Fréttablaðið - 21.11.2002, Side 27
FIMMTUDAGUR 21. nóvember 2002
Þýska sjónvarpið:
Sýnir grínmynd
um Göbbels
KVIKMYNDIR Gamanmynd um nas-
istann Jósef Göbbels verður
sýnd í þýsku sjónvarpi innan
skamms, þrátt fyrir fyrir að hún
muni eflaust rífa upp gömul sár
einhverra Þjóðverja.
Myndin var gerð fyrir tveimur
árum, en hefur einungis verið
sýnd á kvikmyndahátíðum hing-
að til. Myndin segir frá gyðingn-
um Harry Gedulding, sem er
tvífari Göbbels. Það endar með
því að Harry læst vera Göbbels
meðan hinn rétti Göbbels hírist í
fangabúðum nasista.
Lengi vel var allt efni sem
tengdist heimsstyrjöldinni
síðari ekki til umfjöllunar í
Þýskalandi, hvað þá í grín-
þáttum.
Grínmynd um Göbbels hefði
fyrir nokkrum árum verið
óhugsandi, en ungum leikstjór-
um þykir viðfangsefnið heill-
andi og reikna með að Þjóðverj-
ar séu að jafna sig á fortíðinni.■
KVIKMYNDIR Mynd Hal Hartley,
Monster, sem nú er sýnd í íslensk-
um kvikmyndahúsum, hefur feng-
ið misjafna gagnrýni. Myndin var
tekin upp fyrir tveimur árum.
Það var Íslenska kvikmynda-
samsteypan hf. sem upphaflega
kostaði gerð handrits Monster en
síðar kom Francis Ford Coppola
að framleiðslunni. Coppola og
Friðrik Þór Friðriksson framleiða
myndina því saman.
Í myndinni segir frá ungri
bandarískri konu sem kemur til
Íslands þeirra erinda að leita að
horfnum sambýlismanni. Fyrir
hittir hún hins vegar íslenskt
skrímsli sem mun hafa sálgað ást-
manninum. Þau fara saman til
New York.
Friðrik Þór segir myndina, sem
gerist á Íslandi og í New York,
hafa gengið þokkalega í Banda-
ríkjunum. Íslenska kvikmynda-
samsteypan tapi ekki á þátttök-
unni.
„En hryðjuverkin 11. septem-
ber breyttu miklu fyrir myndin. Í
henni er fjallað um hryðjuverk
eins og þau séu orðin daglegt
brauð. Það þótti ekki alveg heppi-
legt í fyrrahaust. En þetta er nú
eiginlega gamanmynd,“ segir
Friðrik. ■
Monster galt fyrir 11. september:
Hryðjuverk
í gamanmynd
þóttu óheppileg
SKRÍMSLIÐ FRÁ ÍSLANDI
Fellur tæplega að íslenskri skrímslahefð, segir Þorvaldur Friðriksson skrímslafræðingur. Í
mynd Hal Hartley segir frá ungri bandarískri konu sem kemur til Íslands að leita að
horfnum sambýlismanni. Myndin hefur fengið misjafna dóma.