Fréttablaðið - 21.11.2002, Page 28

Fréttablaðið - 21.11.2002, Page 28
37 ÁRA Það borgar sig að brosa þegar maður talar í síma. Slíkt heyrist nefnilega alltaf glettilega mikið á málrómi manna. Björk Guðmundsdóttir var skælbros- andi og hljómaði afar hamingju- söm þegar hún spjallaði við blaða- mann Fréttablaðsins. Á meðan hún svaraði spurning- um, mörgum sem hún hefur ef- laust þurft að svara þúsund sinn- um áður, mátti heyra í Ísadóru, tveggja mánaða gamalli dóttur hennar, kúra sér upp við hálsmál móður sinnar. Sjálfs síns herra Sköpunargáfa Bjarkar hefur líklegast verið á hámarksstyrk frá því að hún rak upp sitt fyrsta öskur á fæðingardeildinni. Greinilega bæði í tónlistarlegum og líffræðilegum skilning. Það ætti því ekki að koma neinum á óvart að hún heimsæki skálda- gyðjuna eins oft og hún getur í barneignarfríinu. „Ég er náttúrulega það heppin að ég er sjálfs míns herra og get get hliðrað þessu saman,“ útskýr- ir hún. „Það eru ekki allir sem geta tekið börnin sín með sér í vinnuna. Ég er að byrja að semja næstu plötu og það á vel saman að vera með ungabarn og hefja laga- smíðar. Ég fæ einhverja hugmynd og pikka inn á tölvuna í einn eða tvo klukkutíma. Svo rek ég mig kannski á vegg, þá vaknar hún og ég gef henni. Þannig að þetta er orðinn ákveðinn taktur. Þetta púslast vel saman.“ Hún segir að aðstæður væru líklegast öðruvísi ef hún væri á tónleikaferðalagi en bendir þó á að þegar sonur hennar Sindri var ungabarn hafi hann verið tekinn með í heimshornaflakkið. Þegar litið er á hvar Björk er stödd á ferli sínum þessa dagana virðist nánast sem barneign Bjarkar hafi verið þrælskipulögð í ljósi þess að komið var að safn- plötuútgáfu sem gefur henni auk- inn frítíma. „Ég hef kannski látið þetta hljóma þannig en þetta var það náttúrulega ekki. Eðlisávísun mín hefur alltaf ráðið ferðinni. Ef ég væri mjög skipulögð hefði ég t.d. aldrei farið frá Íslandi á sínum tíma,“ segir hún og hlær léttilega við tilhugsunina. „Ég var bara í einhverri ævintýraleit. Þó að ég vildi óska þess þá er ekki hægt að skipuleggja svona hluti. Þegar ég hef reynt það hefur allt farið í 28 21. nóvember 2002 FIMMTUDAGUR Léttir sprettir Waris Dirie frá Sómalíu: Væntanleg til Íslands í annað sinn BÓKMENNTIR Sómalska baráttukon- an og fyrirsætan Waris Dirie er væntanleg hingað til lands um næstu helgi en ný bók hennar, Eyði- merkurdögun, er nýkomin út hjá JPV-útgáfu. Eyðimerkurdögun er önnur bók Dirie og þar segir hún frá þrá sinni eftir heimahögunum í Sómalíu sem hún flúði barnung, æv- intýralegri ferð sinni þangað fyrir aðeins tveimur árum og endurfund- um við fjölskyldu sína, sem hún vissi ekki hvort var lífs eða liðin eft- ir alvarleg stríðsátök í landinu. Fyrir fimm árum varð Dirie sér- legur sendiherra á vegum Samein- uðu þjóðanna til að berjast gegn umskurði stúlkubarna. Sjálf segist hún líta á sig sem „sendiherra systra sinna í Afríku“. Waris býr nú í Bretlandi og starfar enn sem fyrir- sæta meðfram störfum fyrir Sam- einuðu þjóðirnar. Eyðimerkurdögun hlaut 6. nóvember síðastliðinn al- þjóðleg bókmenntaverðlaun, CORINE-verðlaunin. Þetta er í annað sinn sem Waris Dirie kemur til Íslands. Hún kom hingað fyrir ári þegar metsölubók hennar Eyðimerkur- blómið kom út á Íslandi, en hún og aðstoðarkona hennar stoppa ein- ungis í fáeina daga á Íslandi. Waris hefur verið á ferð um Evr- ópu og haldið fyrirlestra um ofbeldi gegn konum. ■ WARIS DIRIE Er orðin tákn fyrir baráttuna gegn umskurði á konum. Ný byrjun Bjarkar Guðmundsdóttur Björk Guðmundsdóttir er á tímamótum. Hún var að gefa út safnplötu og safnbox, hún eignaðist dóttur fyrir tveimur mánuðum og fagnar 37 ára afmæli sínu í dag. LÍFFRÆÐIN Heimspressan greindi frá því að Björk hefði fyllst miklum líffræðiáhuga á meðan hún gekk með Ísadóru. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á náttúrulegum hlutum og raun- greinum yfir höfuð. Var á eðlisfræðibraut í MH. Tónlist er í rauninni raungrein. Ég hef verið minna í samfélagsgreinunum. Ég held að það sé mjög algengt með fólk sem er í tónlist. Margir í stærðfræðideild læra á hljóðfæri. Síðan er önnur týpa af fólki sem fer í leiklist og er mikið í samfélagsgreinum. Stærðfræði er mjög tengd tónfræði.“ NAOMI CAMPBELL Býr sig undir að taka þátt í tískusýningu undirfatafyrirtækisins Victoria’s Secret. ERLENT

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.