Fréttablaðið - 21.11.2002, Qupperneq 29
29FIMMTUDAGUR 21. nóvember 2002
Thymematernity
Verslun fyrir barnshafandi konur
Hlíðasmára 17 S:575-4500
Sendum í póstkröfu um allt land.
Opið mánudaga til föstudaga frá kl. 11-18
Laugardaga frá kl: 11-16
Thymematernity auglýsir
Frábær tilboð á tilboðsslánni..verð frá 500 kr.-
20% afsláttur af skyrtum og peysum
fimmtudag, föstudag og laugardag.
Svörtu buxurnar komnar
Nýjar vörur
Munið gjafakortin vinsælu….frábær jólagjöf.
strand og farið í klessu, einmitt
þegar maður var sem skyn-
samastur.“
Vorhreingerningarnar
Björk er ekkert að leyna því að
henni finnst leiðinlegt að líta um
öxl. Hún kýs helst að troða nýja
stigu endalaust áfram á vit nýrra
ævintýra. Hún segir að undirbún-
ingsvinnan fyrir nýju safnplötuút-
gáfurnar hafi reynst henni erfið en
lærdómsrík. Hún fór t.d. í gegnum
meira en 100 upptökur af mismun-
andi tónleikum.
„Ég var búin að elta eðlisávís-
unina mjög sterkt og búin að fara
alltaf áfram á þrjú þúsund kíló-
metra hraða. Það var svo margt
sem ég hafði aldrei haft tíma til
þess að gera, eins og að gefa út
hljómleikaupptökurnar með Brod-
sky-kvartettnum. Þetta var svona
vorhreingerning, allt sem ég hafði
trassað. Fólk var búið að kvabba í
mér í mörg ár, af hverju hitt og
þetta var ekki komið út og svona.
Það var mjög góð tilfinning að
vera búin að þessu. Ég hef sagt við
fólk að háaloftið sé mjög hreint
núna, allt í kössum með slaufum og
mjög vel merkt.“
Útkomuna er að heyra í safn-
kassanum „Family Tree“, þar sem
Björk og vinkona hennar Gabríela
Friðriksdóttir hafa hreinlega kort-
lag tónlistarævintýri Bjarkar og
hólfaskipt sköpunargáfu hennar í
fjóra hluta.
Björk fór síðan þá leið að láta
aðdáendur sína velja lögin á
Greatest Hits safnplötuna og efndi
af því tilefni til kosninga á heima-
síðu sinni.
„Áður en það var gert var ég í
krísu. Plötufyrirtækin vildu nátt-
úrulega velja lögin sem höfðu
selst mest. Ég trúði því ekki að ég
hefði unnið eins og brjálæðingur í
10 ár og það eina sem sæti eftir
væri „kóverversion“ af „It’s Oh So
Quiet“. Ég sem þóttist hafa verið í
heilagri baráttu við úrelta tónlist.
Að trúa því að bestu lögin séu enn
óskrifuð. Það að aðdáendur manns
trúi því með manni er nú ekki
leiðinlegt. Ég var þess vegna ofsa-
lega hamingjusöm þegar það var
númer 16 og ég gat sleppt því að
hafa það með.“
Og nú þegar háaloftið er hreint
og annað afkvæmið komið í heim-
inn veit Björk í fyrsta skiptið í 5
ár ekki hvað framtíðin ber í
skauti sér.
„Það er ofboðslega góð tilfinn-
ing að vera með allt tómt. Ég get
byrjað alveg upp á nýtt og von-
andi er ég búin að læra af mistök-
unum. Nú hef ég greiðari aðgang
að þeim hliðum í mér sem mér
finnst skipta máli. Ég er spennt-
ust fyrir því að vita ekkert hvað
ég ætla að gera. Ég vakna á
morgnana og veit ekkert hvernig
lag ég sem þann daginn.“
biggi@frettabladid.is
FAMILY TREE BOXIÐ
Björk gaf nýverið út 5 diska boxið Family Tree. „Það er fyrir tónlistarnörda sem nenna að standa í svoleiðis. Ég reyni þar að komast að því
hvernig ég fór að því að komast á að semja þessi lög. Þarna eru t.d. prufuupptökur af flautulagi sem ég samdi þegar ég var 15 ára og
fyrstu upptökurnar sem ég gerði með „elektrónískum bítum“. Ég er að reyna að segja sögu laganna og hvernig ég fann minn karakter“.
Japönsk dúkkugerð:
Óttast að
brjóta á
Beckham
Japanskt fyrirtæki hefur fram-
leitt dúkkur sem líkjast eiga David
og Victoriu Beckham með son sinn
Romeo.
Japanirnir segjast ekki þora að
hafa dúkkurnar „of líkar“ Beck-
ham-hjónunum af ótta við málaferli
vegna höfundaréttarbrots á ímynd
hjónanna.
Beckham-dúkkurnar eru fram-
leiddar í tilefni árlegs „stúlkna-
dags“ í mars. ■
BECKHAM Á JAPÖNSKU
Japönsku Beckham-dúkkurnar framan við heimili fjölskyldunnar, „Beckingham-höll“.