láta fiskinn líta betur út. Wang var handtekinn 7. mars eftir að upp komst að hann bar formalín á fiskinn í búðinni. Hon- um þótti formalínið gefa fiskinum svo fallegan gljáa að hann yrði mun söluvænni fyrir vikið. Formalín er meðal annars not- að til þess að varðveita lífsýni og til þess að þrífa gróðurhús. Ekki er talið að neinn hafi beð- ið tjón af þessu uppátæki fisksal- ans. ■ Slakað á umdeildu banni í Singapore: Tyggjó fáan- legt gegn lyfseðli SINGAPORE, AP Bandaríkin og Singapore hafa gert með sér við- skiptasamning sem þykir marka tímamót. Ekki síst vekur athygli að stjórnvöld í Singapore hafa slakað á tíu ára gömlu banni við notkun tyggigúmmís. Nú mega þeir, sem sannanlega þurfa, nota sykurlaust tyggjó - en þó því aðeins gegn lyfseðli frá lækni eða tannlækni. Enda verður þessi vara eingöngu seld í lyfja- búðum. Bann hefur verið í gildi frá 1992 við því að flytja inn eða selja tyggigúmmí í Singapore. Rökin voru þau að erfitt væri að þrífa tyggjóklessur af götum. ■ FÍKNIEFNI Á NESKAUPSTAÐ Fíkniefni fundust við húsleit á Neskaupstað á þriðjduagskvöld. Auk þess var lagt hald á áhöld til neyslu. Um var að ræða óveru- legt magn af kannabisefnum. Málið telst upplýst. FIMMTÁN FÍKNIEFNAMÁL Í KEFLAVÍK Tæplega fimmtán fíkniefnamál eru til rannsóknar hjá lögreglunni í Keflavík. Guð- mundur Baldursson fíkniefna- lögreglumaður sagði í samtali við Víkurfréttir málin tilkomin af götuafskiptum lögreglu- manna. LÖGREGLUFRÉTTIR Misferli í Sölunefnd varnarliðseigna: Bandarískur her- maður undir grun SALA VARNARLIÐSEIGNA Þrír menn eru grunaðir um misferli innan Sölunefndar varnarliðseigna. Einn þeirra er bandarískur hermaður sem búast má við að verða rekinn með skömm ef sök sannast. FASTEIGNAMARKAÐUR 17% Íslend- inga hyggjast kaupa húsnæði næsta árið ef marka má niðurstöð- ur úr skoðanakönnun Gallup sem gerð var fyrir Íbúðalánasjóð. Fyr- ir ári síðan var sambærileg tala 26%, en 18% aðspurðra höfðu fest kaup á húsnæði síðustu 12 mánuði. Guðrún Árnadóttir, formaður Félags fasteignasala, sagðist ekki vera búin að kynna sér niðurstöð- ur könnunarinnar. „Hins vegar er alltaf erfitt að spá fyrir um þróun á fasteignamarkaði,“ segir Guðrún. Hún bendir á að fyrir ári var spáð 10% samdrætti á fast- eignamarkaði. „Raunin er hins vegar sú að við sjáum 20% aukn- ingu á þessu ári miðað við árið í fyrra. Árið í ár er næstbesta ár frá upphafi samkvæmt tölum frá Fasteignamati ríkisins.“ Verð fast- eigna hefur verið mjög stöðugt að undanförnu. Húsnæðisliður vísi- tölu neysluverðs hefur þó hækkað meira en vísitala án húsnæðis. Guðrún segir að skýra megi þá hækkun með hækkun á minna hús- næði. „Það getur alltaf orðið ákveðin mettun á þessum mark- aði, en við teljum að fremur bjart sé framundan,“ segir Guðrún. Hún bendir á að þrátt fyrir að hægt hafi á í efnahagslífinu sé margt sem bendi til þess að virkj- unarframkvæmdir muni hafa áhrif á væntingar folks í nánustu framtíð. Hliðaráhrifin af slíkum framkvæmdum geti haft góð áhrif á fasteignamarkaðinn. Guðrún segir að þó árið í ár hafi verið fjörugt á fasteigna- markaðnum sé það ekkert í lík- ingu við árið 2000 þegar verð aug- lýstra eigna úreltist á einni viku. „Umhverfið í dag er miklu stöð- ugra. Það er betra fyrir alla í fast- eignaviðskiptum: fasteignasala, kaupendur og seljendur fast- eigna.“ Hún segir að fasteigna- markaðurinn hafi verið líflegur allar götur frá árinu 1998. Guðrún segir að félag fast- eignasala hafi ekki staðið fyrir markaðsrannsóknum og einstakar fasteignasölur hafi ekki bolmagn í slíkt. „Við höfum bara tekið því sem að höndum ber. Efnahags- ástandið er viðunandi. Ég á frekar von á því að næsta ár verði svipað en nú. Ef það hægir á markaðnum má gera ráð fyrir að það vari stutt.“ Í úrtaki Gallup voru 1200 manns og var svarhlutfallið tæp 70%. haflidi@frettabladid.is Árið í ár er næst- best í fasteignasölu Ef marka má nýja könnun Gallup fyrir Íbúðalánasjóð má búast við að að- eins hægi á fasteignasölu á næstunni. Árið í ár er hins vegar orðið næst- besta ár í fasteignasölu frá upphafi. Verð fasteigna er nokkuð stöðugt. GOTT ÁR Fasteignasalar eru bjartsýnir á framhaldið. Guðrún Árnadóttir, formaður Félags fasteigna- sala, segir að þrátt fyrir um 10% samdrátt hafi fasteignaviðskipti aukist um 20%. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T VEISTU SVARIÐ? Svörin eru á bls. 30 1. 2. 3. Sala ríkisbankanna hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu. Hvað heitir formaður Einkavæðingar- nefndar? Ríkisstjórnin hefur ákveðið að hækka almannatrygg- ingar á næsta ári. Hversu hárri upphæð verður varið til þess? Heimsfrægur söngvari sem staddur var í Berlín hneykslaði alla þegar hann lyfti barni sínu yfir handrið svala. Hver er var það? GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 85.83 1.08% Sterlingspund 135.08 0.22% Dönsk króna 11.57 -0.01% Evra 85.93 -0.03% Gengisvísitala krónu 12,86 0,51% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 276 Velta 1.945 m ICEX-15 1324 0,66% Mestu viðskipti Skeljungur hf. 482.454.637 Grandi hf. 153.752.747 Flugleiðir hf. 114.781.057 Mesta hækkun Nýherji hf. 10,00% SR-Mjöl hf. 6,25% Sláturfélag Suðurlands svf. 4,35% Mesta lækkun Íslenska járnblendifélagið hf. -20,00% SÍF hf. -4,43% Kögun hf. -2,22% ERLENDAR VISITÖLUR DJ*: 8531,4 0,7% Nsdaq*: 1400,5 1,9% FTSE: 4093,3 -0,1% DAX: 3156,7 -1,6% Nikkei: 8459,6 1,1% S&P*: 902,3 0,6% Samfylkingin: Gísla boðið þriðja sæti STJÓRNMÁL Uppstillingarnefnd Sam- fylkingarinnar í Norðvesturkjör- dæmi bauð Gísla S. Einarssyni, þingmanni Vesturlands, þriðja sætið á framboðslista flokks- ins. Karl V. Matthíasson, þingmað- ur Vestfjarða, hefur gert tilkall til sætisins en var boðið fjórða sætið. „Ég svaraði því til að ég myndi taka þriðja sætið,“ segir Karl og vísar til þess að þegar ákveðið var að stilla upp á lista hafi verið talað um að öll gömlu kjördæmin ættu sína fulltrúa í þremur efstu sætun- um. Hann svarar engu um hvort hann myndi taka fjórða sætið ef það byðist. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.