Fréttablaðið - 22.11.2002, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 22.11.2002, Blaðsíða 4
4 22. nóvember 2002 FÖSTUDAGUR Ný spá OECD: Virkjanir kalla á styrka stjórn EFNAHAGSMÁL Efnahags- og fram- farastofnunin, OECD, hefur birt spá um efnahagsþróun aðildarríkja sinna. Ísland er þeirra á meðal og gerir stofnunin ráð fyrir því að hag- vöxtur verði enginn hér á landi á þessu ári. Hins vegar gerir stofnun- in ráð fyrir meiri hagvexti hér á landi árið 2004 en efnahagsspár fjármálaráðuneytis og fjármála- stofnana. Spá OECD hljóðar upp á 1,7% hagvöxt. OECD gerir ráð fyrir virkjunar- framkvæmdum í sinni spá, en aðrir hafa ekki viljað gera ráð fyrir þeim. Virkjanaframkvæmdir munu að mati stofnunarinnar valda auknum viðskiptahalla, auknum hagvexti og hærri vöxtum en ella. Stofnunin gerir ráð fyrir að verðbólga verði nálægt opinberum viðmiðunar- mörkum. Helstu ógnir sem steðja að efnahagslífinu eru efnahagsþró- un annars staðar, svo og skuldir heimila, sem gætu orðið til þess að hægja á vexti einkaneyslu. OECD leggur áherslu á að verði farið út í boðaðar stóriðjufram- kvæmdir kalli það á harðari pen- ingamálastjórnun til að koma í veg fyrir þenslu. ■ Fagnaðarlæti í Prag Sjö ríkjum var boðin aðild að Nató á leiðtogafundinum í Prag í gær. Natóríkin hétu því jafnframt að Írakar fengju ekki að komast upp með annað en að uppfylla skilyrði Sameinuðu þjóðanna um vopnaeftirlit og afvopnun. PRAG, AP Tappar voru teknir úr kampavínsflöskum, þingmenn hrópuðu hástöfum og einn rakaði af sér skeggið til þess að fagna því að sjö fyrrverandi Austantjalds- ríkjum var boðin aðild að Atlants- hafsbandalaginu í gær. Einar Repse, forsætisráðherra Lettlands, sagði þetta mikilvæg- asta dag í sögu landsins frá því það hlaut sjálfstæði árið 1991. Mart Laar, þingmaður frá Eist- landi, stóð við heit sem hann gaf á síðasta ári, þegar hann var forsæt- isráðherra, og rakaði af sér skegg- ið. Eystrasaltsríkin þrjú, Eistland, Lettland og Litháen, ásamt Búlgaríu, Rúmeníu, Slóvakíu og Slóveníu, fengu í gær boð frá Nató um að þau gætu gerst aðilar að bandalaginu. Væntanlega verður aðild þeirra að veruleika vorið 2004. Rússar hafa tekið þessari stækkun af stökustu rósemi, þrátt fyrir að hafa áður lýst eindreginni andstöðu sinni við hana. Talsmað- ur rússneska utanríkisráðuneytis- ins lét sér í gær nægja að segja hana ónauðsynlega og bætti því við að hún valdi Rússum nokkrum áhyggjum um öryggismál sín. Á leiðtogafundi Nató í Prag hef- ur George W. Bush Bandaríkjafor- seti einnig hvatt leiðtoga Natóríkj- anna til þess að veita Bandaríkjun- um stuðning ef farið verður í stríð gegn Írak. Hann fór þó ekki fram á að bandalagið sjálft taki með neinum þátt í slíku stríði, heldur aðildarríkin hvert um sig. Viðbrögðin við þessari mála- leitan hafa hins vegar ekki verið jafn áköf og fagnaðarlæti Austur- Evrópuríkjanna sjö. Meira að segja Bretar, sem staðið hafa hvað þéttast að baki Bandaríkjunum í baráttunni gegn hryðjuverkum, sögðust ekki enn hafa tekið ákvörðun um hvort breskir hermenn verði látnir taka þátt í hugsanlegu stríði gegn Írak. Þjóðverjar ítrekuðu að þeir ætli alls ekki að taka þátt í þessu stríði. Danir lofuðu þó að taka þátt í stríðinu með því að senda bæði hermenn og tækjabúnað. Kúvæt og Barein hafa einnig boðist til að veita hermönnum aðstöðu. Natófundurinn í Prag sam- þykkti hins vegar í gær ályktun um Írak, þar sem þess var krafist að Írakar færu í einu og öllu að skilmálum Öryggisráðs Samein- uðu þjóðanna. Nató hét því í þess- ari ályktun að grípa til sameigin- legra aðgerða til þess að tryggja að svo verði. ■ „Vönduð og vel skrifuð ævisaga merkrar konu, sem ekki batt bagga sína sömu hnútum og samferðafólkið.“ – Friðrika Benónýs, Morgunblaðið „Vönduð og vel skrifuð ævisaga“ Eitt tjón hjá Tryggingamiðstöðinni: Vegur þungt í afkomunni UPPGJÖR Tryggingamiðstöðin hagn- aðist um 173 milljónir fyrstu níu mánuði ársins. Hagnaður sama tímabils í fyrra var 333 milljónir. Hagnaður af vátryggingarekstri var 134 milljónir samanborið við 280 milljónir árið áður. Bókfærð tjón uxu á milli ára og munar þar mestu 2,2 milljarða tjón þegar fjölveiðiskipið Guðrún Gísladóttir sökk við Noreg. Mat stjórnenda Tryggingamiðstöðvarinnar er að afkoman sé óviðunandi. Viðvar- andi tap sé af eignatryggingum og því muni eignatryggingar hækka hjá félaginu. ■ HÉRAÐSDÓMUR REYKJANESS Í uppsagnarbréfinu sagði að maðurinn hefði valdið fyrirtækinu verulegu tjóni og álitsspjöllum. Héraðsdómur Reykjaness komst að annarri niðurstöðu. Vinnur dómsmál: 2,7 milljónir vegna upp- sagnar DÓMSMÁL Fyrirtækið Otislyftur ehf. hefur verið dæmt til að greiða fyrrum starfsmanni sín- um, karlmanni á fimmtugsaldri, 2,7 milljónir króna vegna ólög- mætrar uppsagnar. Maðurinn réði sig til starfa hjá Otislyftum í september árið 2000 og átti að sinna markaðs- og starfsmannamálum. Samkvæmt starfssamningnum var uppsagn- arfrestur sex mánuðir. Manninum var fyrirvaralaust sagt upp störf- um í maí árið 2001 og sex mánaða uppsagnarfrestur ekki greiddur. Í uppsagnarbréfinu sagði að maðurinn hefði valdið fyrirtæk- inu verulegu tjóni og álitsspjöll- um. Af þeirri ástæðu væri óhjá- kvæmilegt að segja honum upp störfum og var þess óskað að hann hætti störfum þegar í stað. Fyrirtækið taldi sér óskylt að greiða honum laun á uppsagnar- fresti. Héraðsdómur Reykjaness komst að annarri niðurstöðu og taldi ekki sannað að maðurinn hefði valdið fyrirtækinu verulegu tjóni eða álitsspjöllum. Fyrirtæk- ið var því dæmt til að greiða manninum rúmar 2,7 milljónir króna en hann hafði farið fram á rúmar 3 milljónir. Fyrirtækið var sýknað af 300 þúsund króna kröfu mannsins um miskabætur. ■ Sautján ára drengur dæmdur í skilorðsbundið fangelsi: Stal vélsleða og braust inn í ÁTVR DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja- víkur dæmdi í gær sautján ára gamlan dreng í 45 daga fangelsi, en refsingin er skilorðsbundin í tvö ár. Um allmörg brot var að ræða. Í febrúar braust drengurinn inn í verslun ÁTVR í Spönginni í Grafarvogi og stal tveimur rauðvínsflöskum og 144 dósum af bjór, samtals að verðmæti um 30 þúsund krónur. Í desember á síðasta ári stal hann bifreið og ók henni um götur Reykjavíkur án þess að hafa ökuréttindi. Tveimur dögum síðar stal hann vélsleða og ók honum um götur Grafarvogs uns akstri lauk hjá leikvelli við Smárarima. Dreng- urinn misnotaði einnig banka- kort tvítugrar stúlku og sveik út rúmar 5 þúsund krónur í fjórum mismunandi verslunum. Við ákvörðun refsingar leit dómurinn m.a. til þess að dreng- urinn var 16 ára þegar brotin voru framin og að varðandi auðgunarbrotin var ekki um mikil verðmæti að ræða. Einnig var litið til þess að drengurinn játaði greiðlega og sagðist iðr- ast háttsemi sinnar og kveðst hafa látið af henni. Staðfestir móðir hans að hann hafi tekið sig á. ■ HÉRAÐSDÓMUR REYKJAVÍKUR Við ákvörðun refsingar leit dómurinn m.a. til þess að drengurinn var 16 ára þegar brotin voru framin. MEIRI HAGVÖXTUR Efnahags- og viðskiptastofnunin gerir ráð fyrir meiri hagvexti en Seðlabankinn á ár- inu 2004. Ástæðan er sú að stofnunin ger- ir ráð fyrir virkjanaframkvæmdum í spá sinni. HAGVÖXTUR SAMKVÆMT OECD 2002 0,0% 2003 1,7% 2004 3,7% LEIÐTOGAR FIMM FYRRVERANDI AUSTANTJALDSRÍKJA Boris Trajkovski, forseti Makedóníu, annar frá vinstri, og Stjepan Mesic, forseti Króatíu, annar frá hægri, hafa ekki fengið boð um aðild að Nató. Þeir samfögnuðu þó innilega sjö félögum sínum í gær, sem höfðu fengið slíkt tilboð. Þrír þeirra eru, frá vinstri talið: Rudolf Schuster, forseti Slóvakíu, Georgi Puranov, forseti Búlgaríu, og Milan Kucan, forseti Slóveníu. FJÖLGUN AÐILDARRÍKJA NATO 1949 Bandaríkin, Kanada, Ísland, Danmörk, Noregur, Bretland, Frakkland, Ítalía, Belgía, Holland, Lúxemborg, Portúgal 1952 Grikkland, Tyrkland 1955 Þýskaland 1982 Spánn 1999 Pólland, Tékkland, Ungverjaland 2004 Eistland, Lettland, Litháen, Búlgaría, Rúmenía, Slóvakía, Slóvenía AP /D IE TH ER E N D LI C H ER SÁÁ Framkvæmdastjórinn hættur. Mannaskipti á Vogi: Theódór hættir ÁFENGISMÁL Theodór S. Halldórs- son, framkvæmdastjóri SÁÁ, hef- ur sagt starfi sínu lausu og leita samtökin nú að nýjum fram- kvæmdastjóra. Theodór hefur verið framkvæmdastjóri SÁÁ frá árinu 1990 en þar áður starfaði hann í lagmetisiðnaði. Brotthvarf hans frá SÁÁ fer fram í mestu vinsemd en Theodór hefur skráð sig til náms í Háskóla Reykjavík- ur og hyggst helga sig náminu al- farið og stunda það af fullum krafti. Starf framkvæmdastjóra SÁÁ er umfangsmikið en samtök- in veltu 632 milljónum króna á síðasta ári. ■ KJÖRKASSINN Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is Ertu byrjaður/byrjuð að undirbúa jólin? Spurning dagsins í dag: Á að drífa í að byggja Sundabraut? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is Já Nei STYTTIST Í JÓLIN Þrír af hverjum tíu eru byrjaðir á jólaundirbún- ingnum sam- kvæmt könnun- inni á Frétt.is 31,1% 68,9% HERMENNIRNIR ÓHLÝÐNUÐUST Pat McLellan, fyrrverandi her- foringi í breska hernum, segir að hermenn sínir hafi óhlýðnast sér þegar þeir fóru lengra inn í hver- fi kaþólskra í Londonderry 30. janúar árið 1972 en hann ætlaðist til. Til átaka kom og fórust þar 13 kaþólskir uppreisnarmenn. VANNÆRING MINNKAR Dregið hefur úr vannæringu barna í Írak frá því hún náði hámarki árið 1996. Dánartíðni barna yngri en fimm ára hefur að sama skapi lækkað. ERLENT

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.