Fréttablaðið - 22.01.2003, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 22.01.2003, Blaðsíða 9
9MIÐVIKUDAGUR 22. janúar 2003 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 1 91 33 0 1/ 20 03 Smáralind - Glæsibæ Simi 545 1550 og 545 1500 hl‡legaHugsa›u til barnanna í vetur K Teddy 8.990 Stærðir 92-146 cm, hægt er að taka fóðrið úr Mix 7.990 Stærðir 98-146 cm, litir rautt og blátt Ketch, hágæða barnagallar úr beavernylon, með styrkingu á álagsflötum. Reflex 8.990 Stærðir 116-146 cm, mjög góð endurskinsmerki BARÐI MANN MEÐ KJÖTEXI Kona barði mann í höfuðið með kjötexi á sunnudag. Þetta gerðist eftir að maðurinn hafði komið til að sækja muni sem hann átti í íbúð fyrrverandi eiginkonu sinnar. Mis- sætti kom upp milli þeirra sem endaði með því að konan barði manninn með kjötexinni. Við högg- ið brotnaði skaft axarinnar og hlaut maðurinn minniháttar áverka á höfði. Maðurinn var fluttur á slysa- deild en lögregla lagði hald á exina. REYNT AÐ STILLA TIL FRIÐAR Vera hermanna frá nokkrum Afríkuríkjum og Frakklandi sem ætlað er að halda aftur af stríðandi fylkingum er að sumra mati ástæða þess að ekki hefur enn komið til víðtækari bardaga og árása. Úr öskunni í eldinn Eftir að hafa flúið óöld í Líberíu neyðast flótta- menn til að snúa aftur í óvissuna heima við eftir að átök brutust út á Fílabeinsströndinni. FÍLABEINSSTRÖNDIN, AP „Ástandið er hræðilegt þar, en það er kannski verra hérna,“ sagði Morris Lahai Kanneh, líberískur sjálfboðaliði sem aðstoðar flóttamenn frá Lí- beríu sem vonast til að komast heim til sín á nýjan leik og forða sér þannig frá átökun- um sem geisa á Fílabeinsströndinni. Líberíubúar hófu að flýja heimaland sitt í stórum stíl á ní- unda áratugnum þegar bardagar andstæðra fylkinga ollu lands- mönnum miklum hörmungum. Fílabeinsströndin virkaði sem ör- uggt hæli og leituðu tugþúsundir Líberíumanna þangað í von um friðsamlegra og öruggara líf. Lengi vel gekk það eftir. Það breyttist þó í haust þegar borg- arastyrjöld braust út í landinu. Nú hefur á þriðja þúsund Líberíu- manna í útlegð á Fílabeinsströnd- inni óskað eftir aðstoð Sameinuðu þjóðanna við að komast aftur til Líberíu og talið er að 37.000 hafi snúið heim á eigin vegum. Rúm- lega 25.000 manns hafast enn við á suðvestanverðri Fílabeins- ströndinni en því er spáð að marg- ir þeirra snúi aftur til Líberíu til að flýja ofbeldið. „Fólk hefur verið myrt, svo mikið er víst,“ segir Jacques Franquin, sem samhæfir neyðar- hjálp fyrir flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna. „Það eru al- varlegar líkamsmeiðingar. Flóttamennirnir eru óttaslegnir.“ Forystumenn Líberíumanna á Fílabeinsströndinni segja að í það minnsta níu flóttamenn, allt karlmenn, hafi verið myrtir af hópum ungra heimamanna á síð- ustu vikum. Þetta hafa franskir hermenn staðfest. „Það sorglega við þetta er að flóttamennirnir komu hingað til að flýja bardagana í Líberíu og eru nú tengdir við sama fólkið og þeir voru að flýja frá,“ segir Astrin van Gend- eren Stort, talsmaður flóttamanna- hjálpar Sameinuðu þjóðanna. Margir þeirra sem flýðu Lí- beríu á sínum tíma eru nú milli steins og sleggju. Sumir þeirra sem vilja snúa aftur þora það ekki af ótta við að verða fyrir barðinu á stjórnarherrum sem leita enn uppi andstæðinga sína úr fyrri átökum. „Við verðum að koma fólkinu héðan,“ segir Franquin og varar við því að vaxandi hatur geti leitt til mikilla hörmunga. ■ HAAG, AP Mexíkó hefur farið fram á það við Alþjóðadómstólinn í Haag að stöðvaðar verði aftökur mexíkóskra afbrotamanna sem sitja í bandaríkjunum fangelsum. Byggja Mexíkóar kröfur sínar á því að Bandaríkin hafi ekki gefið föng- unum færi á að leita réttar síns en bæði löndin eru aðilar að alþjóðleg- um samningi sem kveður á um að fangar eigi rétt á aðstoð ræðis- manns. Mexíkó hefur um árabil átt í deilum við Bandaríkin vegna dauða- refsinga en hefur iðulega þurft að láta í minni pokann. Mál af svipuðum toga hefur áður farið fyrir Alþjóðadómstólinn en árið 1999 hófu þýsk yfirvöld mál- sókn á hendur Bandaríkjunum vegna dauðadóms yfir þýskum bræðrum. Dómstóllinn úrskurðaði Þýskalandi í hag en Bandaríkin virtu dóminn að vettugi og frestuðu ekki aftökum bræðranna. ■ Frjálslyndir: Hjálmar ekki í framboð STJÓRNMÁL Hjálmar Blöndal, nemi á Bifröst sem orðaður hef- ur verið við annað sætið hjá Frjálslynda flokknum í Norð- vesturkjördæmi, hefur ákveðið að taka ekki sætið þar sem hann hyggst einbeita sér að námi sínu í viðskiptalögfræði á Bif- röst. Atburðarásin var hröð þá daga sem Hjálmar var orðaður við sætið og ákvað Hjálmar að endingu að fara ekki í framboð sökum anna á Bifröst. ■ Nágrannar Íraka: Vilja frið ANKARA, AP „Við viljum að Írakar verði fengnir til að sýna vopna- eftirlitsmönnum Sameinuðu þjóðanna fullu samvinnu,“ sagði Yasar Yakis, utanríkisráðherra Tyrklands, í aðdragandanum að fundi um stöðu Íraks sem Tyrk- ir hafa skipulagt með utanríkis- ráðherrum nágrannaríkja. Hann segir það ekki á stefnu- skrá tyrkneskra stjórnvalda að skipta um stjórn í Írak eða að Saddam Hussein verði sendur í útlegð. Yakar og aðrir utanríkisráð- herrar nágrannaríkja Íraks leggja áherslu á friðsamlega lausn sem tryggi öryggi á svæð- inu. ■ Launahækkanir til bæjarstjórnarmanna og bæjarstjóra í Árborg: Tvöföld þingmannslaun KJARABÓT Bæjarstjórn Árborgar hefur samþykkt tillögu frá Ein- ari Njálssyni bæjarstjóra um launahækkanir fyrir setu í bæj- arstjórn, bæjarráði og í nefnd- um á vegum bæjarins: „Við vorum að breyta viðmið- uninni og gera kerfið einfaldra og betra. Nú miðum við greiðsl- ur við þingfarakaup auk þess sem við bættum við sjö prósent launahækkun sem Kjaradómur var að ákveða til handa æðstu stjórnendum ríkisins,“ segir bæjarstjórinn, sem sjálfur þigg- ur þingmannslaun margfölduð með 2,05 þannig að hann er með rúmlega tvöfalt þingfararkaup. „Ætli þetta losi ekki 700 þúsund krónur hjá mér,“ segir hann. Eftir breytinguna fær forseti bæjarstjórnar í Árborg 40 pró- sent af þingfararkaupi, óbreytt- ir bæjarfulltrúar fá 24 prósent og bæjarráðsmenn átta prósent þar ofan á. Varabæjarfulltrúar fá svo fjögur prósent af þingfarar- kaupi. Þá hefur nefndum á vegum sveitarfélagsins verið skipt í A- nefndir og B-nefndir og þiggja nefndarmenn hærri laun fyrir setu í B-nefnd en A-nefnd. ■ EINAR NJÁLSSON Hækkar launin hjá bæjarstjórnarmönnum og miðar við þingfararkaup. „Fólk hefur verið myrt, svo mikið er víst.“ AP/C H R ISTO PH E EN A Alþjóðadómstóllinn: Mexíkó leitar réttar síns LÖGREGLUFRÉTTIR Ljósmyndastofan Mynd sími 565 4207 • www.ljosmynd.is Ljósmyndastofa Kópavogs sími 554 3020 Passamyndatökur alla virka daga. Erum byrjaðir að taka niður pantanir á fermingarmynda- tökur í vor. Pantaðu tímanlega!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.