Fréttablaðið - 22.11.2002, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 22.11.2002, Blaðsíða 30
30 22. nóvember 2002 FÖSTUDAGUR Berst fyrir bættum lífs- kjörum eldri borgara Einar Grétar Björnsson er 74 ára gamall fyrrverandi sjómaður. Hann segist óánægður með kjör eldri borgara og segir baráttuna fyrir betri lífsafkomu aldrei enda. PERSÓNAN „Hækkunin sem við hjónin komum til með að fá í okk- ar hlut nemur sömu upphæð og 24 lítrar af mjólk kosta,“ segir Einar Grétar Björnsson, 74 ára gamall fyrrverandi sjómaður og ellilíf- eyrisþegi, um fyrirhugaða hækk- un ríkisstjórnarinnar til eldri borgara á næsta ári. Hann segir tekjutrygginguna vera þá einu hækkun sem þau hjónin fái. Sú hækkun nemi 1.862 krónum eftir að búið sé að draga frá skatt. „Þetta er öll hækkunin. Svo er verið að tala um einhverja 8.000-14.000 króna hækkun. Ég lýst megnustu óánægju minni með þessar hækkanir.“ Einar Grétar hefur víða komið við í baráttu sinni fyrir betri lífs- kjörum og haldið ræður við ýmis tilefni. Á hann meðal annars sæti í Sjómannadagsráði. Ósjaldan birtust greinar eftir hann í Morg- unblaðinu og þá helst vegna bar- áttu hans fyrir auknum veg sjó- manna. Í dag segir hann barátt- una snúast um betri kjör til handa eldri borgurum. „Það er alltaf verið að hvetja fólk til að búa utan stofnana. Spurningin er hvort það borgi sig. Þeir sem búa á elliheimilum fá styrki frá ríkinu sem nema á bil- inu 12.000-17.000 krónum á dag. Við sem kjósum að búa heima fáum 1.800 krónur. Ef við svo þurfum heimilishjálp kostar það aukalega 450 krónur á tímann. Hvar er jafnréttið í landinu?“ Einar Grétar vitnar í könnun Einars Árnasonar hagfræðings um þróun skattleysismarka síð- ustu tólf árin. Þar hafi komið fram að árið 1990 hafi mörkin verið 54.000 en í dag séu þau 67.500 krónur „Hefðu mörkin þró- ast eins og verðlagið ættu þau að vera 105.500 krónur. Þessir út- reikningar sýna hvað þróunin hef- ur verið okkur óhagstæð og lífs- kjör okkar versnað,“ segir Einar Grétar myrkur í máli. Einar Grét- ar er kvikur maður og hressileg- ur. Aðspurður segist hann aldrei láta deigan síga í baráttu sinni fyrir bættum lífskjörum. „Meðan ég dreg andann þá læt ég í mér heyra,“ segir þessi gamli baráttujaxl að lokum. kolbrun@frettabladid.is Ég fæddist nú rétt eftir aðKastró og hans fólk náði und- irtökunum á Kúbu og fékk fljótt þá flugu í höfuðið að líf mitt stæði í einhverju dularfullu sambandi við byltinguna þar. Þessa einu hjá- trú mína fékk ég síðast staðfesta þegar páfinn heimsótti Kúbu. Það eina sem skyggði á gleði okkar þremenninganna var að sjón- varpsútsendingin var sífellt trufl- uð með ótímabærum fréttum af ástarleikjum Clintons og Móniku.“ Það er Garðar Sverris- son, formaður Öryrkjabandalags- ins, sem talar. Hann segist ungur hafa byrjað í blaðamennsku og dregist inn í stjórnmálin með Vilmundi heitn- um Gylfasyni, sem bauð honum starf á Alþýðublaðinu 19 ára gömlum. „Eftir að Vilmundur lést og Bandalag jafnaðarmanna var farið að þróast út í hálfgerða vit- leysu, hét ég því að koma ekkert nálægt þjóðmálum. Ég einbeitti mér þess vegna að náminu mínu og nú þarf ég að lesa mér til um það sem gerðist á árunum 1985- 95.“ Garðar segir að sér líði best þegar hann er fjarri öllum frétta- flutningi, eins og síðastliðið sum- ar þegar hann fór í hringferð um landið með fjölskyldunni. „Á þessu hálfs mánaðar ferðalagi uppgötvaði ég líka hversu oft maður leitar langt yfir skammt með sumarferðum til útlanda.“ Garðar segist hafa áhuga á fróðleik um fortíðina en skemmti- legast finnst honum að slappa af með konu og börnum. „Við eigum tólf ára dóttur sem er að gera ýmis verkefni um sautjándu öld- ina og lætur pabba sinn leita að heimildum fyrir sig. Svo spilum við líka saman á píanóið, en þar slær hún pabba gamla út. Svo á ég átján ára son í Noregi sem hefur verið í hálft annað ár hjá knatt- spyrnuliðinu Molde. Við heim- sækjum gjarnan hvor annan og ræðum um lífið og tilveruna,“ segir Garðar að lokum. ■ Garðar Sverrisson er formaður Öryrkjabandalagsins. Persónan Líf í dularfullu samhengi við Kastró EINAR GRÉTAR BJÖRNSSON „Hefðu mörkin þróast eins og verðlagið ættu þau að vera 105.500 krónur. Þessir út- reikningar sýna hvað þróunin hefur verið okkur óhagstæð og lífskjör okkar versnað.“ MEÐ SÚRMJÓLKINNI GARÐAR SVERRISSON Fékk sig fullsaddan á persónulegum átök- um innan stjórnmálanna og var hættur að nenna að horfa á fréttirnar. - Vissir þú að Guðmundur og Anna eru skilin? - Nei, hvað segirðu. Hvort þeirra fékk hvað? - Hún fékk börnin. Hann barna- píuna. ■ PERSÓNAN ÞÓRSKAFFI DISKÓKVÖLD Fös. 22.11. 2002 - Gullöld rokksins - Bítlaæðið - 60s lögin - o.fl. Lau. 23.11. 2002 Lúdó og Stefán spila fyrir dansi frá kl. 22.00. Þórskaffi Brautarholt 20 - s. 511 0909 Sissa tískuhús Er komin í jólaskap Af því tilefni er 15% afsláttur helgina 22-24 nóvember. opnunartími laugardag 11-17 sunnudag 13-16 Sissa tískuhús Hverfisgötu 52, sími 562 5110 FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S IG G A LI V

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.