Fréttablaðið - 22.11.2002, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 22.11.2002, Blaðsíða 8
22. nóvember 2002 FÖSTUDAGUR ERLENT ÚTTEKT TRYGGINGAR Sjóvá-Almennar og Tryggingamiðstöðin hafa ákveðið að hækka iðgjöld brunatrygginga umtalsvert um næstu áramót. Hjá VÍS fengust þær upplýsingar að verið væri að skoða málið. Hjá Sjó- vá-Almennum hækka tryggingar um 30-50% eftir stærð húsnæðis en 30-40% hjá Tryggingamiðstöð- inni. Ástæður fyrir hækkuninni segja talsmenn tryggingafélag- anna vera þeir stórbrunar sem orðið hafa á undanförnum tveimur árum, í Ísfélaginu í Vestmannaeyj- um, Faxafeni og við Laugaveg, auk umtalsverðar fjölgunar bruna á húseignum í eigu einstaklinga. Ekki síður hafi endurtryggingarfé- lögin sem félögin skipta við átt í erfiðleikum vegna bágrar stöðu á fjármálamarkaði og í kjölfar 11. september. Gunnar Felixson, framkvæmda- stjóri Tryggingamiðstöðvarinnar, segir eignatryggingar, þ.e. bruna- og fjölskyldutryggingar, hafa verið reknar með tapi síðastliðin þrjú ár. Sveinn Segatta hjá Sjóvá-Al- mennum segir afkomu bruna- tryggingar hafa verið neikvæða frá 1998. Tjónshlutfallið í ár sé komið upp í 150% og fram undan sé versti mánuður ársins. Hann segir 80% fjölgun brunatjóna hafi orðið milli áranna 1997 og 2001, eða úr 197 í 356 talsins. Aukning sé stigvaxandi á hverju ári, sem sé mikið áhyggjuefni. Sveinn lagði mikla áherslu á gildi forvarna til að koma í veg fyrir bruna bæði í heimahúsum og hjá fyrirtækjum. ■ SKOTÁRÁS Í TRINIDAD 17 ára gam- all piltur særði öryggisvörð alvar- lega í skóla í Trinidad. Eftir skot- bardaga við lögregluna lést piltur- inn. Að sögn skólayfirvalda hafði pilturinn sótt um inngöngu í skól- ann fyrir ári síðan en var hafnað. TRÚBOÐI MYRTUR Bandarískur trúboði var skotinn til bana í suð- urhluta Líbanon. Atkvikið átti sér stað á heilsugæslustöð þar sem maðurinn hafði starfað undanfarin þrjú ár. Ekki er vitað um ástæð- una fyrir verknaðinum. TRÚBOÐI MYRTUR Bandarískur trúboði var myrtur í suðurhluta Líbanons í gærmorgun. Morðing- inn flúði af vettvangi. HEIÐARLEIKINN BORGAR SIG Pétur Blöndal alþingismaður lauk fræðslufundaröð sinni í tilefni prófkjörs með því að ræða heiðarleika. Hann borgar sig. Pétur Blöndal alþingismaður: Óheiðar- leikinn kostar STJÓRNMÁL Heiðarleiki er auðlind. Þetta er eitt af því sem kom fram á fræðslufundi Péturs Blöndal al- þingismanns í gær. Hann hefur farið nokkuð óvenjulega leið í kynningu á sér og málefnum sín- um fyrir prófkjör sjálfstæðis- manna um helgina. Fundurinn í gær var sá síðasti í röð funda þar sem Pétur hefur rætt ýmis málefni samfélagsins. Pétur sagði kostnaðinn við óheiðarleika mikinn. Samningar yrðu dýrari auk þess sem óheiðar- leiki kallaði á dýr eftirlits- og ör- yggiskerfi. Hann tók dæmi af Rússlandi, landi sem er ríkt af auðlindum og býr yfir menntuðu vinnuafli. Ástæða þess að landið væri samt sem áður illa statt væri sú að fólk þar í landi treysti ekki hvert öðru. ■ HERMENNIRNIR ÓHLÝÐNUÐUST Pat McLellan, fyrrverandi her- foringi í breska hernum, segir að hermenn sínir hafi óhlýðnast sér þegar þeir fóru lengra inn í hverfi kaþólskra í Londonderry 30. janúar árið 1972 en hann ætl- aðist til. Til átaka kom og fórust þar 13 kaþólikkar. VANNÆRING MINNKAR Dregið hefur úr vannæringu barna í Írak frá því hún náði hámarki árið 1996. Dánartíðni barna yngri en fimm ára hefur að sama skapi lækkað. VIÐSKIPTI Baugur hefur lokið end- urfjármögnun lána fyrirtækis- ins. Stjórnendur félagsins telja að sparnaður vegna endurskipu- lagningarinnar muni skila félag- inu sparnaði upp á 300 milljónir á ári. Á hluthafafundi var einnig samþykkt auka arðgreiðsla sem nemur 15% af nafnvirði bréfa. Arðgreiðsla ársins verður því 27% af nafnvirði. Breska dagblaðið The Guardi- an greinir frá því að Baugur hafi gert tilraun til að eignast 10% hlut í verslunarkeðjunni Allders. Baugur bauð samkvæmt frásögn blaðsins 127 pens fyrir hlutinn. Enginn var hins vegar tilbúinn til að selja. Verslanakeðjan Allders hefur átt í nokkrum erfiðleikum að undanförnu og reksturinn ekki gengið sem skyldi. Baugur á fyrir hluti í The Big Food Group og House of Fraser. Sérfræðing- ar á breskum markaði telja til- gang Baugs þann að fá Allders og House of Fraser að samninga- borði um sameiningu. Fyrri til- raunir til slíks fóru út um þúfur. Á hluthafafundi tók Hreinn Loftsson við stjórnarformennsku á ný eftir nokkurt hlé og Jón Ás- geir Jóhannesson settist aftur í stól forstjóra félagsins. ■ Endurskipulagning lána og kauptilraun: Baugur leitar kaupa í Bretlandi 300 MILLJÓNA SPARNAÐUR Ný lánasamsetning sparar Baugi umtalsvert fé. Yfirlýst stefna þess er að fjárfesta í erlend- um smásölufyrirtækjum. Ein slík tilraun var gerð fyrir helgi. VÆNDI Heimildir Fréttablaðsins segja að vegna mikils framboðs á kynlífstengdri þjónustu sé nú skollið á verðstríð. Kona sem kall- ar sig „Dömuna“ og býr í Hafnar- firði reið á vaðið og lækkaði verðið mikið og aðrar vændiskonur hafa fylgt í kjölfarið. Daman býður nú skyndikynni sem vara í 40 mínútur fyrir 15 þúsund krónur. „Þetta er komið út í algjörar öfgar og er niðurlægjandi,“ sagði vændiskona í samtali við Fréttablaðið. Aldrei fyrr hefur vændis- markaðurinn verið eins fjöl- breyttur sem nú en í stað þess að konur selji sig á veitingastöðum eða götunni er mestur hluti við- skiptanna rafrænn. Netvæðingu vændisins má sjá á því að finna má þrjár heimasíður þar sem verð og valkostir eru reifaðir út í hörgul. Mest af viðskiptunum fer fram í gegnum einkamal.is og viðskiptavinir eru boðaðir í heimahús. Sem dæmi um ásókn- ina á einstakar síður þá var sett upp ný heimasíða vændiskonunn- ar í Hafnarfirði þann 19. nóvem- ber. Heimsóknir á síðu Dömunn- ar voru orðnar 971 í gær, tveimur dögum síðar. Þessi vændiskona hefur valdið uppnámi meðal ann- ara kvenna í greininni með verð- lækkun á þjónustu sinni og því að auglýsa fjölbreytt tilboð sem eru langt neðan við það sem aðrar vændiskonur bjóða. Hefðbundið verð á skyndikynn- um var fyrir skömmu 35 þúsund krónur og hafði staðið í stað í rúm 15 ár. Aðrar vændiskonur hafa fylgt í kjölfar „Dömunnar“ í Hafn- arfirði og einnig lækkað verðið og bjóða nú upp á hálftíma þjónustu fyrir 20 þúsund krónur en klukku- tíminn kostar 35 þúsund. Hafnar- fjarðardaman býður nú upp á dek- urkvöld þar sem rauðvín og ostar eru á boðstólum. Þrjár klukku- stundir af slíku dekri kosta 40 þús- und krónur og nóg er að gera. Vilji viðskiptavinir framlengja tímann kostar aukahálftími 5 þúsund krónur. Talið er að allt að 70 einstak- lingar selji blíðu sína eða aðra kynlífstengda þjónustu á höfuð- borgarsvæðinu. Þar kennir margra grasa. Boðið er upp á ýmis afbrigði af erótísku nuddi og þeir sem vilja hörku í stað blíðu geta valið um nokkrar kon- ur sem hýða kúnnana og niður- lægja. Í miðborg Reykjavíkur er rekin kynlífsmiðstöð þar sem í öðrum enda hússins er pynting- arherbergi en í hinum endanum er dekurherbergi þar sem fram fer erótískt nudd. Á morgun ræðir Fréttablaðið við konu sem stundað hefur vændi í næstum 20 ár. rt@frettabladid.is ERLENT Verðstríð á vændismarkaði Netið er nær alfarið notað til að selja hörku og blíðu. Tugir kvenna selja sig í heimahúsum. Vændið er næstum alveg horfið af götunni. MANNLÍF Ekki er allt sem sýnist. Vændi er stundað og verðstríð er á markaðnum. Hefðbundið verð á skyndikynn- um var fyrir skömmu 35 þúsund krón- ur og hafði staðið í stað í rúm 15 ár. Iðgjöld brunatrygginga hækka um áramótin: Fjölgun brunatjóna stór hluti ástæðunnar Vilja Sundabrú sem fyrst: Þingmenn út úr skápnum SAMGÖNGUR „Einn maður sagði við mig í dag að þetta væri í fyrsta skipti sem hann hefði orðið var við að Reykvíkingar ættu þing- menn. Loksins koma þingmenn út úr skápnum,“ segir Ólafur Örn Har- aldsson, formaður fjárlaganefndar, um viðbrögð við því að hann og Guðmundur Hall- varðsson, formað- ur samgöngu- nefndar, mælast til þess að drifið verði í að ráðast í bygg- ingu Sundabrautar úr Grafarvogi yfir í Vogahverfi. „Ég tel ljóst að það þurfi að fara svokallaða innri leið,“ segir Ólafur. Hún er að minnsta kosti þremur milljörðum ódýrari en hin. Þá er það upphæð sem er við- ráðanleg á næstu fjórum, fimm árum. Sú leið er fljótgerðari og hún er arðsamari.“ Eins sé mikil hætta á að mjög hvasst verði á há- brú sem liggi utar. ■ ÓLAFUR ÖRN HARALDSSON Vill að ráðist verði í byggingu Sundabrautar. 8ORÐRÉTT HVERNIG Á LITINN? „Hann er með millisítt, brúnt hár, lætur sér oft vaxa skegg og gengur stundum með gleraugu.“ Lýsing á nýjum kærasta Lindu Pé í Séð & Heyrt. VÍST ER KRISTJÁN BESTUR... „Það er sérkennileg árátta hjá mörgum Íslendingum að halda því fram að bestu söngvararnir séu tenórar.“ Úr fjölmiðlapistli í DV. ÁRÁS Á ÚTLENDING „Það er alla vega auðveldara að ráðast á næsta Ungverja og byrja að spjalla við hann heldur en næsta Íslending.“ Daði Jónsson í Stúdentablaðinu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.