Fréttablaðið - 22.01.2003, Side 21

Fréttablaðið - 22.01.2003, Side 21
MIÐVIKUDAGUR 22. janúar 2003 21 Kynningarfundur í kvöld klukkan 20:00 í safnaðarheimili kirkjunnar við Laufásveg. Alfa er öllum opið og er fyrir þá sem vilja leita svara við spurningum um tilgang lífsins og vilja kynna sér grundvallaratriði kristinnar truar. Alfa er fyrir þá sem trúa, sem efast og síðan ekki síst fyrir þá sem ekki trúa, eða eru leitandi á trúarsviðinu. Komdu í kvöld og kynntu þér málið án allra skuldbindinga. Sr. Hjörtur Magni Jóhannsson Hreiðar Örn Zoega Stefánsson Fríkirkjan í Reykjavík, sími 552-7270 Vefslóð: www.frikirkjan.is • Netfang: frikirkjan@frikirkjan.is ALFA - námskeið í Fríkirkjunni í Reykjavík BITLAUSAR BLÓÐSUGUR Michael Crawford og Mandy Gonzalez í hlutverkum sínum í sýningunni Dance of the Vampires á Broadway. Sýningunni mis- heppnaðist algerlega að heilla áhorfendur þrátt fyrir kynþokkafullan efniviðinn og hún hefur því verið slegin af. Verkið verður aðeins sýnt 56 sinnum. Lokasýningin er á laugardaginn og áætlað tap á uppfærsl- unni nemur 12 milljónum dollara. VEÐUR „Það er ómögulegt að segja hvað veldur þessum hitamun en líklega er helsta skýringin mis- munandi landslag,“ segir Kristín Hermannsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, aðspurð um hitamun í Hafnarfirði, Kópavogi og Reykjavík en hitamunur er ein gráða á milli bæjarfélaga. Glöggir menn hafa veitt því at- hygli að jafnan er hlýrra í Hafnar- firði en í Reykjavík og Kópavogi og þvertaka fyrir að misræmi sé á milli mælanna. Þessir sömu menn halda því fram að mælarnir í bíl- um þeirra sýni einnig þennan hitamun. Kristín segir að einnig geti regn og vindar haft sitt að segja. „Nótt og dagur skipta máli og svo er með vetur og sumar. Annars er engin einhlít skýring á þessu.“ Aðspurð um hvort ekki geti verið að almættið sé einfald- lega Hafnfirðingum hliðhollara segir hún að það geti meira en verið: „En ekki hafa það eftir mér því ég hallast fremur að því að náttúrulegar ástæður séu þarna að baki,“ segir Kristín Hermanns- dóttir veðurfræðingur. ■ MISMUNANDI HITASTIG Þessar myndir eru teknar með fimmtán mínútna millibili. Sú fyrsta er af mæli við Reykja- víkurveg í Hafnarfirði og sýnir -9 gráður, næsta er frá Smáranum í Kópavogi og sýnir -11 gráður og sú þriðja er tekin við Kringlumýrarbrautina en þar er frostið -10 gráður. Hitinn á höfuðborgarsvæðinu: Minnst frost í Hafnarfirði FJÁRÖFLUN Kurr er í forráðamönn- um íþróttafélagsins Aftureldingar í Mosfellsbæ vegna orða bæjar- stjórans á staðnum um auglýs- ingaskilti sem íþróttafélagið setti upp eftir mikla baráttu. Auglýs- ingaskiltið er staðsett í hjarta bæjarins og kostaði 15 milljónir króna. Íþróttaforkólfarnir í Mos- fellsbæ binda miklar vonir við skiltið og trúa því og treysta að það eigi eftir að skila Aftureld- ingu miklum tekjum þegar fram líða stundir: „Vissulega var skiltið dýrt en þegar búið er að greiða það niður á það eftir að skila miklum tekjum í framtíðinni. Ég held að bæjar- stjórinn skipti um skoðun þegar hún sér hvers konar lyftistöng skiltið er fyrir íþróttalífið hér í bænum,“ segir Hlynur Guð- mundsson hjá frjálsíþróttadeild Aftureldingar. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, lét hafa eftir sér hér í blaðinu fyrir skemmstu að hún væri á móti aug- lýsingaskiltum í bæ sínum: „Þessi skilti eru lýti í fallegri náttúru og ég vildi helst sjá þau fara,“ sagði hún. „Við erum þeirrar skoðunar að skiltið okkar sé á góðum stað og af þessu er engin sjónmengun ef snyrtilega er frá öllu gengið. Við erum búnir að berjast mikið fyrir þessu skilti og viljum ekki sjá það hverfa,“ segir Hlynur Guðmunds- son. ■ AUGLÝSINGASKILTIÐ Í MOSFELLSBÆ Dýrt skilti sem á þó eftir að skila miklum tekjum ef það fær að standa. 15 milljóna króna auglýsingaskilti í Mosfellsbæ: Afturelding gegn bæjarstjóranum BLÚS Bob Dylan er einn þeirra tón- listarmanna sem hafa verið til- nefndir til W.C. Handy-verðlaun- anna fyrir besta blúslag ársins. Dylan er tilnefndur sem höf- undur lagsins Stepchild af plöt- unni Don’t Give Up On Me. Til- nefningar í 25 greinum sem allar tengjast blúsnum voru tilkynntar á mánudaginn. Shemekia Copeland og Magic Slim & the Teardrops fengu fimm tilnefning- ar hvor en Shemekia, sem er dótt- ir blúsgítarleikarans framliðna Johnny Copeland, er meðal ann- ars tilnefnd sem besti skemmti- kraftur ársins. Rúmlega 30.000 blúsaðdáendur um allan heim taka þátt í að velja sigurvegarana, sem verða verð- launaðir í Orpheum-leikhúsinu í Memphis. ■ BOB DYLAN Er tilnefndur fyrir lagið Stepchild en þetta er í fyrsta sinn sem þessi lif- andi goðsögn kemst á blað hjá Handy-verðlaun- unum. Blúslag ársins: Bob Dylan tilnefndur

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.