Fréttablaðið - 22.11.2002, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 22.11.2002, Blaðsíða 18
FUNDIR 13.00-15.00 Dr. Sverrir Ólafsson heldur fyrirlestur um stýringu óvissu. Fyr- irlesturinn er ætlaður stjórnend- um og fjármálastjórum fyrirtækja og verður haldinn í stofu 101 í Lögbergi. 15.30. Michael Svendsen Pedersen, lektor við Hróarskelduháskóla, flytur fyrirlestur á vegum Stofnun- ar Vigdísar Finnbogadóttur í er- lendum tungumálum í stofu 101 í Lögbergi. Erindið kallast: „Sprog- fagenes faglighed. Glimt af en aktuel diskussion i Danmark“. Efni fyrirlestrarins snýst um umræðu sem á sér stað í Danmörku um þessar mundir um inntak og til- högun tungumálakennslu. LEIKHÚS 20.00 Sölumaðurinn deyr eftir Arthur Miller sýnt á Stóra sviði Borgar- leikhússins. 20.00 Jón og Hólmfríður eru sýnd á Nýja sviði Borgarleikhússins. 20.00 Með vífið í lúkunum er sýnt á Stóra sviði Borgarleikhússins. 20.00 Halti Billi eftir Martin McDonagh sýndur í Þjóðleikhúsinu. 20.00 Veislan er sýnd á Smíðaverk- stæði Þjóðleikhússins. Uppselt. 20.00 Beðið eftir Go.com air er sýnt hjá Leikfélagi Mosfellsbæjar, í Bæjarleikhúsinu við Þverholt. 20.30 Leikfélag Kópavogs frumsýnir Hljómsveitina. Hljómsveitin verð- ur sýnd í Hjáleigunni, litla sviði Félagsheimilis Kópvogs. 21.00 Sellófon eftir Björk Jakobsdóttur er sýnt í Hafnarfjarðarleikhúsinu. 21.00 Beyglur með öllu eru sýndar í Iðnó. Nokkur sæti laus. 21.00 Kvetch er sýnt í Vesturporti. SKEMMTANIR 21.00 Valgeir Guðjónsson og Jón Ólafsson troða upp með Skelli og Smelli í Kaffileikhúsinu. Nokk- ur sæti laus. Rokksveit Rúnars Júlíussonar fagnar útkomu nýrrar plötu Rúnars á Grand Rokk. Sóldögg spilar á Players í Kópavogi. Telma sér um að hita upp. TÓNLEIKAR 20.00 Sinfóníuhljómsveit Íslands og Sálin sameinast í stuði á tónleik- um þar sem klassísk tónlist og popp mætast. Efni Sálarinnar er að mestu leyti nýtt en fólk fær þó einnig að heyra eitthvað sem það kannast við. OPNANIR 18.00. Inga Svala Þórsdóttir opnar inn- setninguna Borg í Listasafni Reykjavíkur. Inga Svala fjallar um og endurvekur draumsýnina um hið fullkomna samfélag. Hún leggur fram hugmynd að milljón manna borgarskipulagi í Borgar- firði og á norðanverðu Snæfells- nesi. Að dómi Ingu Svölu er um að ræða borgarstaðsetningu á heimsmælikvarða. 18.00 Íris Eggertsdóttir opnar sýning- una Skyn í Gallerí Nema Hvað á Skólavörðustíg. Íris er á lokaári í myndlist við Listaháskóla Íslands og sýnir mjúka skúlptúra úr textíl sem hafa eða framkalla líkamlega tengingu við tilfinningu eða minn- ingu. Sýningin verður opin frá föstudegi til fimmtudags á milli 12 og 14. SÝNINGAR 13.00-19.00 Fjölþjóðlega handverkssýningin VESTNORDEN Arts and Crafts 2002 stendur yfir í Laugardals- höllinni dagana 20.-24. nóvem- ber. Sýndir eru munir frá hand- verksfólki í 12 þjóðlöndum. Sýn- ingin er haldin undir merkjum vestnorrænnar samvinnu og munu um 140 aðilar sýna hand- verk sitt. Hrafnhildur Arnardóttir sýnir „Shrine of my Vanity“, sem útleggst á íslensku „Helgidómur hégóma míns“, í Gallerí Hlemmi. Leiðarstef sýningarinnar er hið svokallaða IVD (intensive vanity disorder) eða hégómaröskun, en það heilkenni verður æ algengara meðal þeirra sem temja sér lífsstíl Vestur- landabúa. Myndlistamaðurinn Hildur Ásgeirsdótt- ir Jónsson sýnir í Galleríi Sævars Karls. Kyrr birta - heilög birta er heitið á sýn- ingu sem stendur yfir í Listasafni Kópa- vogs. Sýningarstjóri er Guðbergur Bergs- son. Rósa og Stella sýna í Gallerí Skugga, Hverfisgötu 39. Sýningarnar standa til 1. desember og er galleríið opið frá 13 til 17 alla daga nema mánudaga. Stærsta sýning á íslenskri samtímalist stendur yfir í Listasafni Íslands. Sýnd eru verk eftir um 50 listamenn sem fæddir eru eftir 1950 og spannar sýn- ingin árin 1980-2000. Sýningin Í sjöunda himni stendur yfir í gallerí Undirheimum, Álafossi, Mosfells- bæ. Þar sýna 7 listakonur vatnslitaverk. Opið er alla daga 12-17 nema miðviku- daga. Sýningin stendur til 24. nóvember. Anna Gunnlaugsdóttir sýnir 365 mynd- verk, unnin á jafnmörgum dögum, í Gallerí Glámi, Laugavegi 26, Grettis- götumegin. Sýningin stendur til 24. nóv- ember. Guðrún Tryggvadóttir sýnir í Listhúsinu í Laugardal. Sýningin ber heitið Furðu- dýr í íslenskum þjóðsögum og er sam- sett af myndskreytingum úr samnefndri bók. Sýningin stendur til 30. nóvember. Sýningin Hraun - ís - skógur er í Lista- safni Akureyrar. Sýningin er opin alla daga milli 12 og 17. Henni lýkur 15. des- ember. Veiðimenn í útnorðri er yfirskrift á sýn- ingu sem Edward Fuglö heldur í Nor- ræna húsinu. Í Ljósmyndasafni Reykjavíkur stendur yfir sýning á portrettmyndum Augusts Sanders. Sýningin er í Grófarsal, Grófar- húsi, Tryggvagötu 15, 101 Reykjavík og stendur til 1. desember 2002. Opnunar- tími er 12-18 virka daga en 13-17 um helgar. Jóhanna Ólafsdóttir og Spiros Misokil- is sýna ljósmyndir sínar á Kaffi Mokka. Sýningin heitir „Orbital Reflections“. Allir eru velkomnir. Sýning á verkum fjögurra eistneskra listamanna stendur í Hafnarborg, menn- ingar- og listastofnun Hafnarfjarðar. Þeir eru Jüri Ojaver, Paul Rodgers, Jaan Toomik og Jaan Paavle. Tróndur Patursson frá Færeyjum sýnir málverk í aðalsal Hafnarborgar. Flökt - Ambulatory - Wandelgang er samsýning Magnúsar Pálssonar, Erics Andersens og Wolfgangs Müllers í Ný- listasafninu. Ágústa Oddsdóttir sýnir í gluggum Vatnsstígs 10. Sýningin Handritin stendur yfir í Þjóð- menningarhúsinu. Sýningin er á vegum Stofnunar Árna Magnússonar. Opið er frá klukkan 11 til 17. Bjarni Þór Þorvaldsson heldur mynd- listarsýningu í Markaðstorgi, Eddufelli 8. Sýningin stendur til 1. desember og er opin alla daga frá 13-18.30. 18 22. nóvember 2002 FÖSTUDAGUR LEIKHÚS Leikfélag Kópavogs frum- sýnir nýtt íslenskt leikrit, Hljóm- sveitina, í kvöld. Verkið er að sögn Harðar Sigurðssonar, formanns Leikfélagsins, grátbroslegur óður til töfra tónlistarinnar og þess máttar sem hún hefur til að laða fram það besta í fólki. Ágústa Skúladóttir leik- stjóri samdi leikritið í samvinnu við leikhópinn, en innblásturinn sóttu þau til sannra atburða úr Keflavík fyrir réttum hundrað árum síðan. „Við upphaf síðustu aldar er heimsmaðurinn Vilhjálmur Hákon- arson nýkominn frá Bandaríkjunum þeirra erinda að opna verslun í litlu plássi á Íslandi. Honum þykir menn- ingarlífið á staðnum í daufara lagi og ákveður því að setja á stofn hljómsveit. Honum tekst að ná sam- an hópi sem í eru meðal annars póst- ur og predikari auk ýmissa annarra furðufugla og utangarðsmanna í plássinu. Fæstir hafa svo mikið sem séð hljóðfæri, hvað þá að þeir kunni að nota þau. Draumur Vilhjálms breytist fljótt í martröð þegar sveit- inni er falið að spila við sögulegan, opinberan atburð,“ segir Hörður. Hörður bætir því við að á tímabili hafi litið út fyrir að fresta þyrfti frumsýningunni þar sem einn leikaranna lagðist inn á spítala í vikunni. „Málið var hins vegar ekki eins al- verlagt og útlit var fyrir í fyrstu. Hann er útskrifaður og allt mun því ganga eftir áætl- un.“ Hljómsveitin verður sýnd í Hjáleigunni, litla sviði Félags- heimilis Kópvogs. Aðeins sjö sýningar eru fyrirhugaðar og verður sú síðasta laugardaginn 7. desember. ■ Nýtt íslenskt leikrit hjá Leikfélagi Kópavogs: Sækir innblástur hundrað ár aftur í tímann VILHJÁLMUR HÁKONARSON Kemur galvaskur frá Bandaríkjunum og ákveður að rífa upp menningarlífið í íslenskum smábæ með því að stofna hljómsveit. TÓNLEIKAR Í kvöld heldur tónlistar- deild Eddu - miðlunar og útgáfu tónleika í Austurbæ (gamla Aust- urbæjarbíói við Snorrabraut). Þar koma fram margir af þeim listamönnum sem útgáfufélagið gefur plötur út með fyrir þessi jól. KK kynnir nýja plötu sína, Paradís, sem var að koma í búðir, Ensími rokkar af samnefndri plötu sem hlotið hefur afbragðs- dóma og efnilegasta rokksveit landsins, Búdrýgindi, gefur í botn. Hip-hopið fær sitt pláss og munu Afkvæmi Guðanna, Bent & 7Berg og Steindór Andersen láta rímið flæða. Hörður Torfa segir sögur við gítarplokk og Stuðmenn slá smiðshöggið. Myndbönd verða sýnd á breiðtjaldi. Húsið opnar klukkan 21, ekk- ert aldurstakmark og aðgangur er ókeypis. ■ Risatónleikar í Austurbæ í kvöld: Jólaútgáfa Eddu kynnt ENSÍMI Hefur fengið frábæra dóma fyrir samnefnda þriðju breiðskífu sína. Laugardaginn 23. nóvember FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER hvað? hvar? hvenær?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.