Fréttablaðið - 21.11.2002, Side 30

Fréttablaðið - 21.11.2002, Side 30
30 21. nóvember 2002 FIMMTUDAGUR HVAR? „Það er ágætt að standa utan kastljóss fjölmiðlanna og ég sakna þess ekki. Ég fékk hálfgert ógeð á því á meðan lætin í kring- um heimasíðu Bleiks&Blás gengu yfir,“ segir Davíð Þór Jónsson, fyrrverandi ritstjóri tímaritsins. Hafnfirðingurinn, guðfræði- neminn fyrrverandi og KR- ingurinn Davíð var mjög áberandi um árabil. Hann var lengi vel með útvarpsþátt í félagi við Stein Ármann Magnússon leikara. Síðan var hann spyrill í Gettu betur en hvað skyldi hann vera að fást við nú? „Ég vinn við það að þýða teiknimyndir fyrir börn og tala inn á þær. Ég kann vel við það og er ekkert að hugsa mér til hreyf- ings. Það þýðir ekki að ég sé dauð- ur eða forheimskaður þó það sjá- ist ekki til mín.“ Sannfærður um skrímslin Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndaleikstjóri segir að innan þriggja ára verði skrímsli helsta aðdráttaafl á ferðamenn til Íslands. Aðeins þurfi að ná einu þeirra á mynd. Sjálfur hefur Friðrik orðið var við óþekkt ferlíki í Hvítá. SKRÍMSLI Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndaleikstjóri segir skrímsli munu verða stærsta þáttinn í íslenskum ferðamanna- iðnaði eftir tvö til þrjú ár. „Það þarf ekki nema að ná einu skrímsli á mynd og nú hefur aukist svo mikið að fólk sé með m y n d b a n d s - upptökuvélar í bílnum. Gallinn er þó sá að þegar menn sjá eitthvað verða þeir svo agndofa að þeir hugsa sjaldan um að fanga það á mynd,“ segir Frið- rik. Friðrik er ann- ar tveggja fram- leiðenda myndarinnar Monster í leikstjórn Hal Hartley. „Myndin er stærsta auglýsing sem Ísland hefur fengið. Það voru heilsíðu- opnur í New York Times. Mér skilst að það kosti skildinginn,“ segir hann. Sjálfur hefur Friðrik orðið var við vatnaskrímsli þegar hann var við veiðar í Hvítá undir Hestfjalli í Árnessýslu. „Ég var aldrei klár á útlitinu heldur varð aðeins var við eitthvert ferlíki; hélt jafnvel að það væri selur eða hákarl. Það eru sögur um að háfar eða aðrir stór- fiskar hafi farið þarna upp. Og það er algengt að selur elti lax upp með allri Hvítá og upp í Sog,“ segir hann og bætir því við að tveimur dögum seinna hafi dýra- læknir úr nágrenninu séð skrím- slið á sama stað. „Ég er sannfærður um að skrímsli séu til. Það er til svo mik- ið af sjónarvottum að skrímslum á öllum tímum Íslandssögunnar. Maður getur ekki afgreitt það fólk sem einhver fífl,“ segir hann. Friðrik telur að skrímsli séu á þeim slóðum sem Þorvaldur Frið- riksson, sem er sérfróður um skrímsli, hefur bent á. „Þau eru til dæmis í kringum Hestfjallið og í Arnarfirðinum. Svo er náttúru- lega Lagarfljótsormurinn alveg pottþéttur,“ segir Friðrik, sem sjálfur hefur farið nokkra skrímslaleiðangra vestur í Arnar- fjörð: „En ég hef ekki farið á skrímslatímanum, sem er þegar fer að dimma á haustin. Þá eru þau eitthvað að færa sig til.“ gar@frettabladid. FÓLK Í FRÉTTUM „Það er til svo mikið af sjón- arvottum að skrímslum á öllum tímum Íslandssög- unnar. Maður getur ekki af- greitt það fólk sem einhver fífl.“ Sturlaugur Haraldsson sjávarút-vegsfræðingur hefur verið ráð- inn framkvæmdastjóri Boyd Line í Hull. Sturlaugur er af mikilli út- gerðarætt á Akranesi. Faðir hans er Haraldur Sturlaugsson, fram- kvæmdastjóri Haraldar Böðvars- sonar hf. Móðir Sturlaugs er Ingi- björg Pálmadóttir, fyrrverandi heilbrigðisráðherra. Sturlaugur flytur til Hull eftir áramótin. Kona hans og þrjú börn, tveggja til tólf ára, fylgja í kjölfarið þegar hún hefur lokið hjúkrunafræðinámi sínu hér heima í vor. „Hull er miðpunktur fiskiðnar- ins í Bretlandi. Það er gaman fyrir svona fiskikalla eins og mig að komast í þannig umhverfi,“ segir Sturlaugur, sem telur gamlar erjur Íslendinga og Breta frá því í land- helgisstríðunum engin áhrif munu hafa á viðmót Bretanna. „Þeir kenna mest sínum eigin stjórn- málamönnum um það hvernig fór.“ Boyd Line gerir út tvö sjófrysti- skip á veiðar í Barentshafi. Bæði skipin leggja aðallega upp í Trom- sö í Noregi. Aflinn er síðan að mestu seldur til Bretlands. Sturlaugur segir sóknarfæri fyrirtækisins meðal annars felast í því að selja afurðirnar á aðra markaði. Flutningurinn til Bretlands er ekki eina stóra breytingin sem verður nú á högum Sturlaugs. Hann hefur um langt árabil verið bakvörður með knattspyrnuliði ÍA og er margfaldur Íslands- og bik- armeistari. Nú segist hann ætla að legga skóna á hilluna, aðeins 29 ára gamall: „Ég hef nokkrum sinnum áður sagst vera hættur. Ég ætla að standa við það núna. Ég varð fyrir erfiðum bakmeiðslum tiltölulega ungur. Þá gerði ég mér grein fyrir því að ég myndi ekki ná öllum markmiðum sem ég hafði haft á knattspyrnusviðinu. Þá fór hugur- inn að reika annað og ég einbeitti mér að námi og síðan starfinu.“ ■ Sturlaugur Haraldsson sjávarútvegsfræðing- ur hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Boyd Line í Hull. Hann er 29 ára gamall og af miklum útgerðarættum af Akranesi. Persónan Gaman fyrir fiskikall eins og mig JARÐARFARIR 13.30 Gylfi Hallvarðsson, Hamrabergi 34, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík. 13.30 Svanfríður Guðlaugsdóttir, Dval- arheimilinu Hlíð, Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju. 15.00 Jón Kristján Kjartansson, Kirku- teigi 9 og Tjaldanesi, verður jarð- sunginn frá Laugarneskirkju. 15.00 Þórný Þuríður Tómasdóttir, Of- anleiti 9, Reykjavík, verður jarð- sungin frá Háteigskirkju. AFMÆLI Björk Guðmundsdóttir söngkona er 37 ára. TÍMAMÓT FRIÐRIK ÞÓR FRIÐRIKSSON Kvikmyndleikastjórinn fer stundum í „skrímslaskoðun“ vestur í Arnarfjörð: „En ég hef ekki farið á skrímslatímanum, sem er þegar fer að dimma á haustin. Þá eru þau eitt- hvað að færa sig til.“ Þátttakendur í prófkjöri Sjálf-stæðisflokksins um næstu helgi hafa verið duglegir við að setja upp heima- síður eða senda eldri heimasíður í fegrunarað- gerð. Þannig á nú allt að vera til reiðu svo að kjósendur geti kynnst fram- bjóðendum, áherslum þeirra og öðru sem máli getur skipt, svo sem myndasöfn af lífi og ferli fram- bjóðenda. Guðlaugur Þór Þórðar- son hefur þó stigið aðeins stærra skref og er búinn að setja mynd- band um fjölskyldustefnu sína inn á heimasíðu sína. Myndbandið er gjöf stuðn-ingsmanna Guðlaugs úr stétt kvikmyndagerðarmanna, segir frambjóðandinn, og fram- lag þeirra til baráttu hans. Myndbandið var sett inn á heimasíðu Guðlaugs í vikunni og hefur einnig verið dreift eitt- hvað með tölvupósti. Guðlaugur segir þó ekkert ákveðið um hvort það verði einnig sýnt í sjónvarpi. Slíkt verði ekki gert nema peningaráðin leyfi og stefnan hafi verið sett á ódýra kosningabaráttu. MEÐ SÚRMJÓLKINNI Að gefnu tilefni skal tekið fram að ekki verður á allt kosið í prófkjöri sjálfstæðis- manna í Reykjavík um næstu helgi. Leiðrétting STURLAUGUR HARALDSSON „Ég hef nokkrum sinnum áður sagst vera hættur. Ég ætla að standa við það núna,“ segir Sturlaugur Haraldsson, sem er hættur í knattspyrnunni og er á förum til Hull til að stjórna þorskútgerð. KROSSGÁTA LÓÐRÉTT: 1 teikniblek, 2 skortur, 3 kátir, 4 eyðilegging, 5 hrópi, 6 uppspretta, 7 furðu, 8 þrammaði, 11 hélt, 14 lengdarmál, 16 hárknippi, 18 illgresi, 20 at- huguls, 21 rugla, 23 hugræn, 26 karlmannsnafn, 28 ágrip, 30 gagna, 31 grind, 33 bleytu. LÁRÉTT: 1 óviljug, 4 unaðinn, 9 hellan, 10 hamingjusama, 12 eining, 13 viðmið, 15 tuska, 17 reiða, 19 húð, 20 hvassviðri, 22 haggi, 24 látbragð, 25 heiti, 27 topp, 29 mettur, 32 gróður, 34 klunni, 35 hagfelld, 36 sveigjanlegar, 37 borgaði. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 fúsk, 4 mýslum, 9 kreisti, 10 efju, 12 narr, 13 krákan, 15 ýfir, 17 krap, 19 aða, 20 hlaut, 22 elnir, 24 ælu, 25 afla, 27 tusk, 29 álkuna, 32 taug, 34 anir, 35 annarri, 36 montið, 37 arfi. Lóðrétt: 1 frek, 2 skjá, 3 krukku, 4 minna, 5 ýsa, 6 strý, 7 lirfan, 8 meyr- ar, 11 frollu, 14 arta, 16 iðinni, 18 pell, 20 hættum, 21 austan, 23 lakara, 26 fágað, 28 kant, 30 unir, 31 argi, 33 Uni. Réttur sjávarjarða til útræðis Ráðstefna á vegum Samtaka eigenda sjávarjarða, haldin í Bændahöllinni, Skála, kl. 13–16 föstudaginn 22. nóvember 2002. Dagskrá: Kl. 13:00 Ráðstefnan sett. Ómar Antonsson, formaður Samtaka eigenda sjávarjarða. Kl. 13:10 Ávarp. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra. Kl. 13:20 Hlunnindi jarða. Árni Snæbjörnsson, hlunnindaráðunautur BÍ. Kl. 14:35 Útræði frá sjávarjörðum fyrr á tímum – saga, hefðir og réttur. Guðrún Ása Grímsdóttir, sérfræðingur á Árnastofnun. Kl. 14:55 Útræði á Íslandi fyrr á tímum. Jón Þ. Þór sagnfræðingur. Kl. 14:15 Fyrirspurnir. Kl. 14:25 Kaffihlé. Kl. 14:45 Útræðisréttur jarða: Lagalegur réttur til útræðis frá sjávarjörðum. a) Sigurður Líndal, fyrrverandi prófessor. b) Már Pétursson, lögfræðingur BÍ. Kl. 15:15 Útræðisréttur jarða og lög um stjórn fiskveiða. Hvers vegna er réttur til útræðis frá sjávarjörðum ekki viðurkenndur? Jón B. Jónasson, skrifstofustjóri í sjávarútvegsráðuneytinu. Kl. 15:30 Fyrirspurnir og umræður. Kl 16:00 Ráðstefnuslit. Ómar Antonsson, formaður Samtaka eigenda sjávarjarða. Fundarstjóri ráðstefnunnar er Ari Teitsson, formaður Bændasamtaka Íslands. Veistu af hverju Hafnfirðingareru allir í fjörunni núna? Þeir eru að bíða eftir jólabókaflóðinu. Ólafur Davíðsson. 1,6 milljarðar króna. Michael Jackson. 1. 2. 3. Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.