Fréttablaðið - 06.02.2003, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 06.02.2003, Blaðsíða 24
MENNINGARHÁTÍÐ „Við vildum ekki hátimbrað nafn sem ekki lifir,“ segir Marín Hrafnsdóttir, menn- ingarfulltrúi Hafnarfjarðarbæjar, en fyrir dyrum stendur að endur- vekja Listahátíð Hafnarfjarðar í sumar undir nafninu „Bjartir dag- ar“. Hátíðin verður um þriggja vikna skeið í júlí, hefst á 95 ára af- mælisdegi Hafnarfjarðarbæjar og lýkur á Jónsmessunótt. Margir minnast Listahátíðar Hafnarfjarðar ‘93 með hrolli en þá yfirskyggði umfjöllun fjöl- miðla um bókhaldsóreiðu alla þá ágætu listviðburði sem í boði voru. Og Bjartir dagar hafa reyndar undirtitilinn „lista- og menningarhátíð“. Marín segir nálgunina aðra núna og talar um mun á hugtökunum „art“ og „kúltúr“ eða list og menningu sem getur falið í sér hoppukastala og fleira slíkt. Í fjárhagsáætlun eru 5,6 millj- ónir ætlaðar til þessa verkefnis. Marín segir ljóst að af þeim fari 1,5 milljón í kynningu. Þá stendur eftir 4,1 milljón. Framreiknaður kostnaður við Listahátíð Hafnar- fjarðar ‘93 eru 73 milljónir. (Tapið var 48 milljónir.) Í ljósi þess eru þetta smáaurar en Marín ætlar ekki að láta það stöðva sig. „Við ætlum okkur að gera kraftaverk fyrir þessa upphæð. Það verður kvenleg stjórnun á fjármagninu og horft í hverja krónu.“ Marín segir að „Björtum dögum“ sé ætlað að lifa og vill halda hátíð á tveggja ára fresti. „Það verður gaman að byggja þetta upp. Við byrjum smátt en sjá má fyrir sér risastóra hátíð árið 2008.“ Ekki verða kallaðir til rándýrir skemmtikraftar frá útlöndum en áhersla er lögð á að hátíðin sé fyrst og fremst hafnfirsk að bygg- ingu. Leitað verður eftir virkri þátttöku bæjarbúa. Áherslan er á ungt fólk sem mun halda alfarið utan um síðustu viku hátíðarinnar og verður stanslaus menningar- dagskrá í gamla bókasafninu þar sem Regnbogabörn Stefáns Karls hafa aðstöðu. Þá er stefnt að því að halda risastóra útitónleika í tengslum við Bjarta daga. Undir- búningur menningarmálanefndar stendur nú sem hæst en ekki er búið að negla niður atriði. jakob@frettabladid.is 24 6. febrúar 2003 FIMMTUDAGUR tilboð á hillum og brettarekkum Yfir 40 ára þjónusta við íslensk fyrirtæki í lausnum á lagerrýmum. Hillur og brettarekkar eru nú á sérstöku tilboði. Sindri Reykjavík · Klettagarðar 12 · 104 Reykjavík · sími 575 0000 · fax 575 0010 Sindri Akureyri · Draupnisgötu 2 · 603 Akureyri · sími 462 2360 Sindri Hafnarfirði · Strandgötu 75 · 220 Hafnarfirði · sími 565 2965 kynntu þér tilboðin! „Ég var að lesa Veröld okkar vandalausra eftir Kazuo Ishiguro. Þetta er alveg þokka- leg bók, falleg en svolítið gamaldags og ekkert voðalega spennandi.“ Pétur Arason verslunarmaður. Stríðsbrölt á fjölunum: Bush fær á baukinn LEIKHÚS Skopleikur um yfirvof- andi árásir Bandaríkjamanna og Breta á Írak hefur slegið í gegn í bresku leikhúsi og áhorfendur flykkjast að til að horfa á þá George W. Bush Bandaríkjafor- seta og Tony Blair, forsætisráð- herra Bretlands, hædda og spottaða. Leikritið heitir The Madness of George Dubya eða Geðveiki Georgs Tvöfaldsvaff og er eftir Justin Butcher, sem einnig er leikstjóri. Hann skrif- aði leikritið á þremur dögum eft- ir jól, æfði það í sex daga og skellti því á svið með þeim ár- angri að flytja þarf sýninguna í stærra leikhús í næstu viku til að anna eftirspurn. Bush er kynntur til sögunnar sem kjáni í náttfötum sem faðmar bangsann sinn á meðan stríðsóðir undir- sátar hans undirbúa kjarnorku- árás á Írak. „Stemningin í salnum hefur breyst eftir því sem stríðið fær- ist nær,“ segir Nicholas Burns, sem leikur Bush. „Áhorfendur hlæja meira en spennan í hlátr- inum hefur aukist. Fólk er hrætt.“ The Madness of George Dubya er eina leikritið um stríðið yfirvofandi sem hefur verið skrifað í Bretlandi frá því að það tók að hitna í kolunum en óánægja menntafólks og lista- manna í landinu með stuðning Breta við áform Bandaríkja- manna hefur farið stigvaxandi. Mikið er um mótmælafundi og opin bréf og ljóð eru skrifuð og birt í gríð og erg í mótmæla- skyni. ■ Hvaða bók ert þú að lesa? 1 METSÖLULISTI 2 3 4 5 6 7 8 9 10 GEITUNGURINN Árni Árna og Halldór Baldurss NJÁLA Brynhildur Þórarinsdóttir MOLLY MOON OG DÁLEIÐSL. Georgia Byng GÆSAHÚÐ 6 SKRÍMSLIÐ Helgi Jónsson GÚMMÍ- TARSAN Ole Lund Kirkegaard GALLSTEINAR AFA GISSA Kristín Helga Gunnarsdóttir UMSKIPTINGURINN Selma Lagerlöf KAFTEINN OFURBRÓK OG Dav Pilkey KÖTTURINN OG KÖLSKI James Joyce SNUÐRA OG TUÐRA Í JÓLA . . Iðunn Steinsdóttir MEST SELDU BARNABÆKURNAR Í VERSL- UNUM PENNANS-EYMUNDSSONAR Leikfélag Reykjavíkur frum-sýndi leikritið Maðurinn sem hélt að konan hans væri hattur á Nýja sviðinu í Borgarleikhúsinu um helgina. Verkið segir frá taugasjúklingum sem berjast við það á hverjum degi að lifa eðlilegu lífi um leið og það er óður til mannsins, sálarinnar og hugans. Leikendur í verkinu eru Gunnar Hansson, Halldór Gylfason, Halldóra Geirharðs- dóttir, Harpa Arnardóttir, Sóley Elíasdóttir og Þór Tulinius. Leik- stjóri er Peter Engkvist en leik- mynd og búninga gerir Stígur Steinþórsson. Bravó fyrir framtakinu „Sýningin er í heildina mjög áhugaverð enda er það í anda þessa hóps að kanna nýjar víddir, ef við getum talað um það. Efnið er mjög spennandi og leikararnir og hópurinn allur eru mjög trú leiðinni sem þau mörkuðu sér. Það sem ég get helst fundið að er að mér fannst þetta vera dá- lítið mikið í skýrsluformi og vanta meiri húmor í þetta. Ég held að þetta klíníska lið hafi meiri húmor en þarna kom fram en þetta er að leikast mjög vel saman og ég segi bara bravó fyrir framtakinu. Merkileg sýning Þetta er mjög merki- leg sýning. Mér fannst leikararnir fara mjög vel með efnið og þarna er heilmikil senukúnst á ferðinni. Þessi grúppa er orðin mjög þétt og þau vita nákvæmlega hvað þau eru að gera. Sú vinnuaðferð sem þau hafa tamið sér er mjög flott en allt eru þetta frábærir leikarar fyrir. Þór Túliníus vinnur mikið afrek og Gunnar Hansson er aðdáunarverður í hlutverki sínu sem spastískur maður. Hann fer með langan og erfiðan texta á mikill hreyfingu. Þetta er geysilega vel æft hjá hópnum. Þá er Peter Brook, sem setur verkið saman eftir þessari kunnu bók, mikill meistari. Skilar sér vel „Þetta verk er mjög áhrifaríkt en tekur á mannlegri þjáningu á húmorískan hátt. Þetta eru margar dæmisögur. Sumar tókust mjög vel en aðrar síður. Mér fannst verkið komast sérstaklega á flug eftir hlé. Mér finnst leikar- arnir gera þetta mjög sannfærandi og af trún- aði við þetta við- kvæma efni. Það má segja að það fari svo- lítið eftir sögunum hvaða leikari er að fá stóru bitana hverju sinni. Oliver Sacks, sem skrifar bókina sem verkið byggir á, hefur gert sjónvarps- þætti og fleira sem tengist þessu og það verður að segjast að hann verður aldrei klínískur.“ GALDRASTELPUR Will, Irma, Taranee, Cornelia og Hay Lin viðhalda jafnvægi í alheiminum en hver þeirra ræður yfir einu af frumefnunum fjórum lofti, vatni, eldi og jörð. Will er leið- togi hópsins og getur stjórnað og aukið orku vinkvennanna. Myndasögur: Gegn myrka- öflunum TÍMARIT Vaka-Helgafell hefur hafið útgáfu á myndasögublaðinu Galdrastelpur-WITCH sem höfðar sérstaklega til stúlkna á aldrinum 8-15 ára. Hér segir frá fimm 13-14 ára stelpum sem virðast ósköp venjulegar, en eru þó ekki allar sem þær eru séðar. Þær eru allar gæddar yfirnáttúrulegum hæfi- leikum sem gagnast þeim vel í baráttu sinni gegn hættulegum út- sendurum Myrkraríkisins. Blaðið er 75 blaðsíður, kemur út mánaðarlega og fæst einungis í áskrift. ■ Bókalistinn: Spenna og grín BÆKUR Þeir kappar Skarphéðinn og Gunnar virðast ekki hafa roð við Geitungnum sem trónir enn efst- ur á blaði. Annars mætast afþrey- ing og bókmenntir í hæfilegri blöndu á barnabókalistanum að þessu sinni. Njála fer fyrir bók- menntarisunum, dyggilega studd af James Joyce og Selmu Lag- erlöf, á meðan Kafteinn Ofurbrók, Gúmmí-Tarsan, afi Gissi og fleiri sjá um að halda uppi fjörinu. ■ GEORGE W. BUSH Fær háðulega útreið í nýjum breskum skopleik sem nefnist Geðveiki Georgs Tvöfaldsvaff. Verkið hefur slegið í gegn í London og hefur aðsóknin sprengt húsnæðið utan af leik- hópnum. MARÍN HRAFNSDÓTTIR Kvenleg ráðdeildarsemi mun ráða för þegar kostnaður við Bjarta daga er annars vegar. Ætlum að gera kraftaverk Til stendur að endurvekja Listahátíð Hafnarfjarðar. Í fjárhagsáætlun eru 5,6 milljónir ætlaðar í verkefnið. Til samanburðar fóru 73 milljónir í Listahátíð Hafnarfjarðar 1993. HVERNIG FANNST ÞÉR? SVERRIR GUÐJÓNSSON. Tónlistarmaður. KARL GUÐMUNDSSON. Leikari. ANDRÉS SIGURVINSSON. Leikstjóri.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.