Fréttablaðið - 22.11.2002, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 22.11.2002, Blaðsíða 24
24 22. nóvember 2002 FÖSTUDAGURHVAÐA BÓK ERTU AÐ LESA? BÓKMENNTIR Stefán Sigurkarlsson lyfsali hefur sent frá sér sína fyrstu skáldsögu. Sagan heitir Handan við regnbogann. Áður hafa komið út eftir Stefán tvær ljóðabækur og ein bók með samtengdum sögum: Haustheimar 1985, Skuggar vindsins 1990 og Hólmanespistl- ar 1995. Starfsvettvangur Stefáns í lyfsölunni var á Stykkishólmi, Akranesi og loks í Breiðholts- apóteki, þar sem hann var í tólf ár þar til hann lét af störfum 1997. Stefán segist hafa unnið að nýju skáldsögunni síðan þá. „Fyrir mig var þetta afskap- lega erfitt. Það er erfitt verk og seinlegt að koma saman þokka- legun texta. En ég er ekki að kvarta. Það er kannski ekki gaman að neinu nema það sé erfitt,“ segir Stefán. Aftan á kápu Handan við regnbogann segir að blær bók- arinnar sé um margt líkur Hólmanespistlum Stefáns, sem hafi fengið mikið lof gagn- rýnenda. Stefán segir söguna að stór- um hluta vera uppvaxtar- og ástarsögu. Tíu ára dreng í upp- hafi síðari heimstyrjaldar sé fylgt fram á fullorðinsár. Sagan gerist að mestu leyti í Reykja- vík. „Þræðir sögunnar liggja þó til ýmissa átta,“ segir hann. Fortíðin varpar skugga á lífs- hlaup drengsins. Sjálfur er Stef- án fæddur árið 1930 og er því jafnaldri söguhetjunnar. Hann segir söguna þó alls ekki byggða á eigin ævi: „Þetta er allt saman uppdiktað.“ Að sögn Stefáns ætlar hann ekki að leggja upp í aðra fimm ára skáldsöguferð. „Ég á ekki von á því. En ég ætla engu að lofa um það,“ segir hann. Stefán er kvæntur Önnu Guð- leifsdóttur og á þrjú uppkomin börn. gar@frettabladid.is Allt saman uppdiktað Stefán Sigurkarlsson lyfsali hefur skrifað skáldsöguna Handan við regnbogann. Sagan er uppvaxtar- og ástarsaga. Stefán segir smíði bókarinnar hafa verið sér erfiða. Hins vegar sé ekki gaman að neinu nema það sé erfitt. STEFÁN SIGURKARLSSON Lyfsali sem sestur er í helgan stein sendir frá sér sína fyrstu skáldsögu. Stefán er einnig listmálari. Myndina á veggnum málaði hann á Stykkishólmi. Í Handan við regnbogann fylgir Stefán jafnaldra sínum frá því í upphafi síðari heimsstyrjaldar og fram á fullorðinsár. Bjarni Brynjólfsson, ritstjóri Séð og heyrt. Ég er nýbyrjaður að lesa Samúel eftir Mika- el Torfason og líst ágætlega á. Svo er ég með aðra í takinu, Ilíonskviðu eftir Hómer. BÆKUR Skáldsaga Mikaels Torfa- sonar, Heimsins heimskasti pabbi, er komin út á dönsku og finnsku. Að sögn höfundar hafa nokkrir dómar birst í finnskum fjölmiðlum og allir verið já- kvæðir. Bókin er gefin út í harð- spjöldum að íslenskum sið í Finnlandi en Danir gefa hana út sem kilju. Titill bókarinnar á dönsku er Verdens værste far en á finnsku heitir hún Maailm- an tyhmin Isa. Mikael Torfason var sem kunnugt er tilnefndur til Bókmenntaverðlauna Norð- urlandaráðs fyrir þessa bók sem nú fer víða. ■ Mikael Torfason á dönsku og finnsku: Verdens værste far FAÐIRINN MEÐ BÆKURNAR Torfi Geirmundsson með Maailman tyhmin Isa og Verdens værste far. JPV útgáfa hefur sent frá sérnýja útgáfu af Gúmmí-Tarsan eftir Ole Lund Kirkegaard í þýð- ingu Þuríðar Baxter. Bókin kom fyrst út á íslensku árið 1978 og naut mikilla vinsælda. Höfundur- inn myndskreytti bókina sjálfur en lífgað hefur verið upp á nýju útgáfuna með því að lita mynd- irnar. Gúmmí-Tarsan heitir réttu nafni Ívar Ólsen og hann er í rauninni bæði lítill og mjór og ólaglegur að auki. Hann er heldur ekki vitund sterkur og hann get- ur ekki lumbrað á neinum. Dag nokkurn rekst Ívar Ólsen af til- viljun á ósvikna galdranorn og allt í einu er Ívar Ólsen orðinn drengur sem getur óskað sér hvers sem hann vill. Að minnsta kosti í einn dag ... NÝJAR BÆKUR Metsölulistarnir: Landnem- inn mikli yfirstígur þunglyndi BÆKUR Arnaldur Indriðason heldur efsta sætinu á sölulista Penn- ans/Eymundssonar en Landnem- inn mikli, Stephan G. Stephans- son, hefur skotist upp í annað sæt- ið. Nýja orðabókin lækkar um sæti, sem og Sonja Zorrilla sem er nú mitt á milli sturlaða riddarans Don Kíkóta og Íslands í hers hönd- um. Jón Sigurðsson er í 6. sætinu, auk þess sem ástin og þunglyndi koma við sögu á listanum. Orðabókin er á toppnum í verslunum M&M en Arnaldur fylgir henni eftir og Jón Sigurðs- son er öllu brattari en hjá Pennan- um. Listi M&M er aðeins mýkri en Pennans en auk bókar Önnu Valdi- marsdóttur um ræktun ástarinnar er þar að finna safn af óléttusög- um íslenskra kvenna. Þá komast þrjár barnabækur á blað; Gall- steinar afa Gissa, Skúli skelfir og hinn magnaði Artemis Fowl. Ari Trausti Guðmundsson rekur svo lestina með verðlaunabók sinni Vegalínur. ■ 1 METSÖLULISTI 2 3 4 5 6 7 8 9 10 METSÖLULISTI BÓKABÚÐA MÁLS OG MENNINGAR (1. TIL 18. NÓVEMBER) ÍSLENSK ORÐABÓK 2002 Mörður Árnas. ritst. RÖDDIN Arnaldur Indriðason JÓN SIGURÐSSON Guðjón Friðriksson LEGGÐU RÆKT VIÐ ÁSTINA Anna Valdimarsdóttir KONUR MEÐ EINN Í ÚTVÍKKUN.. Ýmsar ARTEMIS FOWL-SAMSÆRIÐ Eoin Colfer ÍSLANDSKORT CD Landmælingar GALLSTEINAR AFA GISSA Kristín H. Gunnarsdóttir SKÚLI SKELFIR Francesca Simon VEGALÍNUR Ari Trausti Guðmundsson 1 METSÖLULISTI 2 3 4 5 6 7 8 9 10 METSÖLULISTI PENNANS/EYMUNDS- SONAR (13. TIL 19. NÓVEMBER) RÖDDIN Arnaldur Indriðason LANDNEMINN MIKLI Viðar Hreinsson ÍSLENSK ORÐABÓK Mörður Árnas. ritst. LÍF MEÐ ÞUNGLYNDI R. Buckman og A. Charlish ÚTKALL - GEYSIR ER HORFINN Óttar Sveinsson JÓN SIGURÐSSON Guðjón Friðriksson LEGGÐU RÆKT VIÐ ÁSTINA Anna Valdimarsdóttir ÍSLAND Í HERS HÖNDUM Þór Whitehead SONJA Reynir Traustason DON KÍKÓTI I Miguel de Cervantes FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.