Fréttablaðið - 06.02.2003, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 06.02.2003, Blaðsíða 19
boði safnsins. Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11 til 17 og henni lýkur 17. febrúar. Heimildir nefnist sýning Hafdísar Helgadóttur í Þjóðarbókhlöðunni. Sýn- ingin er á vegum Kvennasögusafns. Á fjórðu hæð er spjaldskrá með sjálfs- myndum listamannsins frá 1963-1998, en í sýningarkassa á 2. hæð eru blöð með myndum af sömu verkum. Smákorn 2003 nefnist sýning á smá- verkum 36 listamanna í Baksalnum í Galleríi Fold, Rauðarárstíg 14-16. Þetta er í þriðja skipti sem Gallerí Fold efnir til smáverkasýningar. Eina reglan um gerð verka er að innanmál ramma sé ekki meira en 24x30 sentimetrar. María Kristín Steinsson sýnir olíumál- verk í Café Cozy, Austurstræti. Sýningin er opin á opnunartíma Café Cozy. Margrét Oddný Leópoldsdóttir sýnir „Storesarnir eru að hverfa“ í gluggum sínum í Heima er best, Vatnsstíg 9. Sýn- ingin stendur til 26. febrúar. Í Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3, sýna þau Finnur Arnar Arnarsson, Hlynur Halls- son og Jessica Jackson Hutchins verk sín. Haraldur Jónsson sýnir Stjörnuhverfi og Svarthol fyrir heimili í galleríinu i8 við Klapparstíg. Sýningin er opin fimmtu- daga og föstudaga kl. 11-18, laugardaga kl. 13-17 og eftir samkomulagi. Nú stendur yfir samsýning 7 málara í Húsi málaranna, Eiðistorgi. Allir þessir málarar eru löngu þjóðkunnir fyrir verk sín og einkennir fjölbreytni sýninguna. Þeir sem taka þátt í sýningunni eru: Bragi Ásgeirsson, Einar Hákonarson, Ein- ar Þorláksson, Guðmundur Ármann, Kjartan Guðjónsson, Jóhanna Bogadóttir og Óli G. Jóhannsson. Sýningin stendur til 2. mars. Jón Sæmundur er með myndbandsinn- setningu í rýminu undir stiganum í gallerí- inu i8 við Klapparstíg. Sýningin er opin fimmtudaga og föstudaga kl. 11-18, laug- ardaga kl. 13-17 og eftir samkomulagi. Hugarleiftur er yfirskrift á samvinnuverk- efni bandarísku myndlistarkonunnar Di- ane Neumaier og gríska rithöfundarins Christos Chrissopoulos, sem nú er sýnt í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi. Sýning- in er afrakstur Íslandsferðar þeirra sumar- ið 2000. Hitler og hommarnir nefnist sýning þeirra David McDermott og Peter McGough í Listasafni Akureyrar. Sýning þeirra fjallar um útrýmingu samkynhneigðra á nasista- tímanum. Aftökuherbergi nefnist sýning í Listasafni Akureyrar á 30 ljósmyndum eftir Lucindu Devlin sem teknar voru í bandarískum fangelsum á tíunda áratugnum. Hinstu máltíðir nefnist sýning Barböru Caveng í Listasafni Akureyrar. Viðfangsefni sýningarinnar eru síðustu máltíðir fanga sem teknir hafa verið af lífi í Bandaríkjun- um. Á Kjarvalsstöðum stendur yfir samsýning ungra íslenskra og breskra listamanna. Sýningin ber heitið „then ...hluti 4 - minni forma“. Sýningin stendur til 2. mars. Tumi Magnússon sýnir vídeóverk í Kúl- unni í Ásmundarsafni við Sigtún í Reykjavík. Safnið er opið alla daga frá kl. 13 til 16. Sýningin stendur til 16. febrúar. Friðrik Tryggvason ljósmyndari sýnir sex ljósmyndir á Mokka kaffi. Sýninguna kall- ar hann Blátt og rautt. Hún stendur til 15. febrúar og er opin á opnunartíma kaffi- hússins. Í Ketilshúsinu á Akureyri stendur yfir sýningin Veiðimenning í Útnorðri. Í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi stendur nú yfir sýning á 124 ljósmyndum frá árunum 1921-81. Ljósmyndararnir eru 41 talsins, allir þýskir og aðhylltust allir Bauhaus-stefnuna, sem fólst í því að myndlist og iðnhönnun ættu að samein- ast í byggingarlistinni. Sýningin BókList stendur yfir í anddyri Norræna hússins. Þar sýnir finnska lista- konan Senja Vellonen 22 handunnar bækur. Sýningin stendur til 9. febrúar og er opin frá kl. 9-17 alla daga nema sunnu- daga frá kl. 12-17. Hallgrímur Helgason sýnir í austursal Gerðarsafns í Kópavogi nokkur málverk af Grim, teiknimyndapersónunni með tennurnar stóru. Myndirnar eru unnar með nýjustu tölvutækni. Safnið er opið 11-17 alla daga nema mánudaga. FLYING/DYING er heiti sýningar Bjargeyjar Ólafsdóttur sýnir í vestursal Gerðarsafns í Kópavogi. Á sýningunni eru ljósmyndir og vídeóverk, sem meðal annars fjalla um bílslys sem listakonan lenti sjálf í og komst nálægt því að deyja. Safnið er opið 11-17 alla daga nema mánudaga. Húbert Nói sýnir á neðri hæð Gerðar- safns í Kópavogi. Sýningin, sem nefnist HÉR OG HÉR / 37 m.y.s., er sérstaklega unnin fyrir salinn og er innsetning á ol- íumálverkum sem sýna annars vegar hluta af salnum og hins vegar málverk sem hanga þar á veggjum. Safnið er opið 11-17 alla daga nema mánudaga. Anna Guðrún Torfadóttir myndlistarmað- ur sýnir verk unnin með blandaðri tækni í Scala, Lágmúla 5 í Reykjavík. BÓKMENNTIR Síðar í þessum mán- uði verður tilkynnt hver hlýtur bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs þetta árið. Ellefu rit- höfundar voru tilnefndir, þar af þau Álfrún Gunnlaugsdóttir og Jóhann Hjálmarsson frá Íslandi. Í kvöld gefst færi á að heyra sjö af þessum ellefu rithöfund- um lesa upp úr verkum sínum í Norræna húsinu í Reykjavík. Þetta eru þau Pirjo Hassinen frá Finnlandi, Jørgen Norheim og Liv Kølzow frá Noregi, Morten Søndergaard frá Danmörku og Kelly Berthelsen frá Grænlandi, auk Íslendinganna Jóhanns og Álfrúnar. Rithöfundarnir eru á hring- ferð um Norðurlöndin í þessu skyni. Ferðalagið byrjaði í Helsinki og svo verður endað íá Stokkhólmi, með viðkomu í Aabenraa, Eskilstuna, Marie- hamn, Asker og Þórshöfn auk Reykjavíkur. Hins vegar er mis- jafnt hvaða rithöfundar mæta á hverjum stað. „Það var byrjað á svona kynn- ingarferðum í fyrra í tilefni þess að bókmenntaverðlaunin áttu af- mæli,“ segir Jóhann Hjálmars- son ljóðskáld. „Það þótti ástæða til að endurtaka það núna.“ Jóhann er nýkominn frá Mariehamn, höfuðborg Álands- eyja, þar sem hann las upp úr verkum sínum ásamt fleiri rit- höfundum. „Kosturinn við þessar ferðir er ekki síst sá að fólk hittist og getur rætt saman. Þetta er mjög gaman fyrir okkur.“ ■ 19FIMMTUDAGUR 6. febrúar 2003 ...ljómandi skemmtileg barnasýning! Hafliði Helgason, Fréttablaðið. Útfærsla Ólafs Gunnars er ágætlega frumleg og skemmtileg ... Benedikt búálfur er afar skemmtilegur söngleikur og stuðla margir þættir að því, eins og ætíð þegar góð leiklist er á ferðinni! Soffía Auður Birgisdóttir, Morgunblaðið. Miðapantanir í síma 552 3000 frá kl. 13. – 18. eftir Ólaf Gunnar Guðlaugsson Næstu sýningar: Su. 9/2 kl. 14. örfá sæti Su. 16/2 kl.14. og kl.17 örfá sæti Su. 23/2 kl.14. og kl.17 örfá sæti Hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda Meira enn3500sýningargestir Sjö norrænir rithöfundar í Norræna húsinu: Á hringferð um Norðurlöndin EINN HINNA TILNEFNDU Jóhann Hjálmarsson skáld kynnir verk sín í Norræna húsinu í kvöld ásamt Álfrúnu Gunnlaugsdóttur og fimm öðrum norræn- um rithöfundum, sem tilnefndir eru til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs í ár. Íslensk-samísk vináttusamtök stofnuð í dag: Gleymda þjóðin á Norðurlöndum Lau. 1/2 kl. 21, UPPSELT Fös. 7/2 kl. 21, UPPSELT Lau. 8/2 kl. 21, UPPSELT Fim. 13/2 kl. 21, UPPSELT Fös. 14/2 kl. 21, AUKASÝNING, UPPSELT Lau. 15/2 kl. 21, UPPSELT Fim. 20/2 kl. 21, UPPSELT Fös. 21/2 kl. 21, UPPSELT Lau. 22/2 kl. 21, nokkur sæti Fim. 27/2 kl. 21, AUKASÝNING, nokkur sæti Fös. 28/2 kl. 21, UPPSELT Lau. 1/3 kl. 21, 100 SÝNING, laus sæti Fös. 7/3 kl. 21, laus sæti RÉTTLÆTISMÁL Í hádeginu í dag, á þjóðhátíðardegi Sama, verða stofnuð í Reykjavík samísk-ís- lensk vináttusamtök. Stofnfundur- inn verður haldinn í Norræna hús- inu en þaðan verður haldið að Suð- urgötu 8 þar sem þjóðfáni Sama verður dreginn að húni í fyrsta sinn á Íslandi. Frumkvæði að stofnun samtak- anna hafa haft þeir Einar Bragi rithöfundur og Sigurður Helgi Guðmundsson lögfræðingur. „Þetta verður vel skipulagður fundur hjá okkur í Norræna hús- inu. Fluttur verður í fyrsta sinn þjóðsöngur Sama í íslenskri þýð- ingu séra Sigurðar Ægissonar. Einnig taka Hjalti Rögnvaldsson leikari og Hilmar Örn Hilmarsson tónlistarmaður þátt í athöfninni. Nú þegar hafa um fimmtíu manns skráð sig sem stofnfélagar, en þarna eru allir velkomnir.“ Sigurður Helgi er af samískum ættum og hefur látið sig málefni þeirra varða. „Einar Bragi rithöfundur hefur hins vegar verið aðalsprautan. Það er mikill eldmóður í honum. Ég er með samískt blóð í æðum en í hon- um slær samískt hjarta.“ Mjög illa var farið með Sama á Norðurlöndunum allt fram á seinni hluta tuttugustu aldar. Á síðustu áratugum hefur staða þeir- ra batnað verulega. Þeir eiga sér eigið tungumál og hafa sinn eigin fána og þjóðsöng. Hins vegar skortir enn á að þeir hafi náð full- um pólitískum réttindum sem þjóð. „Ég held að Thor Vilhjálmsson, sem er með okkur í þessu, hitti naglann á höfuðið þegar hann seg- ir: Þetta er svo fallegt mál.“ ■ SIGURÐUR HELGI GUÐMUNDSSON OG HUNDURINN BONUS PATER Sigurður er hægra megin á myndinni. Leyndarmál rósanna Sýning föstudag 07.02. kl. 20 Sýning laugard. 15.02. kl. 19 Hversdagslegt kraftaverk Sýning laugard. 08.02. kl. 19 Sýning sunnud. 09.02. kl. 15 Sýning föstud. 14.02. kl. 20 Allra síðustu sýningar Barn fær frítt í leikhúsið í fylgd með fullorðnum. Uppistand um jafréttismál Sýning laugard. 08.02. kl. 22.30 Gesturinn í samvinnu við Borgarleikhúsið Sýning laugard. 22.02. kl. 19 Sýning sunnud. 23.02. kl. 20 Aðeins þessar sýningar. Miðasölusími 462 1400 www.leikfelag.is Ljós í myrkrinu Háskólabíó við Hagatorg I Sími 545 2500 sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is AÐALSTYRKTARAÐILI SINFÓNÍUNNAR M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN Tónleikar í bláu röðinni í Háskólabíói í kvöld kl. 19:30 Hljómsveitarstjóri: Bernharður Wilkinson Einleikari: Ásgeir Steingrímsson Jón Ásgeirsson: Trompetkonsert Atli Ingólfsson: Orchestra B Hróðmar I.Sigurbjörnsson: Sinfónía Jónas Tómasson: Sinfóníetta I Myrkir músíkdagar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.