Fréttablaðið - 21.11.2002, Page 20
Harðjaxlinn og skaphundurinnSean Connery er að brjálast á
samstarfinu við leikstjórann Steph-
en Norrington.
Þeir vinna um
þessar mundir að
gerð myndarinnar
The League of
Extraordinary
Gentlemen.
Myndin er byggð á
teiknimyndasögum
meistarans Alan
Moore, sem á meðal annars heiður-
inn af doðrantinum From Hell. Hin-
um gamalreynda Connery finnst
óreyndur leikstjórinn vera hálf-
gerður ræfill og kann illa við
vinnubrögð hans, þannig að reglu-
lega sýður upp úr á milli þeirra á
tökustað og samstarfsfólk þeirra á
allt eins von á að slagsmál brjótist
út fljótlega verði öldurnar ekki
lægðar.
Eminem og söngkonan Ashantifengu flestar tilnefningar til
American Music-verðlaunahátíðar-
innar, sem haldin
verður í Los Ang-
eles þann 13. janú-
ar. Ashanti fékk
alls 5 tilnefningar
en Eminem fjórar.
Kynnar hátíðar-
innar verða með-
limir Osbourne-
fjölskyldunnar.
Lag sem gerir stólpagrín að Ger-hard Schröder Þýskalandskansl-
ara skaust beint upp í fyrsta sæti
vinsældalistans þar í landi. Lagið
heitir „Skattalagið“ (Der Steuer-
song) og seldist smáskífan í 350
þúsundum eintaka í útgáfuviku
sinni. Heiðurinn af laginu á grínist-
inn Elmar Brandt, sem gerir
stólpagrín að því hvernig Schröder
braut kosningaloforð sín um skatta-
lækkanir aðeins nokkrum vikum
eftir kosningar.
Breska sjónvarps- og kvik-mynda-akademían hefur ákveð-
ið að veita bandaríska leikstjóran-
um Spike Lee sérstaka viðurkenn-
ingu fyrir framlag sitt til kvik-
mynda á ferli sínum. Sérstök at-
höfn verður haldin leikstjóranum
til heiðurs í dag þar sem myndir
Lee verða gerðar að umtalsefni.
Lee er frægastur fyrir myndir sín-
ar „Do the Right Thing“, „Mo’ Bett-
er Blues“ og „Malcom X“.
Leikarinn Paul Reubens, semm.a. fór með hlutverk Pee-Wee
Herman, segist vera saklaus af
ásökunum um að hafa barnaklám í
fórum sínum. Leikarinn var hand-
tekinn á föstudag eftir að hann
mætti sjálfviljugur á lögreglu-stöð.
Leikarinn George Cloon-
ey mótmælti á
dögunum fyrirhug-
aðari árás Banda-
ríkjanna á Írak.
Hann sakaði einnig
bandarísk stjórn-
völd um að sýna
öðrum þjóðum virðingarleysi, hroka
og vanþekkingu á högum þeirra.
20 21. nóvember 2002 FIMMTUDAGUR
MR. DEEDS kl. 4 og 6
HALLOWEEN kl. 8 og 10
STUART LITLI kl. 4
ROAD TO PERD... kl. 5, 7.30 og 10
ROAD TO PERD... kl. 5.30, 8 og 10.30
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10
kl. 6FÁLKAR
BLOOD WORK kl. 10.15
Sýnd kl. 8 og 10 Sýnd kl. 6 og 8
YA YA SISTERHOOD kl. 8 VIT455
THE TUXEDO kl. 4, 6, 8, 10.10 VIT474
HAFIÐ kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10 VIT453
MAX KLEEBLE´S.. kl. 4 VIT441
INSOMNIA kl. 10.10 VIT444
Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10 VIT 461Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10 VIT 479
Sýnd kl. 6, 8 og 10.10 VIT 480
kl. 5.45, 8 og 10.10HAFIÐ
kl. 5.40, 8 og 10.20DAS EXPERIMEN
KVIKMYNDIR Ævintýri galdragrallar-
ans Harry Potter virðast ætla að
verða drungalegri í samræmi við
það að raddir aðalleikaranna dýpka.
Annað ævintýri Potters, „The
Chamber of Secrets“, er t.d. krydd-
að risavöxnum köngulóm og snák-
um. Með þessu áframhaldi ætti ekki
að koma mörgum á óvart ef stúlkan
Regan úr Exorcist yrði nýr nemandi
Hogwarts-skóla á fimmta ári
piltsins.
Ólíkt flestum börnum getur Pott-
er ekki beðið eftir því að komast aft-
ur í skólann. Hann hefur eytt sum-
arfríinu í það að telja niður dagana
þar til skólaárið byrjar. Honum til
mikillar undrunar hefur hann þó
ekki fengið eitt einasta bréf frá vin-
um sínum, Ron eða Hermione.
Eitt kvöldið þegar pirraða
frændfólkið hans á von á gestum er
hann sendur upp í herbergi til sín og
sagt, með tilheyrandi hótunum og
froðufellingum, að fara upp í her-
bergi til sín og láta sem hann sé ekki
til. Þegar upp í herbergi er komið
bíður hans undarlegur gestur í rúm-
inu. Það er litli húsálfurinn Dobby,
sem varar Potter við því að fara aft-
ur í skólann. Þangað geti hann ekki
farið þar sem ráðabrugg sé í gangi
um að ráða hann af dögum.
Nokkrar nýjar persónur eru
kynntar til sögunnar. Sumar þeirra
munu svo koma meira við sögu í
næstu ævintýrum Potters. Helst ber
þar að nefna nýja kennarann í
skuggafræðum, Gilderoy Lockhart
(Kenneth Branagh), sem virðist ást-
fangnari af eigin persónutöfrum en
göldrum.
Sjaldan skýtur töfrasprotinn
langt frá skítseiðinu og sannast sú
regla þegar við fáum að kynnast því
af hverju Draco Malfoy er eins
spilltur og hann er. Pabbi hans,
Lucius Malfoy (Jason Isaacs), sem
er starfsmaður galdraráðuneytisins
ásamt pabba Ron, virðist gerspilltur
eins og sonur hans.
Aðrar nýjar persónur eru vælu-
kjóadraugurinn Moaning Myrtle,
Professor Sprout og yfirmaður
galdraráðuneytisins, Cornelius
Fudge, sem á eftir að koma meira
við sögu síðar.
Myndin hefur hlotið af-
bragðsdóma báðum megin við Atl-
antshafið og, að Potters sið, slegið
hvert aðsóknarmetið á fætur öðru.
biggi@frettabladid.is
FRÉTTIR AF FÓLKI
Á morgun frumsýna Sambíóin og Háskólabíó annað ævintýri Harry Potter.
Nemendur í Hogwarts-skóla verða fyrir dularfullum árásum og flestir virðast
halda að Potter standi á bak við þær.
Skuggalegri Potter
Skrautleg
jól
DÓMAR Í
ERLENDUM MIÐLUM:
Internet Movie Database - 8.2 / 10
Rottentomatoes.com - 82% = Fresh
Ebert & Roeper - Tveir þumlar upp
Los Angeles Times - 2 stjörnur af 5
FÓLK Poppgoðið Michael Jackson hef-
ur viðurkennt að hafa gert hræðileg
mistök þegar hann sveiflaði korna-
barni yfir hótelsvölum á fimmtu hæð
í Berlín í fyrradag. „Ég var gripinn
skyndilegum hugaræsingi andartaks-
ins, en ég myndi aldrei gera barni
mein,“ sagði söngvarinn.
Talsmaður Bambi Entertainment-
verðlaunahátíðarinnar, sem ætlaði að
heiðra Jackson fyrir lífstíð, sagði að
barnið væri yngsta barn söngvarans,
Prince Michael II.
Lengi hefur verið á kreiki
orðrómur um að Jackson hafi eignast
sitt þriðja barn, en ekki er vitað
hvort hann er líffræðilegur faðir
barnsins eða hvort það er ættleitt.
Tvö hundruð manns, sem höfðu
safnast saman fyrir utan hótel
Jacksons í Berlín, gripu andann á
lofti þegar söngvarinn tók barnið,
sem var með handklæði um höfuðið,
hélt því með annarri hendi og sveifl-
aði yfir handriðinu á fimmtu hæð.
Söngvarinn fór að því búnu inn með
barnið, en birtist skömmu seinna á
svölunum á ný, með dulu fyrir andlit-
unu, og kastaði handklæði niður til
aðdáenda sinna. ■
Michael Jackson:
Hræðileg
mistök
POPPGOÐIÐ JACKSON
Skelfing greip um sig meðal aðdáenda hans þegar hann sveiflaði barninu
yfir svalahandriðinu.
Nóvember – Desember
Jólahlaðborð
frá 29. nóvember
Skötuveisla
23. desember
Velkominn í jólahlaðborðið okkar
Einar Geirsson
Yfirmatreiðslumaður
Opnunartími
Hádegi mán. – föst. 12.00 – 14.00
Kvöld alla daga frá 18.00
tveir fiskar
( við Reykjavíkurhöfn )
Geirsgata 9 • 101 reykjavik
sími 511 - 3474
netfang restaurant@restaurant.is
heimasíða www.restaurant.is
www.gunnimagg . i s
Trúlofunar- og
giftingarhringir
20% afsláttur í takmarkaðan tíma