Fréttablaðið - 06.02.2003, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 06.02.2003, Blaðsíða 12
6. febrúar 2003 FIMMTUDAGUR PEKING, AP Kínverjar segjast ekki ætla að láta örlög geimflaugarinnar Columbia hafa áhrif á áætlun sína um að senda mann út í geiminn áður en árið er á enda. Að sögn kín- verskra geimvísindamanna stendur ekki til að aflýsa eða fresta fyrir- huguðu geimskoti heldur muni þeir draga lærdóm af slysinu og fara grannt yfir öll þau vandamál sem hugsanlega gætu komið upp. Kínverjar sendu ómannaða flaug út í geiminn í desember síðastliðn- um og kom hún til jarðar heilu og höldnu í byrjun janúar. Í kjölfarið lýstu geimvísindamenn því yfir að stefnt væri að því að senda fyrstu mönnuðu geimflaugina frá Kína af stað á þessu ári. ■ Skuldir borgarinnar innan hættumarka Skuldastaða borgarinnar hefur aldrei komið til sérstakrar skoðunar hjá eftirlitsnefnd með fjár- málum sveitarfélaga. Sjálfstæðismenn ósáttir. BORGARMÁL Skuldir Reykjavíkur- borgar hafa fram að þessu ekki verið taldar komnar á hættumörk að mati Garðars Jónssonar hjá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, sem hefur það hlutverk að fylgjast með fjármálum allra sveitarfélaga í landinu. Borgarráðsfull- trúar Sjálfstæðis- flokksins spurðu Þórólf Árnason, nýjan borgar- stjóra, hvort hann ætlaði að grípa í taumana hvað varðaði skuldasöfnun borgarinnar í tíð Ingibjargar Sólrúnar Gísla- dóttur. Þeir telja skuldasöfnunina hafa verið óhóflega. Garðar segir hins vegar að Reykjavíkurborg hafi fram að þessu aldrei komið til sérstakrar skoðunar hjá eftirlits- nefndinni vegna slæmrar skulda- stöðu sinnar. Sjálfstæðismenn segja að skuldir borgarinnar hafi aukist um 1.100% síðan árið 1993 og að heildarskuldir á hvern Reykvík- ing séu 733 þúsund krónur eða hærri en í nokkru öðru sveitarfé- lagi. Inni í útreikningum sjálf- stæðismanna á skuldum borgar- innar er tekin staða borgarsjóðs og fyrirtækja borgarinnar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borgarstjóri, hefur sagt að fjárhagsstaða borgarinnar sé góð. Ekki sé rétt að taka inn í reikninginn skuldir fyrirtækja borgarinnar, sem greiðist af þeirra eigin tekjustofnum en ekki af skatttekjum. Borgin sé með lægstar skuldir á hvern íbúa á höfuðborgarsvæðinu að frátöld- um Seltjarnarnesbæ. Aðspurður um það hvort taka eigi inn í reikninginn skuldir fyr- irtækja borgarinnar, líkt og sjálf- stæðismenn gera, segir Garðar: „Það segir okkur auðvitað hverjar heildarskuldir samstæðunnar eru en það er hins vegar spurning hvort það sé rétt að draga skuldir fyrirtækja borgarinnar fram í þessu samhengi. Það verður að hafa það í huga að þegar skuldir fyrirtækja eru teknar með inn í reikninginn er um að ræða fyrir- tæki í rekstri og á móti skuldun- um koma eignir.“ trausti@frettabladid.is ÓMÖNNUÐ GEIMFLAUG Kínverjar hafa unnið að geimferðaáætlun sinni um árabil en geimflaugar þeirra eru talsvert nýrri en flaugar Bandaríkjamanna. „Það er spurn- ing hvort það sé rétt að draga skuldir fyrirtækja borgarinnar fram í þessu samhengi.“ RÁÐHÚS REYKJAVÍKUR Inni í útreikningum sjálfstæðismanna á skuldum borgarinnar er staða borgarsjóðs og fyrir- tækja borgarinnar. Garðar Jónsson, hjá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, segir að þegar það sé gert verði að taka inn í reikninginn að um sé að ræða fyrirtæki í rekstri og á móti skuldunum komi eignir. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Geimferðaáætlun Kína: Mönnuð geimflaug innan árs

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.