Fréttablaðið - 22.11.2002, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 22.11.2002, Blaðsíða 32
Nú styttist í að við fáum að sjánýjustu myndina í hinni fertugu framhaldssyrpu um James Bond, en þessi kvensama, drykkfellda og ódrepandi ofurhetja hefur 20 sinn- um bjargað heiminum frá tortím- ingu. Á þessum tíma hefur Járn- tjaldið fokið út í veður og vind, stjórnmálaleiðtogar hafa klifið tinda valda og frægðar og steypst niður í hyldýpi gleymskunnar, Presley og Bítlarnir hafa sungið sitt fegursta og tölvubyltingin hefur gert Bill Gates auðugri en Goldfinger. Þegar fyrsta Bond-myndin var frumsýnd var Davíð Oddsson táningur, nú hef- ur hann verið forsætisráðherra í á annan áratug. Af þjóðaleiðtogum er aðeins Fídel Castro enn á sínum stað þótt hann sé farinn að grána og á góðri leið með að stinga út úr tímaglasinu. Kennedy og Krústsjóv, Nixon og Maó, Reagan og Gorbat- sjov heyra sögunni til. EF MAÐUR ætlar að svipast um eftir James Bond á Netinu vísar leitarvélin manni á tvær milljónir vefsíðna, Ísland hefur rúma milljón, Tarzan tæpa milljón, Sherlock Holmes tvöhundruð þúsund og Jóla- sveinninn hundrað og fimmtíu þús- und. Nýjasti keppinautur Bonds um alþjóðlega frægð er strákpjakkur- inn Harry Potter, en fróðleik um hann er að finna á um átjánhundruð þúsund vefsíðum og Hringadrottinn spókar sig á áttahundruð þúsund vefsíðum. HVAÐ er það sem gerir Bond svona endingargóðan í heimi hinna sífelldu breytinga? Trúlega grund- vallarþema þessara sagna sem allar fjalla um baráttu góðs og ills í sinni einföldustu mynd. Bond er hinn ei- lífi farandriddari sem berst við hina illu dreka, í senn hæfilega breyskur til að vera mennskur og jafnframt goðum líkur að hugprýði, afli og kænsku. VERÖLDIN er flókin og ekki alltaf auðvelt að greina á milli góðs og ills. Höfuðóvinur mannkynsins nú um stundir er ósýnilegur Arabi, Bin Laden, sem af gömlum myndum að dæma lítur út eins og miðaldra út- gáfa af Jesú Kristi með lystarstol. Annar óvinur er Saddam Hússein sem lítur út eins og púkinn á fjósbit- anum og fitnar því meira sem hon- um er formælt. Það er því gott að eiga ævintýrið til að halla sér að þar sem mörkin eru skýr milli ills og góðs og hið góða sigrar að lokum. Drif á öllumGullmolar Lækkað verðNýkomnir Gott á bilathing.is Númer eitt í notu›um bílum!Laugavegi 170–174 • Sími 590 5000 • www.bilathing.is • bilathing@hekla.is Rekstrarleiga SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 „Sagnaskáldskapur á heimsmælikvar›a“ ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N E H F/ SI A .I S ED D 1 94 50 1 1/ 20 02 firi›ja bókin í hinum vinsæla sagnaflokki Einars Más og fylgir eftir fleim litríku og minnisstæ›u persónum sem lesendur flekkja úr metsölubókunum Fótspor á himnum og Draumar á jör›u. Sem fyrr fléttar Einar Már saman sögu einstaklinga og samfélags flannig a› úr ver›ur hrífandi fljó›arsaga, bygg› jöfnum höndum á sögulegum heimildum og hugarflugi. Hrífandi fljó›arsaga „Útkoman er ljó›rænn sagnaskáldskapur á heimsmælikvar›a.“ Jón Yngvi Jóhannsson, DV um Drauma á jör›u „Einar Már Gu›mundsson er einn af mestu rithöfundum Nor›urlanda í dag.“ Søren Vinterberg, Politiken um Fótspor á himnum kemur í verslanir í dag Bókin Einar Már Gu›mundsson Bond blívur Bakþankar Þráins Bertelssonar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.